1.7.2011 | 07:34
Opið upplýsingaþjóðfélag í anda Stalíns.
Og í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Nema þú ert ekki skotinn, þú ert lögsóttur. Enda skortur á skyttum en offramboð af lögfræðingum.
Hvenær linnir þessum skrípaleik???
Kveðja að austan.
Varðar við lög að rjúfa þagnarskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessum skrípaleik linnir ei fyrr en oföldu vinstrapakki er komið til Sovét þar sem þau geta fengið að kenna á alvöru kommúnisma á egin rassgati.... en ekki bara okkar.
Óskar Guðmundsson, 1.7.2011 kl. 08:14
Þarf þá ekki nýja gerð af miðlum???
Svona sem ná samband við gengin lönd en ekki fólk.
En bilið milli orða þessa fólks og gjörða er hlálegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 09:11
fólk gjörsamlega "umbreitist" þegar það kemur í þetta hús alþingi ......... ekki neinn virðist bera á móti þessu sem þar situr í dag og má þá einu skipta hvort sá eða sú sé í stjórn stórnarandstöðu hægri, vinstri eða mið
Jón Snæbjörnsson, 1.7.2011 kl. 09:50
já Ómar góð spurning hvenær linnir þessum skrípaleik...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.7.2011 kl. 10:15
skrípaleinknum linnir ekki Ingibjörg - nýtt tekur við
Jón Snæbjörnsson, 1.7.2011 kl. 10:34
Það væri í raun betra að hafa stólana á Siðblindrahælinu (áður Alþingi) tóma.
Óskar Guðmundsson, 1.7.2011 kl. 11:35
Er bara ekki orðin svo mikil gjá milli venjulegs fólks, sem vill fá að lifa lífi sínu í sátt við guð og góða menn og í sæmilegum friði fyrir ofstjórn, og þeirra sem ráða.
En þetta vill oft verða svona þegar lagt er að stað með miklum yfirlýsingum, og gagnrýni á þá sem fyrir eru, að þá fá menn oft miklu aumara en það sem fyrir var.
Því hæfnin til að gagnrýna er oft ekki bundin við getu til að gera eitthvað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 13:15
JÚ Ómar gjáin stækkar og stækkar,en hvar endar þetta,er ekki bylting eina úrræðið/Kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 1.7.2011 kl. 15:46
Hvað merkti orðið gangsæi í konsingaloforðum núverandi stjórnarflokka? Gangsæ þöggun eða???
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2011 kl. 23:57
Góður punktur Rakel, var það ekki svona hjá Orwell, að orð fengu aðra og andhverfa merkingu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.7.2011 kl. 00:53
Það má vera að ég hafi tekið þetta upp eftir Animal Farm að rýna ávallt í slagorð stjórnmálaflokkanna og reyna að finna út hvað þau merkja í reynd. Það reynist gjarnan vera andhverfan.
Skjaldborg heimilanna hefur t.d. reynst vera það að heimilin eru notuð í skjaldborgina sem alltaf stóð til að reisa umhverfis eignastéttina og svo er þetta gangsæi... þöggunin verður alltaf berari! Það er eina gagnsæið sem ég sé svo að hinum illa ásetningi græðginnar er tæplega hægt að leyna lengur!
Það þarf reyndar oft og tíðum að lesa á milli línanna eða vera tilbúin/-inn til að opna augun fyrir þessum veruleika til að sjá. Hér er eitt dæmið: http://www.ruv.is/frett/heldur-hlut-sinum-i-vinnslustodinni
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.7.2011 kl. 02:19
Blessuð Rakle, mig minnir reyndar að þetta sé úr 1984, framtíðarsýn hans um þjóðfélag kúgunar og alræðis ríkisvalds. Eitthvað sem er óþægilega farið að banka upp.
Og ég held að þú hafir þetta upp úr sjálfri þér, þú ert að lýsa þeim raunveruleika sem við blasir á Íslandi í dag.
Og þeim djúpum vonbrigðum sem þjá okkur sem einu sinni treystu þessu fólki til góðra verka.
Ég hef oft hugsað það að Orwell hafi verið að lýsa íslensku "byltingunni" í Dýragarðinum, það stemmir næstum því allt. Innslag sem ég fékk í öðrum þræði nýlega þar sem mér var bent á að ég ætti að þegja því ég bæri ábyrgð á Hruninu, og ætti að gangast við þeirri ábyrgð, áður en ég gagnrýndi þá sem glímdu við afleiðingar þess, lýsir svo vel því hugarfari að allt ruglið í núinu er réttlætanlegt því Geir bóndi var svo slæmur húsbóndi, eða þannig.
Sauðtryggir vinstri og félagshyggjumenn sjá ekki öll öfugmælin, gjána milli orða og gjörða.
Þeir kyngja því meira að segja að amerískir vogunarsjóðir reki bankanna. Eða þá gamla ránsklíkan sem blygðunarlaust gefur einum auðmanni eftir skuldir sem eru miklu hærri en þær sem samfélagið setur í að stoða tugþúsundir fjölskyldna í skuldaerfiðleikum.
Reyndar er ómennskan í skuldamálum hins venjulega manns það sem mér finnst sárast, þar brenndu vinstrimenn allar brýr við fortíð sína og arfleið.
Og ég held að þeir séu ekkert lengur að reyna að leyna þessu, þeir telja sig ekki þurfa þess, þeir vita að þeir ráða öllu. Og að almenningur ætli ekkert að gera, það nægir að segja honum að þetta sé allt að koma, að einhverjar skrípastofnanir spái hagvexti úr lofti, og þá verði hagvöxtur enda slík furður áður gerst þegar örfáir fiskar mettuðu þúsundir.
En svona er þetta, og fátt sem bendir til að þetta muni breytast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.