Ein stórfrétt eftir og hún mun koma.

 

Það voraði í ár, tré eru farin að springa út, og allt er það varnarbaráttu ríkisstjórnarinnar gegn heljartökum Veturs konungs að þakka.

Og Ruv mun hafa þetta sem sína aðalfrétt út allan maí mánuðu, ásamt ýmsum fréttaskotum þar sem erlendir ESB mektarmenn níða niður þjóðina og forsetann.

Og rökin verða mun pottþéttari en að eigna sér óbreytt lánshæfismat, þeir munu vísa í kallinn á kassanum í Hyde Park, sem hefur spáð ísöld síðustu 30 árin.   Og gat haft rétt fyrir sér, núna.

 

Stjórnmálamenn sem sérhæfa sig í að hafa rangt fyrir sér, líkt og öll framganga ríkisstjórnarinnar var í ICEsave málinu, þeir kætast alltaf þegar raunveruleikinn afhjúpar ruglið, því snilld þeirra felst í að benda á raunveruleikann, og þakka sér tilvist hans.

Því rétt áður en stund sannleikans rennur upp, þá hefst alveg svakaleg varnarbarátta gegn bullinu sem þeir sjálfir skópu, og sjá, varnarbaráttan skilaði miklum árangri.

Bullið gekk ekki eftir.  Það sem er, það er.

 

Og þeir komast upp með þetta, fólk tekur ofan fyrir svona rugludöllum, telur þá mikla menn og mikla baráttujaxla.  Mennina sem hindruðu, að það sem gæti ekki gerst, að það gerðist ekki.

Í tilviki Moodýs þá hefði markaðurinn hlegið af þeim ef fyrirtækið hefið látið múta sig til að lækka lánshæfimat Íslands því markaðurinn sjálfur var búinn að taka sína ákvörðun með því að lækka skuldatryggingarálagið eftir ljóst var að þjóðin tók ekki á sig ICEsave klafann.

Þarf ekki djúphugsuð til að fatta af hverju, sá sem skuldar minna, er líklegri með sömu tekjum til að standa í skilum með þegar tekin lán, en ef hann bætir á sig fjárkúgun ofaná það sem fyrir er.

Markaðurinn er læs, þegar það stendur skýrt í reglum ESB að það sé EKKI ríkisábyrgð á innlánstryggingum, þá veit hann að bretar fara aldrei í mál til að koma ICEsave klafanum með lögmætum hætti á íslenska ríkið.

Markaðurinn metur Ísland sterkara á eftir Nei-ið og Moodýs hefði ekki gert neitt annað en í sína eigin brók með því að ganga gegn hinu auljósa.

 

Og vorið á eftir  að koma, og ég ætla bara að nota tækifærið strax og þakka ríkisstjórninn, og þá sérstaklega þeim Steingrími og Árna Pál fyrir ötula baráttu þar um.

Hafi þeir mikla þökk fyrir.

 

Ég var orðinn leiður á vetrinum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Varnarsigur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gleðilegt sumar .

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.4.2011 kl. 08:38

2 identicon

Það eru ævintýralegar æfingar að ljúga því að ráðherrarnir tveir hafi fengið matsfyrirtækin til að breyta mati á Íslendskum efnahag. Sama lygin var viðhöfð varðandi AGS, sem var fyrir þjóðaratkvæðið búið að gefa yfirlýsingu um að Icesave-deilan hefði engin áhrif á samstarfið við Ísland. 

Við vitum að í upphafi Icesave-deilunnar höfðu nýlenduveldin mikil áhrif á ákvarðanir AGS. Bandaríkin stöðvuðu þann ljóta leik og áhrifa Breta og Hollendinga gætir ekki lengur innan AGS, enda vita allir að við þurfum ekki lengur á sjóðnum að halda.

 

Raunar hefur mörgum verið ljóst að við þurftum aldreigi á AGS að halda, en þá hefum við orðið að taka efnahagsmálin öðrum tökum. Við hefðum meðal  annars orðið að taka upp reglubundna peningastefnu undir stjórn myntráðs. Það vill valda-aðallinn ekki sjá, því að þá væri ekki lengur hægt að arðræna almenning með gengisfellingum.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 09:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, gleðilegt sumar, og hafi þeir þökk fyrir, Steingrímur og Árni að það er sumarveður, ekki snjókoma eins og undanfarna áratugi, á sumardeginum fyrsta.  Það er fyrir austan.

Loftur, AGS aðstoðar ekki þjóðir, hefur ekki gert í áratugi, þeir gera aðeins illt verra.  Og ræna og rupla að auki.

Og já, það er þörf á nýrri hugsun, fyrir löngu.

Og hún kemur með kalda vatninu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 10:57

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Já, ríkisstjórninni verður seint þakkað fyrir það að koma með reglulegu millibili til dyranna eins og hún er klædd, nánar tiltekið með allt niður um sig.

Daníel Sigurðsson, 21.4.2011 kl. 18:58

5 Smámynd: Elle_

EF OKKUR TEKST?????  Vá hvað þeir eru fáránlegir.  Ættu þeir ekki að leggjast flatir núna fyrir forseta okkar og okkur hinum sem sögðum NEI og aftur NEI??  Næst hundeltum við lygarana og rógberana eins og Ómar sagði undir síðasta pistli, fyrir að vinna hörðum höndum að að ljúga kúgunarsamning yfir okkur.  Við ættum að krefjast þess að þessir aumu lygarar víki og verði hundeltir og rannsakaðir ofan í kjölinn.  

Elle_, 21.4.2011 kl. 19:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Ætli hún sé í nokkru sem hún getur haft niður um sig.

En þetta er fyndið fólk, Steingrími var margoft bent á að það væri engin innistæða fyrir þessari hótun Moodýs, hún væri bretagreiði til að hafa áhrif á framgang bresku fjárkúgunarinnar, og núna þegar raunveruleikinn hefur staðfest að svo var, þá er hans aðal röksemd fyrir Moodýs ógninni, þeirra eigin orð.

Þetta væri eins og ég færi niður í bæ og tilkynnti öllum sem heyra vildu, að ég ætlaði að lyfta Hallgrímskirkjuturni, og fara með hann uppá Árbæjarsafn.  Steingrímur ætti leið fram hjá, segði "nei ekki gera það, það má ekki", og hann héldi áfram að tuða í mér alveg þar til að ég kæmi að turninum, og þegar ég gripi í hann, og hann náttúrulega haggaðist ekki, að þá gengi Steingrímur um, og kallaði "varnarsigur, hann lét Hallgrímsturn í friði, því ég lagði svo hart að honum að gera það ekki".

Og þetta yrði fyrsta frétt Ruv.

Steingrímur er reyndar skiljanlegur, en jarðsamband fréttamanna við heiðbrigða skynsemi, er fyrir löngu slitið.  Það eru jú þeir sem gera fíflaskapinn að frétt.

Og það er hið sorglega í málinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 23:12

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessluð Elle.

Ég vil nú bara að þessir menn fái hjálp á viðeigandi stofnunum, allt veruleikasamband er löngu horfið.

En rógbera vil ég hundelta, og þeir búa í útlöndum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2011 kl. 23:13

8 Smámynd: Elle_

Ómar, eins og ég hef örugglega sagt fyrr væri það alltof vægur dómur fyrir okkar verstu og þeir eru líka rógberar.  Hver á fætur öðrum hafa íslenskir JÁ-MENN komið og logið upp á okkur skuld sem við skuldum ekki, logið upp á okkur ríkisábyrgð, þjófnaði etc., kallað okkur ofstækismenn og öfgamenn fyrir að vilja ekki játast undir kúgunarsamninginn.  Jóhönnuflokkurinn þó örugglega fársjúkur, mestur VG og hjálparmenn eins og Jón Hannibalsson, Margrét Kristmannsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson, Vilhjálmur Þorsteinsson mega ekki sleppa með sinn róg og kúgunarviðleitni gegn samlöndum.

Elle_, 22.4.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband