Hvernig er þetta eiginlega með ESA???


Eru eintómir jókerar þarna innanborðs, sem telja það sitt eina hlutverk að framleiða brandara á færibandi???
 
Eða verða sér til háðungar eins og í ICEsavedeilunni????
 
 
Ólögmæt ríkisaðstoð kalla þeir einhverjar tilfærslur á eignum milli banka og íbúðalánssjóð.  Dreg það ekki efa að samkvæmt orðanna hljóðann gæti það verið, en orðanna hljóðann skiptir engu þegar ríki bregðast við neyðarástandi, þá er aðeins spurt hvað þarf að gera, og það er gert.
 
Slík hegðun er manninum ásköpuð, að bregðast við eitthvað sem kennt er við "neyð", og slík hegðun er ústkýring þess að hann lifir ennþá af sem tegund.
 
Og enginn milliríkjasamningur, hversu ágætur sem hann er, fær breytt þeirri hegðun.  Komin hann upp á milli aðgerða og neyðar, þá einfaldlega verður hann að víkja.
 
 
Og að sjálfsögðu eru slík viðbrögð geirnegld í EES samningnum, enda gerður að fólki en ekki fíflum.
 
Hvað þetta varðar er því álit ESA háðung fyrir alla þá sem komu að gerð þess, sem og þeirra sem taka hið minnsta mark á því.  
 
Það er einfaldlega ekki marktækt.
 
 
En þetta er bara svona almennt séð.  
 
Rökstuðningur ESA er svo aftur á móti einn allsherjar brandari.  Hann er líkt og hjá löggunni sem sektaði og lét síðan fjarlæga bíl, einn bíl sem var lagt ólöglega fyrir utan Laugardagshöllina, en lét alla hina 959 sem slíkt hið sama gerðu, í friði.
 
Svona kaup opinbera sjóða á vafasömum bankapappírum var meginþema björgunaraðgerða ESB ríkja á haustdögum 2008 og í byrjun árs 2009.  Og Seðlabanki Evrópu er ennþá að.
 
Ef þetta hefði ekki verið gert þá væri fjármálakerfi álfunnar hrunið.  
 
Með öðrum orðum, ólögleg ríkisaðstoð bjargaði Evrópu.
 
 
Og þú tekur ekki minnsta landið út úr og krossfestir það fyrir hinn meinta glæp sem allir frömdu.    Þess vegna er álit ESA ekki svaravert, nema það má leggja inn formlegt svar frá stjórnvöldum með einni spurningu, "hvort eruð þið fullir eða í vímu???".
 
 
Íslenskir fjölmiðlamenn, eins vitgrannir og þeir eru, gerðu mikið mál úr þessu ESA áliti.  Og þeir hlóu ekki, heldur létu eins og það ætti að taka mark á því.
 
Ruv tók viðtal við einhvern strákling sem vann við að raða upp skjölum fyrir einhvern aðstoðarmann deildarstjóra í einhverri skrifstofubyggingu í Brussel og sá útskýrði hróðugur inntakið í samkeppnisreglum ESB, hróðugur því þetta var hans fyrsta sjónvarpsviðtal, og líklegast það eina.
 
Drengurinn sagði að það vantaði tímasetninguna inní hina meintu ríkisaðstoð, það er að taka fram hvenær aðstoð lyki.  Má alveg vera rétt hjá honum.
 
En það kemur málinu ekkert við.  
 
 
Það var engin tímafaktor á björgun breskra stjórnvalda á stóru bönkunum 4, það var einfaldlega björgun, og sú björgun var eins ólögleg eins og hægt var að hafa hana samkvæmt samkeppnisreglum ESB.  Hún var sértæk, og hún hindraði eðlilega samkeppni á breska fjármálamarkaðnum.  Og reyndar þeim Evrópska líka því allir bankarnir voru með mikla starfsemi í öðrum löndum ESB.
 
Þetta er bara svona lítið dæmi um hvað var gert, og hvað var látið viðgangast.
 
Þess vegna eiga menn ekki að hlusta á rugl, núna tæpm þremur árum frá Hruni.
 
Það á hreinlega segja hlutina hreint út við ESA, "ef þið þurfið að haga ykkur eins og fávitar, gerið það í ykkar frítíma, ekki á kostnað íslenskra skattgreiðenda".  
 
Og geri menn það ekki, þá á að leggja ESA niður.  Skrípastofnun á svona tímum, á ekki að líðast.
 
Það er fólk líður ekki slíkt.
 
En íslenskir ráðamenn, það er önnur Elle.
 
 
En ég hef enga trú á öðru en að Árni Páll afgreiði þetta gjamm, eins og gjamm,  og ESA muni draga álit sitt til baka.  
 
Ef ekki þá mun Árni hýða hana opinberlega, því það vill svo til að hann hefur sérþekkingu á þessum máli, vann að ráðgjöf þess fyrir Íbúðalánasjóð.  
 
Það kemur sér stundum vel að ráðherra sem hefur reynslu úr praxís en er ekki alinn upp innan flokkanna við að bulla.  Þeir sem gagnrýndu sem mest störf Árna fyrir Íbúðalánasjóð ættu að fagna að við höfum einmitt ráðherra sem þekkir til mála.
 
Ráðherra sem mun halda uppi vörnum fyrir þjóðina.
 
Og það er nýbreytni þegar þessi ríkisstjórn á í hlut.
 
 
Jafnvel straumhvörf.
 
Kveðja að austan. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Ólögmæt ríkisaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góður, Ómar.  Leggja ætti skrípastofnanirnar AGS og ESA niður.  Menn þar haga sér næstum eins fávitalega og íslenskir stjórnmálaflokkar. 

Elle_, 1.7.2011 kl. 00:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

ESA er að verða eins og hver önnur fávitastofnun, síðasta dæmið er lánið til að bjarga Orkuveitunni.  "Ólögmæt" aðstoð!!!!, hver var hinn möguleikinn???  Að afhenda lánardrottnum fyritækið???

Þetta er komið út í þvílíkar öfgar hjá þeim, og er algjörlega á skjön við það sem er að gerast í Evrópu.  Þeit taka ekki eitt land fyrir, og segja: "Þið brutuð reglur um innri markað".  Öll lönd gerðu það, þar á meðal Þýskaland, Frakkland, Bretland.

Og á miklu grófari hátt en við.

Það er tími til kominn að hlutirnir séu sagðir hreint út, hættið að haga ykkur eins og fávitar, eða þið verið lagðir niður, kallaðir heim og hýddir niður á torgi fyrir fávitaskap.

Eða sendir í vímuefnaafvötnun, því svo er ákkúrat hegðun kókaínfíkla.

Það held ég nú.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 1.7.2011 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband