7.4.2011 | 23:38
Já hún Jóhanna blessunin.
Einhvern veginn nær hún ekki taktinum í umræðunni, líklegast þess vegna sem henni var sagt af almannatenglinum að halda sig til hlés. Skoðum aðeins "vitið" í þessari rökfærslu hennar. Munum að það varð Hrun, og erlendir kröfuhafar töpuðu stórfé á viðskiptum sínum til íslenskra banka. Og Hrunið sprengdi skuldastöðu margra fyrirtækja sem voru of skuldsett í góðærinu af ýmsum ástæðum.
Kreppa er því eðlileg afleiðing þess, og sem slíkt engum að kenna, nema þá Hruninu, svona almennt séð. En Jóhanna, hún sér bæði skýringuna og hún á lausnina.
"Lausn deilunnar skiptir samfélagið gríðarlegu máli, sagði Jóhanna. Þá fyrst getur ríkissjóður sótt sér fjármögnun á erlendum vettvangi. Þá fyrst getur Seðlabankinn vænst þess að aflétta gjaldeyrishöftum á eðlilegum hraða. Þá fyrst sjá menn fyrir endann á fjármögnun Búðarhálsvirkjunnar og þær 80 milljarða framkvæmdir sem hanga á þeirri spýtu verði að veruleika. Þá fyrsta geta sveitarfélög, orkufyrirtæki og fyrirtæki sem hyggja á framkvæmdir eða endurfjármögnun skulda vænst þess að úr rætist. Þá fyrst geta menn vænst þess að hagur íslenskra fyrirtækja og heimila fari að vænkast á ný. Um þetta kjósum við í raun í atkvæðagreiðslunni um Icesave. Verði svarið nei muni lánshæfismat hinsvegar lækka og setja Ísland í ruslflokk. "
Á einhvern óskiljanlegan hátt tekst Jóhönnu að setja ICEsave í forgrunn alls sem gerðist, og á eftir að gerast.
Ef ICEsave væri orsök þess ástands sem hér er, þá mætti hugsanlega stilla málinu svona upp. En kreppan í dag er afleiðing af fjármálahruni og flest okkar vandamál tengjast því. Þó Landsbankinn hefði ekki verið með nein innlán í Bretlandi, þá værum við samt i þessari stöðu.
En hún er verri vegna ICEsave er þá sagt.
En er það endilega rétt??? Fjármálahruni fylgir kreppa, það er staðreynd og það þarf ekki einu algjört bankahrun til þess að lönd lendi í skuldakreppu og miklum samdrætti. Og erlendir sérfræðingar hafa bent á að Ísland hafi verið furðulega fljótt að ná jafnvægi og þá í kjölfarið viðspyrnu. Miðað við önnur lönd sem eru að glíma við miklar skuldir og mikinn samdrátt.
Samt erum við með óleysta ICEsave deilu, en þau vita ekki hvað IcEsave er.
Og þessi lönd lentu i kreppu, þrátt fyrir að standa ekki í deilu við breta um ICEsave.
Hvað segir þetta hugsandi fólki???? Jú, núverandi ástand hefur ekkert með ICEsave að gera, orsakir kreppunnar er Hrunið og afleiðingar þess.
En lausn ICEsave hindrar endurreisn landsins.
Gott og vel, hvað felst í þeirri hindrun??? Afnám gjaldeyrishafta er eitt sem Jóhanna minnist á. Hver eru rökin þegar Seðlabankinn er þegar búinn að tilkynna að þau verði næstu 5 árin??? Vilja menn meina að þau verði þá lengur, kannski í 10 ár, 15 ár??? Burtséð frá þeim rökum sem hafa verð færð fyrir því að ICESave samningurinn kalli á höft sökum tengingu greiðslna úr þrotabúinu við fasta krónutölu, þá er ljóst, að enginn getur sagt til um hvort Seðlabankinn þurfi að framlengja gjaldeyrishöftin eftir 5 ár, gjörsamlega óháð því hvort ICEsave verði samþykkt eður ei.
Jóhanna minnist á að ICEsave sé forsenda þess að ríkissjóður geti sótt sér fjármagn á erlendum lánamörkuðum. Hvað hefur hún fyrir sér í því??? Ekki þýða auknar skuldir að það sé auðveldara að fá fjármagn. Og hún gerir sér örugglega grein fyrir því. Þess vegna hlýtur tenging hennar að vera við að erlendir bankar setji ICEsave sem skilyrði fyrir lánveitingum til Íslendinga.
En hvað hefur Jóhanna fyrir sér í því?? Hver eru hin raunverulegu rök þar um??? Munu sem sagt erlendir bankar fyrirgefa Íslendingum ef þeir greiða ICEsave fyrir breska ríkissjóðinn?? Verða þá neyðarlögin gleymd og grafin???? Allt hugsandi fólk sér að hér er fullyrt án nokkurra tengingar við raunveruleikann, það liggur ekkert skilyrt lánsloforð fyrir, erfið samskipti vegna neyðarlaganna stafa einmitt af IcEsave forganginum og svo framvegis. Og svo veit enginn um þróun erlendra lánamarkaða. Þetta eru allt getgátur þar sem fyrirfram gefin niðurstaða stjórnar rökfærslunni.
En mesti húmorinn er í þessari setningu, hún er hreinlega óborganleg.
"Þá fyrsta geta sveitarfélög, orkufyrirtæki og fyrirtæki sem hyggja á framkvæmdir eða endurfjármögnun skulda vænst þess að úr rætist. "
Í dag komu fréttir um að Hafnarfjarðarbær gæti ekki endurfjármagnað sig, hvernig tengist það ICEsave???
Hvernig tengist vandi Orkuveitunnar IcEsave. Þegar Reykjavíkurborg greip inní til að forða henni frá greiðsluþroti, þá sögðu skoðanakannanir að IcEsave yrði samþykkt. Samt fékk Orkuveitan ekki endurfjármögnun. Og hefur lýst því yfir að hún ætli ekki í framkvæmdir næstu árin á meðan skuldastaðan er svona erfið. Og þessi erfiða skuldastaða er Hruninu að kenna, það er erlend lán fyrirtækisins margfölduðust. Og það voru framkvæmdir góðærisins sem skópu upprunalegu skuldastöðuna. ICEsave kom þar ekki við sögu.
HS Orka er fyrir gerðadóm þar sem Norðurál vill að hún virki, en hún segist ekki geta það á þessum verðum. Hún á líka í erfiðleikum með að endurfjármagna sig og stendur líklegast verst af orkufyrirtækjunum því eigandi hennar á ekki bót fyrir boru sína. Hún mun ekki framkvæma eitt eða neitt nema til komi hagstæðari orkusamningar, og nýtt fjármagn inn í fyrirtækið.
Og ICEsave, já eða nei, kemur því máli ekkert við.
Og hvað önnur fyrirtæki varðar, þá hefur það sýnt sig að þau fyrirtæki sem ráða við skuldir sínar, og hafa ekki látið erlenda kröfuhafa afskrifa hjá sér skuldir, að þau fái lán. Hin fá það ekki og aftur er ekkert orsakasamhengi við ICEsave, heldur Hrunið og núverandi skuldastöðu.
Síðan er stóra spurningin, hvað var það sem kom okkur á hliðina???
Var það ekki of mikil skuldsetning, bæði banka og stærstu fyrirtæka landsins???
Er einhver lógík í að taka á sig ríkisábyrgð upp á óvissa upphæð, til að geta hafið nýtt lánafyllerí??
Og er einhver lógík í að lánveitendur hætti að miða við fjárhagsstöðu þess sem fær lánað, og spyrji þess í stað, tekur þú þátt í að borga ICEsave???
Ég veit það ekki, vissulega fagna einhverjir svona málflutningi, en það er hvort sem er þegar ákveðið Já fólk.
En hvort hann hafi áhrif á óákveðna, það finnst mér ekki miklar líkur á. Vegna þess að það móðgar heilbrigða skynsemi fólks að sjá svona tengingar sem standast ekki.
þetta virkar frekar þannig að ICEsave er notað sem blóraböggull alls sem miður hefur farið, og síðan sé öll endurreisn tengd við lausn þeirrar deilu. Það mætti halda að önnur lönd Evrópu sem eru að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt í hendurnar á AGS, að þau eigi enga von viðspyrnu og endurreisn efnahagslífsins.
Af hverju??? Jú þau eiga ekkert óleyst ICEsave mál til að koma hjólum efnahagslífsins að stað.
Þeirra vegna skulum við vona að svo sé ekki, að endurreisn þjóða ráðist af efnahag þeirra og framleiðslu ásamt ytri horfum í alþjóða hagkerfinu.
Annars hefðu bretar ægivald yfir heimsbyggðinni.
Kveðja að austan.
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Í dag komu fréttir um að Hafnarfjarðarbær gæti ekki endurfjármagnað sig, hvernig tengist það ICEsave??? “
Ha? Voru ekki einmitt fréttir um að hann GÆTI endurfjármagnað sig? Og það alveg þrátt fyrir Æseif?
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.4.2011 kl. 23:55
Búðarhálsvirkjun hefr þegar fengið fjármögnunarvilyrði án skilyrðinga. Les hún ekki blöðin?
Isave hefur verið ábreiða hennar til að fela getuleysi sitt. Hún vill hafa það áfram af þeirri ástæðu. Ef þetta verður samþykkt, þá verður greiðslubyrði Icesafe notað sem afsökun fyrir aðgerðarleysi. Það er skilningurinn sem hún leggur í slagorðið ÁFRAM.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 00:26
Takk fyrir innlitið félagar.
What ever Magnús, þegar ég las fréttina þá var staðan þessi. Dæmið er ekki pointið, heldur sú hugsun sem það átti að tjá.
Hvenær kveikið þið Já menn á rökhugsun????
Já, Jón Steinar ICEsaver er upphaf og endir alls hjá þessu fólki, ekki gjörðir þess og afleiðingar þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 03:25
Á að taka lán fyrir Búðarhálsvirkjun?? Hvað um gengisáhættuna??
Gerið kkur grein fyrirað ef krónar fellur um 8,25% á hverju ári næstu 25 árin þá skuldum við svoleiðis rosalega mikið í krónum fyrir þessa virkjun?!
Segjum NEI - engin erlen lán! Flytjum öll upp á heiði! Börnin geta borðað skófir!
Einar Karl, 8.4.2011 kl. 08:38
Góðir punktar Ómar. Það má líka benda á að ef við samþykjum Icesave, eykst skuldsetning íslenska þjóðarbússins svo mikið að við lendum hvort sem er í ruslflokki mats fyrirtækja. Nei á laugardaginn gefur þó að mínu mati örlitla von, þ.e. ef við vinnum málið fyrir dómstólum en margir lögfróðir telja líkurnar góðar, Já er aftur á móti í mínum huga lóðrétt þjóðargjaldþrot.
Róbert Tómasson, 8.4.2011 kl. 09:52
Amen!
Dagný, 8.4.2011 kl. 10:22
Og eftir ameninu kemur blessunin.
Einar, lífið er áhætta, en þekki engin önnur dæmi en ICEsave samninginn þar sem innkoman er tengd fastri tölu en útkoman háð gengi.
Þú hefur greinilega ekki fattað hvað gengistengingin við 674 milljarða þýðir, en sælir eru fáfróðir, og þeir ganga líka á guðs vegum, því þjóðin segir Nei við beinu leiðinni til Heljar.
Nákvæmlega Róbert, mótsagnirnar og öfugmælin eru þvílík í þessum orðum Jóhönnu, að einhvers staðar varð maður stoppa pistilinn vegna lengdar.
ICEsave er atkvæði um von, vonin lifir ef Nei-ið sigrar en annars er það Road to Hell sem aðeins bylting barna okkar mun stöðva.
Því þau munu ekki sætta sig við líf skuldaþrælsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.