12.7.2011 | 08:40
Þegar hið augljósa kemur á óvart.
Þá fellur hlutabréfamarkaðurinn.
Falla evrunnar hefur legið fyrir frá ársbyrjun 2009, hallinn á bankakerfinu, ójafnvægið í ríkisfjármálum, vangeta evrustjórnenda, allt bar að sama brunni.
Evran myndi ekki lifa að, aðeins tímafaktorinn var óþekktur.
Og þegar leikreglur markaðarins eru þannig að fjársterkir aðilar geta hagnast um gífurlegar upphæðir við að taka skortstöðu gegn þeim ríkjum og gjaldmiðlum sem sýna veikleika, þá sér markaðurinn um aftökuna.
Og það er það sem er að gerast í dag.
Minni á orð "Herra evru", að Ítalía og Belgía gætu fallið á undan Spáni.
Og þau orð eru að rætast.
Samt vill Evróputrúboðið taka upp evru, til að tryggja efnahagsstöðugleika. Og kemst upp með að láta umræðuna á Íslandi snúast um slíka vitleysu.
Það er eins og fréttir séu ennþá tíu ár að berast til landsins.
Kannski verður umsóknin að ESB dregin til baka á svipuðum tíma og fréttir berast að jaðarríki sambandsins hafi sagt skilið við sambandið.
Hver veit, allavega er ljóst að ESB berst fyrir tilveru sinni, og staðan í þeim leik er 2-0 fyrir raunveruleikanum.
Og ekkert bendir til að ESB nái að snúa leiknum sér í vil.
Því það skortir forsendurnar, leiðsögn vitborins fólks, fólks sem sér raunveruleikann eins og hann er og reynir að bregðast við honum. En ekki Eurokrata sem búa sér til einhverja tálsýn og hafna síðan staðreyndum þegar þær ríma ekki við sýnina.
Og Eurokratarnir munu ekki víkja nema þeir verða reknir eins og Sovétkratarnir.
Verði slík uppreisn almennings, þá er óliklegt að sá sami almenningur vilji bjarga Evrópusambandinu. En maður veit aldrei í víðsjárverðum heim, kannski er samstaðan sterkasta vopn Evrópu.
En aðeins ef vitborið fólk stjórnar.
Kveðja að austan.
Hlutabréf í frjálsu falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 680
- Sl. sólarhring: 759
- Sl. viku: 6264
- Frá upphafi: 1400203
Annað
- Innlit í dag: 621
- Innlit sl. viku: 5385
- Gestir í dag: 592
- IP-tölur í dag: 578
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag þetta er akkúrat málið augljóst og fyrir séð!
Sigurður Haraldsson, 12.7.2011 kl. 08:50
Góðan daginn Sigurður, þetta er drottins dýrðardagur, sól og blíða.
Og ætti að vera það út í Evrópu líka ef fólk kæmi að málum.
Vonandi losar fólk sig við Eurokratana áður en þeir ná líka til að eyðileggja sumarið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.7.2011 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.