8.6.2011 | 10:25
Bráðfyndin Hagstofa.
Reiknar út aukningu á landsframleiðslu um 2.0%.
Samt er einkaneysla að dragast saman, og það sem verra er fjárfesting líka, um heil 7 %. Sem heitir á mannamáli, að þjóðin er farin að borða útsæði sitt í æ ríkara mæli.
Samt er hagvöxtur upp á heil 2 %, tala sem spunameistarar Hrunsins eiga eftir að smjatta mikið á næstu vikurnar þegar þeir réttlæta einhver óhæfuverk sín. Munu segja að þeir séu að ná svo miklum árangri.
Hvernig má það vera að hagvöxtur eykst þegar allt dregst saman, því útflutningur minnkaði líka???
Jú, það var svo mikil birgðaaukning, birgðaaukning sem er jú framleiðsla á vörum sem enginn veit á hvaða verðum selst, nema þegar búið er að selja þær.
Birgðaaukning er eðlileg þar sem framleiðsla er árstíðabundin, og í þessu tilviki þá er loðnan skýringarþáttur. En hún er oftast merki um erfiðleika í sölu á þeim verðum sem menn vilja selja á.
Og birðgaaukning er mjög oft fyrsta augljósa vísbendingin um erfiðleika í atvinnulífinu, hún er váboði kreppunnar. Þarf ekki en er það oft.
Og mikið skal ég veðja á okkur ágætu fjölmiðlamenn að þeir munu lítt velta fyrir sér hvað býr að baki þessum gleðitíðindum um hinn meinta hagvöxt. Þeir munu tilkynna gleðitíðindin en lítt spá í váboðana.
Váboða sem eru ekki bara vísbendingar um söluerfiðleika framleiðslunnar.
Það má líka spyrja í alvöru hvernig ferðaþjónustan kemur út úr minni innlendri eftirspurn þar sem hækkun á eldsneyti kemur illa niður á ferðalögum innanlands.
Eða hvað gerist með útflutning okkar ef skuldugar þjóðir jaðarlanda ESB segja sig frá evrusamstarfinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir banka stórþjóða sambandsins, Þýskalands, Frakklands, Bretlands.
Hvað gerist ef Grikkir taka upp drökmu á ný, og endurskipuleggja í leiðinni einhliða skuldir sínar við evrópska banka????
Veldur þetta truflunum á fjármálamörkuðum sem aftur getur komið fram í frestun fjárfestinga á Íslandi???
Ráðamenn og fjölmiðlamenn voru harðlega gagnrýndir fyrir að spyrja ekki fyrir um váboðana sem blöstu við í aðdraganda Hrunsins 2008 en er ekki það sama að gerast núna???
Er nokkur umræða í gangi um Hvað ef???
Af hverju vitnar fréttamaður Spegilsins í deildarstjóra í Landsbankanum sem talar um yfirvofandi hrun bankans ef ruggun verður á húsnæðislánum bankans??? Umfjöllunarefni fréttamannsins gaf ekki tilefni til þeirra orða, þau hljóta hafa fallið vegna taugaspennu út af raunverulegum vanda sem við blasir bankamönnum en eru ekki rædd opinberlega.
Það spyr enginn í dag, Hvað ef???
Heldur láta menn mata sig á fréttum um meintan hagvöxt þó engar þekktar forsendur hans eru til staðar. Ekki einu sinni vúddú.
Og þeir sem mata okkur hafa verið staðnir að lygum, trekk í trekk. Ekki bara Seðlabankinn og AGS, líka Hagstofan sem spáði og spáði, og mældi og mældi hagvöxt út í eitt á meðan ICESave 3 var í gerjun allan seinni hluta síðasta árs. Sem reyndist svo vera blekking ein.
Hvenær fyllist bikar trúgirni okkar og við förum að nota okkar eigin dómgreind til að meta þær upplýsingar og staðreyndir sem við blasa????
Og í framhaldinu, hvenær hrekjum við auðleppa út úr stjórnarráðinu, skipum þar fólk til starfa. Fólk sem lætur það verða sitt fyrsta verk að yfirtaka bankanna úr höndum skilanefndanna og endurskipuleggja í framhaldinu skuldir fyrirtækja og einstaklinga á þann hátt að réttlætis sé gætt og þjóðinni verði gert kleyft að hefja nýja sókn til bættra lífskjara.
Því það mun ekkert gerast á meðan bankarnir blóðmjólka almenning og fyrirtæki.
Því fyrr sem við áttum okkur á þessum grunnstaðreyndum lífsins, því fyrr mun Hagstofa Íslands tilkynna raunverulegan hagvöxt.
Ekki blekkingu talnaleiksins eins og gert er í dag.
Já, hvenær??????
Kveðja að austan.
2% hagvöxtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 319
- Sl. sólarhring: 647
- Sl. viku: 5325
- Frá upphafi: 1401152
Annað
- Innlit í dag: 283
- Innlit sl. viku: 4624
- Gestir í dag: 275
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru ómarktæk gögn frá Hagstofunni. Þessi tala á eftir að taka miklum breytingum næstu 2 árin. Þannig er það a.m.k. búið að vera undanfarin ár. Það er alveg merkilegt að þeir fréttamenn sem fjalla almennt um þessi málefni skulu ekki vera betur að sér í þessum efnum en svo að þetta er alltaf látið flakka beint af kúnni án nokkurra skýringa.
Kristinn (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 14:06
Ég tek undir þetta. Það er ótrúlegt að þetta sé ekki krufið til mergjar og útskýrt fyrir fólki hvað er í raun og veru í gangi. Stjórnmálamenn mega ekki komast upp með að skýla sér á bakvið þessa villandi framsetningu þegar þeir þurfa að skýra mál sitt um raunverulega stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Sumarliði Einar Daðason, 8.6.2011 kl. 14:55
Takk fyrir innlitið félagar.
Fljótlega eftir að ég pikkaði inn þennan pistil, þá kom fyrsti spunatrúðurinn fram og sá ekki sólina fyrir ofbirtunni sem lak út af Hagstofunni. Endurtók orðrétt eða því sem næst tölu sína frá því í fyrra þegar svipuð tölufölsun var notuð til að tilkynna endalok kreppunnar.
En staðreynd hagvaxtar er einföld, hann er neikvæður þegar allt dregst saman.
Tímabundin hliðrun á fiskveiðum skekkir aðeins þröngan samanburð milli tímabila en breytir ekki útkomu ársins. Væru merki um aukna fjárfestingu, aukinn útflutning, betri viðskiptakjör, þá má blása í lúðrana, en slíku er ekki fyrir að fara í þessum tölum Hagstofunnar.
Þess vegna á fólk ekki að láta spila með sig enn einu sinni.
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2011 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.