5.4.2011 | 21:39
Gnarrinn gerði byltingu, hún mistókst.
Allir sem gera uppreisn gegn ríkjandi kerfi, þurfa að sætta sig við að kerfið taki á móti.
Þetta vissi Lenín, þess vegna lét hann skjóta kerfið á fyrstu mánuðum byltingar sinnar. Líklegast er sú leið úrelt í dag.
Þá er um tvennt að velja, annað að læra lifa með kerfinu og Agnesi, eða standa sig. Og því miður hefur Besti flokkurinn ekki staðið sig.
Bylting fólksins reyndist vera djók sem Samfylkingin var fyrst að fatta og yfirtók hana, í raun er Besti flokkurinn í dag aðeins framlenging á Samfó og Dagur B stýrir ásamt Einari Sykurmola. Jón Gnarr er síðan hafður sem frontur út á við sem tekur á sig alla umræðuna.
Þetta er sorglegur þjófnaður á vonum fólks um breytingar, að Bestu vinir Samfó í hugargeiranum skyldu hafa leitt Besta flokkinn strax inn á leið kerfis og kerfishugsunar. Þegar hægt var að vinna út frá byltingarþrá fjöldans, krafan um breytingar var æpandi, og fólk hefði fylgt sér um þá kröfu.
Hvar var Besti flokkurinn þegar fólk mætti á Austurvöll og krafðist réttlætis í lánamálum sínum??? Svar, hann var á fundi, að ræða niðurskurð.
Hvar var Besti flokkurinn þegar ríkisstjórnin stóð fyrir niðurskurði og samdrætti til að geta safnað fé fyrir fjármagnið??? Svar hann var á fundi að ræða niðurskurð.
Hvar var besti flokkurinn þegar auðklíkan í samstarfi við þjóna sína á þingi skipulagði ICEsave þjófnaðinn hinn síðasta????? Svar, hann var ekki á fundi, hann var í þjónaliði auðklíkunnar.
Og þá sá ég hvað allt er rotið í henni Reykjavík.
Bylting fólksins reyndist ekki brandari, henni var rænt af kerfinu.
Og Jón Gnarr uppskar eins og hann sáði.
Agnesi.
Kveðja að austan.
Hörð skrif gegn borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sífellt fleiri eru að viðurkenna þá staðreynd, að sá aðili í þjóðfélaginu sem mest er hlustað á úr pólitíska geiranum er Davíð Oddsson. Fjölmiðlar hafa keppst við að dæma hann í neðri deildir, tala um dvínandi áhrif Morgunblaðsins, tala um náhirð og skrýmsli, en þegar allt kemur til alls, þá er það einfaldlega þannig að þegar Davíð Oddsson talar þá hlusta allir, bæði andstæðingar hans sem og samherjar. Þetta er ágætis tilbreyting frá þeim stjórnmálamönnum sem nú stjórna landinu. Þegar þeir leggja eitthvað til, þá gerist yfirleitt eitthvað þveröfugt. Forsætisráðherrann nýtur nú trausts um 13% lansdmanna. Ríkisstjórnin er óstarfhæf, og svo kemur yfirtrúðurinn í stjórnmálum, að Þráni Bertelssyni undanskildum og talar um að Davíð Oddsson sé svo vondur við sig.
Jón Gnarr ætti að rekja upp prjónapeysuna sem hann sést gjarnan í með Reykjavíkurmerkinu framan á í einn stóran hnykil og elta hann frekar en að stjórna borginni. Það er verkefni sem hæfir honum betur.
joi (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:21
Blessaður joi.
Þeir eiga kannski eftir að finna sína samleið enda báðir fyndnir menn, þó ólíkir séu.
Já, Davíð hefur komið sterkt til baka og núna reynir á hann sem aldrei fyrr.
Stærstu mistök Jóhönnu voru að reka hann úr Seðlabankanum en um leið var það hennar stærsta gjöf til framtíð þessarar þjóðar, sem hún hafði tök á að gefa.
Svona er það nú þó ég verði seint talinn Davíðsmaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.