1.7.2011 | 21:00
Hvernig minnist maður fórnarlamba glæpamanna???
Þeirra ómenna sem víla sér ekki að vanhelga mannslíf líkt og árásin á Tvíburaturnana var.
Með því að drepa saklaust fólk í hlutfallinu einn á móti hundrað??????
Og neita sínum eigin þegnum um heilbrigðsþjónustu og menntun svo hægt sé að stríða í fjarlægum löndum.
Spurning en mér er til efs að verur utan úr geimnum sjái muninn á þeim og okkur.
Og það er sorglegt.
Kveðja að austan.
Mikill herkostnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 626
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Góður punktur hjá þér varðandi heilbrigðisþjónustuna. Hamas á Gaza kjósa að kaupa vopn frekar en koma upp lífvænlegu samfélagi þar. Ungt fólk er heilaþvegið á madrössum til að vinna alls kyns óhæfuverk og vinstra liðið virðist ekki sjá neitt athugavert við það.
Það sem kanarnir gerðu í kjölfar 9/11 var það eina rétta (fyrir utan Írak), það er ekki hægt að snúa blinda auganu að svona skúrkum heldur þarf að láta hryðjuverkamenn svara til saka.
Helgi (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 07:42
Blessaður Helgi.
Ég hafði ekki hugsað um þetta með Hamas, ég var að hugsa um ástand mála í Bandaríkjunum þar sem ástand heilbrigðisþjónustu og menntamála hjá tugmilljóna fólks er eins og hjá aumustu þriðjaheims þjóð, sem er þjökuð af fátækt og spillingu.
En það er rétt, þeir sem stríða, láta vopn og verjur hafa forgang.
Annars var þessi pistill eins og svo margir aðrir, skrifaður til að minna á að það þarf að vera munur á þeim og okkur.
Ef við bregðumst við gæp á þann hátt að það er lítill eða enginn munur á viðbrögðum okkar og glæpnum, þá hlýtur næsta spurning að vera, hver er þá hinn meinti glæpamaður. Við réttlætum okkar gjörðir með tilvísun í eitthvað sem okkur finnst glæpsamlegt hjá illvirkjanum, en málið er að hann gerir það líka.
Og það leiðir okkur aftur að kjarna mennskunnar, að sumt má ekki, og er aldrei réttlætanlegt.
Mennskan þarf að verja sig, það þurfti og þarf að hemja hryðjuverkamenn, en hið svokallað stríð Bandaríkjamanna við hryðjuverk, er það sannarlega ekki. Ef þeir vildu stoppa Al Kaída, þá voru tvær ríkisstjórnir sem fóðruðu samtökin, önnur i Saudi Arabíu, hin í Pakistan.
Og mig rekur ekki minni til þess að nokkuð hafi verið gert til að stöðva þann stuðning.
Og stríðin í Írak og Afganistan eru ekki varnarstríð, þau eru árásarstríð, í raun sama eðlis og árásin á Tvíburaturnana. Þú drepur saklausa á þágu einhvers málsstaðar.
Þar sem báðir aðilar þykjast hafa rétt til að drepa.
Svo er annar handleggur hvort alþjóðlega samfélagið eigi að grípa inn í þar sem algjör ómenni stjórna landinu. Mér finnst persónulega að Talibanar hafi fyrirgert rétti sínu til lífs þegar þeir skemmtu sér við að myrða fátækar konur á írþróttaleikvöngum fyrir þær sakir að hafa reynt að afla sér tekna til að fæða börnin sín.
Mikið lengra er ekki hægt að komast í ómennskunni.
En þetta er vandmeðfarið, og ekki auðvelt að bregðast við. Til dæmis þá hafa fáir Talibanar verið drepnir í stríðinu í Afganistan, en mjög margir saklausir. Og þannig vill það oft verða.
Og við þurfum að svara þeirri spurningu, eiga börn í Afganistan minni rétt til lífs en okkar börn???
Og munum að það eru til fleiri leiðir til að losna við ómenni en að sprengja þjóðir þeirra í loft upp. Mun fleiri og markvissari.
En svona er þetta, það er margt í kýrhausnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.7.2011 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.