28.4.2011 | 14:37
Alvarleg augun er misjöfn milli ríkja.
Á Íslandi er það frétt að útsendari bresku leyniþjónustunnar í verkalýðshreyfingunni nenni ekki lengur að svíkja þjóð sína eftir Nei-ið í ICEsave.
Hans hlutverk var aðeins að stela allt að 1.000 milljörðum króna af þjóð sinni, um 2/3 af landsframleiðslu.
Og þar sem þjófnaðurinn tókst ekki, þá nenntu húsbændur hans í London ekki lengur að púkka upp á þjófinn.
Í Bandaríkjunum lak ungur maður upplýsingum á netið um leyndar gjörðir þarlendra stjórnvalda og var handtekinn um leið og upp komst um athæfi hans.
Og hans bíður dauðrefsing ef illa liggur á dómurunum sem fjalla um mál hans.
Samt stal hann engu, hvað þá að hann reyndi að gera land sitt gjaldþrota eða valda samfélagi sínu ómældu tjóni.
Hann er ekki þjófur, aðeins upplýsingalekari.
En samt ákærður til þyngstu refsingar.
Svona er lánið misjafnt, hvort menn fæðast í USA eða ICEsave landi.
En mikið vildi ég að hægt væri að skipta.
Kveðja að austan.
Fjölmiðlar kynni sér aðstæður Mannings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.