18.6.2011 | 11:51
Sannleikurinn um evruna verður ekki þaggaður.
Hún er dauð, og í dauðstríði sínu hefur hún eytt efnahag þjóða Evrópusambandsins.
Því evran er bastarður sem hentaði aðeins þýska útflutningshagkerfinu en olli ójafnvægi í öðrum löndum Evrópsambandsins. Eftir því sem hagkerfinu voru ólíkari því þýska, þvi meira var ójafnvægið. Þetta er innri vandi evrunnar, sá ytri er sá að þjóðríki með sjálfstæðan efnahag en sameiginlega mynt geta ekki brugðist við efnahagskreppum á annan hátt en með niðurskurði eða skatthækkunum, aðlögun með útþynningu gjaldmiðils er ekki í boði.
Afleiðingin er dýpri kreppur, meiri efnhagsþrengingar.
En þettta eru aðeins góður fréttirnar, þær slæmu er ógnin sem blasir við ef þjóðríki að einhverjum ástæðum lenda í skuldakreppu. Að skuldir þeirra eða ábyrgðir séu það háar að fjármálamarkaðurinn neitar þeim um endurfjármögnun. Ríki með sameiginlega mynt í slíkum aðstæðumn, eru gjaldþrota.
Það úskýrir þessi orð Juncker, " ,,,,varaði við því í dag að kreppan sem ríki í Grikklandi og fleiri aðildarríkjum myntbandalags Evrópu geti breiðst enn frekar út. Varar hann við því að Ítalía og Belgía geti orðið næstu fórnarlömb. " Og þau yrðu gjaldþrota nema þau fengju neyðaraðstoð ESB.
Með eigin mynt eiga þau þann valkost að prenta gjalmiðil og þynna þar með út kaupmátt hagkerfisins, en hagkerfið gengi samt sem áður.
Skilyrði ESB fyrir neyðaraðstoð sinni er eignasala og skuldaþrælkun almennings, leið sem Rómverjar hinir fornu fóru oft í skattlöndum sínum þar til íbúar þeirra gerðu uppreisnir.
Svipuð uppreisn á sér stað í Grikklandi, hún er að bresta á á Írlandi. Evrópusambandið er að breytast í uppreisnarbandalag.
Og á Íslandi mæra menn þetta samband á 200 ára afmæli helstu sjálfstæðishetju þjóðarinnar.
Og vilja evruna svo það sé öruggt að þjóðin eigi enga von um að ná sér upp úr svaði auðránsins.
Og heimskan er í boði verklýðshreyfingarinnar og íslenskra jafnaðarmanna.
Þannig urðu endalok hreyfingarinnar sem Jón Baldvin og Héðin Valdimarsson mótuðu til að berjast fyrir hag bláfátæks almennings. Draumurinn um betra og réttlátara þjóðfélag á að enda í martröð skuldþrælkunar og kúgunar háelítu Evrópu. Að endurreisa hið forna Rómarveldi með fámennri yfirstétt sem lifir í alsnægtum og bláfátækum almenningi sem er skuldakúgaður og þjakaður í þágu þessarar auðyfirstéttar.
En við erum hugsandi fólk, sannleikurinn blasir við.
Af hverju látum við illfylgnin draga okkur á asnaeyrum inn í evrusvaðið??'
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.,
Vandinn breiðist út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 529
- Sl. sólarhring: 665
- Sl. viku: 6260
- Frá upphafi: 1399428
Annað
- Innlit í dag: 449
- Innlit sl. viku: 5304
- Gestir í dag: 412
- IP-tölur í dag: 405
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll,já afhverju?(-:
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2011 kl. 12:18
Hárrétt hjá þér.
Flestir sem vilja horfa á, sjá að ESB KEISARANN ráfar um sviðið, bæði blindur og heyrnarlaus, þeir sjá einnig að hann er líka algerlega klæðalaus.
Þó eru sumir úr ESB trúboðinu á Íslandi sem enn halda því fram að ESB-KEISARI þessa Miðstýringarveldis sé nær óskeikull enda hafi hann undir sinni stjórn heilan her af óskeikulumn Commísararáðum. Þeir hinir sömu dásama líka mjög skartið og fögur gullklæði þessa sama keisara.
En getuleysið og lygavefurinn um þennan berstrípaða ESB- keisara verður ekki þaggaður niður öllu lengur
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 12:41
ESB - innlimunarsinnarnir halda því líka fram að ESB keisarinn sé í fötum...
Jóhann Elíasson, 18.6.2011 kl. 12:46
Sæll Ómar! Ég hef engan áhuga á ESB. Mér finnst það ógnvænleg samsteypa og þú hefur lýst henni ákaflega vel með öllum hennar vanköntum. Ég vil taka upp breytta áherslu þegar kemur að kosningu um aðild og að ekki sé talað um Evruna. Aukinn meirihluta þurfi til að samþykkja þetta afsal á fullveldi landsins. Bendi á hugmyndir stjórnlagaráðs um kosningar um mikilvæg mál þar sem þurfi aukinn meirihluta vegna ýmissa mála. Takk fyrir góð skrif um þetta skrímsli sem ESB er.
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 15:22
Hún er stórundarleg þessi evruþráhyggja yfirvalda og Seðlabankans. Vandamálin á evrusvæðinu blasa við eins og opið beinbrot, en samt er því haldið fram að þarna sé Íslandi best borgið.
Jón Fl´n (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 15:38
Ómar. Takk fyrir þinn sanngjarna, réttláta og vel rökstudda pistil. Þú ert með staðreyndirnar á hreinu, og betur að fleiri íslendingar væru svo vel að sér um ESB-klúbbinn siðblinda og mafíustýrða.
Nú verðum við að standa okkur vel, á gagnrýnis-vaktinni, gegn herteknum og svikulum ríkisfjölmiðlum á Íslandi og víðar í heiminum.
ESB-blekkingin er einungis framhald á útrásinni svokölluðu, með hörmulegum afleiðingum, ef almenningur áttar sig ekki.
Ég veit þetta, en það er ekki nóg að ég viti það, því aðrir verða að vita það líka.
Ég á ekki persónulegra hagsmuna að gæta með þessari fullyrðingu minni, heldur almennings-hagsmuna.
Almenningur á Íslandi og víðar, verður að vita það, að ESB-svikaklúbburinn er ekkert annað en heims-bankaræningja-klúbbur, með falska stefnu sem þeir segja að byggist á friði?
Friðarbandalagið ESB?
Og hvernig er ástandið á Spáni, Grikklandi og öllum hinum ríkjunum, sem áttu að vera svo örugg ef þau væru í ESB-Brussel-svika-klúbbnum?
Almenningur í ESB-ríkjum er rændur af ESB-höfuðstöðvunum! Þannig virkar ESB-öryggið!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 19:53
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Hafþór, ég get ekki ímyndað mér að nokkurn timann komi til þjóðaratkvæðis um ESB aðild, það er svo margt að gerast í Evrópu sem mun breyta Evrópubandalaginu í grundvallaratriðum, hvort sem það verður að bandalagið leysist upp í kjarnaríkin, eða það sameinist í eitt ríki, þá er ljóst að í núverandi mynd mun það ekki lifa.
Ekki nema að ný kynslóð fólks taki við og slaki á miðstýringunni, afnemi evruna og leyfi samkeppni og fjölbreytni að blómstra, sé það ekki fyrir mér, en maður veit aldrei.
En eins og góður maður sagði, ESB er með opið beinbrot og þeir sem það ekki sjá, er ekki bara blindir, þeir hreinlega lifa í öðrum heimi.
Ekki raunveruleikanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2011 kl. 22:02
Blessuð Anna.
En eitt kjarnmikið innslag hjá þér.
Og nálægt kjarna málsins, það er ekki lengur fólk sem stýrir þjóðfélögum Vesturlanda, og uppgjör hins venjulega manns við Óbermin er óhjákvæmilegt.
Og þangað til þá stingum við valdið með títiprjónum okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2011 kl. 22:05
Gallin við þessar fullyrðingar þínar eru sú staðreynd að þetta er bara byggt á tómri þvælu. Það er nú ekki miklum sannleika fyrir að fara í fréttaflutningi Morgunblaðsins heldur.
Það eru vissulega vandamál í Evrópu tengd ríkjum sem stóðu sig afskaplega illa og hafa fengið að kenna á því í efnahagskreppunni og afleiðingum hennar. Það skrifast hinsvegar ekki á evrun, heldur á ríkisstjórnir viðkomandi ríkja. Það er ekkert að evrunni sem gjaldmiðili, enda styrkist hún um 15% á síðasta ári gagnvart USD. Þetta er reyndar staðreynd sem andstæðingar ESB tala aldrei nokkurn tímann um.
Þessi efnahagskreppa mun ganga yfir á næstu mánuðum. Núverandi skuldavandi verður leystur og reglum verður breytt.
Andstæðingar ESB munu hinsvegar sitja uppi með skömmina fyrir að vera svona mikil fífl eins og alltaf.
Jón Frímann Jónsson, 19.6.2011 kl. 18:22
Ha, ha ha hhhaa, ha, ha.
Annars gaman að heyra í þér Jón Frímann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 19:56
Þetta fjas hljómar svolítið eins og pabbi gamli þegar Stöð 2 fór af stað fyrir 25 árum. Varaði hann alla við um að Stöðin væri við það að fara á hausinn, myndi loka og áskrifendur sætu uppi með sárt ennið. Þetta gæti aldrei gengið. Hann heldur þessu enn fram kallinn, aldarfjórðungi síðar. Það koma upp erfiðleikar, jafnvel skipt um eigendur, en Stöð 2 virkar samt og er þarna ennþá með sínar útsendingar hvað sem öllu líður.
Páll (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 21:24
"Ég lifi í draumi ....." eða er það víman sem skýrir svona strútseinkenni.
Hvað segir i fréttinni, "Varar hann við því að Ítalía og Belgía geti orðið næstu fórnarlömb. „Við erum að leika okkur að eldinum,"" og þetta er ekki haft eftir áskrifanda að Stöð 2, heldur Jean-Claude Juncker, manninn sem Kol kallaði Herra Evru.
En bíddu við, þetta er ekki að marka, helvístis Moggalygi.
En ég er Norðfirðingur kæru félagar, þekki því vel til þessarar Moggalygi, jafnvel úrslit leikja var ekki að marka, ef heimildin var Morgunblaðið. Því lærði maður snemma að samkeyra Moggann við Þjóðviljann, og þá var ekki rifist.
Tímarnir breytast og heimsveldi falla, en Moggalygin lifir. Og því bað ég Herra Googla að samkeyra frétt Morgunblaðsins við Evrufjölmiðla.
Hér er til dæmis slóvenska tilvísunin í SuðurÞýska, "Jean-Claude Juncker. Kot je dejal, bi se dolžniška kriza iz Grčije lahko razširila še na vsaj pet evropskih držav, pri tem pa je izpostavil Italijo in Belgijo."
Og hér er hún á ensku, úr Business Insider "He warned that Belgium and Italy could be forced to seek a bailout even sooner than Spain".
Og ef þetta eru ekki nógu sanntrúaðir Evrumenn, þá er hér tilvitnun í frumheimildina, á sínum tíma var það ígildi þess að samkeyra Moggann við Prövdu.
"Der luxemburgische Premierminister hatte zuvor erklärt, eine Bankenbeteiligung an weiteren Finanzhilfen könnte dazu führen, dass die Ratingagenturen Griechenland als zahlungsunfähig einstufen. "Die Pleite kann Portugal anstecken und Irland und dann wegen der hohen Schulden auch Belgien und Italien, noch vor Spanien"".
Það þarf ekki að taka það fram að núverandi neyðarsjóður ESB ræður ekki við Spán, hvað þá Belga og Ítali, en það er svona, það er ekki öll vitleysan eins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 22:26
Manni lýkar þessi galsi þinn mjög,"sannleikanum verður hver sárreyrðastur" segir máltækið" Kveðja að sunnan
Haraldur Haraldsson, 19.6.2011 kl. 22:54
Takk Haraldur, þá ætti þér að líka spjall mitt við sigkja á þræðinum um Draum Jóns Sigurðssonar.
Ég skil ekki í hvað menn láta alltaf æsa sig upp. Byrja fyrst með gorgeir en verða svo móðgaðir þegar þeim er svarað með þeim tón sem þeir sjálfir slógu.
En allavega, þá leiðist mér þetta ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 23:24
Stöð 2 virkar samt og er þarna ennþá með sínar útsendingar hvað sem öllu líður
Hahahaha. "Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó...." Hljóta að vera einhver skemmtilegustu aðildarrök sem ég hef nokkurntíma séð.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2011 kl. 00:41
"Það skrifast hinsvegar ekki á evrun, heldur á ríkisstjórnir viðkomandi ríkja. Það er ekkert að evrunni sem gjaldmiðili, enda styrkist hún um 15% á síðasta ári gagnvart USD. Þetta er reyndar staðreynd sem andstæðingar ESB tala aldrei nokkurn tímann um."
Það er ekki von að evru sinnar skilji þetta en þarna kemurðu að kjarna málsins. Fyrir evruríki í vanda þyrfti evran að lækka, lækka, lækka. Vandamálið er að hagsveiflur ríkja eins og Þýskalands og Frakklands stýrir evrunni og halda henni of sterkri fyrir jaðarlöndin þar til hún hrinur með sterku löndunum innanborðs. Kjarni málsins er að hagsveiflur landanna eru of ólíkar enda útflutningsafurðir og gerðir hagkerfanna ólíkar. Þetta er vandinn. Lönd eins og Grikkland sem hefur ekki einu sinni fylgt eftir að sjóðvélar séu í hverju fyrirtæki getur ekki uppfyllt kröfur ESB sama hvað það reynir. Löndin eru einfaldlega á of ólíkum stað.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.6.2011 kl. 07:22
Þetta eru ekki aðildarrök Guðmundur, einungis dæmisaga um að dómsdagsspár eru ekkert nýtt fyrirbæri.
Páll (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 16:14
Þú ert seinheppinn með dæmi þitt Páll því Stöð 2 hefur allavega þrisvar sinnum gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og skuldir afskrifaðar eða breytt í hlutafé.
En ósköp ertu einfaldur að halda að áhrifamenn í ESB séu í þykjustuleik þar sem allt gengur út á að ýkja vandann og hræða fólk.
Jón Frímann er sér á báti og má alveg róa þeim bát án þess að menn ætlist til annars af honum, en furðulegt að það sé eftirspurn eftir skipsrúmi á því fleyi.
En vistin er örugglega góð þar um borð því Jón er gæðablóð hið mesta og tryggur sínu fólki.
Óska ykkur gæfta og gengis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.6.2011 kl. 21:06
Já, það eru ekki allir sama marki brenndir Adda.
Og furðuleg sá hroki hérlendis að gera lítið út Grikkjum og grísku samfélagi.
Og staðreyndin er sú að landinu hefur aldrei verið eins vel stjórnað og eftir að evran var tekin upp.
Það er ekki bara meinið, ef enginn vill lána þér, þá ertu gjaldþrota. Og það er sama hvað vistin í skuldafangelsinu er hörð, hún býr ekki til peninga. Og evrópska skuldafangelsið eyðir peningum úr gríska hagkerfinu, og eykur þar með vandann.
Öllum ljóst, líka vanvitum. En ómönnum er alveg sama, siðleysi arðráns og skuldakúgunar er eins og fegursta latína í þeira huga.
Og þeim á íslenska þjóðin að þjóna ef vilji ríkisstjórnarinnar gengur eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.6.2011 kl. 21:12
Seinheppni og ekki seinheppni. Svona svo þú áttir þig betur á samlíkingunni, og athugaðu að ég er ekki að segja að Stöð 2 og ESB eigi eitthvað sameiginlegt heldur einungis skella fram örlitlu dæmi. Það er nefninlega samt svo að hinar og þessar þjóðir á Evrusvæðinu geta farið í greiðslustöðvun, afskriftir skulda og stjórnarskipti en það breytir því ekki að áfram er Evran gildur gjaldmiðill og venjulegur neytandi getur notað hana í sínum viðskiptum á Evrusvæðinu og gjaldeyrismörkuðum allan heim. ...ólíkt íslensku krónunni sem er og verður sorp á gjaldeyrismörkuðum. Á svipaðan hátt hefur Stöð tvö fengið slæmar afkomuspár, eigendaskipti, gjaldþrot og ég veit ekki hvað, en hinn venjulegi neytandi hefur samt alltaf getað kveikt á viðtækinu og horft á dagskrána.
Páll (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 22:36
Æ, Páll, þú hefðir betur sleppt þessu síðasta, eða réttara sagt haft það fyrst sem málefnalegt innslag.
Auðvita skilur fólk einfalda samlíkingu, en hún var klaufsk.
Ef merkingin var að lífið haldi áfram í einhverri mynd, þá er það rétt. Það hélt áfram eftir Hiroshima, eftir Chernobyl og það virðist ennþá ganga í Japan.
En sumt er þannig að það hefur alvarlegar afleiðingar.
Hrun evrunnar er eitt af því. Það útskýrir líklegast hina örvæningarfulla tilraun ESB til að þrælka grísku þjóðina, og allar hinar sem koma í fótspor þeirra. En málið er að þessar þjóðir eru í góðu málum, ekki slæmum, ef þau endurskipuleggja sínar skuldir einhliða, og taka upp innlendan gjaldmiðil, ásamt skatti á útstreymi gjaldeyris.
Sú leið er þekkt og árangur hennar líka.
En hliðarafleiðing þeirrar leiðar er hrun fjármálakerfis Evrópu, og það er ekki fyndið, ekki frekar en alvarleg kjarnorkuslys, allsherjar stríð eða annað sem skaðar fólk og samfélög.
Þess vegna nota menn stóryrðin eins og sá maður sem þessi frétt byggist á, Herra Evra, eða ljúga blygðunarlaust eins og hann Ole gerði í sjónvarpsfréttunum í kvöld, að greiðslufall fyrir Grikki væri skelfilegt, mun skelfilegra en gjöreyðing grísks efnahags að boði ESB.
Málið er að þar er allt á brauðfótum eftir fjármálahrunið 2008, og fáar leiðir færar út úr vandanum. Hvort evran lifir það að, hvort þjóðfélagsgerðin haldist, það má guð vita.
En hrun bankakerfis álfunnar er ekki grín.
Það eitt er víst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.6.2011 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.