3.7.2011 | 17:04
Upptaka evrunnar verður heldur ekkert vandamál.
Hún er að liðast í sundur og jafnvel vitlausustu Evrutrúboðsmenn eru farnir að sjá það.
Það tekur enginn upp dauða mynt.
Hver er þá vandinn við aðild Íslands að ESB???
Jú, þjóðin vill ekki í ESB.
En kannski mun Össur fá undanþágu á þjóðina og málið þar með leyst.
Hver veit???
Kveðja að austan.
Þurfum ekki sérstaka undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 282
- Sl. sólarhring: 821
- Sl. viku: 6013
- Frá upphafi: 1399181
Annað
- Innlit í dag: 240
- Innlit sl. viku: 5095
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 226
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, það er svo einkennilegt að mér finnst ekki vera hægt að ná mynd af Össuri öðruvísi en hann líti út eins og fífl. Skyldi maðurinn myndast svona?
Þetta vandamál Össurar með Spánverjana hefur verið óþekkt á Íslandi síðan 1700 og súrkál, það er spurning hvort að hann gerir sér ekki grein fyrir að bæði þessi Spánverja söguskýring og upptaka evru eru aftan úr grárri forneskju.
Magnús Sigurðsson, 3.7.2011 kl. 17:22
Blessaður Magnús.
Ætli næsta yfirlýsing hans verði ekki stuðningur við evrópsku akademíuna þegar hún úskúfaði Galileo fyrir bullkenningar um hnattlögun jarðar, reyndar í byrjun sautjándu aldar, en Össur er forn og hallur undir furður.
En grínlaust, þó maður hæðist að honum þá veit maður eins og er að hann er mesti stjórnmálasnillingurinn á Alþingi í dag, og hann er höfundur plottsins um að koma Íslandi i ESB, gegn vilja meirihluta Alþingis. Og síðan átti skriðþunginn að koma landinu í ESB, líkt og í Sviþjóð og víðar þar sem elítan kúgaði meirihlutann til hlýðni.
Plott sem hefði gegnið upp ef kreppan á evrusvæðinu hefði ekki gripið í taumana. Já, og hugsanlega ICEsave því það mál vakti upp forna krafta sem elítan réði ekki við.
Össur veit að þetta stríð er tapað, það að hann skuli bulla svona, er aðeins til margs um það fóður sem hann telur sig þurfa að nota til að seðja Evróputrúboðið.
Í raun segja þessi og mörg önnur ummæli Össurar skelfilegan hlut um andlegt ástand þriðjungs þjóðarinnar. Ef reglugerð ESB ályktaði, að eftir ýtrustu samræmdu stöðlum, þá væri jörðin flöt, þá yrði því kyngt athugasemdarlaust hjá trúboðinu, líkt og allri annarri þvælu sem það hefur rennt niður án þess að nokkuð hafi staðið í henni.
Það er alltaf skelfilegt þegar stórnmálaskoðanir fólks byggjast á trú á bábiljur, saga síðustu aldar varð einmitt svona skelfileg vegna pólitískra trúarbragða.
Og fyrirhuguð skuldaþrælkun þjóðarinnar vegna ICEsave er dæmi um illvirki sem ESB trúboðið var tilbúið að fremja fyrir guð sinn og málstað.
Össur er kaldrifjaður stjórnmálamaður sem ákvað að spila á þessa trú til að uppfylla metnað sinn um völd, hann gæti ekki bullað svona nema að hann vissi að hann er að bulla.
Hann trúir engu, nema á metorðagirni sína, og hann spilar með trúgjarna. Fyrir völd og áhrif.
Á svoleiðis menn virkar aðeins eitt, stólpagrínið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2011 kl. 19:46
Mig grunaði það svo sem að hann hefði ætlað að vera fyndinn, en myndin er skelfileg.
Magnús Sigurðsson, 3.7.2011 kl. 20:52
Össur = Gissur jarl 1235 ? Gamli sáttmálinn...Einhvar heyrt um hann?
Sagan endurtekur sig ef þjóðin situr á rassinum og bloggar. Ég meðtlin er sök af að hreifa ekki á mér rassboruna og gera eitthvað í þessu.
Þessi þjóð lifir við Dictatorship af verstu sort. Hefur einhver tekið eftir því?
Er einhver til í tuskið? Sendum ESB skilaboð gegnum heimspressuna!!! Við viljum ekki ESB, Jóhönnu eða Össur, Steingrím, Bjarna! Öll með klofnar tungur....
anna (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 21:12
Þetta blogg þitt hljómar eins og ljúfur söngur í mín eyru Ómar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2011 kl. 22:43
Ef það væri svo gott að hann væri að reyna vera fyndinn Magnús, þá mætti svo sem vorkenna honum.
En það er nokkuð langt síðan að Úlfar Hauksson skrifaði sínu fyrstu grein um þennan hlutfallslega stöðugleika, og þar með átti okkur að vera borgið innan ESB. Sem var alltí lagi, það tók enginn mark á honum.
En svo gerðist það á svipuðum tíma, að Evrópuprófessorarnir (man ekki hvort þeir voru orðnir prófessorar þá), Eiríkur Bergmann og Baldur Þórhallsson, tóku þessa kenningu Úlfars og gerðu hana að sinni.
Og Evróputrúboðið trúir eins og nýju neti, hafa til dæmis ekki heyrt getið um breytingar á reglum eða breytingar á sjávarútvegsstefnunni eða yfir höfuð að nokkuð breytist innan ESB.
En málið er að svona bull dugar ekki á hagsmunaaðila, og öruggt að þeir samþykkja aldrei inngöngu á þessum forsendum. Og vonlaust fyrir ESB trójuhesta að vinna því fylgis að við förum i ESB á traustinu að hlutfallslegur stöðugleiki haldi, eða hann virki yfir höfuð.
Það að Össur segir þetta núna er staðfesting þess að hann er hættur að reyna, núna er verið að slá keilur, innan hans eigin raða. Að þjappa Evróputrúboðinu um Samfó þar sem hann er hinn ótvíræði forystumaður.
Og svo munum menn rífast út í eitt, um eitthvað sem skiptir ekki máli, því það er útilokað að þjóðin fari inn í ESB.
Og á meðan heldur lífið og eignaránið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Og það er snilld að láta umræðuna snúast um það sem skiptir ekki máli, á meðan landið er hneppt á skuldaklafann.
Ógnin í dag er leikföngin hans Más og útdeiling þeirra handa krónubröskurum. Þegar við getum ekki borgað AGS og "vinaþjóðum" okkar lánin, þá ráðum við litlu um framtíð okkar.
Þannig ætlar Össur að koma okkur inn í ESB, sem gjaldþrota þurfalingum.
Og honum er að takast það því sjónhverfingar hans stjórna umræðunni.
Og eins og ég segi, ef það væri fyndið, þá mætti hlæja, en bullið er dauðans alvara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2011 kl. 23:34
Blessaðar stöllur, anna og Ásthildur.
Anna, ekki vanmeta bloggið, á meðan fjöldinn situr, þá lifir andófið í bloggheimum, það viðheldur neistanum sem getur orðið að báli.
Andóf út á götum er eitthvað sem þarf að byrja. En það þarf viss skilyrði til að fólkið komi á eftir.
Í mörg mörg ár mótmæltu ungmenni í Austur Þýskalandi, en það fór hljótt. Við rétt skilyrði fóru nokkur til Berlínar og mótmæltu við múrinn, með því að standa þar ef ég man rétt. Þá kom fjöldinn og úr varð skriða sem felldi múrinn.
Í Argentínu sátu nokkrar mæður í mörg mörg ár niður á Plaza torgi og mótmæltu, þegar AGS reyndi að svelta þjóðina til dauðs, þá kom unga fólkið, og að lokum var gerð uppreisn, og ómennin hrakin úr landi.
Núna sem stendur er nóg pláss við Austurvöll, engin hætta á að vera troðinn undir.
Það er því bara að byrja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2011 kl. 23:40
Já sæll!Akkurat Þessu er baráttumaður við aldur eins og ég að fjargviðrast út af,(lélegri mætingu) Alvar Óskarsson,hann er einn besti talandi á útvarpi Sögu. Ég hef oft setið á bekk á Austurvelli nálægt honum,þori ekki að yrða á hann,finnst hann heilagur. Var að frétta nú í kvöld að Útvarp Saga heyrðist alla vega á Seyðisfirði, vinkona mín frá Hánefsstöðum hringdi og sagði mér þær fréttir. Jæja er eð fara og sjá Vesturfarasetrið á Hofsósi,vona að ég sofni fljótt,verð bílstjóri. Góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 4.7.2011 kl. 04:07
Helga, er það ekki eðlilegt, Hánefsstaðir eru nú einu sinni menningarstaður.
Hafðu góða skemmtun á Hofsósi, safnið er meiriháttar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.7.2011 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.