"Ætlast til að Ísland standi við skuldbindingar sínar".


Sagði fréttamaður Ruv í morgunútvarpinu í morgun.   Og var þá að tala um ICESave.
 
Með öðrum orðum hafði hann eftir samninganefndarmönnum ESB að fjárkúgun breta væri forsenda samninga.  En þeir sögðu að það myndi ekki stranda á því máli því það væri verið að vinna að lausn þess á vettvangi ESA.  
 
ESA er að stefna íslenka ríkinu í þágu breta, og vitnar hvorki í lög, reglur eða réttarheimildir í þeirri stefnu.  Aðeins túlkun þeirra á lagatexta sem segir skýrt að ekki sé um ríkisábyrgð að ræða, enda hinni evrópsku reglugerð stefnt gegn henni.
 
Einhliða túlkun á reglum, túlkun sem er þveröfug við orðanna hljóðan þeirra reglna, á reglum sem  framkvæmdarstjórn ESB setti en sú stofnun hefur engar réttarheimild til að ákveða ótakmarkaða ríkisábyrgð fyrir EFTA ríki, reglum sem framkvæmdarstjórn ESB segir sjálf að feli ekki í sér ríkisábyrgð, er kölluð "að vinna að lausn".
 
"Þið samþykkið kröfu okkar og þar með munum við ekki brjóta hnéskeljarnar". 
 
Svona vinna glæpamenn, þeir túlka lög einhliða og hóta..
 
Og það er ótrúlegt geðsleysi íslenku þjóðarinnar að standa tvívegis gegn hótunum þessara glæpamanna og íslenskra samverkamanna þeirra, en leyfa síðan aðalvinnumanni þeirra, Össur Skarphéðinssyni, að fara í aðildarviðræður þar sem þessi hótun er óútkljáð.
 
Hver ræðir við glæpamenn eða fólk sem hagar sér eins og glæpamenn????
 
Hvaða tilgangi þjónar það að ræða við fólk sem fer ekki eftir sínum eigin lögum og reglum ef hagsmunir stjórþjóða krefjast annað???
 
Hver ræðir við siðblindingja sem halda að það framkvæmdarstjórn ESB, án réttarheimildar, geti ákveðið ótakmarkaða ríkisábyrgð fyrir einstök aðildarríki EES, án þess að tilkynna það einni einustu hræðu, og án þess að tilgreina það í þeim reglum sem vitnað er í???
 
Ótakmörkuð ríkisábyrgð sem getur gert heilu þjóðríki gjaldþrota og rænt íbúa þeirra aleigunni.
 
Svo tala menn um Gaddafi eða Assad eða önnur ómenni.
 
Getur ómennskan náð hærra stigi en sú hugsun að tala um "skuldbindingar" smáríkis upp á allt að 2/3 að þjóðarframleiðslu án nokkurrar réttarheimildar og innheimta svo hina meintu skuldbindingu með hótunum og kúgunum þannig að smáþjóðin þurfi að loka sjúkrahúsum sínum og skerða bætur til fólks sem rétt skrimtir á því sem það hefur????
 
Hvað er lítilmennska og siðblinda ef slíkt er það ekki????
 
Það segir allt sem segja þarf að stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar, Já Ísland, boðar til fagnaðar í kvöld.  
 
Líkur sækir líkan heim.
 
En fyrir íslensku þjóðina er þetta sorgardagur.   Hún sendi fólk til Brussel til að kyssa vönd kvalara síns.
 
Slíkt gerir ekki fólk.
 
Kveðja að austan. 
 
 
 
 
 

mbl.is Aðildarviðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ómar! Ég hafði þá alltaf grunaða um ,,að vinna að lausn,, landráðamenn voru grunsamlega rólegir,eftir að þjóðin kaus NEI.  "vinirnir" hafa nú samband við þarfasta þjóninn.  Bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2011 kl. 11:16

2 identicon

 "Svo tala menn um Gaddafi eða Assad eða önnur ómenni."      http://www.youtube.com/watch?v=lXLQAUUpJwU&feature=player_embedded        Ómar minn, er Gaddafi virkilega svo slæmur? Við ættum að passa okkur á að taka mark á þessum patho-krötum (Pathocracy) sem stjórna heiminum.  En takk annars fyrir blogg-dugnaðinn, þú ert búinn að standa þig eins og sönn hetja.

Alexander Gjöveraa (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn og aftur hittir þú naglann beint á höfuðuð Ómar, ég er þakklát fyrir að hafa talsmann eins og þig á þessum krýsutímum.  Það er ómetanlegt að við getum stutt hvort annað í baráttunni sem óumflýjanleg er eftir öllu að dæma, þá þarf virkilega samstöðu þjóðarinnar gegn auðvaldinu, klíkunum og pólitíkusum sem eru í raun og veru landráðamenn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2011 kl. 12:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Núna kemur sér vel gagnmerk vinna viðskiptaráðherra og afdráttarlausar yfirlýsingar hans.  Samningamönnum okkar geta ekki hundsað orð hans, hann er stjórnvald okkar í málinu.

Þess vegna verða þeir að krefja ESB menn um skýringar, og opinberar afsökunar á að hafa logið meintri skuldbindingu upp á íslensku þjóðina.  En fari fréttamaður Ruv með rangt mál, þá á tafarlaust að senda manninn heim, þjóðin á ekki að borga fyrir stuðningmenn þjófa, þjófarnir geta gert það sjálfir.

En það þarf að hreinsa þennan áburð í eitt skipti fyrir allt, málið er í farvegi þar sem íslenska þjóðin mun verjast á öllum stigum málsins.

Hún mun ekki semja um glæpinn, hún mun ekki fórna grundvallarreglum réttarríkis og siðaðs þjóðfélags fyrir brauðmola ESB.

Ég hef sagt það áður, og segi það enn, sjálf siðmenningin er í húfi ef dómsstólar ESB dæma eftir hagsmunum breta gegn hagsmunum réttaríkisins.  Ef þetta má, þá má allt, þá er aðeins eitt vald, vald hins sterkasta.

Deilan um það vald endar með þriðju og um leið loka heimsstyrjöldinni.

Það verður að verja réttarríkið með öllum ráðum, í því er framtíð okkar fólgin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 13:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Alexander.

Ég stillti þessu svona upp sem hluti af "stílnum", er að benda á þá staðreynd að  það er hægt að drepa fólk á fleiri vegu en að skjóta það. Ótímabær dauði þeirra sem höllum fæti standa er ein afleiðing niðurbrots velferðarkerfis.  Lítill munur á því eða menga vatnsból með arzeniki.

En þú spyrð um hvort Gaddafi sé ómenni, og varar við að taka einhliða mark á fréttaflutningi ráðanda afla.

Svarið er Já, og ég tek ekki mark á neinum nema málflutningur og rökfærsla sé á þann hátt, að mark sé takandi á henni.  Og tek því mark á mörgum, finnst yfirleitt margar hliðar vera á hverjum máli.  Og fátt eins og það sýnist.

Gaddafi á feril sem ég kenni við ómennsku.  

En ég reikna með að þú sért að benda á að þeir eru margir verri en hann, og um margt hefur hann aðhafst fátt annað en harðstjórar í Arabalöndum þurfa að gera, vilji þeir halda völdum.  Að drepa fólk og kæfa alla andstöðu i fæðingu.  Og honum má telja til tekna að trúarkreddur eru í lágmarki, auk þess að tekjudreifing er skárri en í mörgum öðrum löndum Arabaheimsins.

Og margur maðurinn sem hefur verið hampað í þessum heimshluta, á líka sína dökku hlið.  Má þar nefna þann vestræna, Hussein fyrrum konung Jordaníu.  Hann þótti um margt vera frjálslyndur.  En það breytir því ekki að hann hrakti skæruliða palestínumenn úr landi með því að senda þrautþjálfaða Bedúína (þjálfaða að bretum) til að skera konur og börn á háls í flóttamannabúðum þeirra.  Og það í þúsunda tali.

En það er lenska í umræðunni að telja að fólki líði eitthvað betur með að vera drepið, ef "okkar" menn drepa.  En ég þjáist ekki af því heilkenni.

Morð og ómennska eru morð og ómennska, sama hver á í hlut.

En takk fyrir innlitið og jákvæð orð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 13:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ásthildur.

Það er von, þó veik sé, að þessi frétt Ruv verði til þess að núna sé spyrnt við fótum gegn lygavaðli ESB, og í eitt skipti fyrir öll sé málið afgreitt.  Áður en annað er rætt.

Treysti ESB sér ekki til að dómtaka málið, þá eiga þeir að halda kjafti.

Eða verða lögsóttir ella.

En til þess þarf fólk niður við Austurvöll.  

Spurning hvort það allt, sé í sumarfrí??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2011 kl. 13:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég væri sennilega daglegur gestur á Austurvelli ef ég væri í Reykjavík.  Það er erfitt þegar fólk er í fullri vinnu að starta einhverju svona úti á landi, samt vonast ég til að þjóðin fari að sjá að ekkert gengur eða rekur nema við stöndum saman og látum virkilega í okkur heyra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2011 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 275
  • Sl. sólarhring: 830
  • Sl. viku: 6006
  • Frá upphafi: 1399174

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 5089
  • Gestir í dag: 225
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband