8.4.2011 | 15:03
Er Áframhópurinn komin í verktöku??
Halda menn virkilega að öfugmæli tali niður staðreyndir??? Að ef nýtt orðalag sé fundið á afneitun, þá láti fólk blekkjast???
Ef Spánn væri ekki að falla, þá væru þessi ummæli ónauðsynleg. En ekkert getur hindrað fall Spánar, ekki einu sinni þessi skýru skilaboð til Brussel um að fall Spánar hafi í för með sér dómínóáhrif. Vissulega er það rétt að fall Spánar mun gera franska banka gjaldþrota í umvörpum og næsta víglínan gegn hruni Evrunnar verði dregin við Signu. Ekki gegn Þjóðverjum í þetta sinn, heldur hættunni úr suðri, falli Miðjarðarhafslanda Evrópu.
Og þessi lönd féllu út af einni ástæðu, og aðeins einni.
Evrunni. Hún endurspeglaði ekki styrk efnahagslífs viðkomandi þjóða, heldur styrk þýsku hagvaxtarvélarinnar. Þess vegna myndaðist falskur kaupmáttur og eignabóla sem aðstreymi ódýrs lánsfjár kynnti undir.
Núna er komið að skuldadögum og þrældómur bíður íbúa Miðjarðarhafslanda Evrópu. Dálítið kómiskt að á sama tíma og harðstjórar falla Afríku megin, þá koma lestir þrælakaupmanna frá Brussel og setur allt mannlíf í skuldahlekki evrunnar.
Næsta bylting við Miðjarðarhafið verður gegn hinu hataða Brusslevaldi og í kjölfarið hrynur Evran.
Á Íslandi láta Áframmenn eins og það sé ennþá 1967, að breytingarnar í Evrópu séu ennþá í árdaga. Og núna ætla menn ekki að missa af Evrópulestinni, þess vegna vilja þeir samþykkja ICEsave svo landið njóti góðs af uppganginum í Evrópu, og ávinninginn af sameiginlegum gjaldmiðli.
Svo bulla menn út í eitt, alltaf fastir í fortíðinni, neita að horfast í augun á þeim staðreyndum sem við blasa. Skuldakreppu, fjármálakreppu, auðkreppu.
Og einu rök þeirra fyrir ICEsave lyginn er sameining við evruna sem er í andarslitrunum.
En það kómíska er að Áfram liðið er ekki eitt um öfugmælin, margir stórir kallar berja á brjóst sér og æpa á staðreyndir, halda að óhljóðin breyti þeim.
En það sem var, er farið. Vesturlönd eru að glíma við vandamál sem þau hafa aldrei þurft að glíma við áður. Enginn veit hvað mun gerast.
Aðeins heimskingjar taka á sig skuldir vegna þess að það er svo bjart framundan, að hagvöxtur lánanna muni borga þau öll til baka.
Þessi söngur útrásarinnar er öfugmæli sem tíminn hefur dæmd ómerk.
Velmegun byggist á fólki og athöfnum þess, ekki á skuldaþrældómi almennings og ávöxtun lánanna. Lán er eins og alsæla, vekja mikla gleði um stund, en fráhvörfin eru banvæn.
Við lifðum af síðustu fráhvörf. Við megum ekki við öðrum.
Þetta veit skynsamt fólk og mun því umvörpum mæta á kjörstað og kjósa gegn firringu lánasukkarana.
Fólk mun hafna skuldum og í kjölfarið krefjast uppstokkunar á íslenskum stjórnmálum.
Því við höfum fengið nóg.
Við viljum framtíð án skulda, framtíð án braskara.
Við viljum framtíð sem við sjálf mótum með dugnaði okkar og atorku. Þvi við vitum að öll önnur framtíð er blekking, sjónhverfing sem gengur ekki upp.
Við segjum Nei við IcEsave.
Við eru fólk, ekki fífl.
Kveðja að austan.
Spánn stífla sem verndar evrusvæðið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætlaði einmitt að fara að blogga nákvæmlega þetta, en þú tókst af mér ómakið.
Libertad, 8.4.2011 kl. 16:06
Það er eitthvað svo líkt með Brussel og Vatíkaninu á miðöldum. Guðinn er bara mammon í þetta sinnið. Stjórnmálamenn eru ekki lengur fulltrúar fólksins heldur lobbyistar græðgisaflanna sem ætla sér allt og meira til. Lénsveldið skal komast í endurnýun lífdaga þar sem leppkóngar, lénsherrar og prinsar elítunnar lúta Wall Street og City. Vatíkanið í Brussel sér um trúboðið með glóandi töngum.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 16:22
Já, ég er góður strákur Libertad. Og dropinn holar steininn.
Samt ekki beint að þér Jón Steinar, sé að þú ert búinn að fyrirgefa mér atið frá því í gær.
Ég er algjörlega sammála þér, tel þetta ekki lengur snúast neitt um fortíðina, eða skiptingu hennar í hægri og vinstri, heldur fólk, og svo eitthvað sem er allt annað.
Það er svo margt sem sameinar gamla fjendur eftir gömlu víglínunum. Og vígstöðvarnar eru allt aðrar í dag en þær voru í den.,
Ég held nefnilega að eina samsvörun sem ég þekki úr sögunni, er þegar frjálsir menn Norður Evrópu gengust undir ok lénsins og lénsvaldsins. Og það tók þá aldir að ná aftur rétt sínum.
Svo sagan endurtaki sig ekki þá segjum við Nei við ICEsave, Nei við AGS, og Já við framtíðinni. Þvi við erum fólk framtíðarinnar.
Lénsvald græðgisaflanna er myrk arfleið fortíðarinnar.
Við höfnum þeirri arfleið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 16:37
Þetta gerðu menn haustið 2008, þannig að spurningin er sú, lærðu menn ekkert að falli bankanna hér á fróni?
Brynjar Þór Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.