5.4.2011 | 13:53
Þú berð ekki börnin mín, sagði maðurinn við kennarann.
Svo fór hann og datt í það og lamdi konu og börn þegar heim var komið.
Mér datt þessi saga í hug þegar ég las þessa yfirgengilegu hræsni norrænna aumingja sem hafa skipulega stutt fjárkúgun og ofbeldi gagnvart einni "bræðraþjóða" sinna í ICEsave deilunni.
Meira að segja Rússar réttuðu yfir Nagy í Moskvu áður en þeir skutu hann (hann var forsætisráðherra Ungverja í uppreisn þeirra gegn Rauða hernum).
Norðurlönd leyfðu föntum og fúlmennum að ráðast með kúgun og fjármálaofbeldi á íslenskan almenning þegar hann var í sárum eftir auðrán fjármálamanna sinna.
Íslenskur almenningur fékk ekki einu sinni málamyndaréttarhöld áður en hann var skotinn, krafan var afdráttarlaus, takið við Óbermum AGS og borgið bretum það sem þeir báðu ykkur að greiða að skuldum Björgólfs og Björgólfs. Hjá okkur er enga aðstoð að fá, ekki fyrr en þið eruð dauð.
Hve oft hafa utanríkisráðherrar Norðurlanda sagt í fjölmiðlum að ICEsave deilan snúist um að Íslendingar standi við alþjóðaskuldbindingar sínar eins og það séu alþjóðlegar skuldbindingar að ekki sé farið eftir lögum og reglum. Þeir vísa í EES samninginn, afhjúpa þar með vanvitahátt sinn, að halda að EES samningurinn kveði á um skuldir einkaaðila séu ríkisvæddar, þegar það er skýrt í EES samningnum að ríkisábyrgð sé ólögleg.
Yfirlýsing þessa lítilmótlegu manna um hin sterku sameiginlegu gildi sem tengi löndin saman eru álíka auvirðileg og að samtök nýnasista poppi sig upp og tali um jafnan rétt fólks óháð kynþætti eða litarhætti.
Æpandi mótsögn við raunveruleikann.
Lítilmenni stýra Norðurlöndum í dag, við skulum bara segja það hreint út.
Kveðja að austan.
Samstöðuyfirlýsing Norðurlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lítilmenni (Kratar) stýra flestum löndum Evrópu í dag, hvort einhver algóður valkostur sé fyrir hendi er ekki gott að vita, en stuðningsyfirlýsing utanríkisráðherra norðurlanda, sem svo aftur eru upplýsingamataðir af Össuri & co, er ekki sama og stuðningur almennings hér í Noregi, það getur undirritaður staðið við.
Og ekki bara almennings, lítið t.d. á þetta þar sem forstöðumaður norska innistæðutryggingasjóðsins kemur með sína túlkun á því hvort EES samningurinn geri Íslendingum og/eða Norðmönnum skylt að ríkistryggja sjóðina, bestur er þó Hans Lysglimt HÉR og kannski endurspeglar hann best það sem hrærist með fólki eftir því sem hver skandallinn eftir annann, í kjölfar kreppunnar kemur upp, í Noregi eru svo miklir peningar í umferð og til ráðstöfunnar, að þó ausið sé í fjárglæframennina, er lifistandardinn samt góður (á yfirborðinu) en í löndum eins og Írlandi, Spáni, Portúgal og Grikklandi er annað upp á teninginn, þar er kannski meir en annarsstaðar beðið eftir útkomu þjóðaratkvæðisgreiðslunnar, veit t.d. að Írar fylgjast vel með.
En þó við getum gefið "það sem úti frýs" í norræn stjórnvöld og önnur Evrópsk, þá er fólkið sjálft (einnig í Bretlandi og Hollandi) víða í sömu sporum og Íslendingar, sífellt að færa fórnir í formi, atvinnuleysis, niðurskurðar á grunnþjónustu og almennrar fátæktar, vegna gráðugrar og spilltrar fjármálaelítu sem vill viðhalda þessu úrsérgengna kerfi, þar liggur samstaðan með Íslendingum, og hún er að virkjast hægt og bítandi, á meðan er andófið og það að halda sjó mikilvægara en nokkurntíma áður, NEI á laugardaginn.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 5.4.2011 kl. 15:13
Algjörlega sammála ykkur, Ómar og Kristján. Alltaf gaman að lesa pistlana þína, Ómar :) !!
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 15:22
Takk fyrir innlitið Egill.
Kristján, það toppar enginn þetta, kannski hægt að jafna.
Hef engu að bæta við.
Kveðja að austan,
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 22:23
Takk ! :)
KH
Kristján Hilmarsson, 6.4.2011 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.