6.7.2011 | 16:15
Sagan endurtekur sig án þess að nokkru lærdómur sé af henni dreginn.
Og þess vegna er best að segja þá sögu, svona dæmisögu um þegar sendiboðinn var hengdur. Með skelfilegum afleiðingum.
Einu sinni fyrir langa löngu var konungur þar sem núna er Burma, hann var stórlátur og heimskur. Á valdatíð hans gerðist það eitt sinn að til hans komu kurteisir sendiboðar sem tilkynntu honum að stórkonungur himinsins, af ætt Mongóla, færi fram á undirgefni hans og táknrænar skattgreiðslur þar um.
Það er skemmst frá því að segja, að konungurinn lét drepa þessa sendiboða, taldi sig ekki þurfa lúta neinum, enda fjöll mikil á milli hans og keisara Kína.
Misseri seinna kom fjölskipaður her Mongóla og lagði allt í rúst í Burma, sem hægt var að leggja í rúst.
Og uppfrá því lærðu menn að það borgaði sig ekki að hengja sendiboðann.
Nema í ESB, þar eru stórlátir menn og heimskir, svo heimskir að þeir telja Össur Skarphéðinsson til gáfumanna.
Og þeir kappkosta núna að hengja sendiboðann, ætla jafnvel að stofna nýj matsfyrirtæki í Evrópu, sem munu, líkt og Eftirlitsstofnun EFTA, aðeins tjá það sem kommisarnir í Brussel vilja heyra.
Það sem Brusselmenn gleyma, er að þeir geta stofnað ný matsfyrirtæki, en markaðurinn mun samt elta þá uppi.
Og refsa þeim grimmilega fyrir að taka ekki mark á honum.
Því þú leysir engan vanda með því að hengja sendiboðann.
Næst er það alvara lífsins.
Og fyrir ESB er það hrun evrunnar.
Hugsanlega hægt að hindra ef Össur væri í Brussel með sama stimpil og á Íslandi.
En svo er ekki.
Og ekkert er gert til að hindra hamfarir evrunnar.
Innan skamms verðru evrusvæðið rústir einar.
Því það dugar ekki að hengja sendiboðann.
Kveðja að austan.
Hella sér yfir Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 452
- Sl. sólarhring: 728
- Sl. viku: 6183
- Frá upphafi: 1399351
Annað
- Innlit í dag: 381
- Innlit sl. viku: 5236
- Gestir í dag: 350
- IP-tölur í dag: 345
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meira helvítis bullið, sem rennur úr þér ...
Fyrir það fyrsta, þá eru Kínverjar ekki Móngólir, né er konungur Móngóla keisari yfir Kína. Nema þá Genghis Kahn, og það í skamman tíma. Í öðru lagi, þá hafa menn ekkert lært af þessu að hengja ekki Boðberann. Men lærðu að, málið hyrfi ekki, ÞÓ maður hengdi boðberann.
Og hvernig andskotan á þetta að tengjast Össur?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 16:54
Sendiboðinn hér er verulega óheiðarlegur. En hins vegar er fyndið að þeir sem leggja traust sitt á hann gagnrýndu hann ekki þegar matið var rangt í hina áttina.
Björn (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 17:19
Blessaður Bjarne.
"Sælir eru fávísir því þeir eru svo vitlausir" var sagt á mínum ungdómsárum, og þá var hlegið. En það rétta er að þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Líklegast á bæði við þig.
Eitt er að þekkja ekki söguna, annað er að vera svo vitlaus að mæta hingað og reyna bögga mig út á vanþekkingu þína. Svona miðað við sögu þessa bloggs, þá er það eiginlega svo heimskulegt að líklegast veist þú ekki hvað þú ert að gera, eða gjöra svo ég bregði fyrir mig biblíumáli.
Það er þannig með Kínverja, að þeir hafa ekki alltaf ráði sínum málum sjálfir, lengstu erlendu yfirráðin voru yfirráð Manchurfólks, sem mynduðu keisaraætt frá um 1650 til endaloks kínverska keisaradæmisins, sem kennt er við ártalið 1912. Og mig minnir að ég var 12 ára þegar ég lærði þá sögu.
En ég viðurkenni, ég var um það bil sextán ára þegar ég lærði um Yuan ættina, sem er keisaraætt Kublai Kahn, sonarsonar hins mikla hersnillings, Genghis Kahn. Þetta var mognólsk yfirstétt sem til dæmis eyddi Burma um 1290 (1287 sagði sögubók mín en ég man ekki allt upp á dag). Sagan sem ég vitna í er þekkt, mjög þekkt, svo þekkt að hún er eiginlega frasi.
Og ég átti jafnvel von á að vera núið um nasir frasann en ekki tilvist hans.
En aggressíva fávisa átti ég ekki von á þvi ég hef elt friðarstólinn í mjög margar vikur, allt frá því ég sagði ICEsave andstöðunni að núna leiddi Árni Páll andóf þjóðarinnar gegn fjárkúgun breta, kennda við ICEsave.
En þér er vorkunn Bjarne, og hefur oft verið vorkunn, þó góðviljað fólk sé ekki alltaf að segja þér það.
Svo við víkjum að þeim efnisatriðum sem þér tókst að minnast á, þá er dæmisagan um sendiboðana, og váleg örlög þeirra, gömul mýta og ný. Allir sem hafa lesið söguna, þekkja örlög sendiboða Gullnu eitthvað (hjarðarinnar??) þegar Ívan grimmi ákvað að nú væri nóg komið að skattgreiðslum Rússa til mongólska ríkisins sem réði ríkjum við norðanvert Svartahaf, og hann lét negla húfur þeirra við höfuðið, þannig að ekki var leyst svo glatt, og reyndar þurfti að senda þá til baka lárétta því þeim þraut örendið við þessi skilaboð.
Þekkt er líka sagan um örlög persnesku sendiboðana sem hótuðu Spörtu, þeir enduðu i brunni, og svo framvegis.
Dæmin eru ótalmörg, og þeir sem þekkja söguna geta nefnt ótal dæmi þar um
En það þurfti ekki mikið til að sjá, að ég notaði þessa sögn sem útgangspunkt til að hæðast að vandræðagangi evrustjórnenda, hvort sem það er með réttu eða röngu. Væri það með röngu, þá hefði það verið mun skynsamlegra hjá þér að hjóla í mig út frá þeirri vígstöðu, í stað þess að afhjúpa að þú sért ekki læs á söguna. Sem er alltí lagi, maður auglýsir það bara ekki.
Að lokum, þetta með Össur, hvað kom hann dæminu við???
Ekki neitt, en það er svo bara gaman að minnast á hann. Og þeir sem telja hann gáfumann, allavega í Brussel, þeir líklegast munu aldrei hafa hugmynd um af hverju evran hrundi.
En málið er það, að þeir sem ráða örlögum evrunnar, með ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi, þeir hafa ekki hugmynd um tilvist Össurar Skarphéðinssonar.
Þannig að líkingin er augljóslega röng.
En sett fram til að gera gys að okkar ágæta utanríkisráðherra, sem út af fyrir sig er ekki mjög málefnalegt.
En svona kækur, sem hrjáir marga þessa daganna.
En kom að öðru leyti efni þessa pistils ekki við.
En þetta með fávísa, sem og aðra einfalda, svo getur eitt fífl spurt að ótal vitringar standa á gati. Og ein athugsemd kostað lengra puttaglamur en bloggið hefur uppskorið í langan tíma sökum nennuleysi þess sem puttunum stjórnar.
Þannig að Bjarne, stríðni þín var ágæt, en mundu næst að fletta upp á Gúglinu áður en þú bommar staðreyndir hjá öðrum, minnið er eins og það er, flöktir ef eitthvað er, meira en krónan.
Og þá er nú mikið sagt.
Samt gaman að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.7.2011 kl. 21:23
Blessaður Björn, það er svo sem eitthvað til í því.
En ef þú hefðir kynnt þér skrif Michaels Hudsons, hagfræðiprófessors, þá vissir þú að það var gert.
Svo er það hið fornkveðna, fortíðin er vísbending, en sá sem fékk alltaf 0 á prófi, hann fékk 10 loksins þegar hann nennti að kynna sér námsefnið.
Evran er dauð, aðeins seinkun á útgáfu dagblaðs Fíflaborgar útskýrir töfina á andlátstilkynningunni.
En þeir sem sáu líkið, þurfa ekki að lesa blöð til að vita að það er dautt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.7.2011 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.