Hvort á maður að gráta eða hlæja???

 

Hagvöxtur eykst á Íslandi, jamm og jæja.

Er það vegna bættra viðskiptakjara, til dæmis er hagvöxtur framundan í okkar helstu viðskiptalöndum???

Hefur hrun evrunnar svona góð áhrif að það sé þörf á að bæta í spána???

Hækkun á eldsneyti, matvælum, vöxtum sbr. vaxtahækkun evrópska seðlabankans??

Hvað veldur??

Stökkbreyting skulda almennings, að heimili noti stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í stökkbreyttar skuldir, peningur sem rennur beint í vasann á amerískum vogunasjóðum????  

Hvað veldur????

 

Verðbólgusamningarnir segir Hagstofan.  Samkvæmt því viti þá hefði hagvöxtur verið 10% ef laun hefðu hækkað um 25%.  Og samkvæmt þessari speki þá er Zimbabwe heimsmeistari hins mikla hagvöxts, þar hækkuðu laun um 1000% á síðustu árum.  Verðlag reyndar um 1.500% en hinar gífurlegar launahækkanir juku einkaneysluna eða þannig, allavega miðað við nafnvirði gjaldmiðilsins.

Vissulega er það kennt í hagfræði 101 að launahækkanir auka ekki hagvöxt, heldur gerist slíkt ef raunlaun hækka, það er framleiðini eða viðskiptakjör batna.  

Slíkt er ekki í kortum Hagstofunnar, aðeins nafnhækkanir laun sem engin innistæða er fyrir.  

Í hagfræði 101 eru tekin ótal dæmi um neikvæðar afleiðingar launahækkana fram yfir framleiðniaukningu, slíkt dregur úr hagvexti til lengri tíma litið.

Í 101 hagfræði eru nefndar forsendur hagvaxtar, meiri framleiðsla, meiri verðmæti fyrir framleiddar vörur, auknar fjárfestingar sem auka framleiðslu framtíðarinnar og svo framvegis.

 

Í spá Hagstofunnar er hvergi minnst á þessar forsendur, aðeins sagt að fjárfesting sé að aukast, að einkaneysla sé að aukast.

Gott og vel, það er hægt að segja svo margt.    Það er hægt að segja að skip fljóti á meðan þau ekki sökkva, skiptir litlu þó þau stefni beint í skerjagarðinn.  Flýtur á meðan ekki sekkur.

Þess vegna spáði þetta sama lið hagvexti í sept 2008, það voru svo góðar horfur þá, sérstaklega væntu menn raunhækkana á hlutabréfamarkaði.  Raunveruleikinn benti til annars, en orð spámanna þurfa ekki að styðjast við hann.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði hagvexti fyrir árið 2009 í Evrópu og Bandaríkjunum svo seint sem í okt 2008.  Vissulega var fjármálakerfið þá hrunið en afleiðingar þess ekki komnar fram.  Í nóv 2008 neyddist sjóðurinn til að spá samdrætti, enda allar hagtölur í þá átt.

Hann mátti eiga það að hann viðurkenndi strandið þegar strandið var orðið.

 

Stóra spurningin er því sú, mun Hagstofa Íslands viðurkenna samdráttinn þegar hann er orðinn, mun hún sjá að versnandi viðskiptarkjör, hækkun vaxta og algjör skortur á fjárfestingum, leiði EKKI til hagvaxtar.

Eða mun hún bæta í eftir því sem ytra útlit versnar??

Spurning, fer eftir hvaða fólk mannar hana í dag, og hvaða hagsmuna það er að gæta.

 

Upplýsingarmálaráðherra Saddams kannaðist ekki við bandaríska skriðdreka í Bagdad, jafnvel þó fréttamenn næðu þá í mynd hinum megin á árbakkanum.  Hann var ekki vitlaus, hann kaus lífið, vissi að Saddam léti skjóta hann ef hann segði satt.

 Eins er það með starfsmenn Hagstofu Íslands, eitthvað rekur þá áfram.  Eitthvað annað en meðfædd heimska og vankunnátta.  Hvað það er munu þeir útskýra, daginn sem frelsið sækir þá heim.

A meðan eigum við að vorkenna þeim, sleppa því að hæða þá, núna þeim ekki um nasir hinar röngu spár þegar raunveruleikinn bankar upp.

 

Við skulum frekar eyða orku okkar í að berja á Óbermunum sem eyða samfélagi okkar og róa að því öllum árum að koma því fyrir ætternisstapa.

Þar er óvinurinn, ekki möppudýr sem skjálfandi að hræðslu segja það sem húsbóndinn vill heyra.

Þess vegna skulum við hlæja, hlæja að öllu því fólki sem vitnar í draumheiminn og telur að núna sé allt á betri veginn.  Að skuldaþrælkun almennings ásamt sögulegu lágmarki fjárfestinga sé forsenda hagvaxtar.

 

Og þegar við erum búin að hlæja, þá skulum við bylta því.

Aðeins auðnin ein er afleiðing óráða Óberma.

Þess vegna gefum við þeim frí, sendum þá úr landi.

 

Og þá, og þá mun gróskan taka við á ný.

Kveðja að austan.


mbl.is Hagstofan hækkar hagvaxtarspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband