Eru allir á dópi í Samfylkingunni???

 

Einhverjar skýringar eru á að fólki geti öfugmælað  svona á landsfundum stjórnmálaflokka, án þess að vera púað niður og hent út.

"Lífskjarasókn hafin"!!!!, "Ofurlaunalið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn"!!!.

Svo dæmi sé tekið um bullið sem þingfulltrúar Samfylkingarinnar klappa fyrir.

 

Heil kynslóð var rænd öllu sínu eigin fé, um 2/3 fyritækja landsins eru í einhverskonar skuldameðferð, fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki, tugþúsundir manna sjá ekki fram á mannsæmandi líf næstu áratugi vegna stökkbreytingu skulda.

Þúsundir hafa ekki í sig og á, upplifa algjöra fátækt, jafnvel sult.

 

Og forsætisráðherra landsins talar um lífskjarasókn á forsendum jafnaðarmennskunnar.

 

Það er þekkt að heilbrigt fólk klappar ekki fyrir öfugmælum nema vegna ótta.  Þegar Stalín talaði um útrýmingu stórbænda í kjölfar hungursneyðarinnar miklu þá vissu þingfulltrúar á þingi Kommúnistaflokksins að samyrkjuvæðing hans hafði kostað milljónir saklausra smábænda lífið.  Og landbúnaðurinn var í rjúkandi rúst.  En þeir klöppuðu því þeir vildu lifa, þeir vissu að geðsjúklingur hafði stolið byltingunni og stjórnaði flokknum og landinu með aðstoð sálarlausra möppudýra og morðingja.

Engin slík skýring er til staðar á Íslandi í dag, aftökusveit bíður ekki þeirra sem neita að klappa fyrir öfugmælum.  

Og líklegast eru þingfulltrúar ekki illa gefnir, þarna er fólk með ýmsa menntun og starfsreynslu, sem ólíklega má teljast að vanvitar gætu aflað sér.

 

Þar með er ein og aðeins ein skýring eftir, annarlegt ástand mikillar lyfjaneyslu, sem brenglar dómgreind fólks og skynjun.  Gömul saga og ný um síðustu daga úrkynjaðar valdastéttar.

En dugar lyfjaneysla til að fólk kyngi þeim öfugmælum að  "ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fái ekki að soga til sín hagvöxtinn sem framundan sé á meðan Samfylkingin fái að ráða. "

 

Um hverja var skjaldborgin slegin????

Hverjir hafa fengið skuldir sínar afskrifaðar???

Hverjir ráða Íslandi í dag????

 

Á síðasta miðvikudag skrifaði eitt af fórnarlömbum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur bréf til forsætisráðherra í Morgunblaðið, orð hennar segja allt um þá veruleikafirringu sem hrjáir þá sem klöppuðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.  

"... 8. okt 2008 varð hrun og skuldabréfaeign gömlu bankanna var afhent nýju bönkunum á hálfvirði eða svo. En þeir fá átölulaust að láta mig greiða af stökkbreyttu láni sem ég tók aldrei og það er að gera mig gjaldþrota.

Svo núna þann 4. janúar varð ég 67 ára og lækkuðu bætur mínar á ársgrundvelli um 200 þús. Ég held að það að eiga 67 ára afmæli, geti ekki lækkað bætur manns um svona háa upphæð. Ég skil heldur ekki, hvers vegna eldri borgari, mánuði eftir að hann var afskrifaður sem öryrki v. aldurs, getur lifað á lægri bótum. Það er ekkert sem ég fæ ókeypis eða með afslætti frekar núna en sem öryrki.

Á tímanum frá 8. okt 2008 hafa matvörur hækkað um 50% eða meira. Skattar frá ríki og borg hækka líka. Og reikningar frá einkareknum en samt ríkisreknum fyrirtækjum, s.s. OR, hafa hækkað mikið. Hvað hefur lækkað á þessum tveim og hálfu ári nema bætur frá almannatryggingum?

Ég byrjaði að borga af húsnæðisskuldum 18 ára gömul. Og hef alla ævi verið að borga af þeim. Núna er ég komin í þrot. Það er annað hvort að standa í skilum með lánin og hafa engan mat, eða borða og geta ekki borgað annað, ekki nærri allt.

Ég sótti í gær um skuldaaðlögun, sem mér fannst það neðsta sem ég gæti lagst. Er þetta það sem þín ríkisstjórn kallið að bjarga heimilunum fyrst og fremst?

Og þú hafðir það sérstaklega við orð í aðdraganda kosninganna.

Þeir sem skulda milljarða fá sínar skuldir felldar niður að öllu eða mestu leyti, en öryrkjar eru sviknir um vísitöluhækkun bóta og þurfa að bíða í röðum eftir mat, og eru svo komnir í skuldaaðlögun.

Við sem skulduðum bara lítið og réðum alveg við það og að bjarga okkur á allan hátt, erum að missa ofan af okkur húsnæðið ef á versta veg fer. Maður þolir verr og verr peningaáhyggjur með hækkandi aldri. Var það þetta sem þú meintir með þessu kosningaloforði fyrir alþingiskosningarnar? Að aldraðir væru hýrudregnir og bætur til þeirra svo lágar að þeir ættu ekki fyrir mat og húsnæði?

 

En þessi aldraða kona var ekki á flokkstjórnarfundinum.

 

Ekki frekar en annað "óvenjulegt" fólk svo ég vitni í orð sem féllu á öðrum flokksstjórnarfundi.

Þar voru aðeins hreinu börnin hennar Evu. 

Og hreinu börnin fyrirlíta hin óhreinu.  Eða eru uppdópuð, skiptir ekki máli.  Engin heilbrigð manneskja spottar fólk á þann hátt sem þingfulltrúar Samfylkingarinnar gera.

 

Þetta er ómennska.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mikið erum við oft sammála Ómar /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 29.5.2011 kl. 17:51

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.5.2011 kl. 18:51

3 identicon

Magnaður pistill hjá þér Ómar.

Valur (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 19:50

4 identicon

Mikið rétt vel orðað

Örn Ægir (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 21:13

5 identicon

Hljóta að vera helvíraðir þarna í samfylkingunni

ornagir@live.com (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 21:15

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Glæsilega fram sett Ómar hafðu þökk fyrir.

Sigurður Haraldsson, 29.5.2011 kl. 22:10

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góð færsla

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.5.2011 kl. 22:31

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Dúndur! sem hittir beint í mark!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.5.2011 kl. 22:51

9 identicon

Veit ekki með dópið en allavega ætti að tryggja að lesarar og ræðuskrifarar séu allsgáðir þegar ræður eru skrifaðar og lesnar.

http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1170358/ er með ágætis innlegg: "Forsætisráðherra talar eins og áheyrendur hennar hafi enga rökhugsun. Hverjir eru ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan? Nei, hún er vísvitandi að dreifa óhróðri og lygi í þeirri von að sumir sjái ekki í gengum orð hennar ... Og hverjir eru fjárglæframenn? Nefndu þá með nafni, Jóhanna. Þjóðin er ekki fjölmenn svo það er hægt að undanskilja þúsundir manna?"

Að Jóhanna lesi svona bull af blaði segir mér bara að hún sé einfaldlega ekki með fullri né hálfa rænu. Ég vona svo sannarlega að heiðvirðir stóreignarmenn taki sig nú bara til og kæri hana, því hún hefur sett alla undir sama hatt.

Svo má velta fyrir sér hverja hún sér fyrir koma með peninga inn í atvinnuuppbygginguna, ekki er það almenningur í landinu, hún er búinn að sjá til þess að hann verði rúinn inn að skinni og ekki eru það útlendingar því þessi stjórn sér um að fæla þá alla frá.

Björn (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:27

10 identicon

Sterkur og áhrifamikill pistill hjá þér Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:27

11 identicon

Sammála

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:57

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála, svo tek ég undir með  Birni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2011 kl. 00:21

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flottur pistill. Takk fyrir mig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.5.2011 kl. 01:03

14 identicon

Takk Ómar! Þú bregst ekki

anna (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 01:22

15 identicon

Þessi orð ráðherrans eru með algjörum ólíkindum! Takk fyrir frábæran pistil Ómar!

elkris (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 01:52

16 Smámynd: Magnús Ágústsson

godur pistill Omar thegar eg ls thessi ummaeli Johonnu var eg ad spa i hvada solkerfi thessi kona lifir

Magnús Ágústsson, 30.5.2011 kl. 02:45

17 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég ætla að stela pistlinum í heild sinni og senda öllum ráðherrum - skora á alla að gera það - netföngin eru á heimasíðu Alþingis.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.5.2011 kl. 05:54

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Ég sé að fleirum hefur blöskrað en mér og fólk spyr sig hvað er að gerast í hugarfylgsnum þeirra sem ráða för í dag.  Mín kenning er líklegast absúrd, sett fram sem ádeila á hið óskiljanlega.

En raunveruleikinn er æpandi annar en orð Jóhönnu tjá.  Ræður hennar eru farnar að minna á leiðtoga sem sá ekkert annað en akra svignandi af korni og beitlönd full af búpening þegar raunveruleikinn var sá að fólk í landi hans svalt heilu hungri, og féll umvörpum.  Kunnugir segja reyndir að klappið sem hann fékk á landsfundi flokks síns hafi stafað af heilaþvotti, að fólk í Norður Kóreu trúi í raun á lán sitt og gæfu undir stjórn leiðtogans mikla.  

Kannski vita kunnugir af hverju flokksmenn Samfylkingarinnar klappa fyrir hörmungunum og stefna síðan í breiðfylkingu inná hamfarasvæði evrunnar.  Kannski er skýring til á hinum óskiljanlega.  Afstæðiskenning Einsteins útskýrir ekki allt.

En það voru ekki orð Jóhönnu sem kveiktu þessi orð mín hér að ofan, ég var nýbúinn að lesa bréf frá Sigrúnu Jónu Sigurðardóttur til Jóhönnu Sigurðardóttur í Morgunblaðinu.  Bréf sem snart mig mjög en virtist litla athygli fá.

Bréf sem sagði allt, og bréf sem Jóhanna Sigurðardóttir las augsýnilega ekki.  Líklegast enginn annar sem tengist Samfylkingunni.

Það les enginn svona bréf ósnortinn og klappar síðan fyrir háði og spotti á kjörum þess hóps sem Sigrún lýsti svo vel.

Þetta bréf er kjarni míns pistils, og þetta bréf ættu allir að lesa.

Ef Jóhanna hefði vitað af tilvist þessa bréfs, og gert sér grein fyrir að samlandar Sigrúnu hefðu lesið það og skilið, þá hefði hún aldrei, aldrei þorað að bulla svona..

Sem sýnir enn og aftur að ástand mála í dag og stefna stjórnvalda er afleiðing, ekki orsök.  

Hinn eiginlegi sökudólgur er deyfð almennings og skortur á samkennd með náunganum.

Það rænir enginn óviljugan til lengdar.  Það níðist enginn á minnimáttar ef fjöldinn grípur inn í.

Sumt er ekki flókið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2011 kl. 08:39

19 identicon

Kominn tími á alvöru byltingu?

Gulli (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:57

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan pistil og benda á bréf Sigrúnar, það fór fram hjá mér, en ég heyrði úrtektirnar á ræðu forsætisráðherran og ég gapti eins og þorskur á þurru landi.  Ég hef aldrei heyrt önnur eins öfugmæli, reyndar stórkostlega leiksýningu, því venjulega talar Jóhanna eins í mónó og hvorki hækkar eða lækkar róm, en nú brá betra við, það var talað af tilfinningaþunga, sem segir mér bara eitt.  Jóhanna veit að hún er búin að vera, og þetta er svanasöngurinn, bara að segja svona vitleysu út í loftið segir að hún er orðin desperat valdastóllinn farin að þrýsta á hana að standa upp, sama má segja um Steingrím, kokhraustur þau eru að reyna ljúga upp betri tíma, en eru komin svo langt frá fólkinu í landinu að þau skynja ekkert hvað fólk er að upplifa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2011 kl. 09:08

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er grafalvarlegt ástand í stjórnmálum okkar Íslendinga. Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra boðar til fjöldafundar í eigin stjórnmálaflokki og talar eins og vera frá öðrum heimi. Það er grafalvarlegt þegar veruleikafirrtir stjórnmálamenn fá umboð kjósenda til að byggja upp laskað samfélag og kosta kapps við það eitt að reisa við fjármálastofnanir á kostnað fjölskyldnanna.

Það er komið í ljós að forystumenn ríkisstjórnarinnar eru ekki góðar og vandaðar manneskjur.

Það er komið í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon eru ómerkilegt fólk.

Okkur Íslendinga vantar ekki ómerkilegt fólk inn í stjórnsýsluna. Við þurfum að losna við ómerkilegt fólk.

Árni Gunnarsson, 30.5.2011 kl. 09:30

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Gulli, sá tími rann upp haustið 2008, og honum var klúðrað því fólk vissi ekki að bylting er til að skapa eitthvað betra, fyrir framtíð, ekki fortíð.

Og á meðan komst valdklíkan upp með að endurskapa enn meiri óskapnað en fyrir var.

Ásthildur, öll framganga stjórnarinnar ber keim um að það eigi að endurheimta vígstöðuna í kosningum.  Það er keyrt á frösum og einföldu lýðskrumi, búinn til ógurlegur óvinur, og treyst á mátt áróðurs fram yfir heilbrigða skynsemi.

Kvótalýðskrumið og "auðlindir" í þjóðareigu eiga að knýja áróðursvélina áfram.  Meðgjöf ríkisbankans til "skilvísra" er annað teikn um tilbúna áróðursstöðu, það plott á að vinna gegn gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna á skuldastefnu stjórnvalda.

Þó það sé farið að slá í Steingrím og Jóhönnu, þá er gamla valdaklíkan ennþá við góða heilsu.

Og sleppur ekki takinu núna þegar öll verðmætasköpun þjóðarinnar rennur í gullkistu hennar.

Jakobína á góðan pistil tengdan við þessa sömu frétt.

Munum að núverandi ríkisstjórn er verkfæri ógnarafla, ekki ógnaröflin sjálf.

Og framtíð barna okkar er í húfi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2011 kl. 09:33

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þú ert harðorður, maður er oft harðorður þegar þeir bregðast sem maður treysti.  Sumum fannst ég skrýtin þegar ég spurði hvort þetta fólk væri sjúkt.  Það var í mars 2009, og tilefnið var frumvarpið um skuldaaðlögun.  

"Var að hlusta á formann allsherjarnefndar útskýra fyrir umsjónarmanni Spegilsins útfærslu Samfylkingarinnar á skuldafangelsi Dickens frá Englandi 19. aldar.  Blóðmjólka fólk meðan það stendur í lappirnar og sleppa því svo lausu.  Fer eftir aðstæðum sagði hann.  Aldraðir mun fá mildari meðferð en viljugur fullfrískur einstaklingur mun afplána í 8 ár eftir að íbúð og eigur hafa verið teknar af honum. 

Gerum þetta til að hindra upplausn heimilanna.  Fylgdi ekki sögunni hvað yrði um aðra fjölskyldumeðlimi á meðan.  Sjálfsagt verður konan og börnin fryst svo þau sé fersk þegar kemur að því að taka aftur upp eðlilegt heimilislíf.  

Kerfið hefur reynst vel á Norðurlöndum sagði hann.  Umsjónarmaðurinn klikkaði á því að spyrja hann hvort það þyrfti ekki marga í eftirlit og umsýslu þegar þriðjungur  þjóðarinnar væri undir skuldalögum.  Kannski er þetta kerfi atvinnuskapandi eftir allt samann.   

Veit ekki en það getur ekkert heilbrigt fólk brugðist svona við þeim hörmungum sem auðkýfingar okkar komu yfir þjóðina.  Grundvellinum undan lífi fólks var kippt burt á einni nóttu.  Viðbrögð ríkisstjórnar félagshyggju og jafnaðarfólks var að útfæra nútíma skuldaþrældóm í nafni jöfnuður og bræðralags."

Ég trúði svona hlutum upp á íhaldið, ekki félagshyggjufólk.  

Illilega gat manni skjátlast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2011 kl. 09:47

24 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar,þú ert flottur. Á hvaða lyfjum ER Samspillingin????

Vilhjálmur Stefánsson, 30.5.2011 kl. 13:29

25 identicon

Frábær pistill hjá þér Ómar. Það má segja að allt það sem hefur skeð frá hruni, minni  á söguna um "Animal Farm". Þar gáfust dýrin uppá á bóndanum, því hann var ekki að sinna sínum störfum velgna ræfilsdóms og ölvunar, komu honum frá og tóku svo sjálf völdin.  Allt á bænum átti nú að verða betra en áður. Á endanum fór það nú svo, að svínin stálu völdunum og ástandið varð verra á bænum heldur en þegar bóndræfiillin var  hrakin frá. Svona er Ísland í dag.

Takk fyrir og kveðja. Sigurður

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 14:41

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Vilhjálmur.  Þekki ekki mjög til í þessum fræðum.  Finnst ekki líklegt að Baugsmenn sjái þeim fyrir í nös.  Í sjónvarpsþáttunum um Róm þá var hirð Kleópötru á hampi á meðan þau biðu eftir lokaatlögu Ágústínusar, voru það stónd að ljónin komust i vímu. 

En kannski er þetta valdavíma og dópið þá völd.  Eða þetta eru allt umskiptingar, ættaðir úr álfheimum sbr sjö barnafaðir í álfheimum.

Allavega útiloka ég möguleikann á að þetta séu vanvitar.

Sigurður, Orwell var framsýnn í sínum spám.  Spurning hvort pottafólk búsáhaldarbyltingarinnar endi eins og gamli Gráni, sem hréefni handa kapítalistunum.  

Allavega er almenningur mergsoginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2011 kl. 16:13

27 identicon

Mun  ESB-Jóhanna leggja krans við styttu Jóns Sigurðssonar við Austurvöll  17 Júní ? Það kallast hræsni ef svo verður.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:29

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Og forsætisráðherra landsins talar um lífskjarasókn á forsendum jafnaðarmennskunnar."

Það ætti ekki að koma á óvart því íslenskir jafnaðarmenn hafa alltaf viljað láta eins og peningar séu eitthvað sem detti af himnum ofan og efnahagsmál séu náttúrulögmál. Þess vegna hefur aldrei verið hægt að treysta þeim fyrir stjórn efnahagsmála, vegna þess að trúa því í raun og veru sjálf að þau geti það ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.5.2011 kl. 21:08

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Hafa íslenskir jafnaðarmenn eitthvað komið nálægt stjórnun efnahagsmála, held að það þurfi ekki marga putta til að telja þau ár.  Ekki það að Íslandi hafi verið illa stjórnað gegnum tíðina, óstjórn reisir ekki fátæka þjóð upp i hæstu hæðir í lífskjörum og velmegun.

En það sem er að gerast í dag, og því sem menn halda fram um hvað er að gerast, það er eitthvað sem engin vestræn þjóð hefur upplifað áður.  Það sem er gert, er illt, og því er haldið fram að það sé gott.

Ísland er orðið land öfugmælanna, og öfuguggaháttur lýsir best landsstjórninni.  Fólk er skipulega rænt eigum sínum með stökkbreytingu skulda og því er aðeins gert kleyft að skrimta sem skuldaþrælum.  Og það er kallað norræn velferð.

Fyrir tíu árum eða svo, þá hefði enginn náð að lýsa slíku þjóðfélagi, ekki nema þá stórskáld í LSD vímu.

Samt hefði enginn getað spáð því, sama hvað víðátturuglaður hann hefði verið, að háskólaakademían eins og legði sig í hagfræði (fyrir utan Ragnar Árnason) segði það forsendu hagvaxtar að landsmenn skuldsettu sig í erlendum gjaldeyri að lágmarki fyrir þriðjungi þjóðarframleiðslunnar, svo hægt væri að taka risalán, sem áttu að standa undir áður óþekktum hagvexti í sólkerfinu.

Það væri líklegra að eðlisfræðin hefði gert fræði hinna fornu gullgerðarmeistara að sinni æðstu bíblíu, eða lögfræðingar létu réttlætið stýra gjörðum sínum.

Og enginn hefði getað látið sér detta í hug að fólk kæmi ekki náunga sínum í neyð til hjálpar.

En þegar svona furður gerast, furður sem sprengja af sér mörk mannlegs ímyndarafls, þá er ""Og forsætisráðherra landsins talar um lífskjarasókn á forsendum jafnaðarmennskunnar.""  eitthvað svo í takt við annað.

Við lifum ólýsanlega tíma Guðmundur, það er meinið.  Ekkert í fortíð lands og þjóðar nær að skýra það sem er að gerast.

En sumt í Hávamálum nær því ágætlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2011 kl. 23:17

30 identicon

"Eru allir á dópi í Samfylkingunni???"

Já, og þess vegna verður ekki skipuð óháð- og sjálfstæð rannsóknarnefnd yfir öllu í sambandi við læknadópið, allt verður hvítþvegið með allsherjar yfirhylmingu, reyndar er yfirhylmingin þegar hafin á fullum krafti.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 00:45

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Þræðir valdsins liggja víða.  En við skulum vona að eitthvað komi út úr umræðunni núna, það munar mikið um þann þunga sem fjölmiðlar hafa sett í málið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.6.2011 kl. 08:08

32 identicon

Sæll Ómar

Ekki byrjar það vel ha.. eða  viðbragðshópur gegn lyfjamisnotkun

Rétt eins og þetta hafi alls ekki verið til áður, eða þá hjá Landlæknisembættinu og Lyfjaeftirlitinu. Eitt er þó alveg víst og öruggt að EKKI stendur til að skipa óháða- og sjálfstæða rannsóknarnefnd yfir allan þennan málaflokk, eða  yfir allt læknadópið frá þessum íslensku læknum. Eins og áður segir þá verður allt hvítþvegið með þessari yfirhylmingu.

Hvers vegna þarf hann Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra núna allt í einu, að ræða við Persónuvernd, þegar Landlæknisembættið hefur alveg frá upphafi (eða alltaf) haft allan aðgang að öllum þessum upplýsingum úr gagnagrunninum og nákvæmlega engar takmarkanir (og/eða eins og Persónuvernd hefur áður fullyrt, að Landlæknisembættið hefur "engar takmarkanir" á upplýsingum úr gagnagrunninum)?

Hvar eru svo þessar nákvæmu tölur frá Landlæknisembættinu yfir alla þessa lækna sem ávísuðu of miklu magni? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 02:00

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Var ekki verið að birta lista í netmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan???

En kjarninn er sá að kerfið hugsar um sína, líka þá sem vegna stöðu eða stéttar tilheyra þeim sem stjórna kerfinu.  Ekkert nema gott um það að segja, kefið þarf að viðhalda sjálfu sér og þrátt fyrir allt er agi kerfisins betri en stjórnleysi þess samfélags sem hefur enga "yfirstjórn".

Og eitt af lögmálum kerfisins er að það hvítþær sig á meðan það getur og er stætt á, og stundum virðist engin takmörk þar á.

En ef þeir sem eiga um sárt að binda, eða láta sig málið varða, standa nógu þétt saman, mynda nægan þrýsting í hinni opinberu umræðu, þá mun eitthvað gerast sem kerfinu er óljúft, til dæmis að eitthvað raunhæft verði gert til að stemma stigu við þennan geira eiturlyfjamarkaðarins.

Hnífurinn í kúnni er þá sá, líkt og með svo margt annað sem þarf að gera þessa daganna, hvað er fólk tilbúið að leggja á sig til eitthvað raunhæft gerist???  Standa saman, láta í sér heyra, þrýsta á stjórnmálamenn.

Vonin í dag felst í að fjölmiðlamaður á um sárt að binda, og kollegar hans virðast ætla að styðja hann, önnur skýring er ekki á þessari miklu umfjöllun núna.

Og vonandi gengur það eftir, að teppið í yfirhylmingunni dugi ekki til, að loksins verði menn gerðir ábyrgir.  

Því dauðinn er ekkert betri þó sá sem falbýður hann sé í hvítum sloppi, í stað þess að vera í hettupeysu hlustandi á búmm búmm tónlist, eða með falskt bros og svört sólgleraugu.

Og það er tími til kominn að samfélagið geri eitthvað til að stöðva sölumennina í hvítu sloppunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.6.2011 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband