Kostnaðurinn við að svíkja sannfæringu sína miklu lægri.

 

En kostnaðurinn við að ljúga, allavega ef lygarinn er útlenskur.

Til upprifjunar, staðfesting breska fjármálaeftirlitsins  á að Landsbankinn var með viðbótartryggingu í London sem greiddi út ICEsave eins og réttur tryggingarinnar kvað á um.

 

"“ICEsave was the trading name of Landsbanki Island HF. It was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001. It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS. Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.”"

 

Um þetta er ekki deilt, nema þeir sem aðhyllast þá trú að íslenska þjóðin á að greiða ICEsave óháð staðreyndum mála.  Og við trúarmenn er ekki rökrætt, nema þá eftir dauðann þegar vissar staðreyndir liggja fyrir.

 

Við skulum líka rifja upp hvað Lee Buchheit sagði í viðtalinu i Silfrinu sem Já menn ICEsave vitna mikið í.

 

" ".... vaxtaprósentu sem fari nærri lántökukostnaði þessara tveggja þjóða (breta og Hollendinga) eða m.ö.o. hvað mikið þær þyrftu að greiða til að taka að láni það fé sem þær þyrftu að greiða sparifjáreigendum og væntu svo að Íslendingar endurgreiddu..... ...... Rúmlega helmingur innistæðnanna var yfir þessum mörkum. Bretar og Hollendingar keyptu þær einnig. Svo rúmlega helmingur krafna þeirra fer fram úr því sem er lágmarkið ..... .... Sú áhætta felst í því að reka málið fyrir Efta dómsstólnum....... möguleg hætta á að tvöfalda fjárskuldbindingarnar..."".

 

Hér kemur skýrt fram að hann talar um lántökukostnað breska ríkisins og að bretar hafi  keypt kröfur af innstæðueigendum þegar hið rétta er að bresk fjármálafyrirtæki fjármögnuðu ICEsave greiðslur með iðgjöldum sínum og að breski tryggingasjóðurinn greiddi þær út samkvæmt skilmálum þeirrar tryggingu sem Landsbanki Íslands var með hjá sjóðnum.

"We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them".

 

Með öðrum orðum þá laug Lee Buchheit að íslensku þjóðinni, hann tók þátt í að hylma yfir þjófnað breta þegar þeir tvírukka ICEsave, fyrst löglega hjá fjármálafyrirtækjum, síðan með þvingun hjá íslenskum almenningi.

 

Ég vil sem lokaorð vitna í góða konu sem sendi þér þetta innslag í morgun þar sem hún einmitt minntist á atferli Lee Buchheit.  Segir allt sem segja þarf.

"Það leyndi sér ekki að Lee B. átti erfitt þegar hann reyndi að höfða til samvisku þjóðarinnar um að þetta snérist um rétt almennings í Bretlandi. Maðurinn hefur greinilega samvisku og átti erfitt með að halda sínum áróðri áfram og það virði ég hann fyrir það."

 

Já, það var nefnilega greinilegt, hann vissi að hann sagði ekki satt.  

En hann var á góðum launum við það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Kostaði yfir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Trúir þú þessari vitleysu sjálfur, eða ertu bara að reyna að rugla fólk í ríminu?

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Einar, þar sem þú fékkst þann heiður að vera sá fyrsti sem ég settist niður með kaffibollann eftir mat og uppvask, þá samdi ég smádrápu þér til heiðurs í vegna innslags þíns við pistil minn um ótrúlega fólkið.

Þar sem ég þarf líka að reyna að gera annað en að sinna blogginu, þá endurbirti ég það hér, reyndar án þess kafla sem kom að gefnu tilefni, og þú sleppir því tilefni núna.

Kemur í næstu athugasemd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 13:54

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Hvað er bull í þessu:

""“ICEsave was the trading name of Landsbanki Island HF. It was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001. It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS. Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.”"" (Yfirlýsing frá FSA dagsett 8. mars 2010).

Eða þessari útskýringu um að cvoertryggingin taki við þegar trygging heimalands þrýtur:

""Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default". (Handbók FSA, breska tryggingaeftirlitsins)"

Er það letrið hjá mér, eða er það vegna þess að ég peistaði úr Firefox vafra???  Explorinn minn er bilaður ef það er það sem er að pirra þig Einar???

Eða ertu virkilega að rífast við mig um skjalfest orð breska fjármálaráðuneytisins um að "FSCS will pay compensation to the maximum limits,", hvað ábyrgð ber ég á því???  Eða þeirri staðreynd að tryggingakerfi Breta tók við þegar heimtryggingu þraut því breska fjármálaeftirlitið krafðist fullrar neytendaverndar.  Til lítils fyrir smábanka frá smálandi í útrásarhug að vísa  tryggingasjóð heimlands sem tryggingarvernd.  Það þarf ekki mikinn stærðfræðisnilling, jafnvel þó þeir kæmu af félagsfræðibraut, að reikna það út að slík vernd virkar ekki ef smábankin nær umtalsverðri markaðshlutdeild.  Og lögin skýr um að ekki séu ríkisábyrgð svo ég reikna með því að þess vegna hafi bretar haft þessa viðbótartryggingu, og það er örugglega skýring þess að þeir requieruðu að Landsbankinn tæki tryggingu í Bretlandi.

En hvað veit ég Einar, ég er aðeins peistari á staðreyndir.  Ef þú efast um þær, þá skaltu bara framvísa gögnum um að þessar upplýsingar séu rangar, en hættu að skamma mig.

Ég get alveg endurtekið, þar sem mér er annt um hið rétta, þá kröfu mína sem ég setti fram í pistli mínum í gær, að það er réttmætur vafi sem krefst rannsóknar, opinberar rannsóknar.

Þú ættir kannski að taka undir þá kröfu ef þér finnst staðreyndir skyggja á trú þína í ICEsave.  Ég veit fyrir víst að Nei menn telja sigur en sannleika skipta meira máli, sem er trú út af fyrir sig svo ekki biðja þeir um rannsóknina.

Hvað varðar röksemdir þínar um neyðar eitthvað, eða Nýja eitthvað, þá kemur það ekki við þeim staðreyndum sem ég er einfaldlega að benda á.

Og á meðan stjórnvöld gera ekki hreint fyrir sínum dyrum, því þau hafa sannarlega leynt tilvist þessara trygginga, og notað það sem er umfram 20000 evrur sem hótun á fólk ef það samþykkir ekki þennan samning, að þá fái það allt að 1.000 milljarða í hausinn.  Það má reyndar þakka guði fyrir að okkur sé ekki líka hótað með tryggingartjóni Loyds líka, að fyrst að Sjóvá fékk greiða hjá Steingrími, þá séum við samkvæmt mismunareglunni skyldug til að borga Loyds út úr sínum fjárhagserfiðleikum líka.  En ef þið samþykkið ICEsave, þá skulum við láta okkur þann hluta skyldutryggingar Landsbankans í London sem var fyrir neðan 20.000 evrur duga.

Já, ég gleymdi mér aðeins, held að Loyds hafi brotist inn til að auglýsa sig, en já á meðan stjórnvöld gera ekki hreint fyrir sínum dyrum, þá eru þau að viðurkenna að þau vissu af þessari tryggingu, og hymluðu yfir með bretum um þjófnað þeirra.  

Því Einar, tvírukkun er þjófnaður.

Aðeins staðreyndir hnekkja staðreyndum Einar, ekki orðanotkunin bull, rangfærslur eða annað sem þú kýst að skreyta rökþrot þitt með.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 13:56

4 Smámynd: Einar Karl

Ómar:

Íslenski innlánstryggingasjóðurinn "provides limited compensation". Tryggingin er til staðar, eða skal a.m.k. vera það samkvæmt EES dírektífi innleiddu af Íslandi. Það er ekkert valkvætt.

Eða þekkir þú einn einasta lögfræðing sem styður þessa orðhengilsóra ykkar Lofts?

Hvernig er það, hefurðu engin alvöru rök fyrir Nei-i þínu??

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 19:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Einar, þá ættum við að vera komnir á endapunkt.

Alveg hárrétt hjá þér, hann er þessi limitaði og ef aðstæður væru eðlilegar þá greiddi hann út þetta lágmark.  Í bresku reglunum er ákvæði um samstarf við sjóði heimaríkja þannig að neytandinn verði ekki fyrir töfum og að hann fái ekki tvígreitt.

En full neytendavernd sem skiptir breta gífurlega miklu máli, ekki vegna þess að þeim þykir sérstaklega vænt um neytendur heldur vegna þess að fjármálakerfið hjá þeim er svo stórt og því viðkvæmt fyrir áreiti (það er meiri áhætta eftir því sem það er stærra, það takmarkar svo getu ríkisvalds til inngripa).  

Og þess vegna er ekki nóg að hafa fulla neytendavernd við eðlilegar aðstæður, heldur líka þegar undantekningin gerist, að trygging heimalands er ekki tiltæk, og þá skiptir engu máli af hvaða ástæðum það er.  

Þetta er áhættan af tryggingarkerfi yfir landamæri, banki í smáríki getur valdið taugatitringi sem smitar yfir í banka gistiríkisins og þó innlendir bankar sem slíkir eru traustir, þá er alltaf þessi hætta á keðjuverkun sem er martröð allra Seðlabanka og fjármálaeftirlitin einmitt stofnuð til að fylgjast með og grípa inn í tíma.

Og það skapar ekkert traust að vísa í tóman tryggingasjóð í fjarlægum landi, hvort sem það er Ísland, Lettlandi eða Ungverjaland svo dæmi séu tekin.

Lausn bretanna á fullri tryggingarvernd var hrein snilld, hún er einföld og mjög rökrétt.  Og kjarninn í henni er: Við tökum við þar sem heimaríkið hættir.

Á því er gífurlegur munur og segja, við tökum við þar sem hámarki (sem við ranglega köllum lágmark) heimaríki er náð, og er lítil huggun gagnvart obba sparifjáreigenda sem á innstæður undir þessu hámarki. 

Geta þeir treyst á tryggingasjóð smáríkis sem ekki er ríkistryggður????

Óvissa, áhætta lýsir slíku fyrirkomulagi, og það er ekki full neytendavernd ef heimaríkið rúllar.  Og þá er hætta á keðjuverkun ef innistæðueigendur erlenda bankans geri áhlaup, það gæti smitað til þeirra banka sem vitað er að standa tæpt, og svo koll af kolli.

Nei, þess vegna er hvergi minnst á þetta hámark í sjálfum lögunum nema þegar tryggingarvernd virks kerfis heimalands er lýst.  Annars er einfaldlega sagt, við tökum við hvort sem hin raunverulega vernd er engin eða takmörkuð.

Einfalt en algjör snilld.

Svo að lokum, af hverju er ekki hópur lögfræðinga bankandi upp á til að staðfesta þetta??  Veit það ekki, fattarinn á þeim er ekki mitt vandamál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 20:59

6 Smámynd: Einar Karl

Jæja, við verðum ekki sammála um þetta, varðandi innstæðutryggingasjóðinn íslenska, sem þú vilt meina sé bara handónýtur og að það sé allt í lagi. Held samt að enginn lögfræðingur bakki þetta upp.

Hvað með hina meginmálsástæðu Breta, mismunun gagnvart innstæðueigendum við frágang þrotabúsins og stofnun Nýja Landsbankans??

ESA er nú eiginlega búin að kveða upp sinn dóm um að mismunun hafi vissulega verið fyrir hendi.

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 21:56

7 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, í mínum huga er spurningin um viðbótartryggingarvernd í Bretlandi ekki meginatriði í þessu máli. Fremur er það dírektífið góða, sem allt veltur á. Hins vegar má halda til haga eftirfarandi upplýsingum um vernd innistæðna að því er varðar starfsemi íslenskra banka í Bretlandi, sem komu fram á breska þinginu í júlí 2008:

“Lord Oakeshott of Seagrove Bay asked Her Majesty's Government:
What steps the United Kingdom financial authorities have taken to satisfy themselves, independently of the Icelandic financial authorities, of the solvency and stability of Icelandic banks taking deposits in the United Kingdom; and of that of the Icelandic Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme behind which the United Kingdom Financial Services Compensation Scheme stands as guarantor of last resort. [HL4580] 

15 July 2008 : Column WA132 

Lord Davies of Oldham: Overseas firms operate in the UK through a mixture of branches and subsidiaries. With regard to subsidiaries, a UK-incorporated subsidiary of an Icelandic bank is a British bank and is authorised by the Financial Services Authority (FSA) like other British banks. All subsidiaries are required to comply with FSA rules on capital, liquidity, complaints and the FSCS. All UK-incorporated subsidiaries of Icelandic banks regulated by the Financial Services Authority continue to meet threshold conditions.
With regards to branches, firms from an EEA state are permitted to passport a branch into the UK under EU legislation and are authorised by their home state regulator. The FSA is responsible for the supervision of conduct of business, financial crime and liquidity in respect of these EEA firms' UK branch business. The home state regulator is the prudential supervisor. However all EEA banks are required to meet the capital requirements implemented in their member states under the Banking Consolidation Directive and the Capital Adequacy Directive. And the FSA has a regular dialogue with overseas regulators and firms where the firms passport into the UK, to share information about the firms and specifically their UK operations.
With regard to the Icelandic Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme, the UK Financial Services Compensation Scheme maintains contact with schemes in other member states. There are currently two major Icelandic players in the UK: Landsbanki provides its Icesave product through a UK branch while Kaupthing's Edge product is provided through a UK-incorporated subsidiary. As Kaupthing Edge's deposits are collected through a UK-incorporated subsidiary, they are covered exclusively by the UK's FSCS in the same way as savers with other British banks.
As Icesave is provided through a UK branch, its home state compensation scheme will apply. Where there is a gap between the coverage of the home state scheme and the UK maximum, where an EEA firm opts to contribute to the FSCS the deposit will be protected up to the UK maximum. This is the case with Icesave: it has “topped up” into the FSCS; the first €20,887 (around £16,700) of savers' money falls within the scope of the Icelandic deposit guarantee scheme while the remaining amount of the claim up to £35,000 is covered by the FSCS. Therefore, savers with up to £35,000 in an Icesave account would be protected against any losses in a similar way as if their savings were in a British bank.“

Birnuson, 7.4.2011 kl. 22:09

8 Smámynd: Birnuson

Þetta túlka ég þannig, að Bretarnir hefðu aðeins átt að greiða innstæðueigendum muninn á GBP35.000 og EUR20.887, og að þótt þeir hafi tekið upp á því að greiða þeim einnig hlut íslenska tryggingarsjóðsins eigi þeir ekki kröfu á Íslendinga nema því aðeins að sýnt verði fram á ábyrgð ríkisins á grundvelli dírektífsins. Það er þess vegna sem við viljum dóm, ekki satt?

Birnuson, 7.4.2011 kl. 22:15

9 Smámynd: Elle_

Nú langar mig ofsalega að vita hvort Einar Karl trúi í alvöru sinni vitleysu.  Hvort hann hafi engin rök fyrir sínu niðurlægjandi og ömurlega JÁ-i.  Vissulega hefur hann engin rök, JÁ við kúgunarsamningi ICESAVE-STJÓRNARINNAR við erlend veldi er nefnilega rakalaus þvæla.  Við hin erum með lögin og rökin okkar megin og munum vinna í lokin.  Ætli hann fari nú ekki að hætta þessari endalausu samfylkingar-ofsatrú á kúgunarsamning Jóhönnu og miðann inn í Evrópuveldið??

Elle_, 7.4.2011 kl. 22:28

10 Smámynd: Elle_

Og ég var ekki búin að lesa það síðasta frá Einari Karli.  Rök hafa verið færð aftur og aftur og einu sinni enn gegn mismunun og af lærðum lögmönnnum.  Hví hættirðu ekki?  Núna geturðu hlustað á rök lærðs lögmanns gegn mismunun og gegn hættu við dóm og gegn ICESAVE yfirleitt.  Hann heitir Reimar Pétursson og veit hvað hann er að fara. Við höfum endalaus rök skyldi þig vanta. 

Og þú heldur að enginn lögfræðingur muni bakka upp það sem Ómar segir um tryggingarnar.  Hví ekki?  Það segir svart á hvítu í vef FSA.  Við vitum vel að rökin skipta þig engu máli og hafa aldrei skipt þig neinu máli.  Þú ætlar að pína ICESAVE yfir okkur með öllu ráðum og þvert gegn öllum lögum.  Það mun ykkur í Jóhönnuflokknum aldrei takast.  Það er engin ríkisábyrgð á ICESAVE og hefur aldrei verið og við óttumst ekki dóm.  ALLS EKKI. 
VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.

Elle_, 7.4.2011 kl. 23:15

11 Smámynd: Einar Karl

Ómar má þó eiga það hann er kurteis og ljúfur við nafngreinda viðmælendur. ElleEricsson er bara týpiskur moggabloggdóni.

Hverju heldurðu að ég trúi ekki, Elle? Að ESA sé búin að kveða upp forúrskurð að Ísland mismunaði innstæðueigendum?? Hvernig er hægt að ræða við fólk sem stingur banana í eyrun um leið og það heyrir óþægilegar staðreyndir...

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 23:17

12 Smámynd: Elle_

Ég svaraði bara nákvæmlega eins og þú svaraðir Ómari, Einar Karl, með sama ruddaskap og þú.  Þoldirðu ekki meðalið þitt, sama ruddaskapinn?

Í NO. 4 sagðirðu:

Eða þekkir þú einn einasta lögfræðing sem styður þessa orðhengilsóra ykkar Lofts?
Hvernig er það, hefurðu engin alvöru rök fyrir Nei-i þínu??

Í NO. 1 sagðirðu: Trúir þú þessari vitleysu sjálfur, eða ertu bara að reyna að rugla fólk í ríminu?

Samt hefur Ómar komið með öll rökin og þú ekkert nema útúrsnúninga og þann viðurstyggilega níðingsskap að ætla okkur kúgunarsamning.  Og ég vísa ruddaskapnum til föðurhúsanna.  RUDDAR ætla að pína kúgun yfir samlanda sína og fella öll þeirra rök.   ÞÚ ERT TÝPÍSKUR ICESAVE-RUDDI. 

Elle_, 7.4.2011 kl. 23:28

13 Smámynd: Elle_

Og ég er líka löngu búin að fá nóg af að heyra þig segja hvað við verðum að vanda orðavalið við kúgara og RUDDA eins og þinn stórhættulega flokk.  Hef misst þolinmæði við ómennskuna í ykkur.  Við ætlum ekkert að nota nein mild orð yfir kúgun og níðingskap ykkar. 

Elle_, 7.4.2011 kl. 23:38

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Einar og Elle, elskið þið nú friðinn, við getum ekki án hvors annars verið.  Debatið milli ólíkra fylkinga hverfur ekkert þó við stöngum hvort annað með hrútshornum.

Einar, það síðasta sem þú sagðir þarna eftir að við slíðruðum sverðin, þetta með innistæðutryggingasjóðinn, að það er rétt, hann er handónýtur, en það er ekki mér eða þér að kenna, heldur regluverkinu.  Og hönnuðir þess hafa viðurkennt það í reynd með endurskoðun sem mér fannst blasa við strax og ég kynnti mér málin, að einn markaður, einn sjóður,.  

Þetta með lögfræðingana er rétt, en segir samt lítið, það eru sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins sem skipta máli, hvað eru þeir að hugsa.  Ég myndi hugsa þetta svona, taka ekki áhættu á að handónýtt regluverk skaðaði þann fjármálamarkað sem mér ber skylda til að vernda. 

En ef þú lest fyrstu pistlana mína, þá vek ég athygli á vafanum, og vil meina að hann sé réttmætur, og um leið náði ég að drepa hræðslurökin, því þetta er komið út um allt.  Marínó hefur verið duglegur að vekja athygli á þessu, og hann er þekktur, ég ekki.

En vorum við ekki búnir að klára hina umræðuna, mig minnir það.  Ég hef oft og ítrekað vitnað í hana, bæði í pistli, sem og bent á hana í athugasemdum.  Tel að þinn góði pistill, og að mínum dómi, ágætar athugasemdir mínar hafi náð að koma báðum sjónarmiðum til skila.

En í dag og á morgun þá ræð ég ekki við að anna allri umræðu um allt sem ég hef skoðun á.  Þessi mismunaumræða snertir ekki bresku viðbótartrygginguna á nokkurn hátt.  En ef ég fæ góða frétt á morgun, þá er ég með skotfærin tilbúin, þú finnur þau í góðum pistli ungrar konu sem heitir Esther, annað hvort að fyrsta nafni eða seinna.  Með hana í bakgrunnin þá treysti ég mér að tefla við sjálfan páfann en mig vantar tenginguna til að búa til debat, þetta snýst allt um það á morgun.

En takk fyrir mig Einar, í allri þessari umræðu, hef ég alltaf gert mér grein fyrir því að það hafa aðrir aðra skoðanir en ég.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 00:24

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, vissulega eru sterkar tilfinningar í spilinu, og þær eru hjá báðum fylkingum, báðum finnst hinn vera að bregðast. 

Og ekki er ég nú barnanna bestur, er eins og versti boli þar sem ICEsave er rauði liturinn.

En ég held því miður að um ákkúrat þetta mál þá standi ég frekar einn og yfirgefinn við hlið Lofts, ég varð ekki var við stuðninginn eða fólk skyldi yfir höfuð hvað ég var að tala um.  Ég varð bara ekki var við neitt ef ég á að segja þér eins og er.

Þar sem einn pistill í gær fór í yfir 1.900 gesti þá hefði ég haldið að einhver kveikti á perunni um eldfimt efni hans, og jafnvel að einn eða tveir lögfræðingar kæmu til að gefa orðum mínum trúverðugleika, taka undir þau, koma með sjónarmið, eða annað.

Til hvers ætti yfir höfuð nokkur maður að taka mark á óþekktum manni nema innan mjög takmarkaðs hóps bloggara???  Sem er þar að auk aðeins með pungapróf en ekki hámenntaður lögfræðingur???

Nei, Elle, ég er frekar þakklátur Einari að hafa nennt að eyða þessum orðum á mig, og ég hef látið það þakklæti í ljós.  Og þú getur spurt Loft persónulega hvað ég hef að segja um samherja okkar.

En hvað um það, ég hef sagt það áður, og get sagt það aftur fyrst að núna hillir loks undir endalokin, að það þarf ekki margar Ellur til að sigra þetta stríð því þetta er jú spurning um einbeittan baráttuvilja og mikinn hugsjónaeld, til að draga vagninn, til að drífa fólk áfram.

Góða fólkið er til staðar út um allt, og það hefur fleytt okkur svona langt.  En það er þessi herslumunur sem vantar sem skýrir völd auðklíkunnar, ekki styrkur hennar sem slíkur.

Ég beini ofsa mínum að þeim, ekki þeim sem sýna mér þá vinsemd að taka slag við mig.  Því ICEsave er aðeins ein birtingarmynd óvinarins og margt af því fólki sem við höfum slegist við, upplifir þennan sama óvin, og mun einn daginn djóna okkur í stóra stríðinu.

Þá er gott að vera staupsáttur, annars verður allt andrúmsloft svo þvingað.  

Og enginn vill drekka whiský með manni.

Og þó ég sé aðeins að nöldra, þá aðallega vegna þess að ég er á jöxlunum, þessi slagur er eiginlega viku of snemma hvað mig varðar, að þá er ég ofsalega stoltur að tilheyra þessum góða hóp fólks sem hefur af eldheitri sannfæringu spyrnt við fótum gegn tregðunni sem allt ætlar að éta.

Advice, Samstaðan, Þjóðarheiður, og einfararnir, allt og allir unnið kraftaverk að snúa frekar vonlausu tafli í stórsigur sem aðeins kosningasvindl (ha, bara djók) getur breytt.  

Og þið heillakerlurnar eruð fremstar í flokki.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 00:53

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Vissulega  er direktívið lykill að vörn, og hefur alltaf verið.  Hjá mér ristir þetta dýpra, þó öll heimsins direktív kvæðu um ábyrgð skattborgara annars lands, þá væri ég samt á móti, alveg eins og ég er á móti morðum, nauðgunum, mannáti, eða öllu því sem afsiðar okkur sem manneskjur.

En þetta er samt málið til að losna við þetta út úr heiminum, þetta rímar við skoðanir mínar um að enginn gat verið svo vitlaus að treysta á að smáþjóð gæti tryggt innstæður í stærra landi.  Bretarnir hafa allvega talið það og sett sér reglur til að hindra það.

Lykill að skilningi er samhengið, í fyrsta lagi ástæður þess að full tryggingarvernd er nauðsyn fyrir bretanna vegna stærðar tryggingarmarkaðarins og þá til að tryggja stöðugleika, í öðru lagi að hún næst ekki á annan hátt en þennan, í þriðja lagi þá styður sjálfur lagatextinn þennan skilning (no or limited) og í fjórða lagi þá er orðalagið í bréfinu til Lofts, alveg út úr kú ef það er miðað við hinn viðtekna skilning á þessari viðbótartryggingu því ef það væri raunin þá hefði það einfaldlega verið sagt.  Ekki talað um vernd og að fullu tryggt.

Ef þú átt kröfu þar sem 9/10 hennar er undir þessu limiti, og smáþjóðin neitar að borga, hver er þá trygging  þín????  Og fjöldinn er undir þessum mörkum því fólk dreifir sparifé sínu, ef það á þá svo mikið.  Fjöldinn verður því brjálaður, og það er þessi brjálsemi sem menn vilja hindra.  Púslan fellur aðeins saman með skilningi Lofts.  

En þegar ég vek upphaflega athygli á þessu, þá er bréfið megingrunnur þeirrar kröfu að réttmætur efi sé til staðar um lögmæti krafna breta, því hvað sem hver segir, þá geta þeir ekki rukkað okkur ef LÍ var með lögmæta tryggingu og hún tryggði innstæður bankans.  Sbr að þú tvírukkar ekki.  

Rúnar orðaði þetta svo vel þegar hann sagði að "Vegna hvers? Jú, vegna þess að þetta er svo afdráttarlaust okkur í hag að sé þetta svona HLÝTUR samninganefndin og lögfræðingar hennar að hafa vitað af þessu. Ef Landsbankinn var tryggður í Englandi fyrir þessu tapi, um hvað í fjandanum er þá verið að rífast? Þá liggur þetta á borðinu."

En ég er ekki lögfræðingurinn þó ég taki þátt í þessari umræðu til að halda málinu lifandi.  Það er bréfið til Lofts sem er lykillinn og það verður að fá skýringu á því.

Í þessu samhengi þá verða bretarnir líka að útskýra hvað þeir gera þegar gap myndast, frá getu tryggingasjóðs heimlands og þar til þeirra trygging fer að virka.  Er það þeim í hag að viðurkenna tilvist þess???  Eða eru þeir það kaldir karlar að segja að þeir setji bara hryðjuverkalög á alla sem neita að bakka upp tryggingasjóði sína???

Nei, þetta er margslungið, og miklu dýpra en virðist við fyrstu sýn.

Hvað varðar þá umræðu sem þú sendir mér, þá staðfestir hún aðeins opinbera skýringuna sem keyrt er þegar vafi leikur á tryggingunni. Spurningarnar sem ég vek máls á, þær svarast ekki í þessum yfirlýsingum, hvað er þegar undantekningarnar gerast.  Af hverju er orðalagið no or limited notað, og svo framvegis. 

Þetta er dálítið eins og þegar Magnús Helgi sendi mér peist af kynningu TIF þar sem hann kynnti tryggingu sína en ég spurði hann um lögin þar á bak við því ég var ekki að spyrja hvað gerðist þegar allt væri í lagi, heldur ef svo væri ekki.  Þá er það lögin, ekki kynningin sem gildir.

Vona að þetta útskýri aðeins sjónarmið mín Birnuson.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 01:16

17 Smámynd: Elle_

Ómar, eins og þú veist og eins og þú sé ég eldrautt við orðið ICESAVE.   Og hef í alvöru fyrir löngu misst þolinmæðina við Einar Karl og hans órök og útúrsnúninga og svaraði honum bara nákvæmlega á þeim nótum sem hann notaði sjálfur.  Hann spurði í NO. 1 og 4 hvort þú hefðir engin alvöru rök og hvort þú tryðir vitleysunni sjálfur.  Og ég notaði nákvæmlega eins spurningar á hann í NO. 9: Nú langar mig ofsalega að vita hvort Einar Karl trúi í alvöru sinni vitleysu.  Hvort hann hafi engin rök fyrir sínu niðurlægjandi og ömurlega JÁ-i.  Maðurinn þoldi ekki eigið meðal og kallaði mig öllu illu fyrir.   Hef enga þolinmæði fyrir kúgunarhegðun hans flokks og hans stuðningi við ódæðið.  Ætla ekki að sýna neina þolinmæði við ruddaskap.  

Elle_, 8.4.2011 kl. 01:20

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle mín, þið Einar eigið ykkar sögu og oft neistað á milli ykkar.

Við Einar eigum hana líka, og þar fer minna fyrir neistunum, þannig er það bara.  

En mér finnst hann miklu skemmtilegri þegar hann spjallar en skammast.  Og þannig vil ég hafa það.  En það er ekki það sama að við stríðum ekki hvorum öðrum og eitthvað hef ég sagt sem ertir hann, ég fer bara fínna í það.  

En hérna, þetta er alltí góðu, það er hreinlega annað sem pirrar mig  Og svo skrifa ég oft pistla til að pirra aðra, og verð þvi að sætta mig við ágjöfina.  

Þar fyrir utan er ég þér þakklátur að passa upp á bloggið hjá mér þegar ég get það ekki sjálfur, neikvæð athugasemd getur eyðilagt þau áhrif sem maður sækist eftir, ef hún fær að standa ósvöruð.  Og núna á lokasprettinum þá skiptir það máli sem aldrei fyrr.

Þú þarft ekki að útskýra það fyrir mér af hverju þú ert pirruð, það var svona frekar að ég væri að útskýra mína hlið.  

Ég er svona að slíðra sverðin, ætla að hafa gaman af þessu á morgun, vera bara að fiflast og skemmta mér, finnst ég vera búinn með mitt líkt og öll andstaðan getur sagt, ég held hreinlega að þetta sé komið Elle, og það er léttara yfir mér en var fyrir ekki svo löngu síðan.

Ég held að við vinnum þetta  Elle, svei mér þá.

Kveðja og góða nótt.

Ómar

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 03:21

19 Smámynd: Einar Karl

ElleEricsson:

Já. Ég trúi því að svokölluð "dómstólaleið" sé feigðarflan og kviksyndi. Ég trúi því að lagalegu rökin sé alls ekki öll okkar megin.

Undir þetta taka meðal annars Ragnar Hall, Lárus Blöndal, Lee Bucheit, Dóra Tynes, Jakob Möller, Margrét Einarsdóttir og margir margir margir góðir lögfræðingar sem ég treysti og þekki suma og veit að eru ekki að ganga pólitískra erinda.

"Já en þetta er prinsippmál"

heyri ég oft.

Þegar lögmenn heyra þetta, vita þeir að oftar en ekki ráða tilfinningar og meint "prinsipp" meira en hagsmunamat og lögfræðileg rök.

Einar Karl, 8.4.2011 kl. 08:44

20 Smámynd: Elle_

Rök hafa verið margfærð gegn mismunun og gegn ríkisábyrgð á ICESAVE af fjölda lögmanna.  Lögmennirnir sem þú taldir upp hafa ekki komið með nein rök fyrir ríkisábyrgð.  Hvar er dómur um mismunun??   Ekki óttast ég hann.  Og vil að málið fari fyrir dóm.  Við eigum ekki og megum ekki fallast á ICESAVE án dóms þar um.  NEI, flokkurinn þinn hættulegi vill bara koma okkur inn í Evópuríkið með góðu eða illu og nota öll ráð.  Og ICESAVE er hluti af sama máli.  Það höfum við alltaf vitað.  Það skrifar engin ríkisstjórn með fullri rænu undir kúgunarsamning nema óheilindi séu á bak við það.  RÍKISÁBYRGÐ á ICESAVE er ekkert nema kúgun og VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUNARSAMNINGI.

Elle_, 8.4.2011 kl. 12:22

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta kallast að elska friðinn skötuhjú, og allir verða upplýstari á eftir.

Einar, það er mótsögn í málflutningi þínum að benda á lagarök, og síðan ekki dómsstóla.

Dómsstólar eru til að skera úr um deilur, til að útskýra lög.

Siðaður maður óttast ekki dóm.

Við Elle erum siðuð, og innst inni þá veist þú að það sama gildir um þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 518
  • Sl. sólarhring: 675
  • Sl. viku: 6249
  • Frá upphafi: 1399417

Annað

  • Innlit í dag: 440
  • Innlit sl. viku: 5295
  • Gestir í dag: 404
  • IP-tölur í dag: 397

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband