Eru hagfræðingar vitlausir????

 

Eða óforbetranlegir lygarar???

Ísland er ekki komið inn úr kuldanum, það vantar allar forsendur til að svo sé.

 

Grunnstoðir þjóðfélagsins eru þrennar; heimili, fyrirtæki og hið opinbera.

Heimili landsins eru í alvarlegri skuldakreppu, stór hluti þeirra stefnir í þrot, þúsundir eru án atvinnu, þúsundir hafa flutt úr landi.

Fyrirtækin eru líka í skuldakreppu, um 2/3 þeirra voru í gjörgæslu bankanna í ársbyrjun 2009, í raun gjaldþrota.  Fæst af þeim hafa hlotið úrlausn sinna mála, þau eru bara þarna án nokkurrar framtíðar nema til komi veruleg skuldaniðurfærsla. Slíkt ástand lamar efnahagskerfið að lokum.  Engar fjárfestingar, engar framkvæmdir, ekkert.  Nema vaxtagreiðslur og aftur vaxtagreiðslur.

Hið opinbera er á hausnum, sveitarfélögin eru stórskuldug, skerandi niður framkvæmdir, segjandi upp fólki.  Hið sama má segja um ríkissjóð.

 

Það dugar að ein af þessum grunnstoðum sé í ólagi til að ástand efnhagsmála sé alvarlegt, þegar þær eru allar i lamasessi, þá er djúp kreppa í efnhagslífinu og ekkert framundan.

Það segir ekkert að ríkið hafi getað platað nokkrar krónur út úr fjárfestum, ekki nema jú að fjárfestar séu auðplataðir.

 

En mesta lygin er að fé skattgreiðanda hafi ekki verið sett að veði.  

Vissulega voru erlendar skuldir bankakerfisins ekki settar á ríkissjóð, slíkt var ekki hægt.  

En ICEsave átti að lenda á skattgreiðendum, með góðu samþykki íslenskra hagfræðinga, og risagjaldeyrislánið hjá AGS er eingöngu til að bjarga erlendum krónubröskurum.

Það eitt og sér gerir íslenska ríkið gjaldþrota, alveg eins og það írska eða gríska.

Eini munurinn að vegna ICEsave andstöðunnar var hægt á því ferli svo allt yrði ekki endanlega vitlaust.  En það ferli er samt í gangi, og einn daginn mun AGS lánið falla, og þjóðin þar með orðin gjaldþrota, eignalaus og allslaus.

 

Og þetta hljóta allir hagfræðingar landsins að sjá, þeir geta ekki verið svo vitlausir.

Spurningin er bara hvað fær þá til að ljúga??

Eru það sömu peningarnir og fengu þá til að ljúga heilbrigði upp á útrásina fram á síðasta dag eða er það þeim meðfætt að ljúga??'

Eða eru þeir hreinlega svona vitlausir, að hafa allt sí og æ rangt fyrir sér????

Eða er allt í góðum gír í þeirra huga ef fámenn eignayfirstétt, örfáir einstaklingar, hafa allt sitt á þurru, hafa haldið eignum sínum og sjá fram á gósentíðina við að kaupa eignir landsmanna á hrakvirði þegar AGS setur þær á brunaútsölu líkt og á að gera á Írlandi og í Grikklandi????

 

Hver veit hvað rekur þessa menn áfram.??  En það er öruggt að hagur lands og þjóðar er ekki þar á meðal.  Ekki nema þeir séu svona innilega vitlausir, vissulega ekki hægt að útiloka það.

Já, "Ísland komið inn úr kuldanum", hafið þið heyrt annan betri????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir Ísland vera komið inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill. Veistu hvort hægt sé að nálgast greinina hans Ásgeirs á WSJ án þess að gerast áskrifandi?

Sumarliði Einar Daðason, 16.6.2011 kl. 10:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki meir Sumarliði, það eina sem ég veit er að Hrunverjar reyna að tala upp ástandið á meðan þeir ganga endanlega frá þjóðinni.  Og þá er ég ekki bara að tala um blóðmjólkun heimila og fyrirtækja í þágu amerískrar vogunarsjóða, heldur er það krónubraskaralánið sem er mesta ógnin í dag.

Og fáir tala um fyrir utan Ívar á Mogganum.

Og þó góður sé, þá má hann sín lítils sem hrópandi þegar óendanlegar víðáttur eru frá honum til byggða.  Það virðist sem þjóðin heyri ekki eða skilji.

Eða mönnum finnst svona gaman að vera skuldaþrælar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.6.2011 kl. 11:26

3 identicon

Þetta er gaurinn sem var í ÞESSU viðtali við Max Keiser. Hann gerði nú ekki mikið úr spádómum Keisers (2007) um að peningabólan væri á við eldfjall komið að gosi...

http://www.youtube.com/watch?v=MPRoQ7OxZAQ&feature=relmfu

Mjög ábyggilegur þenkjari, hehe....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 12:45

4 identicon

Já, það er alveg ljóst að krónan hefur brjargað fjármagnseigendum.

Við skattborgarar sitjum reyndar uppi með reikninginn, hærri skatta, hærra verðlag og stórkostlega launaskerðingu, en það skiptir ekki öllu í þessum samanburði því elítan hefur það enn helvíti gott.

Guð blessi krónuna !!!!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 15:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, krónan blessuð, mikil er skömm hennar.

Án hennar ættum við alvöru óeirðir, og svona umræðu um að selja allt, og nota alla peninga ríkisins í evruskuldir, líkt og er hjá Grikkjum.

En per se þá held ég að það sé fólk sem bjargar fólki, og það er fólk sem finnur sér skálkaskjól til að kenna um, sbr, engin skjaldborg um heimili því við höfum krónu.

Og meðan Hinir auðtrúuðu eru stærsti hópur landsins, þá fara fjármagnseigendur sínu fram, og kenna krónunni um sín auðævi.

"Sælir eru trúgjarnir því þeir munu trúa á himnaríki evrunnar" stendur einhversstaðar.

En Jón Logi, þetta er alltaf spurning um yfirgengilega heimsku, eða annarlega hagsmuni.

Þar er efinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.6.2011 kl. 16:41

6 identicon

Jón (#4): Já ætli Max Keiser sé ekki hlægjandi heima hjá sér núna eftir lesturinn á þessari grein! Sami aðilinn að reyna að tala upp góða stöðu þjóðarbúsins og talaði upp góða stöðu bankanna. Ætli Max viti ekki að hann sé sonur eins af núverandi ráðherrum landsins?

Ég er hins vegar 100% sammála þessum ha"f"fræðingi að vandamálið sé fyrst og fremst eiginfjárvandi en ekki bara lausafjárvandi. Falskt eigið fé fyrirtækja heimsins er gírað upp(niður) til helvítis og hjá sumum töluvert ofar(neðar).

Björn (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 21:18

7 Smámynd: Ragnar G

Takk fyrir ágætis innlegg. Ég er alveg gáttaður á því að maður eins og Ásgeir sem var yfir greiningardeild Kaupþings fær yfir höfuð að tjá sig um sessi mál í fjölmiðlum. Maður sem greindi ástand fjármálamarkaðarins svo gjörsamlega vitlaust að það stóð ekki steinn yfir steini hjá honum. Er ekki kominn tími til að við notum einhverja aðra geinendur en Ásgeir eða Eddu Rós til að greina kosti og galla fjármálamarkaðarins eða þjóðfélagsins. Þessir aðilar eru búnir að fá sénsinn og klúðruðu því við getum ekki hlustað á þetta fólk stundinni lengur.

Ragnar G, 18.6.2011 kl. 16:01

8 identicon

Hann var yfir greiningardeildinni. OK.

Ég man það dagljóst (og gnísti tönnum) þegar greiningardeild Kaupþings gaf það út að tekist hefði, með havaxtastefnu (lesist okurvextir, glæpavextir eða þjófavextir) að slá á þenslu með því að HEFTA EÐLILEGA NÝSKÖPUN. Þvílíkir kálkhausar, - því það var verið að hefta verandi eða mögulegar framleiðslugreinar á meðan þenslan átti sér stað í botnlausu svalli innflutnings með stuðningi falskrónu, sem átti svo sitt loft undir okurvöxtum á la icesave etc. Að hefta nýsköfun meðan viðskiptahallinn er kannski 50% er náttúrulega bara geðveiki, og flott prik hjá greiningardeildinni að guma sig af því.

Skoðuðuð þið annars þáttinn? Ég vildi fá Keiser yfir greiningardeild.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 1652
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1472
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband