8.4.2011 | 22:49
Vigdís lagði hundrað ára kvennabaráttu í rúst.
Deilur ber að leysa með samningum sagði Vigdís Finnbogadóttir og sagði já við kúgun og ofbeldi breta. Henni er sama þó ríkisstjórnin hafi reynt að loka sjúkrahúsum á landsbyggðinni til að safna í sarpinn handa bretum.
Deilur ber að leysa með samningum sagði sýslumaðurinn við vinnukonuna sem í árbyrjun nýrrar aldar kærði stórhúsbónda sinn fyrir nauðgun. Þú færð framfærslu með barni þínu í tíu ár. Höfðingjalega boðið, kannski, en á maður að sætta sig við nauðgun????
Þið vinnið bara lengur sagði verkstjórinn á saltfiskreitnum þegar verkakonur spurðu hann af hverju þær fengu hálft kaup fyrir sömu vinnu. Þegar þær fóru í verkfall, þá var þeim sagt að deilur bæri að leysa með samningum, og þær fóru í 60% af kauptaxta karla.
Við leysum þessi mál innan fjölskyldunnar sagði góðborgarinn þegar það spurðist út að stjúpsonur hans níddist á dætrum sínum. Við barnaverndunarnefnd sagði hann, deilur ber að leysa með samningum, ég skal sjá til þess að hann selji ekki dætur sínar.
Í langan langan tíma fengu konur að heyra þegar þær kvörtuðu yfir kúgun og ofbeldi, að þær ættu ekki að æsa sig svona, deilur bæri að leysa með samningum.
Það kostaði mikil átök, bæði bein og ekki hvað síst, andleg að kveða þessa bábilju i kútinn, að allt mætti, ef þú byðir sátt, eftir á. Að þú leystir deilur með samningum, þó þessar deilur væru í raun fínt orð yfir kúgun, ofbeldi, misrétti.
Baráttukonur voru hæddar, svívirtar, útskúfaðar vegna sannfæringar sinnar að samningar leystu ekki ofbeldi eða kúgun, að gerandinn gæti ekki keypt sig frá glæp sínum.
Í dag eru sannindi fortíðar hulin gleymskuhjúp, samtíminn man ekki misréttið og þá kúgun sem konur sættu, sérstaklega konur sem komu frá fátækum heimilum, eða sundruðum heimilum.
Réttur til lífs, jafn réttur til gæða samfélagsins, er hin viðtekin venja.
Enginn segir lengur að þú eigir að sætta þig við ofbeldi, því deilur eigi að leysa með samningum.
Svo kom ICEsave, svo kom Vigdís Finnbogadóttir, glæsilegasti ávöxtur kvennahreyfingarinnar.
Hún vill að íslenska þjóðin segi Já við kúgun og ofbeldi því deilur eigi að leysa með samningum.
Að þegar ofbeldismaðurinn níðist á fórnarlambi sínu, þá eigi fórnarlambið líka sök.
Fyrirmynd kvenna talaði eins og kvennakúgarar allra tíma hafa talað þegar upp komst um strákinn Tuma.
Hvað er þetta eitthvað mál, þú semur, og í samningum er fólgin viðurkenning á kúgun og ofbeldi.
Að fórnarlamb nauðgarans beri líka ábyrgð.
Þetta er svo sorglegt, svo sárt að sjá vitborið fólk styðja kúgun og áþján sinna minni bræðra og systra. Því elítan, fólkið sem hefur gefið Vigdísi kampavín, það mun ekki borga ICEsave.
ICEsave verður borgað með blóði, svita og tárum þeirra sem höllum fæti standa. ICEsave mun taka brauð af diskum barna einstæðra mæðra, en börn valdafólksins og ríka fólksins finna kannsk helsti muninn í að þau þurfa að nota IPodinn einu ári lengur.
Manneskjan sem maður bar virðingu fyrir, hún kaus kampavín og kavíar fram yfir fólk og sæmd.
Ég skammast mín samt ekki fyrir að hafa kosið hana í mínum fyrstu kosningum. Þá var hún sönn og réttlát.
Þá minningu fær enginn stolið.
Ekki einu sinni ICEsave fjárkúgun breta.
En ég er hryggur í dag, á þessum degi sigurs þegar andstæðingar þjóðarinnar hafa gefist upp, umvörpum, að þá skuli krosstré bresta.
In memoryum segi ég aðeins.
Vigdís var góður forseti sem ég var stoltur af.
Kveðja að austan.
Vigdís styður samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er ég ekki sammála þér Ómar - Mér fannst aldrei neitt varið í hana sem forseta - Ég man ekki til þess að hún gerði neitt að gagni fyrir þjóðina - setti niður aspir og tróð okkur inn í EES - Hún ætti bara að skammast sín og vera ekkert að gaspra í fjölmiðlum - og svo hún með himinhá eftirlaun í áskrift úr ríkiskassanum -
Kveðja að sunnan.
Benedikta E, 8.4.2011 kl. 23:25
Hrífandi pistill hjá þér Ómar
en harmrænn ... því Vigdís gat látið þetta vera
en margir hafa vafalaust ýtt við henni
svo hún virðist eitt stundarkorn hafa gleymt því
að þjóðin sjálf á núna að fá að segja sitt í friði.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:26
Hún hefur að sjálfsögðu rétt á að segja sitt álit eins og við hin en ég tel að það álit sé ekki rétt, ég tel einnig tímasetningu hennar á þessum ummælum afar skrýtna, rétt fyrir kosningu, held að þrýstingur ákveðinna afla hafi haft eitthvað með þetta að gera!!
Guðmundur Júlíusson, 8.4.2011 kl. 23:47
Aumkunarvert hjá Vigdísi að láta Elítuna nota sig svona. Fréttablaðið á morgun verður eflaust með þetta viðtal/tilkynningu frá Vigdísi í ofurstærð á forsíðu á morgun kosningadag,hafi Vigdís skömm fyrir.
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:50
Að tenja þessa skoðun Vigdísar Finnbogadóttir við kvennabaráttuna sýnir hversu áþreifanlega ringlaðir íslendingar eru í þessum málum. Að samþykkja samning sem í raun leysir okkur við allan kostnað af þessu ævintýri okkar í Bretlandi er mjög góður samningur í alla staði.
Jón Gunnar Bjarkan, 8.4.2011 kl. 23:57
Hún hefur verið að leika drottningu frá því hún var kjörin. Hún þekkir fátt annað en kampavínsboð aðalsins og hefur aldrei óhreinkað fætur sína á grasrótinni. Þekkir ekkert annað en að flytja út væmni og hálfvelgju á diplómatapassa. Hissa á að hún stingi ekki upp á því að gefa fólkinu kökur þegar það hrópar brauð eins og önnur tildurrófa forðum.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 23:59
Vel sagt Ómar - En að manneskjan sé með 4. millur á mánuði! Hvaða geðveiki er það?
Trausti (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 00:06
Magnaður pistill, Ómar. Vigdís hefði átt að sjá sóma sinn í því að opinbera ekki afstöðu sína.
Magnús Óskar Ingvarsson, 9.4.2011 kl. 00:08
Það er málið, ef hún hefi ekki opinberað skammsýni sína hefði hennar orðspor orðið fagurt eins og hún eflaust vildi. En með þessu hefur hún saurgað allt það sem hún þóttist standa fyrir. Vildi hún ekki vera forseti á friðarstóli? Nógu oft hefur Ólafur Ragnar verið skammaður og svívirtur fyrir að taka af skarið og láta til sín taka. Þar hefur líka heyrst hljóð úr horni frú Vigdísar. Í dag sté hún niður af sínum friðarstóli og ofan í drullusvaðið sem þetta Icesaveklúður er.
Í dag féll svartur blettur á þessa konu sem fólk hefur elskað og virt. Hún mun finna fyrir því blessunin að hún er ekki heilög kýr frekar en við flest. Hún er bara breysk eins og við hin. Súr biti að kyngja.
Reyndar kaus ég hana ekki, en það er önnur saga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 00:38
Ómar. Takk fyrir að tali máli einstæðu mæðranna.
Það gerði Vigdís ekki og er það mér hulin ráðgáta að hún lítilsvirði hlutlausan kosningarétt almennings með svona áróðri í veldi þess að hún er þekkt og virt.
Almenningur þarf alltaf að borga fyrir misgjörðir ráðamanna og bankaræningja, og einstæðar mæður borga bara hærri skatt af verkakvenna-laununum ef Icesave verður samþykkt. Og börnin líða fyrir misréttið í þjóðfélaginu.
Þessari pólitísku auglýsingu hefði Vigdís getað sleppt og verið virt áfram af þessari þjóð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2011 kl. 01:36
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Benedikta, hver heldur sem veldur.
Pétur, já, mér var ekki sama hvað ég sagði.
Guðmundur, ég véfengi ekki hennar rétt, hef aðeins skoðanir á honum.
Númi, það er hættan.
Blessaður Jón Gunnar, takk fyrir síðast.
Jón Steinar, að ölllu jöfnu þá hefði þetta aldrei hvarflað að mér, en núna????, best að hafa sem fæst orð þar um.
Takk Tausti, og takk Magnús, veit ekki alveg um þesar 4 millur, en þó hún væri kvart prósent, þá hefði hún samt sært mig.
Ásthildur, ég er sammála því að tengslin rofnuðu á einhverjum tímapunkti, en hvað olli veit ég ekki.
Anna, enn og aftur orðar þú hluti sem ég get ekki gert betur, vona að þú fyrirgefi mér tilvitnanir mína. En fátt meira hefð ég að segja fyrir utan það sem þú sagðir.
Og hef það mín lokaorð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2011 kl. 02:14
Ég er ein þeirra sem bar ótakmarkaða virðingu fyrir Vigdísi. Ég bar m.a.s. svo mikla virðingu fyrir henni að ég gat unnt henni þagnarinnar sem hún hefur kosið að sveipa um sig varðandi þær hörmungar sem dunið hafa yfir þjóðina á undanförnum misserum. En svo lætur hún draga sig fram nú! og það daginn fyrir kosningardag!
Dagur nær að kveldi kominn. Michael Hudson og Eva Joly búin að tjá sig bæði og þá kemur ein ósvífnasta kosningabrella sem ég hef nokkurn tímann orðið vitni af! Fyrrum þjóðhöfðingi sem naut virðingar nær allrar þjóðarinnar lætur hafa sig út í það að vinna að því að þjóðin afsali sér rétti sínum til að fá úr því skorið frammi fyrir dómstólum hvort okkur ber yfir höfuð að axla þennan samning!
Ég er slegin eins og Ómar. Ég er sjokkeruð yfir því að kona með þá dómgreind sem ég hélt að Vigdís byggi yfir óbrenglaðri af aldrinum skuli blanda sér inn í þetta mál með þeim hætti sem hún gerir. Hefði hún gefið út yfirlýsingu þessa efnis strax eftir að núverandi forseti vísaði nýju Icesave-lögunum til þjóðarinnar þá hefði gengt svolítið öðru máli. Ég hefði verið hissa. Hún hefði valdið mér vonbrigðum en hún hefði ekkert endilega misst virðingu mína.
Þetta hins vegar bendir til að hún hafi látið undan þrýstingi til þess að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna á morgun.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2011 kl. 02:41
Blessuð Rakel.
Það er margt görótt í ICEsave. Líkt og það væri ekki þessa heims.
Ég skil ekki dómgreindarleysið, og ég finn til með Vigdísi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2011 kl. 04:24
Sá sem tekur orð Vigdísar leikhúsfræðings fram yfir orð eins helsta sérfræðings heims á þessu sviði Evu Joly er augljóslega greindarskertur eða mjög treggáfaður að minnsta kosti. Það er álíka gáfulegt og að taka frekar mark á Jóni Viðar gagnrýnanda, en Kára Stefánssyni í erfðavísindamálum. Þjóðin er ekki alveg svona vitlaus sem betur fer. Ég treysti þjóðinni minni til að fylgja samvisku sinni og breyta rétt.
Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 06:13
Ómar. Ég meinti hvert orð og gott að þú virðir mínar skoðanir svo mikils að þú viljir birta þær eftir mér.
Ég tel að kannski sé ekki sé allt eðlilegt við þessa yfirlýsingu Vigdísar frekar en margt annað í hennar valda og frægðarferli og vorkenni henni ef svo er? Hún sagði að mjög hart hefði verið lagt að sér að koma fram með þessa pólitísku yfirlýsingu? Hver lagði hart að henni og hvernig?
Hann er nefnilega svo vanþroskaður, miskunnarlaus og grimmur þessi valda-peninga-Mammon, og maður þekkir ekki svörtu hliðarnar nógu vel til að skilja hversu alvarlegar eineltis-hótanirnar geta verið. Við verðum að gera ráð fyrir því versta í fjölmiðla-rændu landi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2011 kl. 21:18
Anna Sigríður hvar kom þetta fram?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.