28.4.2011 | 17:56
Liggur eitthvað á að setja Landsbankann á hausinn???
Formaður Nýja Landsbankans hefur miklar áhyggjur af launkjörum bankastjóra bankans. Svo miklar að hann haldi að hann fái ekki hæft fólk til starfa.
Ekki að hann borgi illa, hinir bankarnir borga betur. Og þeir fá hæfasta fólkið segir hann.
Nú skal því haldið til haga að formaður Nýja Landsbankans er eitt af þeim fíflum sem settu þjóðina á hausinn. Og það er ekki hægt að fara fram á við fífl að þau skilji af hverju þau eru fífl.
Þú sýnir ekki fíflum línuritið sem sýnir beina samsvörun milli hækkunar á launum bankastjóra gömlu bankanna og áhættunar sem bankarnir tóku í rekstri sínum. Áhættu sem á ákveðnum tímapunkti gerði þá ósjálfbæra og órekstrarhæfa þó því hafi verið leynt með bókahaldsbrellum meðvirkra endurskoðenda. Sem þáðu háa þóknun fyrir.
Þú reynir ekki að hafa áfhrif á fífl með staðreyndum, þá væru þetta náttúrulega ekki fífl.
Spurningin er af hverju þjóðin kaus Samfylkinguna til að endurreisa hið ósjálfbæra þjóðfélaga fjármálafífla.
Það er spurning dagsins, af hverju var ekki fólk kosið til að stýra endurreisn landsins???
Var ekkert fólk í framboði???
Eða vildi þjóðin ekki fólk á þing. Að tími fíflanna væri ekki fullreyndur????
Allavega þá hefur ekkert breyst, gamla valdklíkan ræður öllu, sama hugmyndfræði, sömu hugmyndafræðingarnar móta stefnuna.
Og þeir vilja borga bankastjórum hærra kaup. Svo þeir vinni vinnuna sína, annars eru þeir bara latir og hysknir.
Núna reynir á Jóhönnu, tekst henni að hamla á móti????
Allavega á meðan henni tekst að flækjast fyrir, þá lifir Landsbankinn aðeins lengur. Bankafíflin ná ekki að kollkeyra bankann alveg strax.
Í millitíðinni er smá von að þjóðin kveiki á perunni um að það þarf nýtt fólk og nýjar áherslur, ef hún ætlar að lifa af í því umróti sem framundan er í efnahagsmálum heimsins.
Fólk sem til dæmis skilur að hæfur maður er rekinn áfram af öðrum kröftum en græðgi og sjálftöku, fólk sem veit að það er vinnan sem göfgar manninn, ekki dollari.
Og að auðlegð er afrakstur af sífelldri uppbyggingu og þróun sem byggist á sterkum undirstöðum. Ekki skammtímasjónarmiðum skyndigróðans.
Það er ekki margt jákvætt í íslenskum efnahag í dag.
En laun bankastjóra LÍ er eitt af því sem má hrósa sér af.
En bankafíflin munu aldrei skilja það.
Kveðja að austan.
Áhyggjur af launamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 37
- Sl. sólarhring: 531
- Sl. viku: 5043
- Frá upphafi: 1400870
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 4375
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spyr sa er ekki veit. Hvad gerdi formadur bankarads til ad verdskulda tad ad vera kalladur fifl og sagdur vera einn ad teim sem settu tjodina a hausinn?
Nonni (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 18:06
Í Landsbankanum er svarað í síma, starfsfólkið vingjarnlegt í síma og þjónustulipurt. Kannski vegna þess að það er ekki á himinháum launum.
Í hinum bönkunum t.d. Arionbanka getur það tekið allan daginn bara að ná sambandi við bankann og þá er alveg eftir að ná í viðkomandi starfsmann. Eitt getur maður verið 100% viss um, það er að ef starfsmaðurinn er upptekinn þá hvorki hringir hann til baka né sendir tölvupóst samdægurs. Ætli það sé vegna þess að hann sé svo upptekinn að telja eigin ofurlaun að hann megi ekki vera að öðru ? Má ég þá heldur biðja um fólk á venjulegum launum sem skilur okkur hin og áttar sig á því að það er þarna okkar vegna en ekki við þeirra vegna.
Jón Óskarsson, 28.4.2011 kl. 18:08
Það er nú sem betur fer til mun fleira vel hæft fólk en sem nemur þeim fjölda sem þarf til að manna bankana. Þess veegna þarf formaður Nýja Landsbankans ekkert að örvænta. En hann er alls ekki í hópi þeirra hæfustu, svo mikið er víst.
Magnús Óskar Ingvarsson, 28.4.2011 kl. 18:30
Blaðamenn eru handónýtir að vanda og engum þeirra hefur dottið í hug, hvað þá að það mál hafi væntanlega sérstaklega verið rætt á aðalfundinum um hvernig Landsbankinn sjái fyrir sér að geta greitt af 260 milljarða láni til þrotabús Landsbankans. Þó lánið sé til 10 ára þá eru afborganir eingöngu árin 2014 til og með 2018, alls 52 milljarðar (auk vaxta) pr. ár en þangað til eru bara greiddir vextir.
Hagnaður bankans þarf að meira en tvöfaldast frá því sem hann var árið 2010 til að bankinn getið staðið undir þessari skuldbindingu, án þess að ganga á eigið fé eða taka til þess ný lán.
Ofangreint lán er um 22% af þeim heimtum sem gert er ráð fyrir að standi undir greiðslu Icesave krafna (þ.e. af þeim 89% eða 1.175 ma) og verður að teljast til mjög áhættusamrar eignar þrotabúsins.
Jón Óskarsson, 28.4.2011 kl. 18:57
Takk fyrir innlitið félagar.
Nonni, maðurinn var hvergi kallaður fífl, að lýst þeirri staðreynd að hann er það. Hann er líka viðskiptafræðingur og eitthvað annað, en fyrst og fremst fífl.
Af hverju er ég að vekja athygli á þessu??
Jú, hann er að gambla með fjöregg þjóðarinnar, eitt er að tilheyra þeim víðfema hópi fífla sem setti landið á hausinn, annað er að vera svo mikið fífl að hafa ekki lært baun í bala um hvað fór úrskeiðis.
Og almenningur blæðir fyrir fíflaskapinn. Þess vegna þarf að hafa orð á heimskunni, þó yfirleitt sé það almenn kurteisi að leyfa fíflum að vera fíflum í friði.
Fyrir hrun voru færð fyrir þvi gild rök að ofurlaun bankamanna, oft tengd við meintan árangur, væri meinsemd sem græfi undir bankakerfinu, því þau ýttu undir skammtímasjónarmið og óábyrga hegðun. Tíminn skar úr um að þessi sjónarmið áttu fullan rétt á sér. Það eru því öfugmæli að vitna í einhvern eigandahag um að það þurfi að hækka laun bankamanna, svo meintir hæfustu menn ráði sig til starfa.
Við gjaldþrot banka er öruggt að einn hópur tapi öllu, og það eru eigendur bankans. Þó ríkisvaldið til dæmis bjargi rekstrinum, þá er það alltaf á kostnað hluthafa.
Og aðeins fífl átta sig ekki á þessu, það er ef viðkomandi upplýsir það skilyrði að eiga vita betur.
Þú spyrð af hverju ég fullyrði að hann hafi verið einn af þeim sem settu þjóðina á hausinn. Svarið er mjög einfalt, hann er í hópi þeirra bankamanna sem tóku við af eftirstríðskynslóðinni og átt þátt í, ásamt öðrum kollegum sínum, að móta hugmyndafræði og starfshætti sem útrýmdi vestrænum bönkum á innan við tveimur áratugum. Ásamt því að knésetja Vestulönd fjárhagslega.
Bankakerfið í dag er gjaldþrota, það getur ekki endurfjármagnað sig. Aðeins glórulaus peningaprentun heldur því gangandi og samt vandséð hvernig hún að duga til miðað við þær gífurlegur upphæðir sem um ræðir.
Vissulega er það einföldun að kalla alla fífl sem unnu í fjármálageiranum og mótuðu stefnuna þar. Að sjálfsögðu er raunveruleikinn flóknari en það.
En þeir sem hafa ekkert lært, og leitast við að endurreisa sömu vitleysuna, sem sannarlega er gjaldþrota, þeir eru fífl.
Það er ef maður vill vera jákvæður, og kurteis miðað við alvarleik málsins.
Þannig er nú það Nonni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2011 kl. 20:16
Nú spyr ég þar sem þú virðist vera duglegur að dæma aðra en sjálfan þig, hví ert þú ekki að predikera hvernig eigi að reka banka og stjórna landinu
Nonni (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 21:32
Elsku besti Nonni minn, ákaflega ertu illa læs.
Hér er enginn dæmdur, aðeins staðreyndum lýst. Ef ég væri að dæma menn sem náðu að gera þjóðum sínum það sem Stalín dreymdi um, að gera þær að öreigum, þá notaði ég ekki hlutlaust lýsingarorð á gjörðir þeirra.
Og svo ég kenni þér aðeins í rökhugsun þá felst ekki nein ávísun á hæfni í til dæmis formúluakstri, þá þú bendir ökumanna á að það sé margreynt að sá sem bakkar alla brautina, vinnur ekki keppni.
Afglöpin sem urðu í fjármálheiminum síðustu 2 áratugina eða svo, voru þrautprófuð í túlípanabólunni miklu í Hollandi á sínum tíma, og virkuðu þá ekki. Sú aðferð að magna upp verðmæti út úr ekki neinu, endar alltaf á einn veg, búmmmmmm.
Og allir afglaparnir sem komu okkur á hausinn, þeim var fullkunnugt um þessa staðreynd, þeim var kennt þetta fyrstu vikuna í námi sínu í viðskiptafræði. Restin af náminu fór svo í að læra hvernig ætti að gera hlutina, þeir fóru ekki eftir því.
Staðreynd sem þarf ekki að rífast um, tíminn er búinn að kveða upp sinn dóm.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2011 kl. 21:58
Það þarf ú að fara að rannsaka endurreisn bankanna, það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við þessa banka í dag, ég er vélfræðingur að mennt og starfa sem vélstjóri á ágætis skipi. ég hef alla tíð haft áhuga á hagfræði og get fullvissað ykkur um það að Landsbankinn, Arion og Íslandsbanki eru allir reistir upp á röngum áhættugrunni, þeir eru nefnilega fjárfestingarbankar á páppírunum (Tier 1). Þessi áhæætugrunnur byggist upp á hlutafé, yfirverð hlutafjár, víkjandi skuldabréfum og varasjóð. Það er engin hlutabréfamarkaður á landinu í dag, það kaupir engin víkjandi skuldabréf af íslenskum banka í dag og varasjóður eða óráðstafað eiginfé er ekki til staðar þar sem allt sem kemur inn umfram áætlaðar afskriftir fer beint til gömlu þrotabúanna, Tier 1 banki má ekki fá ríkisaðstoð að neinu tagi hvorki víkjandi lán frá ríki né seðlabanka og getur ekki endurmetið vexti á lán né yfirtekið félög og breytt skuldum í hlutafé. Tier 1 banki getur heldur ekki ákveðið gengi innan eigin sjóða en með því að selja eigin sjóðum félög og meta gengi innan félaganna himinhátt þá fá bankarnir há verð fyrir eignir sínar og ná að krækja í arð viðskiptavina eftir á.Ef stóru bankarnir ætla að nota sama áhættugrunn og sparisjóðir þá geta þeir gleymt því mælast með nokkuð sem heitir eigin fé. Byr er t.d. með 3 sinnum meiri afskriftareikning en sjálfur Landsbankinn
Valgeir Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:34
Ef einhver úr áhættustýringu Landsbankans er svo heppinn að vera læs á hagfræði þá ætla ég að skora á þann aðilla að skoða hvað gerist ef Landsbankinn væri settur á hlutabréfamarkað í dag, ég get lofað því að bankinn falli á innan við tveimur klst miðað við það að miða hlutaféð útfrá innborguðu hlutafé, þetta er engin smá feill, Þvílíkir andskotans bavíanar
Valgeir Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:52
Nú skal því haldið til haga að Ómar Geirsson er eitt af þeim fíflum sem draga þjóðina niður með neikvæðni. Og það er ekki hægt að fara fram á við fífl að þau skilji af hverju þau eru fífl.
Nonni (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:15
Blessaður Nonni minn.
Það liggur við að ég rukki þig fyrir kennslu í grunnatriðum rökfræðinnar.
Þegar einhver lýsir fyrir þér afglöpum þekktum afglöpum, sem höfðu geigvænlegar afleiðingar, þá kemur það skoðunum hans að öðru leyti ekkert við. Vissulega má gagnrýna orðnotktun, að lýsingarorði fífl sé alltof veikt miðað við alvarleika málsins, en skilst í ljósi þess að pistillinn var allur mjög hógvær og dróg úr í stað þess að segja hlutina hreint út.
Þú aftur á móti kallar mig fífl og þar sem þú hefur ekkert fyrir í þér, bendir ekki á hvar ég fer rangt með, bendir ekki á ákveðna hegðun eða annað, þá er þetta skoðun, án raka, en fullkomlega heimil. Tungumálið ætlast til að það sé notað.
En það er barnalegt hjá þér að nota orðið neikvæðni þegar er verið að fjalla um mjög alvarlega atburði. Það örlar svona á Furishima hugsun hjá þér "ha slys??? alvarlegt???, Nei nei". Málið er það Nonni minn að sá sem bendir á neikvæða hluti, alvarlega hluti, hann þarf ekkert að vera neikvæður, öfugur eða rétthverfur, eða annað sem þú álytkar út frá því sem bent er á. Þegar þú mætir sem vitni í réttarsal, þá máttu alveg benda á manninn sem þú sást myrða saklausan vegfaranda, þú verður ekki morðingi fyrir vikið, og svo framvegis.
Þetta er svona grundvallarhugsun sem þú lærir þegar þú verður stór Nonni minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2011 kl. 06:44
Takk fyrir þitt góða og fróðlega innslag Valbjörn.
Kveðja að austan.
PS Nonni. Ég þarf ekkert að vera jákvæður núna í morgunsárið þó ég notið orðið góður, og orðið fróðlegt. Innslagið var gott, og það var fróðlegt. Sem sagt faktur.
Ekki síðri kveðja en síðast.
Ómar Geirsson, 29.4.2011 kl. 06:47
Nonni ertu galinn! Hvað hefur þú frá þessum mafíustofnunum sem við höfum ekki? Arion, Íslandsbanki og nú er Landsbankinn að bætast við í lestina að feigðarósi bankakerfisins aftur eins og ég hef sagt áður á bloggi mínu að þeir stefna allir í þrot með framkomu sinni gagnvart almenningi!
Sigurður Haraldsson, 29.4.2011 kl. 22:57
þetta 260 milljarða króna lán frá þrotabúi Landsbankans er á þennan veg Nýi bankinn gaf út víkjandi skuldabréf til að byggja upp eiginfjárhlutfall sitt og þessi víkjandi skuldabréf áttu víst að fá ríkisábyrgð en það er mjög undarlegt ef nýi bankinn væri að nota Tier 2 þá þyrfti ekki ríkisábyrgð því þá gæti bankinn gefið út breytilegskuldabréf. Nýi Landsbankinn er minna virði en skítur úr ketti.
valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 14:33
Nákvæmlega Valgeir það er málið! Peningar verða ekki til í þessum stofnunum við vitum það og munum alltaf vita!
Sigurður Haraldsson, 1.5.2011 kl. 10:53
Það var verið að benda mér á útaf hverju ég hef aldrei náð inn greinum í viðskiptablaðið og morgunblaðið vegna klúðurs í endurreisn stóru bankanna. Sigríður Hrólfsdóttir sem er framkvæmdastjóri Árvakurs, hún situr í stjórn nýja Landsbankans. Þetta heyrði ég beint frá innanbúðarmanni í Landsbankanum.
valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 10:20
Enn og aftur takk fyrir þín fróðlegu innlegg Valgeir.
Kerfið sér um sig og sína, og það vill kæfa andóf.
En það ræður ekki við allan upplýsingalekann, leiðir almennings til að koma upplýsingum til fjöldans eru það víðfemar í dag.
Ég held að vandinn sé frekar doði almennings, að allur skíturinn hafi verið orðinn það mikill, að fólk hafi hreinlega lokað á frekari fréttaflutning. Og á því græðir kerfið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2011 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.