Er lokakafli ICEsave skrípaleiksins hafinn????

 

Kvótakerfið, aðkoma ríkisstjórnarinnar, núna er þetta allt gleymt og grafið.

Eftir stendur eitt, ekki samið nema þjóðin taki á sig ICEsave skattinn sem mun tafarlaust rústa lánshæfni ríkis og ríkisfyrirtækja því ríkisábyrgðir hækka úr 1.300 milljörðum uppí rúmar 1.900 milljarða.

Með skelfilegum afleiðingum fyrir Landsvirkjun sem er að baxa við að endurfjármagna sig.

Borgið ICEsave og þið fáið bland í poka segir Vilhjálmur.

 

Trúlegt, skyldi einhver trúa honum eftir allar hrakspárnar sem snérust upp i andhverfu sína.  Ísland átti að hrynja, lánsmatshæfni lækka niður undir kjallaragrunn, skuldatryggingarálagið að fara í áður óþekktar hæðir.  Ekkert ICEsave, engin króna, ekkert ESB.

Í ESB átti allt að batna, þeir höfðu evruna, þeir höfðu ekkert ICEsave.

Svona var lífið í draumaheimi Vilhjálms en í raunveruleikanum þá féll allt í Evrópu, margar Evrópuþjóðir glíma við hærra skuldatryggingarálag þrátt fyrir evruna, og lánshæfni þeirra fer versnandi.  Á Íslandi fór allt upp á við og aðeins algjörlega vanhæf stjórnvöld halda aftur af batanum með ofurskattastefnu sinni og vaxtageðveikinni.

Já, skyldi einhver trúa honum Vilhjálmi, aftur????

 

Síðast voru það 2%, hvað verða það mörg í ár???

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég held að Vilhjálmur ætti að gera sjálfum sér og okkur hinum þann greiða að segja af sér og láta sig "hverfa". Hann fengi þó smá plús ef hann tæki Gylfa mér sér.

Sigurður I B Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mun það ekki gerast sjálfkrafa, eru þeir ekki síamstvíburar.

Mennirnir sem sviku unga fólkið á neyðarstundu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 20:43

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þeir eru gamli aflóga hrútar sem vel mættu fara á annan stað en þeir eru núna!

Sigurður Haraldsson, 5.4.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Vantar Jóni Gnarr ekki eitthvað til að trekkja að í Húsdýragarðinn, væri ekki fínt að hafa Bakkabræður með Jólakettinum???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 21:18

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eina von ícesave sinna fyrir Já-i á laugardag er að Vilhjálmur, Gylfi og þeirra líkar segi af sér, ekki seinna en í fyrramálið, og bryðjist afsökunar á framferði sínu síðustu tvo áratugina.

Magnús Sigurðsson, 5.4.2011 kl. 21:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segirðu Magnús, við verðum þá að þola þá fram yfir Helgi. 

Þeir gerðu þá gagn eftir allt saman.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 21:40

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það tekur enginn þennan auma lobbýista sem Villi vælukjói óneitanlega er, alvarlega. Þessi siðblindi vesalingur hefur engan trúverðugleika.

Guðmundur Pétursson, 5.4.2011 kl. 21:59

8 Smámynd: Elle_

Ómar og allir að ofan: Fyrir hverja halda verkalýðsleiðtogar eins og ICESAVE  jarðýturnar Guðmundur Gunnarsson hjá Rafiðnaðarsambandinu og Vilhjálmur sig vera að vinna??  Og allt ICESAVE-STJÓRNAR liðið þessvegna?  Ekki fyrir almúgann, ekki fyrir verkalýðinn, ekki fyrir þjóðina. 

Elle_, 5.4.2011 kl. 22:20

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei en Guðmundur, ef öfugu áhrifin virka svona vel, þá má hann alveg vera aðeins lengur þarna úti að tala um ICEsave.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 590
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 6321
  • Frá upphafi: 1399489

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband