1.7.2011 | 18:32
"Það var sök sér að gasa þá".
"En algjörlega óþarfi að búa til sápu úr líkamsleifunum".
Einhvern veginn svona tjáði þýsk kona iðrun sína eftir ósigur landa sinna í stríðinu mikla. Hún var ein af þeim sem horfði upp á ofsóknirnar en gerði ekki neitt, fagnaði aðeins sigrunum, spáði ekki í þjáningar saklausa. Og iðrun hennar stafaði sjálfsagt af því að uppgötva úr hverju ódýra sápan var gerð.
En grunnkjarninn er sá að óvirðingin skipti ekki máli, heldur drápin á saklausu fólki, dráp sem heil þjóð lét líðast og iðraðist einskis nema vegna sinna eigin óþæginda.
"Já, eftir á hyggja, ég hefði ekki átt að nauðga henni aftur, og líklegast ekki þar aftur", sagði nauðgarinn iðrandi rómi fyrir rétti.
Eins og naugðunin sjálf hefði verið réttlætanleg ef hann hefði bara ekki endurtekið hana.
Svona hugarfar er sjúkt, lýsir algjörum skilningsskorti gagnvart þeim glæp sem framin var.
Og fjölmiðlamenn sem réttlæta misgjörðirnar með því að taka undir afsakanir á aukatriðum, eru litlu skárri.
Á sinn hátt eru þeir að upphefja glæpinn með því að leyfa gerendum hans að tjá iðrun sína um annað en verknaðinn sjálfan. Um eitthvað aukatriði sem engu skiptir í ljósi þess sem þegar er búið að gera.
Ef fórnarlamb morðingja mætti velja milli þess að losna við vanvirðingu morðingjans á líkama sínum eða að morðinginn hefði aldrei framið morðið, þá myndi hann kjósa lífið fram yfir það sem gerist eftir morðið.
Og það þarf ekki mikla skynsemi til að skilja það.
"Meirihluti þingmanna breska þingsins er þeirrar skoðunar að ríkisstjórn Bretlands hafi beitt Ísland of mikilli hörku þegar hryðjuverkalögum var beitt í Icesave deilunni."
Lægra getur fjölmiðill lagst að birta þessa réttlætingu glæpahyskis sem reyndi að svipta þjóð hans eignum og æru. Eyðileggja efnahaginn, eyðileggja velferðarkerfið sem tryggir sjúkum og öldruðum umönnun og aðhlynningu.
Vesalings blaðamaðurinn áttar sig ekki á því að glæpur breta fólst í árás þeirra á íslensku þjóðina, árás sem hafði það markmið að hegna saklausu fólki fyrir þeirra eigin afglöp og vegna gjörða örfárra einstaklinga af þjóðerni þess.
Glæpur breta fólst ekki í því að beita of mikilli hörku, heldur í því að ráðast á saklaust fólk.
Nauðgari verður ekki glæpamaður við að nauðga fórnarlamb sitt itrekað, heldur við það að nauðga.
Bresk stjórnvöld urðu glæpahyski við að reyna að kúga fé út úr íslensku þjóðinni. Hryðjuverkalögin sem slík voru ekki glæpurinn, heldur tilgangur þeirra, að kúga saklausan þriðja aðila með ofbeldi og hótunum, til að láta af hendi eigur sínar vegna einhvers sem annar aðili gerði.
Að réttlæta svívirðuna eftir á með þeim orðum að "eftir á hyggja þá beittum við of mikilli hörku", það er ömurlegur kattarþvottur, aðeins full afsökun á öllum glæpnum getur réttlætt að þessu fólki sé sýnd einhver kurteisi og virðing.
Þó íslenskir samverkamenn glæpahyskisins bjóði því, í kurteisisheimsókn þá réttlætir það ekki að við hin fórnarlömb glæpsins, að við sem áttum að missa heilbrigðisþjónustu okkar og velferðarkerfi, að við látum eins og ekkert hafi gerst.
Vissulega getum við ekki tuktað breta en við þurfum ekki að smjaðra fyrir þeim, eða leyfa þeim að stunda kattarþvott í íslenskum fjölmiðlu.
Og Morgunblaðið er íslenskur fjölmiðill, ekki auðsnepill í augu Baugsræningja.
Vonandi ber ritstjóranum gæfa til að biðjast afsökunar á þessum fréttaflutningi, hann er blaðinu til vansa.
Við erum frjáls þjóð, ekki skríðandi þjóð.
Og við fyrirgefum ekki illgjörðir nema á þeim sé beðist full afsökun.
Eitthvað sem bretar hafa ekki gert.
Og á meðan eigum við að láta hundana sjá um móttökurnar.
Kveðja að austan.
Bretar beittu of mikilli hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
100% rétt hjá þér!
anna (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 20:22
Mr. Hamilton barðist gegn stefnu bresku stjórnarinnar í Icesave.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 21:44
Alltaf gott að einhver sé sammála manni anna.
Björn, pistill minn var ekki um Mr. Hamilton.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.