Ekki trúa bjartsýnismönnunum.

 

Sagði hagfræðingurinn  Nouriel Roubini, þekktur sem Doktor Doom, svo snemma í maí 2009.  Þar tók hann i gegn hagspár sem spáðu brátt blóm í hag og betri tíð.  Vegna þess að forsendur slíkra spá væru, eins og hann orðaði það "bullishness ".

Hagspár þurfa að byggjast á raunveruleikanum, hvað er að gerast, og hvað þarf að breytast til að að vöxtur verði.  

Spá Hagstofu Íslands tekst ekki á við raunveruleikann, hún byggist á óskhyggju, þegar glittir í að fjallað sé um raunverulegar forsendur eins og hvað gerist þegar tímabundin greiðsluúrræði eru úr sögunni, þá er yppt öxlum og sagt við vitum það ekki.

 

Íslendingar fengu mikinn skammt af svona spám bæði 2007 og 2008.   Bókstaflega allir spáðu hér vexti og viðgangi, jafnt innlendir spámenn sem og erlendir, hjá OECD, AGS auk fjölda annarra.

Í dag er einn maður dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa trúað þessum spám, hann hefði átt að vita betur, hann hefði átt að vita að bankarnir væru í raun gjaldþrota, og að hagurinn væri bóla, sem myndi springa.

Enginn minnist á að draga þá til ábyrgðar sem höfðu þekkinguna og bulluðu svona út í eitt. 

 

Og enginn talar um ábyrgð þegar þeir byrja bulla upp á nýtt, líkt og Hagstofa Íslands er að gera.

Enginn spyr um forsendurnar, hversu líklegt það er að hagvöxtur verði á Íslandi miðað við þær forsendur sem til staðar eru í þjóðfélaginu.

Eða miðað við þær forsendur sem eru til staðar í alþjóðlega hagkerfinu.

 

Kínverskt matsfyrirtæki spáði efnhagsstyrjöld þar sem þar sem stjórnlaus peningaprentun í Bandaríkjunum, og fyrirsjáanleg peningaprentun í Evrópu myndi ógna stöðugleika og eyðileggja öll verðviðmið. 

Það þarf ekki að taka fram að það færði rök fyrir máli sínu.  Það benti á hinar gífurlegu skuldir fjármálakerfisins og að endurfjármögnun næstu ára væri svo gífurleg að hún yrði ekki framkvæmanleg nema mið stjórnlausri peningaprentun.

Afleiðingin er gengisfelling dollara og evru, sem aftur ýtir undir viðbrögð Asíu, og í stuttu máli (skýrslan er löng) þá endar það í efnhagsstryjöld, það er ef allt fer vel.

 

Þetta er svona lítið dæmi um þann raunveruleika sem við blasir.  Og við getum ekki hundsað.

Í aðdraganda síðustu kreppu var raunveruleikinn hundsaður, en hann hafði samt sitt fram.  Þess vegna heitir hann raunveruleiki.  

Allt sem Doktor Doom sagði fyrir kreppuna miklu rættist, allt sem hann sagði í þeirri grein sem ég vitnaði í, rættist.

Því hann fjallaði um það sem er, en ekki það sem menn vilja sjá.

 

Í annarri grein rakti hann ástæður kreppunnar, og hvað þyrfti að breytast áður en varanlegur bati hæfist.  

Orða hans eiga við hér á Íslandi þó hann hafi verið að fjalla um bandarískan efnahag.  Það er gott að hafa helstu atriðin í huga og spyrja sig, hefur verið tekist á við þessa hluti á fullnægjandi hátt á Íslandi???

Kreppan er skuldakreppa,

 

"The right way to think of this crisis is of its being caused by: excessive over-borrowing and overspending by households; excessive and risky borrowing and lending by financial institutions; and excessive leverage of the corporate sector in a global economy where housing, asset and credit bubbles got out of hand and eventually went bust. So this is a crisis of debt, credit and solvency, not just illiquidity. "

 

Og það er ekki hægt að endurreisa skuldahagkerfi án þess að skuldir séu aðlagaðar að raunveruleikanum, það er hæfni skuldara til að greiða þær.

"The right way to resolve a problem of excessive debt relative to equity capital is to reduce such debt and convert it into equity. Corporate debt and the financial sector's unsecured liabilities should be converted into equity. Even household debt can be converted into equity by reducing the principal value of mortgages and providing an equity upside to the mortgage creditor in the form of a warrant. "

 

Slíkt hefur ekki verið gert hér, og á meðan mun hagkerfið ekki ná sér.

Það er ekki flóknara en það.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Ólíklegt að skilyrði haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Ómar:

Roubini talar um skuldaaðlögun og að skuldum fyrirtækja skuli breytt í hlutafé eða aðrar sambærilegar ráðstafanir. Þetta gengur of langt í þjónkun við bankabarónana og hlaupatíkur þeirra hjá stórum alþjóðlegum stofnunum eins og hjá Evrópusambandinu.

Nú, úr því við minntumst á ESB, þá standa skuldugustu þjóðir sambandsins frammi fyrir því að skuldum þeirra verði breytt í hlutabréf eða ígildi slíks. 

Þetta er draumastaða þessara fjármagnseigenda sem öllu vilja ráða og allt eiga. 

Gangi þetta eftir eins og hann leggur til, verða um 300 milljónir íbúa Evrópu orðnir þrælar barónanna sem stjórna embættismönnum ESB í Brussel og Strasbourg - innan tveggja ára. Kv.

Guðmundur Kjartansson, 9.7.2011 kl. 09:40

2 identicon

Ég myndi nú vilja ganga svo langt, að segja að þetta sé "tilbúið" vandamál, en ekki raunverulegt.

Vissulega erum við að tala um stór lán, og stóra skuldara.  En öllum þessum skuldum er breitt í reiðufé, með því að afskrá þær smám saman í bókhaldinu og fá skatta niðurgreiðslur fyrir vikið.

Flest þessara vandamála, á sér stað í "verðbréfageiranum".  Veðbréf eru  kapital í fyrirtækjum, sem eru á formi "option".  Þetta eru pappír, en ekki penigar.  Hvað gera fyrirtækin, ef þau hafa hagnast og ekki vilja greiða af því skatt?  Á einhvern hátt, þarf að skrifa niður hagnaðinn, og þá er best að láta af hendi þessa pappíra sem lækkar verðgildi "eigins fés", án þess að hreifa við reiðufé fyrirtækisins.

Það sem kemur ofan í allt, er að ríkið tekur pening af almenningi til að standa við kostnaði ríkisins, sem ekki fær reiðufé af fyrirtækjunum til standa að því.  Eigendurnir hafa reiðuféð úr fyrirtækjunum ...

Hvernig svo húsnæðisbraskið virkar, veit ég ekki ... en geri fastlega ráð fyrir að svipað dæmi sé í gangi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 13:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þó ég telji mig ekki á neinn hátt sérfræðinga í Roubin, þá tel ég að þú sért að gera honum upp skoðanir.  

Hann er að tala um endurskipulagningu skulda, sem er algjört lykilatriði.  Að breyta skuldum fyrirtækja í hlutafé, í stað þess að stöðva rekstur þeirra er klassískt ráð, löngu til komið áður en Roubin fæddist.  Og í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við þá leið, þýðir í reynd að fyrri eigendur gefi eftir, eða víki algjörlega því þeir bera jú ábyrgðina.  En það eru ofboðslega margir fletir á þessu og ekkert hægt að alhæfa, annað en að það er hagur allra að skuldir séu í takt við greiðslugetu.

Varðandi einstaklinga þá lögðu þeir Gylfi og Jón þetta til fljótlega eftir hrun, að skuldir yrðu gefnar eftir en ef markaðurinn tæki við sér, þá fengi skuldareigandi fé sitt til baka.  Á bak við liggur sú hugsun að við skuldaeftirgjöf tapar einhver, og það sé óeðlilegt að sá sem fékk eftirgjöfina, til að geta staðið í skilum og haldið húsnæði sínu, að hann hirði gróðann í næstu uppsveiflu.

Við megum ekki gleyma því að það er alltaf einhver sem tapar, og það eru ekki alltaf einhverjir skuldabarónar.  Á einn eða annan hátt tengjast veðlán sparnaði, sjóða, stofnana sem ávaxta lífeyri og svo framvegis.  

Í eiginlega öllum löndum heims eru þetta raunskuldir, það er einhver tók þær að láni, þetta er ekki tilbúin hækkun verðtryggingar.  Þess vegna verður að hugsa dæmið á þann hátt að skuldaeftirgjöfin komi öllum til góða, annars ertu bara með andstöðu sem kemur í veg fyrir allar umbætur.

Það er það sem breytingarmenn átta sig sjaldnast á, í raunheimi þarf að vera afl og geta til að koma breytingum í gegn.  Gagnkvæmur hagur er besta leiðin til þess að skapa slíkt afl.

Loks varðandi skuldir hins opinbera, þá er ljóst að ekki verður breytt i hlutafé eða annað, skynsamlegast er að semja um afföll ef skuldir eru komnar fram yfir raungreiðslugetu.  Annars ber almannavald skylda til að gera slíkt einhliða.  Því þú eyðileggur ekki samfélagið til að geta greitt skuldir.  Þú fórnar ekki mannslífum til þess.

Eitthvað sem ESB og AGS átta sig ekki á, og ég held að sé ekki stefna Roubins.

En kjarninn í orðum hans, strax snemma árs 2009, er eftirgjöf skulda að raunveruleikanum.  Um leiðir má ræða, og á að ræða, og ná vitiborinn lausn þar um, en afneita því að það þurfi að leiðrétta skuldir, það er bein ávísun á Hrun, þjóðfélagsólgu, og jafnvel upplausn samfélaga.

Þannig að við eigum að hlusta á svona raddir, ekki kveða þær í kútinn.

Því bankabarónarnir og hlaupatíkur þeirra eiga umræðuna, háskólafólkið og fjölmiðlanna.  Og linnulaus áróður dynur á fólki um að þetta sé ekki hægt.  Á Íslandi trúir almenningur að þetta sé ekki hægt, líka þeir sem er í skuldaþrælkuninni.  Þess vegna er svo mikilvægt að vekja athygli á heilbrigðri skynsemi, sem er óháð hagsmunum, og ef við höfum aðrar og "betri" lausnir, þá eigum við að koma með þær í umræðuna, rökstyðja þær og afla þeim fylgis.

Þannig fleytum við umræðunni áfram, þannig eignumst við von.

Von um samfélag sem lifandi er í.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.7.2011 kl. 16:52

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarne, ég held að málið sé eitthvað flóknara en þetta.  Það sem þú ert að lýsa, má vel vera ein hlið mála, en hliðarnar eru svo margar, það er engin einhlít skýring á einu eða neinu.

Nema að það er ekki flókið að skuldir eru að kæfa samfélög Vesturlanda, og við því þarf að bregðast.  Bæði með því að taka á vandanum, sem og hitt, að spá í orsakirnar, og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.

Þess vegna þarf að ræða hlutina eins og þeir eru, ekki eins og fólk vildi að þeir væru, eða heldur að þeir séu..

Það er of mikið í húfi fyrir annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.7.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 603
  • Sl. sólarhring: 639
  • Sl. viku: 6334
  • Frá upphafi: 1399502

Annað

  • Innlit í dag: 517
  • Innlit sl. viku: 5372
  • Gestir í dag: 473
  • IP-tölur í dag: 467

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband