Hver er munurinn á amerísku réttarfari og dómsstól götunnar???

 

Jú, virðuleg hús hýsa það ameríska. 

En vinnubrögðin eru þau sömu. Sakborningur er sekur þar til sakleysi hans er sannað.

Og þar með er það vopn, banvænt vopn að bera sakir upp á fólk.

Og allir geta lent í því.

 

Ég ætla ekki að reyna að  meta hver er sekur eða saklaus í þessu máli. 

Heilbrigð skynsemi segir mér að menn eins og Strauss-Kahn næðu ekki toppnum ef þeir væru alltaf að reyna að nauðga herbergisþernum til að lina stressið fyrir flugferðir.  

Hann sæti inni ef svo væri.

Þannig að það var alltaf dálítið spúkí að trúa að greddan hefði alltíeinu svipt hann vitinu og hann ákveðið að eyðileggja líf sitt fyrir ein þvinguð skyndikynni. 

Svona kallar nota fylgdarþjónustu til slíkra kynna.

 

En gjörsamlega óháð sekt eða sakleysi þá er allur málatilbúnaður og vinnubrögð bandarísku lögreglunnar í ætt við vald og réttarfar rannsóknarréttarins þar sem orð voru talin nægja sem sönnun um meintan glæp, og síðan var hinn ásakaði píndur og kvalinn þar til hann gaf sig.

Það mætti halda að bandaríska lögreglann fengi sína akademísku menntun í rannsóknarháskóla DV eða sambærilegra sorprita sem þrýfast á að dengja fram ósönnuðu fullyrðingum á þann hátt að sá sem fyrir verður, ber þess aldrei bætur.

Hvort sem hann er sekur eða saklaus.

 

Og aðferðarfræðin er ekkert skárri þó viðkomandi sé sekur um þann áburð sem á hann er borinn, og það er ekkert skárra þó sá áburður sé af ætt þess sem enginn á að gera.

Það er dómara að dæma, ekki sleggjudómara, og síðan sér réttarkerfið um að útdeila refsingunni.

Það hefur enginn annar það vald, hvorki sorprit eða lögregla.

 

Þó eru sorpritin skárri en ameríska réttarfarið, því þar fá mannaumingjar borgað fyrir það sem þeir eru bestir í, að vera úrhrök sem níðast á samborgurum sínum.

En lögreglan á að gæta laga og reglna fyrir okkar borgarana.  Hún á að vernda okkur borgarana.

Líka þegar á okkur eru bornar sakir.  Við getum öll lent í því og eigum rétt á því að vera ekki leidd um götur og torg ríðandi á asna með afkárlega hatta á höfði eins og spænski rannsóknarrétturinn ástundaði svo mjög,.

 

Málið er að þetta snýst ekki um stétt eða stöðu.

Margur grunnhygginn sagði að Strauss Kahn ætti ekki að fá aðra meðferð en hann Jón, réttarfarið ætti að tríta alla eins.

Og það er málið, nema réttarfarið hefur engan rétt á að fara svona með fólk.

Ekki heldur hann Jón, alveg sama þó hann sé róni eða svartur verkamaður, mafíósi eða skúringarkona.

 

Það er grundvallaratriði málsins.  Það á enginn skilið svona kárínur eins og Strauss Kahn fékk í kjölfar áburðar, ekki vegna þess að hann er saklaus þar til annað sannast, heldur vegna þess að svona gerir maður ekki.

Ef við sýnum ekki hvort öðru virðingu, ef stofnanir okkar sýna ekki fólki virðingu, líka ógæfufólki, þá getum við ekki ætlast til þess að þeir sem á glapstigum gista geri slíkt hið sama.  Og við erum fórnarlömb þeirra.

 

Afsiðun þjóðfélags hefur alltaf afleiðingar.  

Það er mikill munur hvort ógæfumaður rænir veski af aldraðri konu eða hann lemji hana niður í leiðinni og sparki í hana.

Þjóðfélag sem sýnir þegnum sýnum hörku og mannfyrirlitningu, elur af sér einstaklinga sem sjá ekkert rangt við slíka hegðun.

Þjóðfélga mannúðar og mennsku elur hins vegar af sér heilbrigt fólk, líka ógæfufólk, það er margsannað, margbúið að sýna sig.

Það er þannig að Meistarinn frá Nazaret var ekki bara góður hagfræðingur, hann var líka góður þjóðfélagsrýnir sem með einföldum dæmisögum kenndi hvernig hegðun okkar ætti að vera svo við slyppum í gegnum daginn án þess að fá pústra eða glóðurauga.

Eitthvað sem fólk þarf virkilega að fara að spá í uppá nýtt.

 

Eða við sitjum uppi með villimennskuna, verðum amerísk.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákærum vísað frá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er alveg sammála þér.  Mér fannst þetta mál allt í upphafi mjög "spúkí". Það voru ansi margir hér að hlaupa upp til handa og fóta og dæma manninn.  Hrikalegt hvað fólk getur látið út úr sér þegar viðkvæm mál koma upp og hvað það setur sig fljótt í dómarasætið.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.7.2011 kl. 09:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Margrét.

Ég held að fólk hugsi ekki út í að það gæti verið næst.  Eða vinur þess eða ættingi.  

En það á samt ekki að skipta máli.  

Það á ekki að niðurlægja meinta sakborninga, það á ekki að dæma fyrirfram, það á ekki leyfa öðrum en dómsstólum að dæma.

Og við þurfum að gera okkur grein fyrir að hegðun okkar mótar þjóðfélagið.

Viljum við að okkur sé sýnd virðing, þá þurfum við að sýna öðrum virðingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 09:47

3 identicon

Þetta kemur nú úr hörðustu átt frá Margréti!!

Málið er að svona mál eru tabú, af þeirri einföldu ástæðu að á þeim eru 2 hliðar, og oft er upplifun "þolandans" ekki í neinu samræmi við raunveruleikann.

Hins vegar er til raunverulegir þolendur( oft grátt svæði). Þeir aftur á móti líða fyrir svona hysteriu sem kemur upp, þar sem á endanum, grefur þetta undan málastað allra.

Að sjálfsögðu á að taka hart á raunverulegum ofbeldismönnum, líkamlegu, andlegu og kynferðislegur. Aftur á móti svona þröngsýnn "hysteriu" málflutningur, eins og virðist vera gríðarlega algengur á Íslandi skilar nákvæmlega engu.

Þessir sjálfskipuðu "vitleysingar" eru ekkert minna en plága í nútímasamfélagi. Vandamálið er bara það að fólk sér bara vandamál í fortíðinni og framtíðinni, en nútiðin er frábær.

Málið er að við höfum lítið breyst. Við málum skrattann á vegginn þegar málið er vel skilgreint, en þegar málið er erfiðara förum við í pollýönu-leik!

Inn í þetta blandast síðan endalaus pólitískur rétttrúnaður.

Mikið er ég sammála þessum pistli.

Gvendur á eyrinni (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 15:29

4 Smámynd: Umrenningur

Takk Ómar. Fyrir að halda mennskunni á lofti, ásamt öllu hinu að sjálfsögðu.

Kveðja austur af Suðurlandi.

Umrenningur, 1.7.2011 kl. 16:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur, gaman að sjá að þú ert hættur að vafra um norsk öræfi, þó það hafi örugglega verið gaman.

Gvendur á eyrinni, takk fyrir þitt innlegg þó ég skilji ekki upphafssetningu þína.  Vona að það sé ekki neitt persónulegt því hér er eiginlega allt leyfilegt, annað en persónulegar krítur.

Eða að fólk taki það persónulega sem hér fer fram.

En málið er flókið og pólitískur rétttrúnaður eins og hann er.

En ég var svona meira að fjalla um hvernig tekið er á málum, hvernig bókstaflega allir eru sekir, sem verða fyrir áburði, sem og hitt þá vanvirðingu sem meintum sakborningum er sýnt.

Margt fremja menn, sumt á skjön við lög og góða siði.  

Ef okkur finnst það vera rangt, þá þurfum við mjög að passa upp á að okkar hegðun, og hegðun samfélags okkar sé þannig að munurinn sjáist á hegðun þeirra sem brjóta og misbjóða, og þeirra sem eiga að gæta að eftir lögum og reglu sé farið.

Og síðan á iðrun alltaf að vera aðgöngumiði brotafólks til baka i samfélagið.  

En það er önnur saga og ekki efni þessa pistils.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 19:18

6 identicon

Ómar,

Já, þessi fyrsta setning mín er illskiljanleg. Það er satt. Ég er greinilega að rugla persónum saman. Það er eiginlega fyndið hvað þetta á ekki við!

Það er hreinlega vandræðalegt á köflum að fylgjast með umræðu um þessi mál. T.d. í dag, þegar var verið að tala um þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar ályktaði að það "þyrfti" að gera átak í að koma fleiri stúlkum í íþróttastarf.Spurning um skilgreiningar t.d. eru hestaíþróttir þarna o.s.frv. Hvað er málið? Þetta er eflaust verra en í Sovét á sínum tíma. Síðan var viðtal við Jón Gnarr, þar sem maður vissi hreinlega ekki hvort honum væri alvara, eða að grínast eitthvað, svo hjákátlegt var þetta hjá honum.

Alvega magnað að það skuli virkilega verið að gera mál úr þessu. Þetta fara skattpeningar okkar í, hér í Reykajvík. Berjast á móti þessum "mannréttindabrotum". Síðan er ekki einu hægt að fá talkennslu, að neinu leyti niðurgreidda, og eflaust mætti lengi telja.

Minnist líka viðtals fyrir nokkrum vikum þar sem útvarpskona í síðdegisútvarpinu og kona frá mannréttindaskrifstofunni voru að ræða tölur þar sem 90% þeirra sem kæmu á slysadeildina á kvöldin og um helgar væru karlar, en síðan í ljósi þessa upplýsinga skaut útvarpskonan því að(í hálf misheppnuðu gríni) karlar ættu nú að borga hærri skatta út af þessu!!!! Fram að því hafði umræðan verið alvöruþrungin þegar málefni kvenna væru skoðuð.

Ég þori að fullyrða að ekki einu sinni versta karlremba hefði sagt eitthvað þessu líkt um konur. Hefði hann unnið á Rás 2 og verið að "djóka" svona hefði hann misst starfið á stundinni, og það þetta hafi verið sagt í viðtali með fulltrúa mannréttindaskrifstofu!

Já, það er einfaldlega sumar konur, og jú heilmikið af körlum, sem eru búin að búa sér til eittvert útópíuríki í kollinum á sér, og það má ekkert skyggja á þá mynd.

Afsaka, missti mig aðeins í skrif-æðinu ;-)

Gvendur (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 00:52

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekkert að afsaka Gvendur.

Þú komst inn á góðan punkt um raunveruleg mannréttindi sem hin innantóma umræða rétttrúnaðarins fangar ekki;  "Síðan er ekki einu hægt að fá talkennslu, að neinu leyti niðurgreidda,". 

Það eru svona mannréttindi sem þjóðfélagið hundsar.  Við þykjumst ekki hafa efni á því að hlúa að og sinna fólki en við eyðum tugum milljörðum í að fóðra fjármagnið, og við skuldsetjum þjóðina út í hið óendanlega svo bólukrónan rýrnar ekki.

Og á meðan er hin opinbera umræða innantómur vaðall um ekkert sem máli skiptir.

Klassísk leið sjónhverfingarmanna á meðan þeir stunda sinn ránsskap í friði.

En það er okkur, hinum almenna manni að kenna að þeir komast upp með vitleysuna.

En það er önnur saga og ekki efni þessa pistils.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.7.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 279
  • Sl. sólarhring: 825
  • Sl. viku: 6010
  • Frá upphafi: 1399178

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 5092
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband