"Að vera laus undan öllum skuldbindingum"

 

Segir Bjarni Ben enn einu sinni.  Og enginn skilur manninn.  

Ekki getur hann átt við kröfu breta, hún er ólögvarin svo ég vitni í núverandi formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson.

Hvað skuldbindingu á hann þá við??'

Ekki N1, því hann á ekki það fyrirtæki lengur.

Í raun skilur enginn Bjarna Benediktsson í dag.  Þess vegna langar mig að vitran í frænda hans, Björn, sem er eldri og vitrari og kann að tjá sig svo aðrir skilja. 

 

"Hugmynd Steingríms J. um hina „glæsilegu niðurstöðu“ byggðist einmitt á þessari sömu hugsun fyrir tveimur árum. Þá talaði hann einnig um að hann ætlaði að ýta undir efnahagsbata og hagvöxt.

Síðan hefur allt farið á verri veg vegna þess hve illa hefur verið stjórnað en ekki vegna Icesave. Með því að segja nei í kosningunum 9. apríl höfnum við því ekki aðeins að gangast í ábyrgð á skuldum annarra heldur stöndum á rétti okkar og vekjum von meðal þeirra þjóða sem verið er að festa í skuldafjötra vegna ábyrgðarleysis fjármálastofnana og skuldabréfaeigenda.

Við einangrum ekki íslensku þjóðina heldur skipum henni í fremstu röð þeirra sem óttast ekki heljartök fjármálavaldsins í hvaða mynd sem það birtist."

 

Ég held að þeir eigi eitthvað órætt frændurnir.

Sem eldri og reyndari ætti Björn Bjarnason að útskýra ICEsave fyrir litla frænda sínum.  Slíkt gerir maður þegar villigötur blasa við ungviðinu.

Sem Bjarni Ben er óhjákvæmilega á pólitiska leiksviðinu.  Nýr og óreyndur, heldur að orð gærdagsins gleymist ef hann skiptir um vað i miðri á.

 

Og svo annað, þjóðin væri ekki klofin nema vegna stuðnings Bjarna við hina bresku fjárkúgun.  Lungað af Já liðinu kemur úr flokkstrúa kjarna Sjálfstæðisflokksins.

Ef ekki sá stuðningur, þá hefði þjóðin unnið 98-2, alveg eins og siðast.

Bjarni Ben gæti þvi hindrað klofning þjóðarinnar með því að hlusta á Björn frænda sinn, og sína innri samvisku.

Því í dag er Bjarni fölur og fár, en þegar hann reis upp gegn kúgun breta undir forskriftinni, "Gjör rétt, þol ei órétt", þá var hann heill og sannur og sjálfstraustið blasti við öllum.

 

Týndi sonurinn þurfti aðeins að koma heim til að sameina fjölskylduna, ef Sjálfstæðismenn myndu endurheimta sinn formann, þá yrði aftur kátt í Valhöll.

Og klofningur þjóðarinnar aðeins martröð ein.

Vitna í Stein Steinar.

 

Ég viðurkenni mína  synd og sekt:

ég sveikst frá öllum skyldum heiðvirðs manns

og elti vafurloga heimsku og hjóms

um hrjóstur naktra kletta og auðnir sands.

 

Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf!

Heim kemst að lokum allt, sem burtu fer.

Ég drjúpi höfði þreyttu í þögn  og bæn:

Þú ert ég sjálfur.  Fyrirgefðu mér.

(Úr ljóðinu Afturhvarf)

 

Það er aldrei of seint að iðrast Bjarni og sameina flokk þinn að baki þér.  Og þér mun verða fyrirgefið.

En eftir Nei-ið  á morgun er það um seinan.  Þá mun sandur tímans má út öll þín spor.

Sem er sorglegt því þinn tími er ekki kominn og þú ert drengur góður.

 

Segðu Nei við ICEsave, og segðu þjóð þinni frá þínu Nei-i.

Þú ert maður, ekki lægja.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hörmulegt að þjóðin sé svo klofin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Aldrei klikkar Steinn Steinarr.

Magnús Óskar Ingvarsson, 8.4.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 277
  • Sl. sólarhring: 830
  • Sl. viku: 6008
  • Frá upphafi: 1399176

Annað

  • Innlit í dag: 235
  • Innlit sl. viku: 5090
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 223

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband