Björn spyr eins og bjáni.

 

Hann veit að Jóhanna var að tala við Merkel, og það er ekki hægt að tala um jarðhita í heilan klukkutíma, sérstaklega þar sem Þjóðverjar koma til Íslands að berja hann augum.

Og hann ætti að geta ætlað að Jóhanna hafi eitthvað talað um ESB og umsókn íslensku ríkisstjórnarinnar þar um.  Jóhann er jú ekki með Altzheimer og veit því að slík umsókn er í gangi.

Þess vegna á Björn að geta sagt sér að Merkel veit meir en Íslendingar.

Því Björn veit að Jóhanna er svo upptekin við að bjarga Íslandi að hún má ekki vera að því að tala við þjóð sína.

Reyndar hélt Jóhanna áramótaávarp, en hún mátti ekki vera að því að tala um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, svo þjóðin var engu nær um stöðu mála, eða hvað ríkisstjórnin hygðist fyrir, eða um hvað hún væri að ræða við skriffinna Brusselvaldsins.

Og ef út í það er farið þá þarf að hitta langminnugan sem man eftir hvenær Jóhanna talaði síðast við þjóð sína um landsins gagn og nauðsynjar.  Vissulega hefur hún haldið blaðamannafundi, en þar hefur hún aðeins minnst á að hún hafi svo mikið að gera við að bjarga landinu, já og svo er hún í brunarústahreinsun.  Og svo hefur hún lesið úr spám um að allt sé á uppleið, líka evran.

En hún hefur ekki sagt orð um hvað hún er að gera, eða hvað hún ætli sér að gera. 

Þá er ég að meina hvað hún er raunverulega að gera, ekki hvað hún segist vera að gera.  Það er nefnilega ekki sami hluturinn.

 

Þess vegna á Björn Bjarnason ekki að eyða tíma sínum og plata blaðamenn með því að spyrja eins og bjáni.  Hann sá Jóhönnu á fundi með Merkel.

Af því leiðir að Merkel veit meir en hann og öll þjóðin, að Hrannari kannski undanskildum.

En hvort Merkel viti eitthvað mikið meir en við hin, það er önnur saga.

Mér finnst það mjög ólíklegt.

Því til þess að svo sé, þá þarf sá sem upplýsir að vita eitthvað líka.

 

Þannig að við þurfum ekki að öfunda Merkel.

Það er líklegra að Þórhallur miðill viti meir, og tíminn hjá honum kostar 5.000 krónur.

Einn tími, einn fimmþúsund kall, og við vitum meir en bæði Merkel og Jóhanna til samans.

 

Það held ég nú.

Kveðja að austan.


mbl.is Spyr hvort Merkel viti meira en Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þessi gúbbi að rísa upp og blaðra, það eru allir búnir að fá nóg af honum og hans mafíuflokk.


Disclaimer
Hinir flokkarnir eru líka ömurlegar eiginhagsmunammafíur

doctore (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 09:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það doctore, hvað ætlar þú að fá í staðinn, óhugsandi menn????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.7.2011 kl. 11:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væntanlega er doctore að tala um hina rótgrónu valdaflokka sem gjarnan eru kallaðir "fjórflokkur".

Ómar, þú spyrð hvað eigi að koma í staðinn?

Á Íslandi eru til margir flokkar sem eru ómengaðir af fjórflokknum og hafa enn ekki fengið tækifæri til að sýna af sér þá hollustu við þjóðina sem í þeim býr. Má þar nefna Samtök Fullveldissinna, Þjóðarflokkinn, Frjálslynda Flokkinn (sem er mikið endurnýjaður), Hreyfinguna, Hægri græna, og svo mætti lengur telja.

Þetta er alls ekki tæmandi upptalning heldur bara dæmi um það sem er nú þegar tilbúið og gæti "komið í staðinn".

Það fer óendanlega fyrir brjóstið á mér þegar fólk kvartar undan því að ekki séu til neinir aðrir valkostir heldur en sama gamla pakkið, og svo þegar koma kosningar og nýjir valkostir eru í boði, þá fer þetta sama fólk í kjörklefann og merkir við sama gamla pakkið. Vinsamlegast ekki biðja um breytingar ef þið ætlið svo ekki að kjósa þær. Athugið líka að til þess að einhver þessar smáfylkinga geti náð í gegnum allar þær síur sem þarf að komast til að fara inn á Alþingi, þá er nauðsynleg forsenda að nógu margir gangi í þessar hreyfingar og séu virkir í starfi þeirra. Til þess að bjóða fram á landsvísu þarf 106 frambjóðendur (aðalmenn og varamenn) og undirskriftir að lágmarki 3180 stuðningsmanna úr öllum kjördæmum. Breytingar geta aldrei orðið ef þið sitjið bara á rassinum og bíðið eftir að einhverjir aðrir hrindi þeim í framkvæmd, þessir "einhverjir aðrir" erum nefninlega við sjálf þegar öllu er á botninn hvolft.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 16:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur, ég held að þú sért að leggja meira út af orðum mínum en tilefni er til.

Svar mitt til doktorsins var einfaldlega stutt ábending um að frasar leysa ekki mál, en ekki hvað síst að þú gagnrýnir fólk eftir því hvað það segir, en ekki eftir því hvað það er.

Það er einnig mikil rökvilla að afgreiða fjórflokkinn eins og að hann sé búinn, og að allt sem frá honum hafi komið, hafi verið slæmt.  Bæði er það heimskulegt því þar með ertu sjálfkrafa að skapa þér andstæðing sem hefur fylgi um rúmlega helmings þjóðarinnar, og þar með ertu að lýsa yfir að þú ætlir að breyta með afli, ekki sátt.

Eins er það rangt því fjórflokkurinn enduspeglaði flokkamynstrið sem er eðlilegt í lýðræðisþjóðfélagi, út frá persónuleika fólks er alltaf til íhaldsflokkur, alltaf til framsækinn flokkur, alltaf til jafnaðarflokkur, og alltaf til þeir sem eru á miðjunni.

En það er ekki það sama að það þurfi ekki að breyta og sérstaklega hugsa hlutina nýtt, og þá út frá átakalínum nútíðar en ekki gömlu stéttarbaráttunnar sem löngu er liðin.

Þar koma nýjir menn og nýjar hreyfingar til sögu.

En er nýtt eitthvað sjálfkrafa betra en gömlu "skarfarnir"???

Hreyfingin klofnaði strax vegna þess að hluti hennar skildi ekki og skilur jafnvel ekki enn að þjóð sem ver sig ekki gagnvart ágangi erlendra ríkja, að hún heldur ekki sjálfstæði sínu.  Þór Saari stóð reyndar ekki gáfulega að málum þegar hann stillti ríkisstjórninni upp við vegg í ESB umsóknarferlinu, en það var betur seint en aldrei hjá honum að fatta hvílík ógn ICEsave var.

Og umbótafólk sem hélt að stjórnlagaþing væri mikilvægara en að vernda lífskjör og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, það á hreinlega ekki erindi í þjóðmál.  Því það er engin þjóð ef allir eru jafn naví og þau.

Eða varðandi sjávarútveginn, margt má segja um kvótakerfið, en þegar Hreyfingin stakk upp á að allur kvóti færi á uppboðsmarkað, þá var ljóst að hún veit ekki hvað sjávarútvegur er, og að tillögur hennar eru ávísun á raunverulegan klofning landsins.

Eins er það hugmyndirnar um eitt kjördæmi, það myndi landsbyggðarfók aldrei sætta sig við, og svona bulla þeir aðeins sem halda að þeir hafi aðgang að skriðdrekum til að þvinga aðra til að gangast undir sínar hugmyndir.

Og það er einmitt stóri gallinn við Andsöðuna, hún er að uppistöðu, mér "finnst", ekki hvað "er hægt og hvað þarf að gera".  Og hún hefur ekki græna glóru um þá aðferðarfræði sem þarf til að hún verði fjöldafl.

Og ef hún er ekki marktæk, og fjórflokkurinn ekki heldur, þá erum við komin í ESB, búin að samþykkja ICEsave og greiða út krónubröskurunum, áður en við náum að átta okkur á hvað gerðist.

Því óvinurinn er sameinaður, og veit hvað hann vill.

Þess vegna er svona hugarfar stórhættulegt, það þarf að virkja alla þá sem vilja framtíð þessarar þjóðar, þannig að það sé lifandi í landinu.

Það tókst í ICEsave, og það þarf í hinum raunverulega vanda þjóðarinnar, sem er skuldamálin.

Óréttið og misréttið er að eyða þjóðinni innan frá.

Og erlendu gjaldeyrislánin handa krónubröskurunum munu gera okkur gjaldþrota.

Og við þjösum um hver okkar er hreinlífastur.  Eins og við höfum allan tíma í heimi til að breyta málum.  

En tímaglasið er að renna út Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.7.2011 kl. 08:46

5 Smámynd: Elle_

Nú hef ég lesið svarið þitt sem var samt ekki beint fyrir mig, Ómar, og komst að þeirri niðurstöðu að við í andófinu gegn landsöluflokkunum erum fávitar.  Getum ekki staðið saman um eitt einasta vesælt mál nema að hluta í ICESAVE.  Og við náðum sigri í ICESAVE.

Elle_, 13.7.2011 kl. 21:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, ég sé að þú ert komin með nýtt logo, í takt við breytta tíma, eða er ICEsave annars ekki frá??

En ég kýs nú frekar að nota orðið bjánabelgir því flestir vilja vel.  Strákarnir mínir eru til dæmis mjög oft  bjánabelgir, pabbi þeirra hins vegar oft óttalegur sauður, enda ættaður úr Víkinni.

Þeir sem halda að evran sé lausn á efnahagsvanda Íslendinga eru svo kannski vanvitar, þeir líta fram hjá staðreyndum til að komast að niðurstöðu sinni.

Fávitar eru svo til dæmis þeir sem héldu að forsenda endurreisnar væri að greiða ICEsave, og að við yrðum áfram sjálfstæð þjóð með um 60% af tekjum ríkisins í vexti og afborganir og um 160 milljarða árlega í afborganir af lánum.

Eiginlega er ekki hægt að komast lengra í fávitahætti, en vissulega hafa margir reynt.

En ef við hugsum um hverju við erum að klúðra, hvað margir þjást til dæmis vegna hinna stökkbreyttu skulda, og að við erum hægt og rólega að missa sjálfstæði okkar þegar Már gengur á AGS lánið, þá má færa rök fyrir að við eru fávitar.

Svo má spinna áfram, hvað höfum við að gera við nothæft þjóðfélag, það er ef okkur tekst að halda því á floti, þegar heimurinn er að festast í ferli sem hingað til hefur endað í allsherjar átökum???

Og næstu átök koma okkur á steinöldina???

Þannig að ef maður metur málið kalt, út frá þekktum staðreyndum, þá má færa rök fyrir að klúður okkar í andstöðunni, og þar með silfurfatið sem við höfum fært auðklíkunni, er mun alvara að við getum afsakað okkur með fávitahætti.

Jafnvel fávita vilja sjá börn sín komast á legg, og að þeirri bíði mannsæmandi líf.

Við röflum og tuðum, en það hvarflar ekki að okkur að horfa inná við og skilja hvað við þurfum sjálf að gera til að andstaðan geti sameinast, og myndað mótvægi við tortímingaröflin.

En við tókum ICEsave, það er rétt.

Og við getum líka sigrað heiminn, ef við tökum okkur sjálf taki.

Þar er hnífurinn, þar er kúinn.

Bið að heilsa Elle, 

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2011 kl. 00:23

7 Smámynd: Elle_

Ómar, já, nýja logo-ið gengur víst eins og hitt, NEI-logo-ið, bæði fyrir EU-andstöðu og ICESAVE.  Ein skálmin, ef þú gáir vel, er nefnilega breski fáninn og hinn EU-sins.  Játa að það hlakkaði í mér púkinn þegar ég skipti og setti þetta logo inn.  Við heyrumst, Ómar. 

Elle_, 14.7.2011 kl. 18:12

8 Smámynd: Elle_

Og ég tek undir þetta, Ómar:

Fávitar eru svo til dæmis þeir sem héldu að forsenda endurreisnar væri að greiða ICEsave, og að við yrðum áfram sjálfstæð þjóð með um 60% af tekjum ríkisins í vexti og afborganir og um 160 milljarða árlega í afborganir af lánum.

Eiginlega er ekki hægt að komast lengra í fávitahætti, en vissulega hafa margir reynt.

Skammarlegt lið.  

Elle_, 14.7.2011 kl. 18:16

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Elle, tók ekki eftir Euro fánanum, er ekki vel inní þeim fræðum.

En hugmyndin góð þó við skulum vera hreinskilin, breska kúgunin var hvorki fugl né fiskur nema vegna stuðnings innlendra valdaklíka, jafnt í stjórnmálum, atvinnulífinu sem hjá akademíunni.

Það var líka skýring þess að Þjóðverjar þurftu ekki að hleypa að skoti þegar þeir lögðu undir sig Austurríki á sínum tíma, þeir sem réðu, þeir sviku.

Heyrumst, þetta er stopult núna vegna sólaranna (he, he, búinn að sjá hana í þrjá daga) og sumarfría.

Bið að heilsa öllum jöxlum fyrir sunnan.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 22.7.2011 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband