8.4.2011 | 20:30
Hvaða vírus lagðist á íslenska rithöfunda????
Einar Már Guðmundsson afsakar Nei-ið sitt, sjálfsagt af tillitssemi við andans menn sem fylgja flokknum í Hel er forystan krefst þess.
Einar Kárason þurrkar út 20 ára andstöðu við auðöfl og spillingu og segir Já.
Hallgrímur Helgason notar skáldgáfu sína til að yrkja óð til breta, Britsave.
Og Guðmundur Thorsson, hann baðst afsökunar á að hafa stutt þrælkun þjóðar sinnar í ICEsave 2, bara til þess eins að mæta með öll sín órök fyrir sama þrælasamning, núna kallaður ICEsave 3.
Af hverju vita rithöfundar ekki um hvað mennska snýst???
Að maður segi Nei, óháð einhverju hagsmunamatsvog, þar sem krónur og aurar eru látnir skera úr.
Þú segir nei við kúgun, Nei við Nauðgun, Nei við IcEsave. Og þú þarft ekki að útskýra Nei-ið.
Maður útskýrir aldrei af hverju maður er ekki ómenni eða siðlaus útrásarvíkingur.
Steinn Steinar, hinn íslenski Nostradamus, orti ljóð um þessa hjarðhegðun nútíma rithöfunda.
Og fyrir mörgum árum einu sinni.
sem ungur sveinn þú stóðst við garðsins hlið,
og fannst, að eitthvað féll úr hendi þinni,
sem farsæld þín og heill var bundin við.
Það hvarf, það birtist byrgðist aftur sýn,
skein bjart mót sólu, huldist dimmum mekki.
Hvað hjálpar vit og hreysti og dirfska þín:
Þú hleypur ævilangt og nær því ekki.
Að sjálfsögðu heitir þetta kvæði, Vísa fíflsins.
Og hún á vel við það fólk sem heldur að það þurfi að afsaka Nei-ið sitt.
Eins og það hafi ekki lært í uppeldi sínu að þekkja muninn á réttu og röngu, um hvað má, og hvað má ekki.
En fíflið eltir endalaust villuljós frægðar og frama í húsakimum auðmanna. Það heldur að það sé að missa af einhverju ef því er ekki hrósað og hampað í glitri gimsteina galakjóla.
Á meðan situr einstæð móðir og á ekki fyrir salti í grautinn.
En hún segir Nei við ICEsave, þó hún muni ekki einu sinni eiga graut til að setja saltið út í.
Því hún á börn, og mun ekki selja framtíð þeirra vegna stundarhags.
Hjartað hennar segir Nei við ICEsave.
Hún þarf ekki önnur rök.
Kveðja að austan.
Já við Icesave væri uppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 20:46
Hrærð,seinustu línum þínum svipar til kæðisins ,,Ekkjan við ána,,.(-:
Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2011 kl. 21:23
Leiðrétta ,,kvæðisins,,
Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2011 kl. 21:25
Takk stöllur.
Helga, þekki ekki til þess, en kannski er málið sammannlegt.
Þetta snýst allt um mennsku þegar kjarninn er skoðaður.
Og þegar ég var ungur, kannski aðeins yngri en þið, þá stóðu skáld með fólki. Ekki nösinni.
Vonandi rennur upp sá tími aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 22:52
Flottur Ómar. Þú virðist kunna Stein utanað? Það gerði ég líka í eina tíð en nú er ég farinn að ryðga og þarf að fletta upp annað slagið.
Magnús Óskar Ingvarsson, 9.4.2011 kl. 02:37
Blessaður Magnús, ég er nú með ljóðabók hans á skrifborðinu. En í dag var bankað upp og ljóðin streymdu fram.
Það var ekki minn vilji.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2011 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.