Gylfi forseti og Gylfi spámaður eru að sama meiði.

 

Allar skoðanir þeirra í ICEsave markast af einni hugsjón, hugsjóninni að koma þjóð sinni í Evrópusambandið.  

Gylfi forseti telur sig æðri í stjórnskipan landsins en sjálfur forseti lýðveldisins, þess vegna ákvað hann í samráði við annað mikilmenni, Vilhjálm Egilsson, að stilla þjóð sinni upp við vegg.  

Ef þið segið Nei, þá segjum við líka Nei.  

Þið fáið engar kjarabætur afglapar.  

Nema þetta er engin hótun, þeir framkvæmdu þetta þegar þeir knúðu veikgeðja forystu Hrunstjórnarinnar til að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en skert kjör almennings eru bein afleiðing af Óráðum sjóðsins, margsannað án undantekninga um allan heim.

 

Gylfi spámaður skrifaði grein ásamt öldnum heiðursmanni í aðdraganda síðasta ICESave samnings.  Þar sögðu þeir að höfnun ICEsave væri bein ávísun á samdrátt um langa framtíð, og þá voru þeir ekki að fókusa á ómerkilegan hræðsluáróður um Kúbu norðursins eða aðrar hamfaraspár af þeim toga, útgangspunktur þeirra félaga var að innganga í ESB væri nauðsynleg forsenda efnahagslega stöðugleika, og þá bæði í sambandi við umgjörð efnahagsmála, sem og hin sameiginlega mynt Evrópusambandsins, Evran.

Nei við ICEsave þýddi að við fengjum ekki aðgang í þann ágæta klúbb.

Í röksemdarfærslum sínum þá vitnuðu þeir í að bankar ESB hefðu staðið af sér bankahrunið og þrátt fyrir að ástandið þar væri ekki gott, þá værum við í miklu verri málum.  Og yrðum í verri málum því gjaldmiðill okkar, krónan ætti heima á Þjóðaminjasafninu.

Já, og svo töluðu þeir um Óvissu alveg rétt.

 

En spádómurinn rættist ekki, við sögðum Nei við ICEsave og höfum okkar krónu og erum ekkert á leiðinni í ESB.   En lánshæfimat þjóðarinnar hélst stöðugt, en skuldatryggingarálagið lækkaði mikið.

Í Evrópu hinsvegar hafa þjóðir í Evrópusambandinu þurft að leita á náðir AGS og þeim virðist fara fjölgandi.  Skuldatryggingarálag margra þeirra er lægra en Íslands, og er á niðurleið.  Lífskjör hafa versnað, og það er talað opinskátt um hugsanlegt þjóðargjaldþrot verst stöddu ríkjanna.

Og menn eru í alvöru farnir að spá endalokum Evrunnar, ekki það að valdaelítan vill ekki halda í hana, heldur eru þýskir skattgreiðendur að kjósa út þá stjórnmálamenn sem vilja nota skattfé þeirra í að greiða skuldir annarra ríkja.

Og án stuðnings Þýskalands er evran búin að vera.

 

En Seðlabankastjórinn okkar lýsti því yfir nýlega að við yrðum með krónuna í mörg, mörg ár í viðbót.

Spár Gylfa spámanns rættust, nema með öfugum formerkjum.

 

Þegar þessi frétt er lesin, þá blasir skýringin við, ef ESB tengist málinu á einhvern hátt, þá er eins og forsendur kristalkúlunnar bili.  Öfugmælin taka við.

 

"Það að hafna Icesave feli í sér afar mikla áhættu og það sé vel þess virði að taka á sig ákveðinn kostnað til að losna við þá áhættu og óvissu sem fælist í því að hafna samningnum. "

 

Ragnar Árnason hélt gagnmerkt erindi um óvissu ICEsave samningsins, hann kvað hana mikla og eina ráðið til að ráða við gengisóvissuna væri stíf gjaldeyrishöft.

Gamma greining tók fyrir alla áhættuþætti samningsins, ásamt greiðsluhæfi ríkissjóðs, og eitt orð var gegnum gangandi í öllum matinu, ósvissa, og þá með lýsingarorðum fyrir framan eins og gífurleg, mikil, eða orðlagi ekki hægt að spá um og svo framvegis.

Þetta kallar Gylfi spámaður ekki óvissu, en það að segja Nei við lögleysu mikla áhættu.

 

Hann trúir því að bretar verði fyrstu fjárkúgarar sögunnar sem fari með kúgun sína fyrir dóm, þegar fórnarlambið lætur ekki hótanir og óvissutal hræða sig til uppgjafar.  

En ég vil taka það fram að Gylfi Zoega er góður hagfræðingur, og alltaf fróðlegt að hlusta á hann.  En þegar ESB draumurinn blandast í umræðuna, þá breytist hann úr hagfræðing í spámann.

Spámann öfugmælanna.

 

Og fattar það ekki að hann er alltaf að segja sama hlutinn, sem aldrei rætast.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Minnka þarf óvissu í efnahagslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Góður og gegnheill pistill eins og venjulega :)

Vissulega þarf að minnka óvissu en "JÁ" myndi þó aðeins staðfesta það að við séum á kúpunni um áratuga ókomin skeið.

Margir tala um neyðarlögin og hverju þau fengu áorkað og skapað okkur bæði í plús og mínus. 

Muna verður að þegar að Bretar gagnrýna okkur fyrir að beita neyðarlögum að þá kasta þeir steinum úr glerhúsi þar sem að þeir settu svo sjálfir neyðarlög á okku sem við þekkjum í dag sem "hryðjuverkalögin", þannig að það má í raun segja að staðan sé nú 1-1 og beðið er eftir framlengingunni eða því að annað liðið gefist upp (sem væri t.d. "JÁ" frá okkur) og leyfi hinu liðinu að hirða allt með húð og hári.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Óskar.

Við skulum segja að það sé ekki til líf án mismunar, og mismunun er leyfð ef hagsmunir krefja, annars væri ESB óstarfhæft, það er meira en það er í dag.

En Villi og Gylfi eru menn dagsins með útspili sínu.

Þvílík smábörn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 00:15

3 identicon

Sæll.

Vildi hann ekki líka samþykkja fyrri Icesave samninga?

Það sem menn virðast ekki átta sig á er að enginn dómstóll mun dæma íslenska ríkið í ábyrgð vegna þess fordæmis sem slíkur dómur gefur. Hann mun líka gera önnur ríki ábyrg fyrir einkabönkum og í flestum ef ekki öllum eru þau engan veginn í stakk búin til þess að gangast í ábyrgðir fyrir þessa banka sem eru meira eða minna gjaldþrota enda haldið á floti með skammtímalánum frá ECB. Dómur okkur í óhag mun hengja alla banka Evrópu sem myllustein um háls yfirvalda og það mun aldrei gerast enda eiga yfirvöld ekki að bera ábyrgð á einkafyrirtækjum.

Helgi (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, þeir báðir og líklegast á sömu forsendunum, að ná frið við ESB.

Ég nennti ekki að fletta upp á greininni hans Gylfa en við skulum segja að hann hafi ekki náð að tækla málið.

Það er svo fyndið með þessa dómsstólaleið, að eiginlega enginn, fyrir utan tvær, þrjár stelpukjána, hefur nennt að halda uppi vörnum fyrir lögmæti breta, eða verja ruglið í ESA.

Bara sagt að það gæti fallið dómur, það viti enginn um niðurstöður dómsstóla fyrirfram. Ef menn samþykkja þessa bábilju þá eru ekki einu sinni morðingjar ákærðir því OJ slapp á sínum tíma vegna tæknigalla.

Og þegar spurt er, "af hverju ætti dómur að dæma gegn skýrum lögum" þá er muldrað, "hagsmunir".  En eins og þú bendir réttilega á þá kemur einmitt hagsmunadómur í bakið á ESB, sem er megin skýring þess að sambandið lýsti því yfir að ekki væri ríkisábyrgð á innlánum á evrópska efnahagssvæðinu.

Þetta er allt eins, rekur sig á hvert annað horn í málflutningnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband