6.7.2011 | 00:01
Ritstjórinn í glerhýsinu.
Í tveimur pistlum um helgina gagnrýndi ég vanþekkingu blaðamanna Morgunblaðsins í ICEsave deilunni. Vanþekkingu sem olli því að breskir þingmenn gátu komist upp með að leika einhverja riddara því þeir þóttust hafa talið að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið "allt of rótæk" aðgerð.
En í kjölfarið komu forkastanlegar fullyrðingar sem engin fjölmiðill, vandur að virðingu sinni og fagmennsku, hefði látið viðmælanda sinn komast upp með athugasemdarlaust, ekki þegar fullyrðingarnar snúast um forsendur fjárkúgunar og ofbeldis gagnvart hans eigin þjóð.
Í viðtalinu var talað um að"Ísland stæði við sínar skuldbindingar" og um að "fólk á skilið að fá peningana sína til baka. En ef fólk veit að peningarnir komi, jafnvel þó það verði eftir 2-3 ár". Í aðdraganda ICEsave umræðunnar þá upplýstu meðlimir Samstöðu þjóðar hið mikla leyndarmál sem íslensk og bresk stjórnvöld reyndu sitt ýtrasta að þagga niður, en það var sú staðreynd að Landsbanki Íslands var með tryggingu hjá breska tryggingarsjóðnum FSCS, og þá tryggingu greiddi FSCS út eins og trygging Landsbankans kvað á um.
Með þvi að láta þessar fullyrðingar athugasemdarlausar í fréttinni þá er Morgunblaðið annaðhvort sekt um algjöra vanhæfni eða blaðið er hluti af þagnarsamsæri um að leyna mikilvægustu upplýsingum ICEsave deilunnar fyrir þjóðinni.
Í bloggi mínu vaktí ég athygli á þessu og benti á að ritstjóri sem skrifar ótt og títt leiðara um vanhæfni annarra fjölmiðla, að hann léti ekki svona vinnubrögð viðgangast, blaðið myndi leiðrétta lygina og biðjast afsökunar á handvömminni.
Og vissulega skrifaði ritstjórinn leiðara, ekki til að biðjast afsökunar, heldur til að hrósa bresku þingmönnunum fyrir andstöðu þeirra við ICEsave. Og er hann þá ekki að vísa í frétt Morgunblaðsins, heldur það sem kom fram í fréttatíma Ruv.
Það var sem sagt Ruv, sem ritstjórinn getur endalaust sett út á, sem birti þau sjónarmið breska þingmannsins að ICEsave væri þröngvun og þá líklegast kúgun.
En lesendur Morgunblaðsins standa ennþá í þeirri trú að bretar séu að bíða eftir peningunum sínum. Og þá frá Íslandi. Og að fólk biði eftir þeim. Og þá sjálfsagt venjulegt fólk, sem bíður og vonar.
Þetta er ótrúleg ritstýring, ótrúlegur leiðari.
Breskum þingmanni er hrósað fyrir kurteisistal á Íslandi, en engin dæmi nefnd um raunverulega andstöðu hans í hans heimalandi, jú vissulega segist hann hafa gengið á fund Darling, og talað um að beiting hryðjuverkalaganna væri alltof rótæk aðgerð, í þeim orðum felst aðeins að það hefði hátt að fara fínna í fjárkúgunina, en ekki stuðningur við sakleysi íslensku þjóðarinnar.
Hafi sá stuðningur verið til staðar, þá hefur hann farið hljótt, mjög hljótt.
Og ekki nokkur maður myndi skrifa leiðara um um þau hljóð.
Hver var þá tilgangur ritstjórans???
Enn ein hnýtingin í Steingrím og Má, sem er svo sem vel.
En það hefði verið trúverðugt ef fréttaflutningur Morgunblaðsins hefði ekki verið rakið bull.
Annað skemmir glerhýsið.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.