12.7.2011 | 06:15
Ótti Eurokratans!!
Er ekki hagur og örlög þjóðar hans.
Óttinn snýr að evrunni.
Í hans huga er það aukaatriði þó venjulegt fólk taki á sig skellinn af auðmannssukkinu.
Aukaatriði þó efnahagur þjóðar hans leiti aftur á bak um ókomna tíð.
En ef ég fell segir hann, þá fellur evran.
Og aumur er sá gjaldmiðill sem krefst blóðfórna almennings svo hann geti þrifist.
Og þessi gjaldmiðill er draumur íslenska Evróputrúboðsins.
Undir kjörorðinu, "skítt með þjóðina, við viljum evru".
En evran mun falla.
Blóðsugur fá ekki þrifist í nútímaþjóðfélagi.
Drakula Eurokratans mun líða undir lok.
Kveðja að austan.
Ítölsk örvænting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 556
- Sl. sólarhring: 724
- Sl. viku: 6140
- Frá upphafi: 1400079
Annað
- Innlit í dag: 504
- Innlit sl. viku: 5268
- Gestir í dag: 482
- IP-tölur í dag: 475
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mikið er reynt til þess að halda valdi og lífi í þessu spillta fjármálakerfi heimsins segi ég bara...
Svo mikið að Giulio Tremonti segir ef ég fell þá fellur Ítalía og ef Ítalía fellur þá fellur evran, hvílíkar hótanir segi ég bara og skyldi svona hótanir virka á Ítalíubúa...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.7.2011 kl. 07:06
Blessuð Ingibjörg.
Það er auðvelt að hræða fólk, þess vegna komast íslenskir auðmenn upp með að stjórna í gegnum leppa sína, þess vegna var fólki ekki hjálpað á Íslandi, því óttinn sigraði samkennd og samúð með náunganum.
Það sama er að gerast í Grikklandi, þar mótmælir unga fólkið, en það eldra er hrætt, það áttar sig ekki á að það eina sem þarf að óttast, er óttin sjálfur. Það er allt betra en skuldaþrældómur og niðurbrot samfélagsins, vissulega verður ekki auðvelt að skipta út evrunni, líkt og það er alltaf erfitt að losa trukkinn þegar hann er blýfastur í foraði.
En til að komast áfram, þá þarf að losa hann og finna betri leið.
Það sama er að gerast á Ítalíu, það er spilað á ótta fólks, en það fyndna er að hvað kemur ítölskum almenningi við hver verða örlög evrunnar? Samfélag þess og framtíð þess hlýtur að vera í forgang.
En Eurokratinn er svo samdauna sínu eigin tálsýn, að hann sér ekki raunveruleikann. Hann segir, ef ég fer, þá fer evran, í stað þess að segja, við eigum í vandræðum og allir möguleikar eru erfiðir, en það eina sem við vitum er að við þurfum að ná stjórn á útgjöldunum.
En að skera bara niður gagnvart almenningi en hreyfa ekki við þeim ofurríku, sem er stefna Eurokratans í hnotskurn, og kennd við nýfrjálshyggju, er eitthvað sem almenningur mun ekki sætta sig við.
Hann mun rísa upp og vísa bæði Eurokrötum og evrunni úr landi.
Það er mín spá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.7.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.