Jæja, hver ætlar að axla ábyrgð????

 

Íslensk stjórnvöld benda á hið augljósa í ICEsave deilunni.

Engin lög styðja kröfu breta.  

 

Og á því er mjög einföld skýring, alþjóðlegt samstarf  eins og ESB hefur ekki vald til að ákveða ríkisábyrgðfyrir hönd einstakra aðildarríkja.  Og menn sem hafa atvinnu sína af að semja lög og reglur, semja ekki lög og reglur um það sem þeir hafa ekkert vald til.

Þess vegna fólst reglugerð ESB um innlánstryggingar í því að einstök aðildarríki ættu að setja á laggirnar tryggingasjóð, fjármagnaðan af fjármálafyrirtækjum, sem greiddi út innstæðutryggingar ef fjármálastofnun komst í þrot.  

Þessa reglugerð innleiddu íslensk stjórnvöld án athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA og án athugasemda frá Framkvæmdarstjórn ESB.

Og innleiðing íslenskra stjórnvalda var í öllum meginatrið eins og annarra þjóð hins Evrópska efnahagssvæðis.

 

Og þessar staðreyndir málsins eru meginskýring þess  að hvorki bretar eða Hollendingar hafa látið reyna á málið fyrir dómsstólum, eða ESB hafi beðið Evrópudómsstólinn að úrskurða um málið til að ljá fullyrðingum sínum um greiðsluskyldu íslenska ríkissins lagalegt gildi.

Og þessar staðreyndir málsins gera allir sér grein fyrir nema hörðustu vitleysingar.

"Not legal" sagði Financial Times, og málið var útrætt í Bretlandi.

 

Á Íslandi hafa hins vegar fyrrverandi og núverandi ráðherrar haldið öðru fram, og ekki látið það duga, heldur hafa þeir ráðist með svæsnum og ærumeiðandi hætti af lögmönnunum Stefáni Már Stefánssyni lagaprófessor, og Lárusi Blöndal hæstaréttarlögmanni, sem héldu allan tíma fram staðreyndum málsins, staðreyndum sem núna koma fram í þessu lagaáliti.

Spurningin er, ætlar þetta fólk að axla ábyrgð á lygum sínum og rógi í þágu breskrar fjárkúgunar???

Ætla þessir ráðherrar að sitja áfram???

Ætla þessir fyrrverandi ráðherrar að þiggja áfram ofureftirlaun sín þrátt fyrir að þeir reyndu að gera þjóð sína gjaldþrota???

Hvernig ætlar Jón Baldvin Hannibalsson að horfa framan í fólk í dag, eftir að svarbréf íslenskra stjórnvalda hefur verið gert opinbert???  Opinber þjófur og ræningi, eða ætlar hann að berjast gegn þessu bréfi íslenskar stjórnvalda líkt og hann gerði gagnvart þeim Stefáni eða Lárusi??

Eða Þorsteinn Pálsson???  Hvað er hann oft búinn að misnota Fréttablaðið til að koma þeim boðskap sínum á framfæri að um opinbera skuldbindingu Íslands væri að ræða samkvæmt EES samningnum???  Hvað hefur oft kallað mig og mína líka þjófa sem hlaupast frá skuldum sínum???

Á þetta rakkarapakk að ganga um eins og frjálsir menn, nýbúið að taka þátt í þjófstilraun upp á 507 milljarða hið minnsta????  Eða hefur það æru til að leysa málið sjálft????

 

Síðan eru það þeir lögfræðingar sem opinberlega lugu fyrir bresk stjórnvöld. 

Til dæmis lögfræðingar stjórnvalda sem gáfu íslensum stjórnvöldum rangar lögskýringar til að telja þau á að samþykkja hina bresku fjárkúgun??? 

Utanríkisráðherra vitnaði allavega iðulega í lagaálit sem bentu eindregið til þess að íslensk stjórnvöld væru í bakábyrgð.  Þarf ekki að upplýsa hvaða lögfræðingar þetta eru, og lágmarkið er að þeir verði látnir víkja af launaskrá almennings því þeir tóku jú þátt í að ræna þennan sama almenning.

 

Og hvað með Háskólann í Reykjavík??

Getur hann haft manneskju í forsvari fyrir Evrópustofnun sína sem bullaði út í eitt með ESA.  Manneskju sem skrifaði greinar og kom fram í umræðuþáttum til að útskýra, að ríkisábyrgð, íþyngjandi ríkisábyrgð sem gæti gert heilu þjóðríkin gjaldþrota, gæti myndast á afleiddan hátt út frá einhverri neytendaábyrgð eða öðrum vúddúsjónarmiðum.

Annað hvort tæklar Háskólinn í Reykjavík þetta bréf stjórnvalda til ESA, eða lætur viðkomandi manneskju víkja.  Háskólinn í Reykjavík á jú að þjóna íslensku þjóðfélagi en ekki bresku, það eru fórnarlömb bresku fjárkúgunarinnar sem fjármagna hann, ekki bresku fjárkúgararnir.

Og ekki getur Háskólinn í Reykjavík sagst vera útbú frá Cambridge, lögfræðingar þar voru fyrir löngu búnir að afhjúpa lögleysu sinna stjórnvalda.

 

Og ekki hvað síst þarf fjölmiðill þjóðarinnar að axla ábyrgð.

Ef útvarpsstjóri er ekki búinn að reka þá sem ábyrgð bera á fréttaflutningi Sigrúnar Davíðsdóttir, fyrir helgi, þá er hann samsekur um glæp, samsekur bresku ræningjunum.

Fyrir utan beinar lygar Sigrúnar um skuldbindingu íslensku þjóðarinnar samkvæmt EES, þá er ljóst að ákaflega annarlegir hagsmunir réðu orðum hennar í pistli vikuna eftir Nei þjóðarinnar þann níunda. 

Þar sagði hún að bresk stjórnvöld hefðu borgað breskum ICEsavefjáreigendum af greiðsemi við íslensk stjórnvöld, þau hefðu komið í veg fyrir mótmæli fyrir utan íslenska sendiráðið.  Furðuleg fullyrðing þar sem Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra, var nýbúinn að viðurkenna við breskt dagblað að þess aðgerð hefði verið nauðsynleg til að áhlaupið á ICEsave breiddist ekki út um breska fjármálamarkaðinn. 

Allur pistill Sigrúnar þann dag var ein allsherjar rangfærsla í þágu málstaðar breskra stjórnvalda, ekki einn vafi um réttmæti aðgerða þeirra kom fram.

Ef Ruv er ekki tilbúið að véfengja lagaálit íslenskra stjórnvalda, og standa við þá skoðun sína að aðgerðir breskra stjórnvalda sé réttmæt, og íslenskur almenningur þjófar sem neita að greiða skuldir sínar, þá rekur útvarpsstjóri ábyrgðarmenn Sigrúnuar.

Og að sjálfsögðu er það eins stór móðgun við íslensku þjóðina að Sigrún tali eitt stakt orð framar í ríkisútvarpið.  Hún þjófkenndi þjóðina og hefur allan tímann blekkt og logið um staðreyndir ICEsave málsins.  Blekkingar og lygar sem þjónuðu málstað bresku ræningjanna.

 

Fólk verður að átta sig á að engin alvöru þjóð lætur menn komast upp með að reyna að ræna hana allavega þriðjung þjóðarframleiðslunnar og segja síðan, "´úps, við höfðum rangt fyrir okkur".

Afsökunarbeiðni er sjálfsögð og afsagnir í kjölfarið.  

Telji ráðherrar að það hafi verið logið í þá allan tímann af ráðgjöfum sínum, þá upplýsa þeir hverjir lugu, og reka þá síðan í kjölfarið.

Telji útvarpsstjóri að undirmenn hans hafi unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar, þá lætur hann þá víkja.

Telji Háskólinn í Reykjavík það ekki í hlutverki sínu að styðja erlenda þjófa, þá rekur hann þá sem ábyrgðina bera.

 

Hvort það sé nóg, ætla ég ekki að skera úr um.  Það er ríkissaksóknara að dæma um.

Eðlilegast er að hann hreinsi út skítinn með opinberri ákæru, og fólk fái þá tækifæri til að verja sig fyrir dómi af hverju það reyndi að ræna samborgara sína og samfélag.

Aðeins þá er hægt að ljúka þessum leiðindakafla í íslenskri samtímasögu.  

Réttlátur dómur er oft forsenda þess að menn endurheimtu æru sína.

 

Það má líka velta upp þeirri spurningu að svo margir séu sekir, svo margir lugu og blekktu fyrir bretana, að réttarkerfinu sé það um megn að takast á við málið.  

Þá má fara í smiðju Nelsons Mandela, og stofna sannleiksnefnd þar sem fólk einfaldlega gegnst við glæpum sínum, segi fyrirgefið, og málið þar  með afgreitt.

Ég hallast af því, einlæg afsökunarbeiðni í kjölfar játningar er fullnægjandi, það tókst jú að hindra glæpinn, það þarf að halda áfram.

 

En siðuð þjóð má ekki láta eins og risarán eins og ICEsave sé eitthvað sem hægt sé að sópa undir teppið líkt og menn virðast ætla að gera við bankaránið mikla.

Siðuð þjóð verður að hafa kjark til að horfast í augun á misgjöðir valdaelítu sinnar, að hafa kjark til að segja; "þetta er ekki líðandi", þetta er lögbrot".

"Svona gerir maður ekki" svo ég vitni í góðan mann.

Ef enginn axlar ábyrgð, þá heldur meinið aðeins áfram að grafa um sig, og að lokum verður þjóðfélagið helsjúkt.  Allir vantreysta öllum, þeir sem hafa illt í hyggju, halda að þeir megi það, ef þeir eru nógu valdamiklir eða eigi nógu mikið undir sér.

Líkt og bankamenn okkar forðum.

 

Slíkt má aldrei gerast.

Við verðum að horfast í augun á sjálfum okkur.

Siðað þjóðfélag líður ekki glæpi og rán.

 

Jafnvel þó Evróputrúboðið sé annars vegar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Brugðust ekki skyldum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er aldeilis hvass á austan núna  og ekki veitir nú af.

Snnleikann upp á borðið tæpitungulaust og hlutir nefndir sínum réttu nöfnum

það er það sem hefur vantað allt of lengi hér hjá okkur

hefði það verið stundað meir væri margt öðruvísi í dag.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 18:13

2 identicon

Sumarið 2009 fór ég í saumana á fyrsta Icesave samningsuppkasti Breta og Íslendinga. Í bréfi til alþingismanna lýsti ég niðurstöðunni efnislega þannig:

Um leið og Bretar (og Hollendingar) greiddu út Icesave innstæður utan þess ramma og reglna sem felast í Directive 94/19/EC þá er eftirleikurinn - innheimta þeirra á útlögðum kostnaði með vöxtum af Íslendingum - á engan hátt tengdur Directive 94/19/EC.

Íslenzk stjórnvöld hafa nú kosið að svara bréfi ESA eins og málið væri aftur komið í þann farveg sem hefði ráðist af Directive 94/19/EC ef Bretar (og Hollendingar) hefðu ekki kosið allt annan farveg - á eigin ábyrgð.

Aðkoma ESA að málinu á grundvelli Directive 94/19/EC þjónar hagsmunum Breta (og Hollendinga) gegn Íslendingum - og vandséð hvers vegna íslenzk stjórnvöld virtu ESA svars varðandi þau efnisatriði sem ESA vakti máls á í bréfi sínu frá 25. maí 2010.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sólrún, þetta kallast varla hvassvirði hér fyrir austan, þú ættir að sjá öldurnar brotna á sandinum í Víkinni minni þegar hann er á alvöru austan.

Eins er það þennan greinarstúf, miðað við alvöru málsins er ég hógvær, og dreg úr, en rétt, ég segi hlutina tæpitungulaust.

Ef þessi sjónarmið stjórnvalda sem koma fram í bréfinu til ESA eru rétt, þá er ljóst að margir reyndu að ljúga upp á okkur ICESave þjófnaði breta.  Þeirra eina vörn er að véfengja þetta álit stjórnvalda, eða axla ábyrgð.

Það er enginn þriðji valkosturinn í dæminu.

Og svo ég vitni aftur í Financial Times, þá myndu bresk stjórnvöld aldrei líða sínum þegnum að aðstoða erlend ríki við fjárkúgun af þessari stærðargráðu.  Enda vita bretar að sjálfstæði er ekki eitthvað sem menn kaupa út í búð í Cherios pakka.

Vissulega erum við ekki alvöru þjóð, viðbrögð okkar eftir bankahrunið, að líða áfram völd gömlu valkaklíkunnar sem rændi okkur og að bjóða AGS velkomið til að leggja okkur í þrælabönd, sanna það.  

IcEsave ruglið er svo eitthvað svona álegg ofaná þá vitleysu.

En við verðum allavega að sýna lit, annað hvort draga stjórnvöld þetta álit sitt til baka, og segja, við erum sek, við erum sek, líkt og þau sögðu þjóðinni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, eða þau draga lærdóm af gjörðum sínum.

En hvað ég segi skiptir minnstu, geri mér fulla grein fyrir því sjálfur. 

En vonandi hef ég slegið tón sem mun heyrast á hærri virðingarstöðum í umræðunni, við sem þjóð þurfum að gera upp Hrunið og IcEsave eins og siðuð þjóð, ekki eins og hópur læmingja sem stjórnast af einni hvöt, og það er að elta forystudýrið fram af bjargbrúninni.

Ef ekki, má mun ég halda eitthvað áfram með þetta áhugamál mitt, og í þeim afkima bloggheima sem ég tilheyri mun einhverjir hafa gaman að, og jafnvel einn og einn Já maður mæta á svæðið og skamma mig.

En jaðarumræða er alltaf jaðarumræða.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 19:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er stór spurning Gunnar og krefst svara.

Vonandi verður þrýst á það svar.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 19:08

5 identicon

Hvernig væri að Landsdómur tæki núverandi ráðherra til dóms í stað þess að andskotast í Geir greyið Haarde? 

Augljóst var og er að þeir unnu vísvitandi á móti hagsmunum þjóðarinnar með því að reyna ítrekað að ljúga því til að okkur bæri skylda að greiða ólöglega Icesave-kröfuna.  Mörg hundruð milljónir króna er búið að sóa í þessa svokallaða samninga á meðan biðröðin fyrir utan fjölskylduhjálp Íslands lengist.

Það er víst ekki sama gerir vitleysuna því "sum dýr eru jafnari en önnur" segir í einni ágætri og þekktri sögu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 19:15

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er spurningin Jóhannes, en flokkast ekki meint rán og þjófnaður undir hegningarlög, og er það ekki ríkissaksóknara að ákæra.  Vandséð að það standist jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar að ákæra súpuþjófa á meðan stórþjófar sleppa. 

Þó við jöfnum 507 milljarða á alla þá sem aðstoðuðu breta við þjófnað þeirra, þá eru þetta samt stórupphæðir per haus.  Flestir voru jú aðeins meðvirkir meðreiðarsveinar.

Og það eru allir jafnir fyrri lögum í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 20:26

7 identicon

Gunnar, ég er ekki eins gagnrýninn og þú á að ráðuneytið skuli svara ESA. Hins vegar er ég ekki sáttur við mörg efnisatriði svarsins. Eftir að við í Samstöðu þjóðar höfðum setið lungann úr fimmtudeginum með fólki úr ráðuneytinu og sent þeim töluvert af gögnum, áttum við von á skarpari greinargerð.

 

Án þess að tilgreina þau mörgu rök sem við teljum að hefðu átt að koma fram í svarinu, get ég ekki setið á mér að nefna úrskurð ESA frá 15.desember 2010. Þar er viðurkennt að annar þáttur neyðarlaganna af tveimur er fullkomlega löglegur. Um er að ræða stofnun nýgju bankanna og fjármögnun þeirra, með eiginfé. Þótt ég hafi bara rennt hratt yfir svarið tel ég víst að ekki sé þar nefndur einu orði þessi mikilvægi úrskurður.

 

Því sem þú segir Gunnar er ég sammála, að Tilskipun 94/19/EB hafi verið fullnægt með greiðslum FSCS og DNB til innistæðueiganda. Þessir sjóðir voru réttir aðilar að greiða innistæðurnar og það hefði TIF einnig verið ef fjármagn hefði verið tiltækt. FSCS og DNB keyptu innistæðu-kröfurnar sem Alþingi hafði verið svo vinsamlegt að veita forgang í þrotabú Landsbankans. Dettur nokkrum í huga að nýlenduveldin muni standa í málarekstri til að afnema þennan forgang ?

 

Færslan er frábær hjá þér Ómar – kveðja.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 21:38

8 Smámynd: Che

"Getur hann haft manneskju í forsvari fyrir Evrópustofnun sína sem bullaði út í eitt með ESA."

Ef þú átt við Eirík Bergmann, þá starfar hann ekki við Háskólann í Reykjavík, heldur Bifröst. Það er engin Evrópustofnun starfandi við HR.

Che, 2.5.2011 kl. 22:04

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyri innlitið Loftur.

Nei, þetta er einhver Evrópuréttur hjá þeim Che, og manneskjan er hugguleg ung stúlka.  Vona því ekki að menn taki mig of bókstaflega, sem ég reikna ekki með, vil fyrst og fremst að menn hugsi að það er ekkert grín að vera svín á móti sinni þjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 22:46

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

vel mælt og drengilega, sammála þessu Ómar !!/Kveðja að sunnan !!!

Haraldur Haraldsson, 2.5.2011 kl. 23:05

11 Smámynd: Magnús Ágústsson

Frabaer pistill ad venju hja ther Omar

Eg setti thessa spurningu a thetta blogg http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/1163857/

og thar er eg ad ymra a thvi hvort ekki se haegt ad kaera thessa radherra og thingmenn sem sogdu ja 

en fyrst verdur vist ad taka af thei fridhegina ekki satt

Min skodun hvernig eigi ad koma landsmalunum i lag er ad reka rikisstjornina heim 

Rada Thig Omar sem Verkstjora thu raedur nokkrar haefar manneskjur til ad stjorna landinu sennilega eru 10 til 15 manns naegilegt 

haetta ollum fjarstudningi til allra stjornmalasamtaka ur rikissjod i c.a 2 ar tha kanski laera flokkarnir ad reka sig og geta tha kanski ordid haef til ad reka landid

kvedja ur sudur kina sjo

Magnús Ágústsson, 3.5.2011 kl. 05:37

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir góðann pistil Ómar.

Ekki veitir af smá uppörvun í því skammdegi sem stjórnvöld hafa skapað okkur landsmönnum. Þó komið sé vor samkvæmt dagatalinu og sól skíni í heiði, er ekki vor í hugum þeirra sem eru skattpíndir í eitt svo þeir eiga vart fyrir mat handa börnum sínum!

Gunnar Heiðarsson, 3.5.2011 kl. 08:18

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er frábær pistill og svo sannur.  Við þurfum að þrýsta á að þetta verði allt rannsakað niður í kjölin og þeir sem hafa reynst föðurlandssvikarar í þessu máli látnir svara til saka.  Það er komin tími á uppgjör, og þetta brennur eiginlega meira á en banksterarnir, þeir geta legið í salti uns við höfum fengið ráðamenn sem taka á málunum, en ljúga ekki og villa um fyrir almenningi endalaust.  Þetta verður að vera þeirra banabiti við völd.   Og það er okkar allra að koma þeim burt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 08:29

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Loftur.

Núna er ég komin í flóafriðinn og vil aðeins blanda mér inn í spjall þitt við Gunnar.

Ég persónulega held að sjónarmið Gunnars fari saman við þá skoðun að ESA beri að svara.  Ef málinu líkur með svarbréfinu til ESA, þá er það sem slíkt ágætt, og forsenda málarekstrar gegn öllum þeim sem lugum þessum skuldbindingum upp á íslensku þjóðina, sem og þeim sem lugu því til að íslenska þjóðin væri þjófar sem stæði ekki við skuldbindingarnar sínar.

Haldi ESA áfram, þá þarf að verjast þeim, og þá koma sterkari lögfræðilegar röksemdir inn í þá vörn.  Ábending Gunnars um að bretar hafi sjálfir ógilt direktivið ætti að vera liður í þeirri vörn, allavega eins og þetta blasir við mér.  

En menn þurfa samt að hafa aðalvörnina tilbúna, og þá hljóta þau atriði sem þú hefur vakið athygli á um að LÍ hafi verið fullnægjandi tryggður hjá breska og hollenska tryggingarsjóðnum, skipta lykilmáli í vörn málsins.  Alla vega getur deilan ekki snúist um annað en þessar 20.000 evrur og því ljóst að nægar eignir eru til fyrir því.

Eins munu breska fjármálaráðuneytið þurfa að útskýra reglur sínar um þessa viðbótartryggingu, af hverju þau hafi fullvissað breska innlánseigendur að hún tæki við þegar heimatrygging þrýtur.  Og þá þýðir ekkert fyrir bretana að vísa í eftirá röksemdir eins og við Íslendingar erum svo gjarnir á að trúa.  Það verða gögn frá 2006-2007 sem skera úr um þá tryggingu, ekki fölsuð eftir á gögn dagsins í dag.

Ég tel að Árni Páll hafi ekki getað verið ákveðnari í dag, það er viss fortíð sem vinnur gegn einarðri aðstöðu hans.  Og það er þessi blessaða samstaða.  En það reynir á manninn þegar á hólminn er komið og ef hann bregst, þá blasir náttúrulega við að hann verður settur af.  Og ég hef enga trú á því að hann fórni sér fyrir tapaðan málstað, hann er ungur stjórnmálamaður, hann mun veðja á framtíðina, lögin og réttinn.

En við þurfum að standa vaktina Loftur, og líklegast hefur þú aldrei áður gegnt jafnmikilvægu hlutverki í vörn þjóðarinnar.  Núna þarf málefnalega gagnrýni á bréfið til ESA, og útskýringar á þeim þáttum sem vantar í vörnina.  Og ég hef enga trú á öðru en að fullt tillit verður tekið til þess málflutnings.

Hjá öllum nema starfsstöð bresku leyniþjónustunnar í Efstaleiti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2011 kl. 09:04

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir hlýleg orð Haraldur.

Blessaður Magnús.

Það væri ekki mikill vandi að endurreisa landið með góðu fólki.  Í árdögum þessa bloggs lagði ég það á mig að greina ástandið og móta hugsun og hugmyndafræði, byggða á mannúð og mennsku, sem væri það eina sem gæti sameinað þjóðina út úr kreppunni.  Allt að sjálfsögðu stælt og stolið.  Og til að gæta sanngirnis, þá var fullt að fólki að móta hugmyndir sem gengu út frá sömu hugmyndafræði, að við stæðum saman, að öllum yrði gert kleyft að lifa í þessu landi, og við byggðum á okkar.  Kannski ekki á flottustu bílunum því við erum svo skuldug sem þjóð, en fæða, húsnæði, öryggi, umönnun og mannúð, ásamt framtíð gróskunnar sem frjálsborinn vel menntaður einstaklingur skapar sér.

Og hvort sem við sættum okkur við það eður ei, þá er þessi hugsun mannúðar og mennsku okkar eina svar gagnvart þeim váboðum sem blasa allstaðar við, og gegn þeim þrælahlekkjum skuldanna sem blasa við almenningi um allan hinn vestræna heim.

Þetta er ekki vandamálið Magnús, vandinn felst í framkvæmdinni.  

Síðast þegar fámennur hópur reyndi að stjórna landi sínu út frá framandi hugmyndafræði, þá tókst það vegna þess að leiðstoginn var sálarlaus morðingi, og hann naut fulltingis hernaðarsnillings sem gat skipulagt her sem barði niður alla andstöðu, í blóði og morðum.

Og þar sem ég er ekki sálalaust illmenni og herforinginn er í víking að kenna fornum þrælum okkar að mæla sjó, þá sé ég ekki alveg framá að framkvæma byltingu mína í bráð, hætti eiginlega alveg að tala um hana eftir páskana í fyrra.  En samt er byltingin ekki alveg dauð, þegar ég ræddi samsvarandi hugmyndir við félaga Umrenning, fyrir rúmu ári síðan eða svo, þá benti ég honum á að engin yrði byltingin nema til væri herforingi  og lúðraþeytari.  Umrenningur taldi sig þekkja einn ágætan í Hveragerði, og hvort sem það var ávöxtur af spjalli okkar (sem mér finnst ekki líklegt og þó er ég draumóramaður og trúi að himnarnir skipi öllu á betri veginn að lokum) eða eitthvað annað, þá er hefur lúðrablástur byltingarinnar hljómað um allt land.  Lagið Fósturlandsins Freyja er alveg magnað, það er innblástur um sigur mannsandans yfir tregðunni sem öllu vil í hel koma.

Sannar og sýnir að það er alltaf von á Íslandi af því við eigum svo margt gott og hæfileikaríkt fólk sem lætur ekki múta sér eða buga.

Annan byltingaróð má einnig nefna, sem einnig tjáir vel þá hugsun sem þarf að sigra, er söngur Ágústu Evu um síðustu áramót.  

Herhvötin er því komin en byltingin ekki, allavega ekki byltingin mín, sem ég hef skýrt því látlausa nafni, Bylting byltinganna.

Vandinn er skortur á fylgismönnum, þeir mælast ekki, allavega ekki með þekktum mælitækjum.  

Þegar ég gerði mér grein fyrir að það væri til fólk sem fannst margt gáfulegt sem var skrifað í þessu bloggi í árdaga þess, þá ákvað ég að ekki gæti ég skorast undan mínum eigin orðum, fyrst til væri fólk sem tæki eitthvað mark á þeim.  Og ég útbjó því próf fyrir verðandi byltingarmenn, samkvæmt þeirri kenningu minni að byltingin sem slík væri pís af köku, vandinn fælist í okkur sjálfum, að við værum tilbúin að stíga skrefið og gera það sem þyrfti að gera.  Annað en að tala og mala og gráta yfir grimmd heimsins..

Ég mótaði í orðum þá hugsun sem við yrðum að skilja til að við ættum minnstu von um árangur, og það er þá hugsun sem liggur að baki sannleiksnefndar Nelson Mandela.  En hún er svona hinn valkosturinn við Lenín, það er sú aðferð, sem þeir sem eru ekki sálarlausir morðingjar, beita, ef þeir vilja breyta samfélagi sínu til betri vegar.

Mér vitanlega hefur enginn tekið það próf, og áttað sig á þeirri hugmyndafræði sem þar liggur að baki.  Það eru því engar forsendur fyrir þinni annars ágætu hugmynd.  Byltingin verður að bíða betri tíma.

En stríðið að hafa sinn gang.

Svo má spyrja af hverju ég er að gantast svona undir þessum annars agressivum þræði mínum.  Jú, athyglina sem ég fæ á bloggið er vegna herskáu hliðar þess.  En ég er aðeins að bera vígtennurnar framan í andstæðinga okkar til að sýna þeim að við erum ekki búin á þessu þó við séum vígmóð eftir atið í kringum þjóðaratkvæðið.

Deilan er ekki útkljáð.

En ég persónulega er ekki fyrir vígaferli, ekki nema þegar illvígum andstæðingi er að mæta.  Ef hann gefur sig ekki þá er ekkert annað en að lemja hann í hausinn.  En ef hann friðmælist, hættir illvígum sínum, þá vil ég slíðra sverðin og snúa mér af þeim vandamálum sem við blasa.  Deilandi þjóð í stanslausum vígaferlum leysir engin mál.  

En núverandi stefna er ávísun á glötun.  Þess vegna verður að vega hana, en ekki fólkið sem lét glepjast af henni.  Og alltaf þegar ég missi þetta út úr mér verður vík á milli vina.

En það skiptir engu máli Magnús svo ég tali í fullri alvöru (svona eins og mér er unnt á þessu bloggi, það lýtur alltaf sínum lögmálum, sem ég skilgreindi í mínum fyrsta bloggpistli) þá er minn eini tilgangur með þessum pistlum að reyna að láta vissa hluti síast inn í meinstrím umræðuna.  Stundum tekst það stundum tekst það ekki.  En á bak við þessa pistla er samfella, einstakur pistill er aðeins brot í púsluspili.

Um hvern pistil má segja, eins og sagt er í hausnum á Mbl.is, skoðanir greinarhöfundar þurfa ekki að tjá skoðanir blaðsins.

En hér að neðan í andsvari mínu til Gunnars og Ásthildar ætla ég að reyna að tjá það sem ég tel rétt í stöðunni, við eigum að keyra á ICEsave til að koma höggi á valdklíkuna sem bauð minknum í hæsnabúið.

Þetta snýst jú allt um framtíðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2011 kl. 10:13

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Gunnar og Ásthildur.

Ég held að það haldist í hendur að öðlast þá framtíð að venjulegt fólk búi við öryggi og geti fætt og klætt fjölskyldu sína og sú aðferðafræði sem við notum til að gera upp við misgjörðir auðræningjanna og meðreiðarsveina þeirra.

Þetta snýst allt um sannleikann, að fólk segi satt og rétt frá og viðurkenni staðreyndir mála, og í framhaldi biðjist það afsökunar á að hafa stutt ránið á eigum og lífi almennings.  Þar með er málið útrætt og menn einsetji sér að byggja upp nýtt þjóðfélag utan um réttlátt og gott samfélags fólks, ekki fjármagns.  Sameinist með öðrum orðum um að setja sér ný og betri markmið um framtíðina svo hún verði hugsanlega betri en það sem við höfum í dag.

Þjóð berjandist á banaspjótum vill svona almennt sé enda á oddum þessa banaspjóta, hálfdauð eða steindauð.

Þess vegna tel ég skynsamlegast að móta einhverja sannleiksnefnd sem hreinsar út gröftinn, en um leið gefi öllum tækifæri að byrja upp á nýtt með æru og sæmd.

En valdaelíta gefur aldrei eftir völd sín baráttulaust, og hún sættist aldrei á að iðrast opinberlega nema annað í boði sé ennþá verra.  Morðingjar apartheit gáfu ekki eftir fyrr en þeir sáu að þeirra beið ekkert annað en algjör ósigur í blóðugu borgarstríði.  Gæfa sigurvegaranna fólst í því að lúta leiðsögn manns sem skildi að allir tapa á blóðugu uppgjöri, allir nema fámennur hópur í kringum sigurvegaranna. 

Fámennur hópur er aldrei þjóðin, aldrei almenningur.

Staðan á Íslandi er sú að valdaklíkan neyddist til að gefa eftir, en það hvarflar ekki að henni að stjórna í þágu þjóðarinnar.  Hún bíður eftir að AGS læsi skuldaklónum um þjóðina og þá  verður boðið upp á veislu braskara og auðróna sem kallast fjárfestar, eða fjármagn, eða annað sem menn kjósa kalla þá sem kaupa eigur þjóðarinnar á hrakvirði.  

Og þá verður kátt í höllinni hjá þeim sem eiga pening.

En almenningur mun lepja dauðann úr skel skuldaþrældómsins.  Saga AGS í hnotskurn.

Og þeir sem vilja ekki þá framtíð sem valdaklíkan ætlar þjóðinni, þeir verða að berjast.   Berjast við þá sem sviku, berjast við þá sem ætla að svíkja. 

Og veikleiki þeirra er ICEsave, þar var logið í þágu fjárkúgara.  Tíminn hefur þegar skorið úr um að öll rök þeirra um ytri hörmunga hafa reynst innantómar bábiljur, og svarbréf Árna til ESA afhjúpar allar lygarnar sem beitt var til að sannfæra þjóðina um að fjárkúgun breta væri lögmæt og ICEsave væri skuldbinding Íslands samkvæmt EES.

Þar með eru komnar forsendur til að sverfa til stáls við valdklíkuna, og við eigum að sverfa það stál.  Þó áhuginn sé enginn út í þjóðfélaginu á þessu máli, og fórnarlömb AGS standi í biðröð til að láta skuldahengja sig, þá skiptir það engu máli.

Lögin eru okkar megin, og við eigum að magna upp þá umræðu að eftir þeim sé farið.

Við þurfum að mynda raunverulega ógn gangvart valaelítunni svo hún staldri við og fari að óttast um sina stöðu.  Ekki fyrr má ræða sátt.  Ef menn vilja þá á annað borð ræða hana.

Þó ég komi að útópískum hugmyndum mínum um sátt sannleiksnefndarinnar, þá eru engar forsendur fyrir henni líkt og ég hef rakið.  Andstaðan er ekki í þeirri stöðu að elítan óttist hana, og almenningi er slétt sama. 

En lögin eru okkar, og þeim á að beita.

Árni Páll er búinn að afhjúpa alvarlega tilraun til þjófnaðar á skattfé almennings þar sem sökudólgarnir eru þau Jóhanna og Steingrímur ásamt stuðningsmönnum gömlu bankaræningjanna hjá aðilum vinnumarkaðarins, auk ESB trúboðsins í háskólanum og hjá fjölmiðlunum.

Við eigum að nýta okkur þessar upplýsingar.  Núna þarf að finna orð helstu meðreiðarsveina breta, líkt og ég rakti lítilega hér að ofan.  Og við eigum að krefjast þess að lög nái yfir verknað þeirra.

Krafan um réttlæti á að hljóma, og það er okkar að sjá til þess að hún sé næginlega sterk til að ná inn í hina opinbera umræðu.  

Þetta er vinna, en hana þarf að vinna.  Ef við tökum nóg mörg undir þá kröfu að lög og regla gildi í landinu, líka þó fjölmiðlafólk eða stjórnmálamenn eiga í hlut, þá mun sú krafa heyrast.

Þau hlógu að okkur þegar við héldum fram rétti þjóðarinnar í ICEsave deilunni.  Þá vorum við hædd og svívirt á alla lund.  Samt er þessi pistill tengdur við frétt þar sem stjórnvöld halda fram öllum okkar rökum, viðurkenna þar með að við, ekki hinar hlæandi hýennur, höfðum rétt fyrir okkur.

Það sama gildir um þessa kröfu, það mun verða hlegið, við verðum hædd, en við höfum lögin og réttin með okkur.

Og við munum sigra þessa orrustu, alveg eins og hina síðustu.

Bara ef okkur ber gæfa til að skilja mikilvægi hennar, maður fellur valdaklíkuna með þeim vopnum sem maður hefur, ekki þeim sem maður vildi hafa.

Við þurfum að losna við AGS, og auðræningjanna, ICEsave er okkar vopn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2011 kl. 11:36

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér að öllu leyti.  Valdaklíkan gerir allt til að halda völdum, og við vitum ekki alveg hverjir eru þar á bak við og hversu víðtæk spillingin er í raun og veru.  það vantar allavega allan vilja til að gera hreint fyrir sínum dyrum og lygarnar og óheilindin halda áfram  þrátt fyrir mannaskipti í æðstu stöðum. 

Sannleiksnefnd væri svo sem ágæt en ég er sammála með það að það gerist ekkert fyrr en við stöndum upp og mómælum öll þessari aðför að þjóðinni og réttindum hennar.  Icesave var bara svona test til að kanna styrk þjóðarinnar  og hún reyndist halda.  Og það gefur okkur þrek og styrk til að halda áfram með að koma á nýju Íslandi.  Þar eigum við marga öfluga bandamenn.  Við verðum bara að gæta þess að raddirnar verði ekki þaggaðar niður ein af annari.  Það var gert við Láru Hönnu á sínum tíma, það var gert við Marínó Njálsson þar sem beitt var andstyggilegum aðferðum til að koma á hann höggi þar sem hann var veikastur fyrir, vegna rökhyggju sinnar og þekkingu á málum.

Þessu verðum við að gæta að líka.  Í þessu stríði virðar öll vopn leyfileg að hálfu ráðamanna og valdaklíkunnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband