8.4.2011 | 16:00
Undanhald samkvæmt áætlun.
Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður
af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.
Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,
sýndist mér stundum þó von minni í flestu geiga.
Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu
í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,
þótt einhverjum sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.
Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.
Þetta ljóð eftir Stein Steinar kom upp í huga minn þegar ég hlustaði á Steingrím. Illa ætla þessir kumpánar, þjóðin að fara með þennan góða dreng. En hann á svar, hann flýr og áður en hann veit af er hann búinn að ná þjóðinni, og leiðir vörn hennar gegn kúgun breta.
Já, Steinn Steinar var ekki bara snillingur.
Hann var líka sannspár.
Kveðja að austan.
Óvíst hvort kjósa þyrfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 21
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 2040
- Frá upphafi: 1412739
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1793
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll við verðum að koma þessum landráðamönnum frá sem eru í sandkassanum á Austurvelli hið bráðasta tíminn er komin!
Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 16:14
Blessaður Sigurður.
Ef undanhald Steingríms á ekki að heppnast, þá þarf þjóðin að grípa inn í.
Og vonandi gerir hún það.
En tókstu eftir uppgjöfinni, hann reynir ekki einu sinni að brýna sitt fólk, talar aðeins um völd sín eftir Nei-ið.
Svo skilja menn ekkert í þessum á Fílabeinsströndinni.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 16:39
Er ekki að losna fjármálaráðherrastaða í Portúgal? Skellir Steingrímur sér ekki bara í það, tekur Icesave með sér og bókfærir þar. Þá opnast allar lánalínur á Portúgal þegar þeir borga Icesave ! Fjármálakrísan í Evrópu gufar upp við þetta og Steingrímur fær styttu af sjálfum sér í Brandenborgarhliðinu. Bjargvættur Evrópu, ekkert minna. Lánum kallinn í þetta, engin spurning.
Rekkinn (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 16:55
Blessaður Rekkinn.
Sumt vildi maður sagt hafa, þetta er eitt af því.
Takk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 16:59
Steinn Steinarr, allra tíma snillingur. Allir vildu Lilju kveðið hafa var sagt fyrr á öldum og það á við enn í dag, því ekkert er nýtt undir sólinni.
Magnús Óskar Ingvarsson, 8.4.2011 kl. 17:19
En,strákar.54% þjóðarinnar eru bara sundurlyndisdraugar.Burt með þetta fólk.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 17:30
Aumingjans aumingja Steingrímur ...
hann er eins og hundur
sem hleypur endalaust
aflokaðan já ... hringinn
af eigin skotti og kjafti.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 17:53
Blessaðir félagar.
Magnús, en vissir þú að hann væri spámaður???
josef, ha??? ha??????
Pétur, núna er það lýríkin, loksins kom ég henni að. Hún segir meira en þúsund orð.
Og meira er á leiðinni, eða réttara sagt komið, og hugsanlega meira á leiðinni.
Kveðja að ausan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 18:10
??? Var nú bara að vitna í félagsmálaráðherrann.Á að vera grín.eEn kannski djúpt á því.
josef ásmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 19:17
Og nú ætlast Steingrímur til að við trúum að hann muni verja okkur. Góður Steingrímur, bara drepfyndinn og alltof seinn. Michael Hudson og aðrir góðir menn munu verja okkur. Þar færð þú hvergi að koma nálægt með ICESAVE-STJÓRNINA.
Elle_, 8.4.2011 kl. 22:47
josef mig grunnti það, en á vígadögum vilja menn vita vissu sína, núna skil ég þig strax.
Elle, við þurfum ekki Hudsson, þú og Jakobína, ásamt fleiru góðu fólki munum sjá til þess að við leggjumst á eitt.
Og sigrum tregðuna.
Á meðan bið ég að heilsa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2011 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.