Sjónhverfingar á vinnumarkaði.

 

Alþýðusambandið er lítil skúffa í vinstra horni á skrifborði framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, sem aftur er undirdeild Auðræningjafélags Íslands. 

Hlýð  þæg verkfæri fjármagns og auðmanna.

Sekari en sjálf syndin í aðdraganda Hrunsins, sek um aðför að heimilum landsins í skuldamálum þeirra og sek um aðför að þjóðinni í ICEsave.

Helstu bandamenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðleitni hans í að ræna landsmenn eignum sínum og mannsæmandi lífskjörum.

Það kemst ekki hnífurinn á milli ASÍ og Samtaka Atvinnulífisins, ekki þó hnífurinn væri öreindageisli, aðeins greinilegur i ölugustu öreindasjám.  Ólík viðhorf til helstu ágreiningsmála þjóðarinnar mælast ekki.  Þar sem er annar, þar er hinn.

 

En lífið er skítt og skrifstofumennirnir í vasa atvinnurekenda þurfa að sækja umboð sitt til fólksins með einhverju ára millibili.

Þess vegna mega launþegar ekki fatta að Alþýðusamband Íslands er ekki til.

Þess vegna eru færustu spunameistarar látnir hanna sjónhverfingar átaka án þess að átök séu til staðar.

 

Fyrst var það kvótamálið, alltíeinu blossaði upp óleysanlegur ágreiningur sem hindraði gerð kjarasamninga.  

En ágreiningur um hvað???

Um breytingar á kvótakerfinu???

Kvótakerfinu verður ekki breytt á meðan AGS fer hér með öll völd.  Stjórnvöld hafa skrifað undir efnhagsáætlun sjóðsins þar sem allar breytingar á umgjörð efnhagsmála verða að berast undir sjóðinn, áður en þeim er hrint í framkvæmd. 

Kvótinn er veðsettur bönkunum, og við þeim veðum verður ekki hróflað.  Kvótakerfinu verður ekki breytt, ekki nema þá í þá veru að útlendingar megi fjárfesta í kvóta, þær breytingar mun AGS knýja í gegn við fyrstu endurfjármögnun á lánum sjóðsins.

Þetta vita aðilar vinnumarkaðarins, en þeir treysta á að almenningur hugsi ekki heila hugsun og sjái ekki í gegnum sjónhverfingar þeirra.  

 

Þegar deilan um kvótann leystist á þann hátt, að hún gleymdist, þá var búin til spennan um allsherjar verkfall.  Sem er eitthvað sem engin mun taka þátt í vegna skuldafangelsis bæði launþega og fyrirtækja.

En ofsalega flott að hóta því ef almenningur hugsaði ekki heila hugsun og tryði því sem ekki mun gerast.

Og á síðustu stundu átti að koma maraþonfundur í kjölfar dramatískra yfirlýsinga eins og "Sitjum sem fastast",  og síðan kom tilboðið um kjarabót sem engin gæti hafnað

"Bjóða 1% til viðbótar".

Og deilan er leyst.

 

Einfalt, ekki satt???

En mun leikritið ná markmiði sínu, munu launþegar trúa að Gylfi forseti og félagar hans á skrifstofu ASÍ séu að vinna að hag þeirra en ekki auðmanna???

Muna almenningur trúa því að Alþýðusambandið sé til í raunveruleikanum, en ekki sem fjarlæg minning þeirra tíma þegar launþegar háðu kjarabaráttu við atvinnurekendur, ekki leikbrúður auðræningja???

Vissulega möguleiki, krefst þess að almenningur hugsi ekki heila hugsun.

En líklegt????; Nei.

 

Blaðamenn geta alveg sleppt því að láta misnota sig svona, það sjá allir í gegnum skrípaleikinn.

Eina kjarabótin á Íslandi í dag er að almenningur fái leiðréttingu lána sinna og þau verði ekki í framtíðinni tengd við tilbúið kerfi sem verndar raungildi þeirra út í rauðan dauðan þó allt annað sé hrunið.

Eina kjarabótin á Íslandi í dag er að losna við núverandi ríkisstjórn, og allar aðrar ríkisstjórnir sem lúta forræði þrælahaldara Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Eina karabótin á Íslandi í dag er að losna undan Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en hann nær að mergsjúga þjóðfélagið.

Eina kjarabótin á Íslandi í dag er að losna við handbendi auðmanna úr stétt atvinnurekenda og láta hagsæld þjóðarinnar hvíla á verðmætasköpun, ekki sýndarmennsku pappírsviðskipta.

 

Með öðrum orðum það þarf að umbylta þjóðfélaginu, losna við þá sem settu okkur á hausinn, og fela fólki stjórn landsins.

Og það styttist í þann dag að þjóðin stígi það skref.

 

Þjóðin er fullfær um að hugsa heila hugsun.

Og stjórna sínum málum sjálf.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Bjóða 1% til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær skrif hjá þér! Vildi að það yrði hlustað á svona menn því að það sem þú segir er hárrétt og nákvæmlega það sem almenningur vill, verðtrygginguna burt og núverandi flokkakerfi einkavinavætt og spillt má fara út á hafsauga!

Sigurður Haraldsson, 4.5.2011 kl. 09:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það er nú ekki beint fullt út á dyr hjá mér þessa daganna.  

Og ekki sé ég fjöldafylgið um þann stjórnmálamann sem strax frá fyrsta degi kom með raunhæfar lausnir á þeim vanda sem við blasti eftir Hrun.  Lilja er ósköp mikið eyland þessa daganna þó hún sé langhæfasti alþingismaðurinn og ástandið hér væri allt annað og miklu betra en það er í dag ef á hana hefði verið hlustað.

Og fleira fólk lifandi því kreppan hefur tekið sinn toll.

Ég veit ekki hvað almenningur vill eiginlega Sigurður, það eina sem ég veit er að stjórnin stendur höllum fæti, og því hefur andóf, þó fámennt sé, einhver áhrif.

En andófið er ekki valkostur í augum fólks í dag, hvað sem veldur.  

ICEsave er eina ástæða þess að ég nenni að sitja hérna og pikka, það mál er ekki fullrætt í mínum huga fyrr en þjófar og ræningjar verði látnir sæta ábyrgð eins og annað afbrotafólk.

Og er ég þá að tala um þá kumpána Brown og Darling, þeir eiga tukthús að gista, öðrum þjófum í stjórnmálastétt til viðvörunar.  En það gerist víst seint, það skortir aflið þó ekki skorti viljann.

En það er alltí lagi að láta sig dreyma, líkt og það má láta sig dreyma um að almenningur á Íslandi vakni af dvala sínum.  

Ég ætla ekki að tjá mig um hvor draumurinn ég telji líklegri til að rætast.

En á meðan einhver segir Nei við ránsskap yfirstéttarinnar, þá er alltaf von.

Baráttukveðjur norður sem vonandi breytast einn daginn í byltingarkveðjur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2011 kl. 10:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála ykkur báðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 10:46

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sem og ég! Algjörlega sammála!

Guðni Karl Harðarson, 4.5.2011 kl. 13:44

5 identicon

Tek einnig undir góð og réttmæt orð hér að ofan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 159
  • Sl. sólarhring: 934
  • Sl. viku: 5890
  • Frá upphafi: 1399058

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 4990
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband