8.6.2011 | 11:25
Bjánabelgirnir byrjaðir að fábúlera.
Það er hagvöxtur segja þeir, sá fyrsti sem mælst hefur frá Hruni. Alveg eins og AGS spáði, einkaneysla og fjárfestingar draga vagninn.
Það er eins og þessir menn hafi hlotið menntun sína í bréfaskóla í Nígeríu og ráðnir á staðnum af eigendum bankanna sem vantaði vitgrannt fólk til starfa á meðan þeir rændu þá innan frá.
"Eins og við hafi verið að búast valdi aukin einkaneysla og fjárfestingar þessum vexti."
Fjárfestingar drógust saman um 6,8% frá fyrri ársfjórðungi, einkaneysla um 1,6%, samt er hinu öfuga haldið fram.
Og útflutningur drógst sama, vissulega árstíðarbundið en segir að það er lítið að gerast annað en það hefðbundna, sjávarútvegur og ál.
Í ágætri frétt í hér á Mbl.is er bent á að hinn mældi hagvöxtur komi eingöngu úr sjávarútveginum og það stafar einfaldlega að veiðar er fyrr af stað núna en oft áður. En kvótinn er þekktur, og hann var ekki aukinn í heildina.
Með öðrum orðum, sjávarútvegurinn mun ekki auka hagvöxt á þessu ári, ekki nema stórfelld sprenging verði í verðum á mörkuðum okkar. Og er eitthvað sem bendir til þess????
Hvað mun þá auka hagvöxt??? Samdráttur í neyslu og fjárfestingum???
Nei, ég held að bjánabelgir þessa lands hafi ekki einu sinni fengið menntun sína í Nígerískum bréfaskóla, jafnvel þar er ákveðinn standard.
Spurning hvort bréfaskóli miðils útskýri þekkingu þeirra og hæfni, miðils sem er í beinu sambandi við hagfræðinga Sovéttímans, sem reiknuðu út hagvöxt og framleiðsluaukningu alveg þar til kerfið hrundi.
Vinnubrögðin eru keimlík, og við höfum kynnst þeim áður.
Jafnvel svo seint sem í sept 2008 þá reiknuðu bjánbelgir landsins út væntingar í hlutabréfakaupum í Kauphöll Íslands. Og spáðu aukningu og vexti.
Og þeir eru ennþá að. Og fá ennþá allt það pláss sem þeir vilja í fjölmiðlum landsins.
Hinir auðtrúuðu eru ennþá forsenda valda Hrunverja.
Kveðja að austan.
Hagkerfið að taka við sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 1652
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvert peð með sitt hlutverk!!! Nú verður fjör hjá mér í þjóðfélagsumræðu minnar einu krata/vg,vinkonu.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2011 kl. 15:57
Blessuð Helga.
Það er eins og ekkert hafi breyst frá Hruni, öll hættumerki hundsuð, og ein fjöður gerð að heilu hænsnabúi ef menn telja sig getað peppað upp ástandið.
En ástandið fer eftir raunveruleikanum, ekki orðum, og alltaf eru menn jafnhissa.
Svona skrípaleikur fór líka í gang á svipuðum tíma i fyrra, þá sáu menn öll merki um bata, og Hagstofan reiknaði hann út. Sem var rangt, og hún þurfti að lokum að segja satt.
Í raun er ekki sökin hjá peðunum heldur hjá fjölmiðlamönnum og almenningi sem láta svona umræðu fljóta án þess að biðja um rökin að baki.
Þegar er samdráttur á öllum sviðum, þá er ekki hagvöxtur, punktur.
Og það er löngu tímabært að lygarar séu stöðvaðir i opinberri umræðu á Íslandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2011 kl. 18:27
Við þurfum ekki að sætta okkur við lygar.
Það hefur oft háð okkur að við vinnum of mikið- og hugsum ekki hót- látum fífl sjá um þjóðmálin.
Er ekki komin timi á að stoppa það ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.6.2011 kl. 19:46
Blessuð Erla.
Þess vegna fór ég að stað með þessa 2 pistla mína í dag, mig grunnti þegar ég las fréttina um 2% hagvöxtinn að sama lygaferlið myndi endurtaka sig eins og frá því í fyrra. Og það liðu ekki margar mínútur frá fyrri pistlinum þar til spuninn kom frá Ingólfi Bender eins og svo oft áður.
Það er eins og mann greyið átti sig ekki á hvílíkum skaða gasprið í honum olli í aðdraganda Hrunsins, þegar hann reyndi ásamt hinum greiningardeildunum að tala upp bankana. Þúsundir manna töpuðu sparifé sínu því fólk treysti þessum mönnum.
Það er eins og skaparinn hafi gleymt að gefa þessum mönnum samvisku.
Vissulega voru jákvæð tíðindi að allt mæltist ekki í kalda koli, það er kraftur í útflutningnum, og sá kraftur hefur forðað þjóðinni frá algjöru hruni. En allt annað er í kalda koli, og menn eiga að segja það hreint út, og krefja stjórnmálamenn um aðgerðir, raunhæfar aðgerðir.
Ef fjárfestingar taka ekki við sér, þá endum við eins og þriðja heims land, því auðlegð verður ekki til úr gaspri, heldur menntuðu vinnuafli, þekkingu og fjármagni. Skuldakreppan ógnar þessu menntaða vinnuafli okkar, þekking er alfarið háð tilvist þess, og fyrirtæki fjárfesta ekki vegna þess að allt fer í hinar stökkbreyttu skuldir.
Og það eru blikur í lofti í útflutningnum því það eru blikur í lofti í efnhagsmálum heimsins. Það vita það allir að núverandi ástand er svikalogn, það tókst að stöðva kreppuna með gífurlegri peningaprentun helstu hagkerfa heims, og núna eru komin endamörk á þeirri prentun nema það eigi að fara Zimbabwe leiðina.
Og svara bjánabelgjanna er að reyna aftur að tala sig frá væntanlegu hruni.
Það verður aldrei endurreisn á Íslandi nema almenningur og fyrirtæki fái sanngjarna og réttláta skuldameðferð.
Það dugar ekki að gera slíkt fyrir þá ofurauðugu, þeir eru ekki íslenska þjóðin, þeir eru ekki íslenskt efnhagslíf.
Þeir sem halda öðru fram, ljúga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2011 kl. 22:01
Ég var að passa barnabarn og hund,þegar ég skrifaði fyrri færsluna,fyrir austan fjall. Spurði fjölskylduföðurinn son minn,hvort hann hefði ekki fengið leiðréttingu á stökkbreyttu láni,,nei hann hefur það of gott, stendur í skilum.
Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2011 kl. 00:58
Hversvegna í ósköpunum er ennþá verið að tala við þennann Ingólf Bender Bjána hjá Glitni og biðja hann um að túlka tölur og spá í framhaldið? Af mörgum vitlausum íslenskum hagfræðingum þá er hann einn sá allra versti sem hann sýndi glögglega í aðdraganda hrunsins. Reyndar á þetta við um flesta yfirmenn og stjórnendur Glitnis sem sitja ennþá sem fastat þrátt fyrir að hafa keyrt bankann í þrot. Þeir setja bankann líklega aftur á hausinn þegar fram líða stundir með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið.
Guðmundur Pétursson, 9.6.2011 kl. 11:24
Núna er stórt spurt, hvað rekur Moggamenn áfram????
Auglýsingahagsmunir??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.6.2011 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.