5.4.2011 | 22:42
Áskorun frá Samstöðu þjóðar gegn ICEsave.
Góðir landsmenn.
Þegar við gerum upp hug okkar gagnvart Lögum nr. 13/2011 verðum við að gera okkur grein fyrir eftirfarandi:
1) Hvaða lög eru í gildi gagnvart hinum erlendu kröfuhöfum?
2) Hvaða tilskipanir ESB voru í gildi þegar bankarnir hrundu?
3) Hvaða reglur gilda um Tryggingasjóð innistæðueigenda í Englandi?
4) Hvaða áhrif hafa þessi lög á framtíð landsins?
Hvaða lög eru í gildi?
Við gjaldþrot íslenskra fyrirtækja er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að íslensk lög gilda, bæði hér á landi og erlendis ef um útibú er að ræða. Þess vegna gildir við gjaldþrot Íslensku bankanna að Tryggingasjóður á að greiða þeim sem áttu peninga í Landsbankanum þá upphæð sem Tryggingasjóður Innistæðueigenda á að ábyrgjast það er að hámarki 20887, ef um almennan innlánasjóð var að ræða.
Hinsvegar er ekki um neina ábyrgð að ræða, ef um áhættu sjóð er að ræða. Það er ekki augljóst, og þarf því að ákveða það með dómi, það mál verður að reka fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur, og ef því verður áfríað þá fyrir Hæstarétti Íslands.
Hvaða tilskipanir ESB voru í gildi þegar bankarnir hrundu?
Tilskipun ESB sem var í gildi, þegar bankarnir urðu gjaldþrota er No. 94/19/EB. Tilskipun þessi tók gildi þegar þau höfðu verið birt í Stjtíð. í EB skv. samþykkt 30 maí 1994. Í þessari tilskipun sem voru samþykkt sem lög hér á landi stendur:
Í 3. gr. 1. málsgrein meðal annars,
kerfið er til og viðurkennt af stjórnvöldum á þeim tíma sem tilskipun þessi er samþykkt,
kerfið er rekið með það að markmiði að koma í veg fyrir að innlán í lánastofnunum innan kerfisins verði ótiltæk, og það er nægilega öflugt til að hindra það,
kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun,
samkvæmt kerfinu fá innstæðueigendur upplýsingar eins og segir í 9. gr.
En eins og hér má sjá mega aðildarríkin, það er ríkið, héraðs eða sveitastjórnir ekki tryggja sjóðinn með opinberri ábyrgð sem síðan skal greiðast af almenningi.
Þá er einnig rétt að líta á tilskipunina og athuga hvernig skal meðhöndla mismunandi tryggingar upphæð hinna ýmsu landa innan EES.
4.gr.
1. Innlánatryggingakerfi sem eru stofnsett og viðurkennd af stjórnvöldum í aðildarríki samkvæmt 1. mgr. 3. gr. skulu ná til innstæðueigenda í útibúum er lánastofnanir hafa komið sér upp í öðrum aðildarríkjum. Fram til 31. desember 1999 má veitt trygging hvorki vera hærri né víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfall snertir, en sú hámarkstrygging sem er veitt af tilsvarandi tryggingakerfi á yfirráðasvæði gistiríkisins. Fyrir þann dag skal framkvæmdastjórnin semja skýrslu ágrundvelli fenginnar reynslu af beitingu annarrar undirgreinar og meta hvort þörf sé á því að halda þessu fyrirkomulagi áfram. Ef við á skal framkvæmdastjórnin leggja tillögu að tilskipun fyrir Evrópuþingið og ráðið um lengri gildistíma þessa fyrirkomulags.
2. Ef tryggingin í tryggingakerfi gistiríkisins verður hærri og víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfall varðar, en sú trygging sem er veitt í aðildarríkinu þar sem lánastofnunin hefur fengið leyfi skal gistiríkið sjá til þess að á yfirráðasvæði þess sé viðurkennt innlánatrygginga-kerfi, sem útibú getur tengst að eigin vild til uppbótar þeirri tryggingu sem innstæðueigendur hennar njóta þegar vegna aðildar útibúsins að kerfi heimaríkisins. Kerfið sem útibúið tengist skal tryggja þann flokk stofnana, sem útibúið tilheyrir eða stendur honum næst í gistiríkinu.
Í annarri málsgrein er það staðfest að gistilandið sem útibúið er í, á að tryggja útibúið ef innistæðutrygging gistilandsins er hærri en heimalandsins, og skal gera samning þar um.
Hvað segja Bresku lögin?
Samkvæmt Handbók breska tryggingasjóðsins, eru lög og reglur sem gilda fyrir hann nákvæmlega í samræmi við reglugerð 94/19/EB sem er afar mikilvægt fyrir íslensku þjóðina. Þetta merkir að breski tryggingasjóðurinn, sem er deild innan FSA (Fjármálaeftirlit Bretlands), getur ekki heimilað Landsbankanum að hefja starfsemi fyrr en ráðstöfun hefur verið gerð um tengingu við Breska Tryggingasjóðinn. Þetta var gert og fékk Landsbankinn No. 207250 hjá sjóðnum. Hafi bankinn ekki staðið við samninginn þá er það algjörlega á ábyrgð FSA, en ekki íslensku þjóðarinnar. Þá skulum við einnig gera okkur grein fyrir því að nákvæmlega hið sama gildir um Holland.
Hvernig eru lögin sem við eigum að segja Já við samkvæmt meirihluta Alþingis?
Þessi meirihluti hefur hamrað á því að almenningur í þessu landi eigi að borga fyrir gjaldþrot Einkafyrirtækis sem er ólöglegt samkvæmt Stjórnarskrá Landsins. Rétt er að taka fram, að Ríkisstjórnin sendi óhæfa aðila til þess að semja við Breta og Hollendinga, þeir létu hafa eftir sér að þeir nenntu ekki að standa í þessu lengur. Þessir aðilar komu með samning ICESAFE I sem var svo óhæfur að allir landsmenn neituðu honum, aðeins Ríkisstjórn landsins lofaði samninginn og krafðist samþykktar hans á Alþingi án þess að Þingmenn fengju að sjá hann. Þá kom ICESAFE II sem var felldur af þjóðinni með tæplega 100% greiddra atkvæða.
Síðasta samninganefnd fékk engu áorkað, nema hvað vextir voru lækkaðir, ásamt því að nú skuli dómsmál fara fram í Hollandi samkvæmt Breskum lögum, sem þýðir að Gerðadómur ræður málum, hann er skipaður Breta, Hollendingi, Íslendingi og Dómara hjá Alþjóðadómstólnum. Þetta þýðir að ísland hefur ekkert um málið að segja. Með þessu fer lögsaga landsins til þessara landa. Þá segja lögin; Íslenska Ríkið á að ábyrgist þetta óákveðna lán, sem Einkabankinn stofnaði til við gjaldþrot, sem er ólöglegt samkvæmt Stjórnarskrá. Með þessari grein er búið að taka þá ákvörðun að Almenningur í þessu landi eigi að greiða allar skuldir gjaldþrota einkafyrirtækja framtíðar.
Hvaða áhrif hafa þessi lög á framtíð landsins?
Eftir þær athuganir sem félagar í Samstöðu þjóðar gegn ICESAFE hafa gert, er niðurstaðan þessi.
Ef við segjum Já, þá verðum við að greiða allar kröfur þessara landa þrátt fyrir það að þær standast ekki Íslensk lög, eða tilskipun Evrópusambandsins No. 94/19/EB, sem gildir um þessi fyrirtæki. Ástæðan er sú að með þessum lögum samþykkjum við að Bresk lög gildi í þessu máli, og þar með fellum við neyðarlögin úr gildi, en þau hafa verið okkar helsta vörn. Þó Geir H. Haarde hafi sagt að við ætlum að tryggja allar innistæður í Íslenskum Bönkum, þegar hrunið varð, er það ekki staðfest í lögum og því ekki greitt.
Þess vegna geta Bretar og Hollendingar ekki krafist neins slíks, ef farið er eftir íslenskum Lögum. Ef farið verður eftir Breskum lögum þá geta þessar þjóðir krafist slíkra greiðslna.
Niðurstaða: Það er ógerningur að vita hvenær við getum hafið rekstur velferðaríkis á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að við eigum að segja NEI er:
Við viljum fara að lögum um uppgjör einkafyrirtækja.
Við viljum að rétt sé rétt. Við viljum ekki afsala frelsi okkar og lagalegum rétti til annarra þjóða.
Við viljum vera sjálfstæð þjóð. Við viljum ekki ábyrgjast rekstur einkafyrirtækja framtíðarinnar.
Við viljum ekki taka á okkur ábyrgð vegna ranglátra laga EB. Bretar og Hollendingar geta krafið eigendur Landsbankans um greiðslur þessar, enda passa Bretar eigendurna og vilja ekki afhenda þá til landsins, þegar þess er óskað. Bretar eiga að greiða tjón vegna Hryðjuverkalaga sem þeir beittu gegn landinu.
Kveðja frá Samstöðu þjóðar gegn ICEsave.
Margir hafa kosið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 559
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 6290
- Frá upphafi: 1399458
Annað
- Innlit í dag: 477
- Innlit sl. viku: 5332
- Gestir í dag: 438
- IP-tölur í dag: 431
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, svona var nú sú lesning, löng og strembin, sló jafnvel mér við.
En þessi lesning er þess virði, því ólíkt lagafullyrðingum Já manna um ICEsave, þá fylgir rökstuðningurinn fullyrðingum sem fram eru settar.
Rökstuðningur sem blessað Já fólkið á engin svör við, og ég skal sanna það ef einhver kemur inn í athugasemdir sem ég tel mjög ólíklegt því að þeir í Já liðinu sem ráða við rökhugsun og rökleiðslu, þeir vita að það eru engin rök í málínu.
Jæja, þetta var nú bara stríðni, vissulega eru tvær hliðar á öllum málum, þetta er frá þeirri hlið sem segir Nei.
Lesningin er löng, en það tekur líka langan tíma að vinna fyrir ICEsave skattinum. Þeir sem eru vissir á sínu Nei þurfa ekki að lesa, ekki nema þeir hafa tekið ákvörðun um að vera virkir í Nei-inu. Þá er gott að þekkja til helstu undirliggjandi staðreynda málsins, og mæta svo Já mönnum hvar sem þeir hópa sig saman, og ræða málin við þá. Ekki endilega til að sannfæra óviljuga, heldur til að sýna þeim stóra hóp sem er í vafa, að við segjum ekki bara Nei með hjartanu, þó vissulega sé það grunnástæðan, heldur að við vitum af hverju við segjum Nei.
Það er ekki bara siðferðislega rangt að samþykkja ICEsave, það er líka lögfræðilega og efnahagslega.
Og Já-ið mun enda í endalokum lýðveldis okkar. Um það er ekki óvissa, það er öruggt af ástæðum sem eru raktar hér að ofan.
Og barátta okkar er barátta sem er háð um allan heim.
Mig langar að vitna í góðan Íslending sem skrifaði þessi sönnu orð.
"..... þá er fólkið sjálft (einnig í Bretlandi og Hollandi) víða í sömu sporum og Íslendingar, sífellt að færa fórnir í formi, atvinnuleysis, niðurskurðar á grunnþjónustu og almennrar fátæktar, vegna gráðugrar og spilltrar fjármálaelítu sem vill viðhalda þessu úrsérgengna kerfi, þar liggur samstaðan með Íslendingum, og hún er að virkjast hægt og bítandi, á meðan er andófið og það að halda sjó mikilvægara en nokkurntíma áður, NEI á laugardaginn."
Nei við ICEsave er hluti af því að vera maður eins og að elska og þrá, lifa og vona og allt annað sem gerir okkur að fólki.
Við látum ekki fara svona með okkur.
Við erum fólk, ekki þrælar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 22:56
Glæsilegur pistill hjá þér Ómar.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.4.2011 kl. 23:08
Takk Halldór, en ég á ekki pistilinn, það er Samstaða Þjóðar, og ég sé puttaför Lofts Altice á honum.
Og ég veit að Pétur Valdimarsson kom líka að verki og örugglega fleira gott fólk sem lagt hefur í púkkið.
En ég tala aldrei svona hátíðlega sem og að pistillinn er laus við vörumerki mitt, ertni.
Svo get ég ekki samið svona flottan pistil, þó ég mikið reyndi.
En ég get birt hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 23:19
Ég ætla í golf í bítið á laugardaginn, svo voru mér að berast boð í tvær fermingaveislur fjarri minni byggð þann dag. Sé því að enginn tími verður til að fara á kjörstað. Ætli það skipti nokkru máli hvort eð er. Tveir slæmir kostir í boði. Ég læt ykkur hin um þetta.
Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 23:40
Já Ómar góður og þarfur pistill. Ég er svo sammála þér með veikan rökstuðning frá já fólkinu og verð ég stundum alveg hlessa yfir því sem sumir láta frá sér til að réttlæta jáið...
En það er góður rökstuðningur fyrir NEI og ekkert annað að gera en að segja NEI...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 23:58
Blessuð Ingibjörg, mér finnst það, finn það einfaldlega á því að það hverfur alltaf yfirleitt við þrýsting, svarar kannski einu sinni tvisvar, og svo gufað upp, skiljandi eftir varnarleysi sem allir sjá. En það er til heiðarleg afstaða í þessu máli, og fólk má hafa sinn ótta í friði.
Svona á meðan það breytir ekki þjóðfélaginu eftir sínum ótta, þannig að þetta verði ein stór martröð að lifa á Íslandi.
En mér finnst ég skynja örvæntingu í þessu máli, hvar eru stjórnmálamennirnir??? Af hverju berjast þeir ekki fyrir þessum samningi??? Óttast þeir að hann dragi þá með sér í eitthvað hyldýpi????
Og síðan þessi skrípaleikur með kjarasamninganna, þetta trix gat kannski gengið í fyrra, en endurtekið efni er alltaf endurtekið efni, og þegar þeir átta sig á að það virkar ekki, þá er bara hótað.
Og grenjað, en Villi er enginn Kristján í LÍÚ, hann kunni að gráta svo eftir var tekið. En fólk hlær bara að Vilhjálmi þegar hann lætur svona.
En þetta eru kjarnamenn hjá Samstöðunni, og eiga alla þökk skilið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 00:24
Blessaður Björn, þú færð lokaorð dagsins.
Heyrðu, mér líst vel á þetta með ferminguna, þú gerir engan óskunda af þér á meðan, en ekki alveg eins viss með golfið. Þú kýst samt allavega ekki Já menn Íslands á golfvellinum. En ekki að það skipti máli héðan af, Jáið gafst upp í dag, eina spurningin hvort kjósendur hafi frétt af því.
En þið eruð snemma með fermingarnar þarna suður frá, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort ICEsave hafi minnkað sparifötin mín (skrif mín ganga fyrir Nóa Síríus rúsínumjólkursúkkulaði) fyrr en á Hvítasunnunni skilst mér á konunni.
Og þá verður þetta löngu gleymt og ég miklu spengilegri.
En takk fyrir innlitið og kveðjur í Grindavíkina.
Góða nótt.
Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 00:46
Flott innlegg og hafðu góða nótt kveðja úr norðri.
Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 01:05
On´í hyldýpi, já, Ómar, þangað óttast stjórnmálamenn að falla. Í svartholið. Hann Björn er eitthvað að linast með aldrinum í þessu kúgunarmáli. Mundi samt ALDREI viðurkenna það. Lokaspurning: Kláraðirðu allt Síríus súkkulaðið??
Elle_, 6.4.2011 kl. 01:11
Takk fyrir innlitið og góðan daginn þið félagar í baráttunni.
Elle, Björn er okkar maður í hjarta, hann komst aðeins af annarri niðurstöðu og þá út frá forsögu málsins örlagadaganna í okt 2008 sem og aðdraganda þess að IcEsave var stofnað. Blekkingarnar og annað í kringum það var ekki fallegur leikur.
En það eru búðir hér í Neskaupstað, meira að segja tvær sem báðar gætu sómt sér vel á mun stærri stöðu, og því bætist alltaf á byrðarnar jafnóðum og tekið er af þeim, og á magann, fer að vera tækur í fótbolta í bæði eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs.
En sigurinn er okkar, Já hefur gefist upp, nú eru það börnin á Áfram síðunni og börnin í verkalýðshreyfingunni.
Þau fyrri svo sæt og góð og vilja endilega losna við skóla og sjúkrahús en þau seinni í fýlu, öskrandi "gem mér" eins og þau væru búin að fá hlutverk í Litlu hryllingsbúðinni.
En það þarf samt að passa upp á sigurinn. Og það ætla ég að gera í dag meðan súkkulaðið endist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 06:35
Bara eitt smáatriði Ómar.
það er eitt atriði sem mér langar að benda á. Bæði hér og annarsstaðar er sífellt verið að tala um lágmarkstryggingu upp á 20.887 Evrur, þetta er að ég tel rangt.
Eina lágmarkið samkvæmt lögum er að, TIF verður að innihalda minnst 1% af heildarinnistæðum bankakerfis, 20.887 E markið er ekki lágmark, það er hámark þess sem má borga að jöfnu, þ.e.a.s. sá vendipunktur þar sem hætt er að borga í jöfnum upphæðum úr TIF óháð eignastöðu og við taka jöfn hlutföll miðað við eignastöðu. Þetta á við jafnt í Ísl.lögum sem og EU direktivinu, það er talað um "upp að" og “yfir"-"up to" og “over"
Ef að menn ætla sér að skilyrða lágmark í lagatexta þá er notað orðið lágmark, eða minimum.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 07:30
Blessaður Þorsteinn, alveg hárrétt ábending.
Á þetta bendir Peter Örebech í lagaáliti sínu til Alþingis. Hann segir: "Kerfi sem tryggir fulla greiðslu innstæðutryggingar að fjárhæð EUr 20.887 er takmark sem ná skal innan eðlilegs tíma en veitir ekki lagalegan rétt frá fyrsta degi að telja".
Ástæða þess að þetta er samt notað er sú að menn vilja ekki flækja umræðuna, þras um hvort þetta eigi að vera þessar 20.887 evrur eða minna dregur athyglina frá þeim aðalatriðum sem menn vilja vekja athygli á.
En hinsvegar i sambandi við þetta lágmark, að þá kemur það beint inn í umræðuna um hvenær breska viðbótartryggingin kemur inn. Landsbankinn var nefnilega með fulla tryggingu í London allan tímann.
En takk fyrir ábendinguna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 08:04
Sæll Ómar, þú segist sjá puttaför Lofts Altice félaga míns í Samstöðu á þessu. Hið rétta er að uppgötvunin um ólögmæti ríkisábyrgðar skv. 3. gr. tilskipunar 94/19, er mín. Upplýsingarnar um tryggingar Landsbankans hjá FSCS og DNB eru afrakstur rannsóknarvinnu Lofts Altice o.fl. Það var hinsvegar Pétur Valdimarsson sem skrifaði greinina, og bætti við frá eigin vitund og eflaust frá fleirum. Eins og annað í NEI-baráttunni er þetta sameiginlegur afrakstur samvinnu margra einstaklinga.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 20:33
Hafa skal það sem réttara reynist Guðmundur.
Líklega var ég að meina þetta með tryggingu LÍ í London sem gjöreyðir öllum málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar, daginn sem menn fatta það.
En mér er ljúft að játa að Pétur sendi mér þennan pistil eftir símtal þar um.
Og þið eruð allir betri en enginn, um ykkur gildir það sama og sagt var um flugmenn breta í seinna stríði.
Þjóðin stendur í þakkarskuld við ykkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.