Gefum almenningi um allan heim von.

 

Segjum Nei við ICEsave.

Nei við þá hugsun að moldrík yfirstétt fjárbraskara geti velt sér í hóglífi og munaði á meðan almenningur fær reikninginn af klúðri hennar og braski.

Að almenningur sitji uppi með þær kennitölur sem skulda en hagnaðurinn sé eftir á kennitölum auðmanna.

Segjum Nei við þeirri hugsun að fyrir nokkrar milljónir sé sjúkrahúsum lokað á meðan alltaf er svigrúm til að bæta á almenning skuldum auðjöfra.

Segjum Nei við þeirri hugsun að skuldir gangi fyrir grunnþjónustu almennings, að það sé hægt að neita fólki um menntun eða heilsugæslu þó það greiði fullan skatt til samfélagsins.

Ef skuldir ríkja ná því marki að ekki sé hægt að borga þær án þess að ráðast að almennri grunnþjónustu, þá er ekki hægt að borga þær, þá á að afskrifa þær líkt og gert er hjá stórfyrirtækjum og bröskurum.

Skuldir má aldrei greiða með skuldaþrældómi almennings, skuldir má aldrei greiða með blóði almennings.

 

Þess vegna segjum við Nei við ICEsave. 

Því þá erum við að segja Nei við hinni nýju skurðgoðadýrkun, að skuldir séu ósnertanlegir guðir.

Og þar með gefum við þjáðum almenningi skuldalandanna kennda við evru, nýja von.  Von um að lífið sé til þess að lifa því en ekki til að borga skuldir annarra, auðfólks og valdaelítunnar.

 

Umheimurinn horfir til Íslands.

Umheimurinn væntir þess að mótspyrnan gegn illskunni hefjist á Íslandi.

Og breiðist þar um allan heim.

 

Uppfyllum þær væntingar og segjum Nei.

Við erum fólk, ekki þræla.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er að rætast það sem ég sagði þér fyrr í vetur. Umheimurinn horfir til Íslands og fólk ber þá von í brjósti að Íslendingar ryðji brautina í baráttunni við kúgun fjármagnsins. Ef við segjum stórt NEI, þá mun ferðamannastraumurinn verða svo mikill til landsins. Fólk mun vilja koma til Íslands og sjá  hetjurnar sínar.

Hætta verður á að það vanti  gistirými fyrir þennan fólksstraum til okkar, og þá reynir  á gestrisni alþýðufólks inn á þeirra heimili.

Eggert Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 12:06

2 identicon

Bý úti í Noregi og hef ekki orðið var við að augu Norðmanna séu á íslandi út af þessu máli.Raunar hafa þeir ekki hugmynd hvað hvað þetta Icesave er.Hafa aldrei heyrt um það.Held það hljóti að vera eitthvað svipað annars staðar.En við segjum NEI á morgun .Ekki spurning.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 12:07

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir pistilinn og baráttuna síðustu vikur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 12:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Josef, sannar aðeins hið fornkveðna, Noregur er útkjálki.

Takk Friðrik,

Eggert, þarna slærð þú mér við, en já ég man að þú sagðir þetta, og ég brosti jafn mikið þá eins og ég geri núna.

Því svona hugarfar, eða andi er það sem þjóðin vantar.  Að vera maður er ekki erfitt, verkefnin eru aðeins misjafnlega þung.  En mannleysan kallar allt erfiðleika, óyfirstíganlega erfiðleika, og leitar í skjól, jafnvel þó í skjólinu sé verið að hamra þrælahlekki.

Við segjum Nei, jafnt á Íslandi sem út í Noregi, um allan heim er sagt Nei, og í geimstöðinni líka.

Því við erum fólk, ekki þrælar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 13:25

5 identicon

Tengdarpabbi er Þjóðverji, og mikill fjármálagrúskari, og svo gamall kaupmaður. Við spjölluðum um þetta, - hann þekkti málið, enda ekki Norðmaður (hehe)

Honum fannst það sjálfsagt og eðlilegt að ekki króna af þessu félli á skattgreiðendur.

Fólk tók sjálfstæða ákvörðun um það að setja fé inn á reikninga sem eru með ákveðna tryggingu. Allt gert í gegnum tölvu. (Sem hann kallaði "blöde Kiste"). Það stendur hvergi að það sé þjóðarábyrgð að baki, enda væri slíkt fásinna. Nú, ef maður er svo vitlaus að taka sjéns og tapar svo, þá....er það bara persónulegur skaði. Tapað í Kasínó. "Pech gehabt".

Mig grunar að við fellum þetta og skrifum nýjan kafla í þorskastríðsanda í söguna. Það verður skálað fyrir Nei-inu á Írlandi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 15:33

6 identicon

Heill og sæll Ómar

Þetta er stóra málið: 

Skál fyrir jákvæðu

en dúndrandi NEI-i

Pétur Örn Björnsson / JJJ (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 17:38

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar.

Ég fékk póst frá Trieste sem sagði að þar segðu allir Nei.

Ef við myndum víkka út kjörskrána, þá sæi umheimurinn úrslit sem aldrei hafa sést áður.  

Hjá þrjúhundruð manna þúsund þjóð, segðu 330 milljónir Nei.  

Það myndi fara í sögubækurnar.

Og skál félagar, aldrei of seint að byrja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 18:18

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

Saell Omar nu er thessu ad ljuka eg er buinn ad kjosa mitt nei vonandi verda nidurstodurnar afgerandi

og mig langar til ad takka ther Omar fyrir tina barattu og gagna oflun og alla thessa vinnu sem thu hefur lagt i gagnaoflun og thin skrif herna

an manna eins og Omars vaerum vid illa stodd i Icesave barattuni

kvedja ur sudurhofum

Magnús Ágústsson, 9.4.2011 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband