Doktor Jekyl og Mister Hyde, leikgerð í boði ríkisstjórnarinnar.

 

Aðalhlutverkið hlaut Árni Páll, viðskiptaráðherra, eftir harða keppni við Steingrím fjárráðherra.

Jafnvel hinn raunverulegi Hyde toppar þetta ekki.

"Við leggjum áherslu á að halda til haga öllum atriðum sem máli skipta um efnislega niðurstöðu málsins og gagnast málstað Íslands.

Við teljum að við setjum fram nægjanlega sterk rök fyrir því að ekki sé um að ræða skyldu af Íslands hendi. Við bendum á að innheimtur úr búinu verði með þeim hætti að ekki séu líkur á öðru en að úr því fáist þorri krafna greiddur.“

Við teljum enga sérstaka ástæðu til þess. (að vísa málinu í dóm)  Við teljum allt benda til þess að þorri krafnanna eigi að fást greiddur úr þrotabúinu og að sú staðreynd eigi að geta gefið eftirlitsstofnuninni möguleika á að loka málinu."

 

Hvað getur doktor Jekyll sagt eftir að hann lagði hart að þjóðinni að samþykkja 507 milljarða skuldaklafa því annars myndu bretar eða ESA busta okkur fyrir dómi???

Ekkert.

Doktor Jekyll á engin rök í málinu.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Eignirnar kvitti fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt upp hönd sá sem trúir og treystir á mannvitsbrekkuna Árna Pál Árnason...???

 ------

136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mar. 2009.

Hagsmunir Íslands vegna Icesave-ábyrgðanna.

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að fylgjast með Sjálfstæðisflokknum í þessari umræðu. Við þekkjum það frá því í haust að þá fór fram mikil barátta þegar við öttum kappi við sjálfstæðismenn í ríkisstjórnarsamstarfi um það hvernig ætti að taka á því hruni sem þá varð. Þá var það ljóst að heimastjórnarklíkan í Sjálfstæðisflokknum vildi skella öllum hurðum í lás, segja landið úr lögum við umheiminn og búa til úr Íslandi einhvers konar sjóræningjaland í Norðurhöfum sem ekki stæði við þær skuldbindingar sem leiddu af þjóðarrétti. Hins vegar var þáverandi forusta flokksins, undir forustu hv. þm. Geirs Haarde og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, tilbúin til að axla ábyrgð og leiddi ásamt Samfylkingunni til þeirrar niðurstöðu sem náðist um Icesave-ábyrgðirnar.

Í umræðunni hér í dag eru tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eru báðir fulltrúar einangrunarklíkunnar sjálfrar, mennirnir sem vilja ekki að við stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum sannanlega þurft að standa við,  menn sem þá töluðu gegn því að við stæðum við þessar ábyrgðir og gera það aftur nú. Hvað þýðir þetta, virðulegi forseti?  Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega á harðahlaupum undan ábyrgð í þessum málum.  Sjálfstæðisflokkurinn verður hér ber að því að verða lýðskrumsflokkur af verstu sort rétt fyrir kosningarnar. Og það hlýtur að vera dapurlegra en tárum taki fyrir hv. þm. Geir H. Haarde að sitja hér í salnum og hlusta á þennan málflutning þeirra sömu manna og héldu þessum þvættingi fram í haust sem halda því aftur fram nú að Ísland geti sagt sig úr lögum við umheiminn og þurfi ekki að taka ábyrgð í samfélagi þjóðanna.

Virðulegi forseti. Það þarf staðfestu á erfiðum tímum. Málstað Íslands hefur verið haldið fram. Það er engin slík lagaóvissa um réttarstöðu Íslands að það sé ekki eðlilegt að ganga til samninga við nágrannaríki okkar á eðlilegum forsendum um þessi mál.

Virðulegi forseti. Við eigum að axla ábyrgð á því sem við höfum gert og við eigum ekki að reyna að koma fram sem sjóræningjaríki í Norðurhöfum eins og Sjálfstæðisflokkurinn augljóslega leggur til.

 

Það var og - 

Kveðja úr sköflunum á suð/vestur horninu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 20:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þess vegna er hann kjörinn í hlutverkið, toppar sjálfan sig sem Mister Hyde.  Og það þýðir ekkert fyrir Steingrím að fara í fýlu yfir því að fá ekki tilnefningu mína, hann náði aldrei þessum hæðum sem Doktor Jekyl.

" mennirnir sem vilja ekki að við stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum sannanlega þurft að standa við,  menn sem þá töluðu gegn því að við stæðum við þessar ábyrgðir og gera það aftur nú. "

En hvað mun standa í ESA álytinu, það er spurning.  

Kæmi mér ekki á óvart að ég þurfi að pistal með fleiri orðum en að ég sé sammála.  

En sjáum til.  Árni er góður leikari.  Hann býr yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að trúa sjálfum sér.  Fyrir hann er auðveldara að skipta um skoðun en mig um jakkaföt.

Það gæti hugsast!!!

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2011 kl. 20:54

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir sem nú sitja á þingi eru ekki traustsins verðir og alls ekki til að ljúka Icesave hroðanum!

Sigurður Haraldsson, 1.5.2011 kl. 21:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að allri forsögu málsins slepptri verður bréf ráðherrans trúlega ekki eins slæmt og þið virðizt óttast, og þar kemur ýmislegt til. Áherzlur hans mættu þó vera eindregnari, t.d. með gagnsókn vegna hryðjuverkalaga Gordons Brown og vegna ómálefnalegra yfirlýsinga Pers Sanderud hjá ESA.

Jón Valur Jensson, 1.5.2011 kl. 21:31

5 identicon

skítseyði

gisli (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 21:51

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

algjörlega sammála þessari samlíkingu Ómar !!!!!

Haraldur Haraldsson, 1.5.2011 kl. 22:02

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Jón Valur, miðað við umræðu Árna Páls þá virðist hann ekki ennþá skilja að krafa breta er ólögleg, þó það hefði ekki verið króna í þrotabúinu.

Og það eru skýringar á að 70% alþingismenn vildu samþykkja þjófnaðinn.

En innan þings er hæfileikafólk sem þekkir til efnisatriða málsins og ég reikna með að það fái vægi fyrst að ráðherra vinnur greinargeriðina með utanríkismálanefnd.

En að treysta þessu liði sem situr á svikráðum, hvarflar ekki að mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 08:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eina ástæða mín fyrir  smá þolinmæði gagnvart Jóhönnu og Steingrími er að þau standa í lappirnar fyrir L.Í.Ú, ef þau bregðast þar, er allt þeirra traust farið til fjandans og þá skulu þau fara út!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2011 kl. 10:27

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikil er trú þín Ásthildur,.

Allt þetta tal um kvótakerfisleiðréttingar er kjaftæði.

Væri vottur af áhuga að ná aftur fisknum til þjóðarinnar, þá hefðu handfæraveiðar verið gefnar frjálsar, að ákveðnum marki, strax síðastiliðið fiskveiðiár.  Þar með hefðu forsendur fyrir leiguliðakerfinu brostið, einyrkjar hefðu leitað í þær til að bjarga sér og sínum.

Og veiðarnar hefðu skapað vinnu, mikla vinnu.  Þar með þjóðhagslegar hagkvæmar í því kreppuástandi sem er í dag.

En af hverju ekki???

Jú, það á ekki að breyta kerfinu, ekki á neinn hátt.

Núverandi skrípaleikur er eitt allsherjar sjónarspil til að draga athygli fólks frá óstjórninni í efnahagsmálum og fyrirsjánalegri stöðvun þjóðfélagsins þegar almenningur og fyritæki gefast upp á skuldasúpu sinni.  Það er hægt að þrauka á meðan það er von um bata en efnhagsáætlun AGS er sérhönnuð til að gera það verra.

Svo á fjármagnið að mæta, sérstaklega það alþjóðlega, og kaupa náinn á spottprís.

Innistæðulaust hjal um kvótabreytingar, eða þessar sjónhverfingar í sambandi við kjarasamninganna, þetta þjónar aðeins þeim eina tilgangi að framlengja endalega yfirtöku fjármagnsins á þjóðfélaginu, og ríkisstjórnin tekur þátt í leiknum því þannig framlengir hún völd sín.

Enginn, enginn annar tilgangur er með þessu, það á ekki að breyta einu.

Eða jú annars svo maður segir nú alveg satt og rétt frá, erlent fjármagn mun koma inn eftir fyrstu endurfjármögnun AGS lánsins.  Og í kjölfarið verður hlutskiptakerfið aflagt og flotinn mannaður með alþjóðlegum fátæklingum.

Þetta er eina breytingin sem er í farvatninum, fyrst orðuð af Samherjafurstum um og upp úr 2000.  Allt á sér sinn aðdraganda, þannig var það með kvótakerfið á sínum tíma, það kom í áföngum, og alltaf var næsta áfanga afneitað, þar til að einn daginn var hann raunveruleiki.

Fyrst var leyft að veðsetja kvótann, svo var aflaframsal, leiguliðun, brot á kjarasamningum sjómanna með því að kvótaleiga var dregin frá hlut áður en hann kom til skiptanna, og svo framvegis og svo framvegis.

Þessi vinnubrögð auðvaldsins eru þekkt en koma Íslendingum alltaf jafnmikið á óvart.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 10:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit að vonin er ekki mikil, en ég veit líka að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd í dag, hefðu þeir undirritað kröfur L.Í. Ú. fyrir löngu síðan og staðfest kvótavitleysuna áratugi fram í tímann.   Hvernig er það annars, ef ríkisstjórn setur einhver svona ákvæði og lög sem mismuna landsmönnum eins og nú er gert, ef við skyldum frá ríkisstjórn sem vill breyta þessu, er hún þá bundin af gjörðum þessarar ríkisstjórnar?  Gætum við ef til vill kosið um Kvótakerfið í næstu kosningum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2011 kl. 11:28

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvaða kröfur á Sjálfstæðisflokkurinn að samþykkja??

Hélt að hann væri hlynntur núverandi kerfi og vildi ekki breytingar.  

Ríkisstjórnin er hins vegar ekki að breyta kvótakerfinu, ekki á neinn hátt nema kannski er hún að sýna smá kjark í strandveiðunum, en  hún mun ekki hrófla við kvótakerfinu.  Ekki frekar en aðrar ríkisstjórnar sem lúta forræði AGS.

Það er eins og menn gleymi því alltaf að AGS er yfirvald ríkisstjórnarinnar, hún hefur skuldbundið sig að gera ekki neinar meginbreytingar á umgjörð efnhagslífsins án samþykkis sjóðsins.  Og hver trúir því að sjóðurinn heimili breytingar sem stefna veðum bankanna í hættu???

En þetta leikrit hindrar fólk í að sjá hinn raunverulega óvin, hina raunverulega hættu.

Og í ítreka, að við fyrstu endurfjármögnun lána AGS þá munum við missa forræði yfir sjávarútveginum, þar eru auðæfin okkar, þar munu ræningjarnir fyrst láta greypar sópa.

Þessi saga AGS er þekkt, og hún er að gerast í Grikklandi og á Írlandi, þar verða almannaeigur teknar uppí skuldir ef plan AGS og ESB gengur eftir.  Og slíkt mun líka gerast hér.  Hömlur á fjárfestingar útlendinga er það fyrsta sem AGS mun afnema.  Í kjölfarið fer hlutskiptakerfið, forræðið og allt.

Og þá verður ekkert til að kjósa um.

Og fólk lætur sjónhverfingar blekkja sig á meðna skuldagildran læsist um þjóðina.

En ef við losnum við Óbermin, og ríkisstjórnina, þá mun verða látið reyna á kvótkerfið, slíkt er eðlilega afleiðing þeirra byltingastrauma sem þarf til að losna við hið fyrrnefnda.  Þá reynir á áunnin eignarrétt versus almannarétt.  

Geta auðmenn keypt stjórnmálamenn til að setja löggjöf sem smá saman rænir þjóðina innan frá????  

Svipaðar spurningar voru spurðar við fall lénsþjóðfélagsins í Frakklandi á átjándu öld.  Þáverandi forréttindastétt lét segjast þegar henni var fækkað fyrst á skipulagðan hátt.  Vonandi reynir ekki á slíkar aðferðir til að þjóðin nái aftur rétti sínum.

Það er ekkert réttlæti í því að örfáir einstaklingar geti farið með þjóðarauðinn úr landi líkt og 2 dekurdýr gerðu á Eskifirði og skyldu heimamenn eftir stórskulduga.  Það er vitlaust gefið í slíku kerfi, og þá gjöf þarf að leiðrétta.

En eftir AGS verðum við ekki spurð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 145
  • Sl. sólarhring: 954
  • Sl. viku: 5876
  • Frá upphafi: 1399044

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 4980
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband