17.6.2011 | 15:23
Draumur Jóns Sigurðssonar.
Er ekki draumur Jóhönnu.
"Með lögum skal land byggja", þessi fornu spakmæli sem voru undirstaða þjóðveldis okkar, voru leiðarljós sjálfstæðisbaráttunnar. Hún var friðsöm, og innan þáverandi laga og reglna.
Krafa þeirra um stjórnarskrá, sérstaklega handa íslensku þjóðinni, var krafa um viðurkenningu að hér byggi sérstök þjóð innan Danaveldis. Og sérstök stjórnarskrá var síðan einn áfangi að algjöru sjálfstæði þjóðarinnar.
Jón Sigurðsson leiddi þessa baráttu, hann átti draum um sjálfstæða þjóð, þar sem undirstöður þjóðfélagsisn var lög, frelsi, og réttur fólks til að ráða sínum málum sjálft.
Andstaða þessa draums er draumur núverandi stjórnvalda að gera landið að hjánýlendu stórþjóða Evrópu. Til þess voru þau reiðbúinn að leggja óbærilegar fjárkvaðir á þjóð sína, rústa efnahagslegu sjálfstæði hennar, gera hana að þrælum í eigin landi.
Það er ekki til stafur í skrifum Jón eða eftirmælum samferðarmanna sem fellur að þessari draumsýn núverandi ríkisstjórnar, hvorki illvilji í garð þjóðar sinnar, eða undirlægjuhátturinn gagnvart erlendu valdi.
Íslensku sjálstæðishetjurnar voru ekki keyptar fyrir erlent mútufé.
Og þær virtu lög og reglur þjóðfélagsins.
"Vér mótmælum allir" eru orð sem féllu þegar embættismaður konungs braut lög og reglur og vanvirti þingið sem konungur hafði boðað til.
Þessi sömu orð myndi Jón Sigurðsson mæla ef nafn hans væri tengt við Hrakvalsfólkið sem myndast framhjá lögum og rétti að klambra saman áhugatexta um nýja stjórnarskrá.
Jón vissi að réttlát lög yrðu ekki byggð á vanvirðingu þeirra eldri.
Hann var ekki Hrakvalsmaður líkt og núverandi fulltrúar í stjórnarskrásnefnd, fólkið sem taldi sig hæft að breyta grunnlögum landsins með því að vanvirða dómsvaldið og gildandi stjórnarskrá.
Ekki það að slíkt skipti máli í dag, sagan er liðin og við byggjum á störfum þessar gömlu manna. En við eigum ekki að draga minningu þeirra niður í svaðið með því að tengja þá við óhæfu og vanhæfni líðandi stundar.
Vissulega gera harðstjórar þetta í skjóli byssuvalds, en við eigum ekki að láta ráðamenn í lýðfrjálsu landi komast upp með að afskræma söguna með því að tengja hana við misheppnaðar gjörðir þeirra.
Ekkert í farmgöngu stjórnvalda í stjórnarskrármálinu réttlætir tengingu við þá sem börðustu ötullega fyrir stjórnarskrá handa íslensku þjóðinni á nítjándu öld.
Ekkert er sameiginlegt, ekkert nema þá kannski nafnið.
Svona gerum við ekki Jóhanna.
Kveðja að austan.
Draumur Jóns um stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vel mælt Ómar og rétt ráðmenn þjóðar vorar eiga ekki byrgja okkur sjón á frelsið og Sjálfstæðið með því að setja allt á annan endann út að Jóni Sig.sem var frelsishetja enn mannlegar maður ein og við flest!!! engin dýrlingur/En Jóhanna slær sér upp á flestu meðal annars nýrri stjórnarskrá sem gerir þeim betur að selja landið okkar!!!/Kveðja að sunnan !!!!
Haraldur Haraldsson, 17.6.2011 kl. 17:44
Takk fyrir innlitið Haraldur.
Það er örugglega hart hlutskipti að láta föðurlandssvikara mæra sig.
Til lítils var barist ef þetta er niðurstaðan.
En Ólafur mælti vel eins og hans er vani, svei mér þá að við ættum ekki að fá hann og Davíð í stjórnarráðið, með Birnir Bjarna, Ragnari Arndals, Styrmi auk landbúnaðarráðherrans, Guðna Ágústssonar, það vantar svo sárlega mannvit og skynsemi í húsið við Arnarhvol.
Eitthvað þarf að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2011 kl. 18:16
Í ræðu sinni í dag á Austurvelli minntist Landráðasölukonan Jóhanna Sigurðardóttir á það að nú væri engin Trampe greifi að þvælast fyrir gagnvart lýðveldinu Íslandi. Þessi Jóhanna er hræsnari,og er hún þá ekki bara Trampe-greifynja.:?
Númi (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 01:53
Blessaður Númi.
Trampe var dani, og vann fyrir ríkisstjórn sína, sem var ríkisstjórn danaveldis.
Jóhanna er Íslendingur og vinnur fyrir Brussel.
Á þessu er reginmunur.
Óþarfi að sverta minningu Trampe greifa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2011 kl. 11:58
Það getur verið nokkuð snúið að heimfæra skoðanir og baráttumál nítjándualdar baráttumanna uppá okkar tíma. Þá fara menn venjulega út í það að sleppa úr veigamiklum þáttum sem ekki samrýmast eigin skoðunum eða hinni rómantísku mítu. Allir velja og hafna, túlka og endursemja í aumkunarverðum tilraunum til að rekja sínar skoðanir til hetjanna. En því sem ekki passar er þagað yfir. Þannig áttu til dæmis lægstu stéttirnar og konur ekki að njóta neinna þeirra réttinda sem barist var fyrir. Jón og hans félagar mæltu aðeins fyrir karlréttindum á sviði félags- og stjórnmála. Og kosningarrétturinn var bara fyrir karla með eignir. Einskonar baráttufélag karla fyrir auknum völdum Íslenskra embættis og eignamanna.
Væri Jón ánægður með kosningarrétt kvenna í dag eða fyndist honum ennþá fáránlegt að konur gætu kosið, sest í embætti og átt eignir? Ætlum við að gefa okkur að skoðanir hans hefðu breyst með tímanum? Og hvaða aðrar skoðanir hefðu þá einnig breyst, og hvernig? Erum við þá ekki farin að tala um einhvern allt annan Jón? Jón sem væri jafnvel sammála Jóhönnu í einu og öllu?
Tímarnir breytast og baráttumálin þróast. Hagsmunir Íslands árið 1851, viðhorf og túlkun á hugtökum eins og lýðræði, frelsi og sjálfstæði voru aðrar en í dag. Og ef á að fara að gera Jóni og hans félögum upp einhverjar skoðanir á málefnum okkar tíma þá er eins hægt að kasta upp peningi.
sigkja (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:43
Þá værum við ekki að ræða um Jón Sig, svo einfalt er það.
Það er verið að ræða um menn sem stóðu upp úr á nítjándu öldinni, og barátta þeirra og einurð skiluðu þjóðfélagi sem er í fremstu röð.
Væri blessaður karalinn með sömu viðhorf og Jóhanna í dag, þá væri hann náttúrulega í skammarkróknum eins og Jóhanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2011 kl. 21:57
Þjóðfélagi okkar skiluðu margir. Það er ekki hægt að skrifa það á lítinn hóp manna fyrir 160 árum síðan þó áberandi hafi verið í sínum þrönga hópi. Frægð þeirra reis hæst áratugum eftir dauða síðasta fundarmanns þjóðfundarins 1851 í rómantískum túlkunum tuttugustu aldar baráttumanna sem áttu hin ýmsu baráttumál á öllu litrófi stjórnmálanna. Jóni hafa verið eignuð viðhorf og skoðanir sem hvergi er að finna í þeim ritum sem eftir hann standa. Rómantíkin, þjóðsagan og ævintýrið skyggja algerlega á staðreyndirnar. Og því má með réttu efast um að sá Jón Sigurðsson sem verið er að lofsyngja hafi raunverulega verið til. Og spyrja jafnframt hvort þessir Jónar ykkar Jóhönnu verði til eftir 50 ár, ég þekki hvorugan.
Margir unnu að verkinu, bæði fyrir og eftir daga Jóns. Og þá er sama hvort talin er upp kirkjan, kommúnistar, framsóknarmenn, nasistar, útrásarvíkingar og venjulegir víkingar, kennarar, sjómenn, rauðsokkur og karlrembur. Allir hafa skilað okkur þessu þjóðfélagi. Og ekkert sem bendir til þess að framlag Jóns hafi umfram framlög annara skipt einhverjum sköpum.
sigkja (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 22:49
Blessaður sikja, þetta er bæði rökleysa hjá þér, sem og algjör vanþekking á sögunni.
Rökleysan er að átta sig ekki á tímalínunni, hún er líkt og stigi, atburðir dagsins i dag eru háðir atburðum fortíðar. Það er fortíðin sem ákveður valkosti nútíðar.
Allt sem við höfum í dag er réttilega starf margra á ólíkum tíma, en allt á sína byrjun, og umskipti okkar frá búskaparháttum miðalda til nútíma vinnubragða, urðu um og uppúr miðri 19. öldu. Þau umskipti voru á engan hátt sjálfgefin, í raun var ekkert sem mælti með þeim. Það vantaði fjármagn, við erum útnári, tækni og verkþekking var ekki til staðar, og við lutum stjórn erlends valds.
Eiginlega allir sem voru í sömu sporum og við þá, eru í sömu sporum í dag, bláfátækir útnáramenn.
Aðeins mannshugurinn, vilji hans og geta, útskýra umbreytingarnar hér á Íslandi.
Þær hefðu vissulega getað átt sér stað seinna, en þær urðu þarna.
Þess vegna eigum við þessum mönnum mikið að þakka, að draga Jón út úr hópnum er svona smekksatriði, og þjónar táknrænum tilgangi. Þetta er eins og að veifa fána meða rauðum krossi í miðjunni, ekki sem slíkur merkilegri fáni en aðrir, en það var ákveðið að gefa honum táknræna merkingu.
Flestir skilja til hvers svona tákn eru, bakgrunn þeirra og merkingu. En þrætubókarmenn, benda réttilega á að þjóðfáninn er aðeins tuska, seld dýrum dómi, og sem slík ekki merkilegri en fáni Hins íslenska draugafélags.
Þrætubókarmenn hjóla líka í önnur tákn, á 17. júní finnst þeim það lýsa gáfum sínum að benda á að Jón Sigurðsson hafi bara verið breyskur maður, sem afrekaði það mest að vera réttur maður á réttum stað, og þeir sem á eftir komu í sjálfstæðisbaráttunni, þeim hafi vantað eitthvað tákn fyrir baráttu sína.
Sem er mikið rétt, og hvað með það????
Það mætti halda að þeir tryðu sögunni á bak við táknið, líkt og þeir trúðu á jólasveinana, og hafi roðnað svo mikið að þegar þeir komust að því að þetta var bara saga, að þá gangi þeir manna á milli og segja hátíðlegum rómi, "þetta er bara saga".
Sem öllum er ljóst, að þetta er tákn, tákn sem notað er til að skapa einingu og samkennd á meðal þjóðar.
Sigkja, það er alltílagi að segja að þetta sé bara saga en það er vanþekking að átta sig ekki á hvað breyttist á seinni hluta 19. aldar, og vita ekki af hverju það breyttist.
Þannig er það nú bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 00:50
Og þú telur að þess vegna sé sjálfsagt mál að ljúga þínum skoðunum uppá Jón Sigurðsson. Tilgangurinn helgi meðalið. En býsnast svo út í aðra sem gera það sama, eins og sannur óupplýstur lýðskrumari. Allir stimplið þið Jón með ykkar skoðunum og móðgist þegar aðrir gera það sama. Ómar og Jóhanna saman í kór á 17. júní: "Við hljótum að hafa rétt fyrir okkur því Jón Sigurðsson er sammála okkur og öllu sem við gerum."
Og náttúrulega er eitthvað að hjá öllum þeim sem ekki gangast undir þína útgáfu af sögunni. Einfaldri sögu sem ekkert er verið að flækja með staðreyndum og heilbrigðri skynsemi. Þjóðernisrómantíkin og ímyndaðir yfirburðir virka svo miklu betur á minnimáttarkenndina.
En þannig er það nú bara, og ótrúlega oft.
Kveðjur austur.
sigkja (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 02:01
Æ, ósköp áttu bágt greyið, svona rökfræðilega séð.
Í pistlinum hér að ofan bendi ég á að Jóhann er að tengja sig við því sem næst andhverfu sína, og upphefja skoðanir og sjónarmið á kostnað manns sem hafði skömm og fyrirlitningu á öllu því sem Jóhanna er að gera.
Þetta eru bara staðreyndir, kemur hugleiðingum um hvað Jón væri í dag, málinu ákkúrat ekkert við.
Ógæfa þín í rökleyðslunni er líkt og að manssalsdrottning og hórumanna í Hollywood hefði gefið andvirði eins fórnarlambs síns, til góðgerðarmála, og í kjölfarið haldið ræðu á eftir Jóhönnu Sigurðardóttir, og talað um hvað þær stöllur væru allar líkar, hún, Jóhanna og Móðir Teresa. Rökin væru þau að þær hefðu allar látið svo gott af sér leiða, samtengingin væri sú að hún og Jóhanna væru í sama bransa, hún að selja konur í hóruhús, en Jóhanna að selja bretum þjóð sína í ICEsave. Og aðeins aðstæður hefðu gert það að verkum að Móðir Theressa varð nunna, fáir valkostir fyrir fátæka bændastúlku í Albaníu á fyrri hluta síðustu aldar. Ef hún hefði fæðst aðeins seinna, og í Ameríku, þá hefði hún notað dugnað sinn og skipulagshæfileika til að rífa sig upp úr fátækt með sömu ráðum, orðið hórumamma i Hollywood. Og þar sem hún er svo góð í sér, þá hefði hún gefið til góðgerðarmála.
Og hver segir að túlkun viðkomandi hórumömmu sé röng, þetta er jú bara túlkun um hvað ef og hvað hefði.
Og þeir sem vita ekki að saga "er", en ekki "hvað ef", þeir taka undir þessa túlkun hórumömmunnar, eða koma með aðra. Og rífast út i eitt. Sem er alltí lagi, það er í góðu að nota huga sinn og hugsun til að spá og speklúrera, og sumt er líklegra en annað.
En það kemur staðreyndum ekkert við, og sagan er staðreyndir, ekki túlkun.
Það er þekkt sem Jón Sigurðsson sagði, það er þekkt hvað hann gerði, það er þekkt fyrir hvað hann stóð. Að vitna í það kallast ekki að ljúga.
Hvað þá að það hafi nokkuð með mínar skoðanir að gera.
En þegar ég tjái mínar skoðanir sigkja, þá rökstyð ég þær, ég er ekki svo lítill kall að þurfa að upphefja sjálfan mig með því nota bautasteina fortíðarinnar mér til stuðnings, að benda á steinvölu mína og segja að þó hún sé lítil og smá, þá er hún alveg eins þessi og þessi sem er svo stór og mikil.
Eins get ég alveg tjáð mig án þess að nota kliskuhandbók eins og þú gerir hér að ofan, til að saka einhvern um minnimáttarkennd. Því ég veit að ef þú rökstyður mál þitt ekki með frösum, þar með ert þú fyrirfram búinn að tapa rökræðunni. Vissulega finnst öðrum sem nota sömu klisjubókina og þú, það stórkostleg bömmerta að afgreiða mig með orðunum "þjóðernisrómantík" og "ímyndaðir yfirburðir", en það er vegna þess að þeir eru bjánabelgir, ráða ekki við rökhugsun, aðeins klisjur.
Vissulega má tengja margt í umræðunni um Jón Sigurðsson við þessi orð, en þú finnur henni ekki stað i skrifum mínum hér að ofan, eða nokkrum öðrum pistlum mínum á þessum bloggi,, hvorki í sjálfum pistlunum eða í athugasemdunum.
Með öðrum orðum, þá tókst þú aðra umræðu, aðra anstæðinga, og lagðir í þá hér að ofan.
Og veist þú það sikja, hugsandi fólk áttar sig á því og vorkennir þér hvað þú gerir lítið úr þér með fílubombum þínum.
En þeir sem hafa vondan málstað að verja, enda oftast í vondum rökum.
Það held ég nú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 09:57
--"Í pistlinum hér að ofan bendi ég á að Jóhann er að tengja sig við því sem næst andhverfu sína, og upphefja skoðanir og sjónarmið á kostnað manns sem hafði skömm og fyrirlitningu á öllu því sem Jóhanna er að gera."-- Ég hef sjálfur hvergi séð nein komment frá Jóni um störf Jóhönnu, varst þú að koma af miðilsfundi?
Það er þekkt sem Jón Sigurðsson sagði, það er þekkt hvað hann gerði, það er þekkt fyrir hvað hann stóð. En þú vitnar ekki í það. Þú vitnar í þína rómantísku túlkun á því hvernig hetjan ætti að hugsa væri hún þér sammála. Og notar það sem rök fyrir þínu máli. Auk þess sem þú tekur þína persónulegu, og umdeildu, túlkun á atburðum líðandi stundar og þykist geta sagt okkur hver skoðun Jóns væri. Og undur og stórmerki hún samrímist þínum eigin skoðunum, skrítin tilviljun.
Það að segja að allir sem voru í sömu sporum og við þá, eru í sömu sporum í dag, bláfátækir útnáramenn. Og að aðeins mannshugurinn, vilji hans og geta, útskýra umbreytingarnar hér á Íslandi kalla ég rangfærslu, ímyndaða yfirburði og þjóðernisrómantík. Til þess fallin að slá á minnimáttarkennd frekar en að veita réttar upplýsingar.
Og ef þú hefur ekki læðst í klisjuhandbók þá hefur einhver annar, sem greinilega lifir fyrir klisjur og órökstuddar upphrópanir, skrifað efstu greinina og átt sinn þátt í þeim sem á eftir komu.
sigkja (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 13:59
Ha, ha ha, nú þykist þú flottur á þessu. Sýnir styrk þinn í þrætubókarlist. Að fyrst ég notaði orðið "því", því ég treysti á smá hugsun á að tengja sig við samhengið, að þá hljóti ég að hafa verið á miðilsfundi.
En svo er ekki sigkja, vissulega er nákvæmara að segja, "sambærilega hlutum" og jafnvel er hægt að rökstyðja merkingu hverja setningu með ítarefni.
En ég held mig við að treysta á lágmarkshugsun lesenda, ætla öðrum að lesa annars staðar. Ég dreg fram tvennt af mörgu, lögleysuna við stjórnlagaráðið, og benda á andstæðuna í störfum Jón Sigurðssonar, sem háði sína baráttu innan ramma laganna, og ég benti á að hina algjöra andstæðu að vilja sjálfstæði þjóðar sinnar, og vilja afnema það.
Sjálfstæðisbarátta 19. aldar var andsvar við stórríkið sem náði yfir margar þjóðir og forsendur sjálfstæðissinna var að velferð þjóðar tengist stjórnskipan þess, þingræði og sjálfstæði.
Þetta sikja eru þekktar staðreyndir, sem ég fatta ekki að þú skulir reyna að gera þig svo vitlausan að túlka. Ég er ekki að draga Jón til nútimans, ég er að benda á hvað hann gerði, hverju hann var fylgjandi og hverju hann var á móti. Það sem hann var á móti, er allt það sem Jóhanna er að gera í dag.
Vegna þess að Jóhanna vogaði sér að reyna að styrkja lögleysu sína í stjórnarskrármálinu með því að sækja styrk og samsvörun í málflutning Jóns Sigurðssonar, þá benti ég á andstæðurnar.
Að gefnu tilefni.
Í því felst ekkert hvað Jón væri að gera í dag, eða hvernig hann myndi bregðast við stefnum og straumum nútímans. Vegna þess að hann er ekki í dag, hann var, og það sem hann gerði og stóð fyrir er þekkt. Ekki túlkun, ekki skoðun.
Vitir þú eitthvað annað um ævi hans og störf, sem passar ekki við þá einföldu lýsingu sem ég gaf á stefnu hans, þá máttu alveg koma með það. En í guðanna bænum hættu annars þessu bulli. Ég veit eiginlega ekki við hvern þú ert að rífast, dettur einna helst að þú hafir lesið gamla grein eftir Hannes Hólmstein þar sem hann dregur fram þætti í málflutningi Jóns Sigurðssonar og telur þá svo um margt keimlíka við skoðanir frjálshyggjudrengja, að Jón hljóti því að hafa verið frjálshyggjumaður ef hann hefði lifað í dag.
Eins og það hafi aldrei hvarflað að Hannesi að Jón hefði getað verið fornbóksali á Hverfisgötunni eða annað sem möguleikar nútímans bjóða upp á.
Eða það hvarfli ekki að þér að lesa það sem þú ert að rífast um.
Vissulega gætir þú haft rétt fyrir þér, að hin viðtekna söguskoðun, studd ótal heimildum, væri röng, að Jón hefði bara verið að djóka þegar hann talaði um sjálfstæði landsins, og þegar hann mótmælti lögleysu danskra embættismanna, að þá hefði hann bara gripið gæsina, annars hefði hann sjálfur lagt mikla áherslu á lögleysu sjálfstæðisbaráttunnar, en þá þarf þú að rökstyðja það.
Ekki með bulli eða klisjum, heldur með tilvitnun í heimildir.
Eins er það með þegar tekur fyrir ákveðna staðreyndir sem ég bendi þér á, að um miðbik 19. aldar hafi skort hér allar forsendur fyrir framþróun, og sú framþróun sem varð, má rekja til sjálfstæðisbaráttunnar, þar kom hvatningin og hugmyndafræðin sem gerði allslausri þjóð kleyft að sækja fram á sínum forsendum, að ef þú mótmælir því, þá mátt þú koma með rökstudd dæmi um hvaðan drifkrafturinn þá kom???
Hvaðan kom hann, reyndu þá að svara því, nafngreindu mennina og segðu mér hvaðan hugmyndafræði þeirra kom. Ætti ekki að vera flókið, þú hlýtur jú að þekkja til málsins og treysta þér í andsvör.
Eins er það með samsvörun mína, um að útnárar í sömu sporum og við, hafi dagað uppi sem útnárar, með frumstæðu atvinnu og menningarlífi, að það er mjög einfalt að koma með dæmi sem afsannar það, það er ef þú þekkir þau. Af hverju nefnir þú þessi dæmi ekki og bendir mér á hreyfiaflið???
Eina dæmið sem ég þekki sem eitthvað kemst í líkindi við uppgang Íslands síðustu 150 árin, er Færeyjar, þar var hreyfiaflið um margt svipað, en þeir náðu ekki sjálfstæði og trúðu því til skamms tíma að þeir gætu ekki rekið sjálfstætt velferðarþjóðfélag nema með framlögum frá dönum. En þeir eru smærri, og óvíst að við hefðum náð þeim árangri sem við náðum, ef við hefðu verið jafnfá. En það eru aðeins getgátur, sem tíminn hefur ekki tekið afstöðu til.
En komdu með dæmin sikja fyrst þú kallar rökstudda fullyrðingu mína, tilraun til að slá á minniháttarkennd.
Það vill svo til að ég þekki söguna, og þekki líka sögu einstakra þjóða, sigkja. Ég setti ekki fram þessa fullyrðingu út í loftið, mér er ekki kunnugt um sambærileg dæmi um umbreytingu útnáraþjóðar, en skal fúslega leiðrétta mig ef þú átt dæmið.
En vandaðu þig því ég mun gera athugasemd ef dæmið passar ekki.
Þannig að núna bíður þín heimaverkefni sikja, þú mátt koma með dæmi um að Jón Sigurðsson hafi ekki barist fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, þú mátt koma með dæmi um meinta lögleysu hans, þú mátt koma með dæmi um menn og málefni sem hreyfðu þessa þjóð áfram á seinni hluta nítjándu aldar án þess að þeir hafi smitast af sjálfstæðisbaráttunni, og þú mátt nefna mér dæmi, líklegast fleiri en eitt því í orðinu eiginlega allir þýðir að ég útiloki ekki fleiri þó ég minnist þeirra ekki í fljótu bragði, um þjóðir sem risu upp úr sama allsleysinu og við Íslendingar, búandi á jaðarsvæðum sinna samfélaga eða heildar.
Annars ertu bara bullukollur greyið mitt.
Eitt að lokum, ég er ekki að túlka gjörðir Jóhönnu.
Það féll dómur í Hæstarétti um ólögmæti stjórnlagaþingskosninganna og sá dómur var sniðgenginn.
Og Jóhanna var sannarlega að vinna gegn sjálfstæði landsins í ICEsave því land sem tekur á sig gjaldeyrisskuldbindingar upp á 1/3 til 2/3 af þjóðarframleiðslu, þegar það þegar á í miklum fjárhagserfiðleikum, það missir sjálfstæði sitt, algjörlega óháð umsókninni um aðild að ESB.
Vissulega er það túlkun hvort sú aðild skerði sjálfstæði landsins, en sú gjörð að nota ólög til að knýja þjóðina til að samþykkja ICEsave, var hreint tilræði við sjálfstæði landsins. Það er hagfræðileg staðreynd.
Og svo að þú getir hætt að klína þjóðernisrómantík á mig, vitandi það að þú átt enga tilvitnun í texta þar um eða persónuleg samtöl sem styðja þá skoðun þína, þá vil ég upplýsa þig að ég er Trekkari og aðhyllist Sambandið, Stjörnusambandið.
En ég var ekki að fjalla um skoðanir mínar, heldur um það sem er, og það sem var.
Svoleiðis var nú það í pottinn búið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 17:49
Þetta er svo mikið samansafn af rökleysum, fáránlegum staðhæfingum og hreinu bulli að ekki tekur því að reyna að svara umfram það sem þegar hefur verið sagt. Þú færð frið frá mér með þína rómantík og sögufölsun.
Bless.
sigkja (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:27
Æ greyjið, það hefði nú verið gáfulegra að þegja.
Í þrætubókarlist, þessari sem þú varst að rembast við að fylgja, þá láta menn sér oft duga eitt dæmi um veilu í málflutningi anstæðingsins, og keyra á það, en leggja svo loðið út frá öðru, passa sig samt að láta ekki hanka sig á staðreyndavillum.
En geti menn það ekki þá þegja þeir eða fara að spjalla um veðrið.
Þannig er nú það.
En svona til að forðast misskilning, þá var enginn ófriður að þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 20:43
JÓHANNA falsar söguna. Manneskjan nánast líkti hetju okkar, Jóni Sigurðssyni, við hana sjálfa. Hvílík skömm. Hvílík öfugmæli í einni manneskju. Jón studdi frelsi og fullveldi. Jóhanna og co. hinsvegar berjast hatrammlega fyrir hinu gagnstæða: Frelssviptingu og fullveldisafsali til erlens stórveldis.
Manneskjan skilur víst ekki mikið nema endalaust Evrópuríkið, endalaust Evrópusambandið, dýrð dýrðanna, mál málanna, ofsatrú Jóhönnuflokksins. Nema óvart gleymdi Jóhanna að það var bara mál og ofsatrú eins pólitísks ofbeldisflokks, ekki okkar hinna.
Og ICESAVE. Með kröfum Jóhönnu og co. um lög vegna ICESAVE, fáránlega ríkisábyrgð, viðurstyggilegan þjófnað sama erlenda veldis gegn skattþegnum landsins í formi þrælaskatts. Fyrir fullveldistapið og miðann inn yfirráðaveldið var ætlun Jóhönnu og co. að kúga okkur með ICESAVE. Rökleysan er ekki Ómars heldur Jóhönnu og meðhlaupara, SIGKJA.
Elle_, 19.6.2011 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.