28.4.2011 | 20:30
Hvernig er það eiginlega með Evrópusambandið???
Er því stjórnað af ræningjum, fjárkúgurum????
Eða er þetta illa gefið lið sem er ekki læst á sín eigin lög og reglur????
Hvort sem er þá er ljóst að við eigum þar ekkert erindi.
Fyrst þarf að aflesa og afsiða þjóðina.
Og það tekur sinn tíma, á meðan hrynur sambandið innan frá vegna kúgunar og ofstjórnunar.
Því kosturinn við vanvitið er sá að það útrýmir alltaf sjálfu sér að lokum.
Nei, Evrópusambandsaðildarviðræður eru tímskekkja, og tímasóun.
Vilji menn vera í þeim farveginum að láta stjórnmálaumræðu snúast um það sem ekki er eða ekki verður, þá ættum menn að taka ruglið með stæl, og senda Gorbatsjov beiðni um inngöngu í Sovétríkin sálugu.
Og taka síðan nettar aðlögunarviðræður við kappann. Mun ódýrara, ennþá hlægilegra, og hann er ekki fjárkúgari.
Sumt þarf ekki að vera flókið.
Kveðja að austan.
Tengja Icesave við ESB-umsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar ég hefði nú frekar stunguð uppáþví (eitt orð) að segja okkur úr lýðveldinu ísland og sent sameiniðuþjóðunum tilkynningu um að stofnað hefir verið Nýja Ísland. Loka Alþingi enda eiga Danir það hús.
Við getum skrifað stjórnarskrá þar sem einn framkvæmdastjóri getur séð um að farið verði eftir og engin afskifti að atvinnumálum og allar fyrrverandi eigur okkar verið skilað til þjóðarinnar aftur.
Valdimar Samúelsson, 28.4.2011 kl. 20:54
ESBlöndin sækjast eftir fiskimiðum okkar með þjóðverja í farabroddi. þá þarf ekki að rífast um kvótan þega hann er kominn undir ESB.Skipaflota okkar lagt.Og hvað tekur þá við hjá okkar Sjómönnum_?
Vilhjálmur Stefánsson, 28.4.2011 kl. 21:06
Besta tillaga sem ég hef séð vaðandi esb innlimun (tala við Gorba gamla)
Umrenningur, 28.4.2011 kl. 21:15
@ Vilhjálmur. Ég held að það sé meiri ástæða til að hafa áhyggjur af hollendingum c/o Samherja ef marka má þessa fréttaskýringu vina okkar í Færeyjum. http://skipini.fo/news-utlendingar+klarir+at+taka+imoti+makrelinum.htm
Umrenningur, 28.4.2011 kl. 21:21
Ef það er rétt sem Umrenningur bendir á og færeyingar fjalla um, þá er kominn tími til þess að íslendingar stígi niður fæti.
Fyrirtækið Samherji getur selt sig eins og það vill og gert sig breiða í útlöndum - en það Á ekki fiskinn. Íslenska þjóðin á fiskinn.
Hvenær ætlar þessi volaða ríkisstjórn að gera eitthvað af viti?
Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 21:47
Takk fyrir innlitið góða fólk.
Valdimar, gallinn við Plató er sá að menn verða seint sammála um hvað er hið rétta í stöðunni. Kosturinn við lýðræðið er þrátt fyrir allt að menn geta rifist um hvað sé það rétta, án þess að drepa hvorn annan.
Vilhjálmur, ég held að staðsetning landsins sé lykillinn í málinu, ESB er að horfa fram í tímann.
Blessaður Umrenningur. Gaman að þú skyldir kveikja, það er nefnilega þannig að þegar ég segi eitthvað að viti, þá tekur enginn eftir því, en þegar ég er augljóslega að stílfæra til að erta og smá stríða Já mönnum Íslands, þá verður allt vitlaust. Eins og maður hafi verið að segja eitthvað nýtt, eða eitthvað sem var ekki vitað.
Svona er allt skrýtið þessa daganna, furður, óskiljanlegar furður. En ég er hræddur við Barsanna, en ef við tökum þá, þá má þakka goðunum.
Kolbrún, sá sem ekki getur, mun ekki gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2011 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.