Ef Pétur hefði eitthvað til málanna að leggja.


Það er eitthvað jákvætt, þá væri hið besta mál að hann talaði út i eitt.
 
En sannleikurinn er sá að það er leitun af meiri ógæfumanni meðal íslenskra stjórnmálamanna síðastliðin 800 ár en Pétri Blöndal.
 
 
Pétur Blöndal tók að sér í verktöku fyrir Baug og Hannes Smárason að eyðileggja sparisjóðskerfið þar sem hápunkturinn var aðförin að Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis.  
 
Óhætt er að fullyrða að samlögð hreyfing kommúnista og sósíalista hafi ekki valdið flokksbundnum Sjálfstæðismönnum meira tjóni en Pétur Blöndal enda launa þeir honum vel með góðu árangri í prófkjörum.
 
Þvílík er snilld mannsins.
 
 
En það var fyrst eftir Hrun sem ógæfuferill Péturs Blöndals náði nýjum hæðum.  Og ennþá var það þjónkun stóreignamenn og fjármagn sem réði för.
 
Bólupeninga átti að verja með öllum ráðum.
 
 
Á fyrstu dögum Hrunsins var þjóðin opin fyrir skynsamlegri hugsun og tillögun sem miðuðu að því að endurreisa hagkerfið og lágmarka þjáningar almennings.  Bar þar hæst tillögur ungra hagfræðinga, þeirra Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega, og ásamt hugmyndum Lilju Mósesdóttur um hvernig átti að tækla krónubréfavandann, voru komnar raunhæfar hugmyndir um leiðir sem hefði virkað, án þess að almenningur og fyrirtæki yrðu blóðmjólkuð.
 
Eitthvað sem fjármagnið mátti sér ekki hugsa.
 
 
Í áróðursherferðinni sem for að stað komu fyrir nöfn eins og Edda Rós Karlsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Gylfi forseti, Eurokratar, hagfræðingarnir sem dásömuðu útrásina, og Pétur Blöndal.  
 
Pétur var mjög áberandi í Silfri Egils, sem og í Kastljósi, þar sem hann sagði tifandi röddu, "við þurfum að hugsa um verðbólguna", eins og verðbólga væri vandi í þeim alvarlega samdrætti sem blasti við.
 
Hann kæfði líka hugmyndir Gylfa og Jóns þegar þeir komu fyrir efnahags og viðskiptanefnd og útskýrðu hvernig hægt væri að leysa skuldamál heimilanna án þess að fólk hrökklaðist af heimilum sínum.
 
Pétri til betrunar var að hann var ekki einn í þessum hráskinsleik en hann gegndi burðarhlutverki því margir skynsemismenn eru í Sjálfstæðisflokknum, og líka margir menn sem vilja koma fólki í neyð til hjálpar, og það var lýðskrum Péturs og hálfvitarök sem kæfði þessar raddir.
 
 
En hápunkturinn, það er til þessa, á hans ömurlega stjórnmálaferli, var þegar hann umventi stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart skuldamálum heimilanna á haustþinginu 2010.  Og fékk flokkinn til að styðja ótillögur ríkisstjórnarinnar, tillögur sem engu hafa skilað, og enginn kannast við í dag.
 
Í stjórnarandstöðunni hafði fólk fengið vægi í flokknum.  Fólk sem vildi gera eitthvað raunhæft fyrir almenning í landinu.
 
Þar í fararbroddi var Kristján Þór Júlíusson, sem skrifað tímamótagrein um skuldavanda heimilanna, og leiðir til úrbóta, í Morgunblaðið 5. mars 2010.  Þar tók Kristján undir hugmyndir Hagsmunasamtaka Heimilanna með rökum sem allir skyldu, og á þann hátt að fólk skyldi hinar alvarlegu afleiðingar ef óréttlætið við að Hrunskuldir útrásarinnar lentu óbættar á almenning.

 

"Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.

Ég vil hér nefna nokkur atriði sem brýnt er að tekin verði afstaða til: Neyðarlög verði sett um frystingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána við upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ætti að koma að miða við vísitölu neysluverðs 1. mars 2008. Innleiðing nýrrar vísitölu húsnæðislána. Ný vísitala sem speglar verðþróun fasteigna – til hækkunar og lækkunar – þarf að taka við og vera byggð á virkum viðskiptum á fasteignamarkaði. ........Útfæra þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til að skuldbreyta hluta af veðlánum og fara með þau sem tímabundinn eignarhluta, án þess að til eigendaskipta eða nauðungarsölu þurfi að koma. .......

Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar í þjóðfélaginu. "

 
Allt mikið rétt og stærsti flokkur þjóðarinnar gerði skynsemina og mannúðina að sínu. 
 
 
En eins og segir í kvæðinu "og þá kom Pétur á ferð" og í svæsinni áróðursherferð Hrunverja haustið 2010 þá tókst þeim að breyta stefnu flokksins.  
 
Þegar þúsundir  Íslendinga fór niður á Austurvöll til að heimta réttlæti í skuldamálum, þá náði Össur Skarphéðinsson að bjarga ríkisstjórn sinni með kænsku sinni og innsæi.  Tími var keyptur með því að lofa aðgerðum eftir Helgi, Hagsmunasamtök heimilanna voru plötuð í málamynaviðræður, og stuðningur Sjálfstæðisflokksins var tryggður við ótillögur sem engu hafa skilað svo ég vitni í formann Sjálfstæðisflokksins í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. 
 
Formaðurinn gleymdi að það var stuðningur hans sem réði framgang þessarar ótillagna, en hugmyndafræðingurinn af ógæfustefnubreytingu flokksins var Pétur Blöndal.
 
Frá honum komu rökin, frá honum kom lýðskrumið sem hinir auðtrúuðu flokksmenn gleyptu við.
 
Þó er flest fórnarlömb Hrunsins í kjósendahópi flokksins svo óhætt er að segja að mikil snilld liggur að baki stefnubreytinguni.
 
Þá snilld á Pétur Blöndal sammerkt með mörgum öðrum ógæfumönnum í pólitík.  En við sitjum vissulega aðeins uppi með skuldagúlag.
 
 
Af hverju er ég að skrifa þennan harðorða pistil um þingmann stjórnarandstöðunnar????
 
Jú afleiðingarnar af ömurleika hans eru svo miklar fyrir þjóðina, því flokkurinn sem gæti fellt ríkisstjórnina, og hafið raunhæfa endurreisn, er í gíslingu Hrunverja og þeirra helsti lýðskrumsvinnumaður er Pétur Blöndal.  
 
Krisján orðaði vel afleiðingarnar af núverandi ómennsku og það er alltílagi að rifja þau orð upp. 
 
"Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar."
 
Við erum að sjá afleiðingarnar, það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu, og það fjarar hratt undan efnahagnum.  Það er ekki hægt að koma saman kjarasamningum á raunhæfum forsendum. Ríkissjóður þarf að skera niður ennþá meira en áætlað var vegna þess að afkoma hans er verri en áætlanir segja til um.   Verðbólgan er komin af stað og þar með hækka lánin og vanskil aukast.
 
Frekari vanskil og afskriftir munu gera Landsbankann gjaldþrota var haft eftir deildarstjóra í bankanum í Speglinum nýlega.
 
 
Við erum nefnilega stödd í vítahring þar sem allt liggur niður á við.
 
Ábyrgð þeirra sem hindruðu raunhæfar leiðir til bjargar almenningi og fyrirtækjum er því mikil.  Í raun glæpsamleg því þeir hafa valdið svo mörgum miklum þjáningum.
 
Og það er glæpsamlegt að eyðileggja þjóð sína.
 
 
Vissulega trúa hinir auðtrúuðu stuðningsmenn Sjálstæðisflokksins að þetta er allt "helv." vinstri stjórninn að kenna og það eina sem þurfi er að virkja.  Og virkja.  Að þetta sé bara spurning um kanínuna í töfrahattinum.
 
En raunveruleikinn er sá að núverandi stjórn væri löngu farin frá, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði stutt þjóðina í þeim málum sem ríkisstjórnin hefur herjað gegn henni.  Stjórnin er krafltlaus og getulaus, en hún er að framfylgja stefnu AGS í þágu fjármagns og Hrunverja.
 
Stefnu sem er stefna Sjálfstæðisflokksins.
 
Og stórframkvæmdir, fjármagnaðar fyrir erlent lánsfé, af hálfgjaldþrota orkufyrirtækjum, á prísum sem mun aðeins leiða til gjaldþrota í verktakageiranum, ofan á fyrri gjaldþrot vegna stóriðjuframkvæmda, munu ekki leysa málin, aðeins auka hann.
 
Því mínus plúss mínus, er ennþá meiri mínus.  Ekki plúss.
 
 
Og miðað við það að hinir auðtrúuðu er uppistaðan í fórnarlömbum ómennskunnar, þá ættu þeir að taka sig til og vakna, og læra að þekkja muninn á fólki og mönnum eins og Pétri Blöndal.
 
Og þeir ættu að lesa sér til um sjálfstæðisstefnuna, uppruna hennar og framkvæmd á liðnum árum.
 
Níðingsháttur gagnvart skuldsettum almenningi, rán á eignum millistéttarinnar og öll sú ómennska og spilling sem hér hefur tíðkast frá Hruni, kemur ekki fyrir í þeirri sögu.
 
Það er aðeins í dag sem það er.
 
 
Hvort svona pistill fái einhverja til að vekja menn er önnur saga.  
 
En það mátti reyna og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur.
 
Kveðja að austan. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Pétur ræðukóngur Alþingis í fjórða skiptið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er óneitanlega sérkennilegt að horfa upp á Pétur Blöndal vængja sig sem ábyrgan umboðsmann hagsmuna almennings. Hann var mjög gírugur í það sem að hann kallaði fé án hirðis sparisjóðanna og stóð fyrir og reyndi fjandsamlega yfirtöku á SPRON í verktöku hjá einum útrásarbankanum.

Pétur ætti að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar.

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2011 kl. 10:26

2 identicon

...svo er hann víst ekki fjölskylduvænn....

Almenningur (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 13:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitð félagar.

Þó ljótt sé frá því að segja, þá er ekkert ofsagt í þessum pistli, og Sjálfstæðismenn eiga sinn meistara lýðskrumsins.

En vandi flokksins er sú trúgirni stuðningsmanna hans að halda að röng stefna, og þá í grundvallaratriðum röng, sé betri, og jafnvel nothæf, er þeirra menn sjá um framkvæmd hennar.

Og þar sem sjálf framtíð lands og þjóðar er í húfi, þá er þetta viðhorf mjög furðulegt.

Eins og enginn eigi börn og barnabörn í Sjálfstæðisflokknum, og þyki auðrán alveg sjálfsagður hlutur.

En svona er þetta, en það skaðar samt ekki að minnast á þetta annað slagið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.6.2011 kl. 21:00

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér væri best að taka CIP USA sem er notaðir til alþjóðavertygginga sem mælir til að ákvarða  almennar tekjuhækkanir hér. Hann hækkar verðlagstöðugt og skerðir finnst eftirspurn almennings á heimamarkaði. Hann lækkar líka eignarverðbætur þegar raunhagvöxur er neikvæður. Consumtion Index number  : Íslenska neyslu vístalan var hér skömmu eftir þjóðarsátt breytt þannig að það sem hækkar mest í hverjum mánuði eða ári vegur þyngst til hækkunnar í henni. Ég hef það fyrir satt að engin starfandi í kerfinu geri sér grein fyrir þessu og telji þetta vera neytenda verðvísi sem tryggir eftirspurn eftir minnst sama fjölda að þjónustu og framleiðslueinginum á öllum 5 ára tímabilum. Einnig er búið að sanna fyrir löngu síðan að ef hann er notaður við vaxta ákvarðanir á langtíma fasteignalánum  þannig að ef raunvaxta krafa fylgir langtíma raunhagvexti á lánstíma, þá valda slíkir IRR vextir ekki verðbólgu umfram það sem þykir eðlilegt.

Þessi neysluvístala er hreinn glæpur, hún tryggir ekki almenning hún tryggir að verðlag getur almennt aldrei lækkað, það gerist í öluum öðrum ríkjum  þega leiðrétta þar ofmetinn raunhagvöxt á 5 ára fresti eða nákvæmlega á 30 ára fresti.

Íbúðlánsformið um aldamótinn, er lánform sem engin kaupir á alþjóðamörkuðum, þótt allir alþjóðlegir fræðingar þekki það. Því er ætlað að tryggja lífeyrissjóðum sem eiga ásamt  Seðlabanka stærsta hlutann í rándýri kauphöll sem var skuldfærð á almenning um 1985, einokunar aðstöðu til að kaupa bréf íbúðlánsjóðs til endurfjármögunar, það er lána honum óhagstætt. Erlendis eru slíkur sjóðir alfarið Prime AAA og raunvaxtakrafa eru nauðsynleg til að fylgja raunhagvexti á lánstíma, að meðaltali 30 ár. Þetta er um 1,99% max. karfa í UK. Stundum lægri og stundum á hærri á 30 ára tímabilum. Viðbótarvextir kallast eignverðbætur og er á góðærum í varsjóði til að uppfæra hreina eign þegar kreppir að.

Lánformið sem allir þekkja erlendis er félagslegt 5 ára lánform frá um 1980 í USA ætlað að gera fátækum kleift að eignast  um 20% í væntalegri fasteign á 5 árum, í framhaldi liggur svo samningur frá einkabanka um 30 ára jafgreiðslulán þar sem greiðslur eru allar þær sömu  út lánsímann og ráðgerða verðbætur reiknað fyrirfram.   Þessi sjóðir verðtryggja líka útlán þannig að í framtíðinn eru alltaf reiðfjárinnstreymi til að viðhalda eftirspurn eftir íbúðlánum.  Sjóðirnir því sjálfbærir þegar tilskilið eiginfé hefur verið greitt. Þetta er alfarið verðtyggasjóðir 100 % öruggir. YTM skammtíma áhættukrafan takamarkast að mestu við hlutabréf í alvöru ekki sýndar kauphöllum.

Hér fylgir lögfræðiálit, á íbúðarlánsforminu á ensku: Þetta veit Pétur Blöndal og lykil aðilar að mínu mati því annars væru þeir sennilega atvinnulausir í dag.

http://stevebeede.com/2009/10/california-bans-negative-amortization-loans/

Hér verður almenningur að fara læra erlend fjármál, sér í lagi þaum sem gilda um langtíma veðlán. Veð eru eignir og líka varin í stjórnaskrá flestra ríkja.  Semjir þú um að hafa greitt niður 5,0% af veðinu eftir  10% ár þá átt þú þann hluta ekki sjóðurinn sem lánaði þér jafngreiðlulánið þess vegna á hann ekki að geta rukkað þig um vextir af því sem hann á ekki.  Veðsetja fisk komandi kynslóða er að selja óveiddan afla fyrirfram á mannamáli.  Þetta er heimska, og alltaf kemur að skuldadögum. Sumir selja ömmur sína og afa, þeir sömu hika ekki við selja sín og annarra barnabörn. Þetta eru ekki Íslendindingar heldur stórhættulegir siðvillingar sem þurfa að fara í sálfræðilega meðferð.  

Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1658
  • Frá upphafi: 1412772

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1477
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband