5.4.2011 | 09:25
Hvað er orðið af Moggalyginni???
"Er talið að bein ábyrgð á skuldum TIF setji núverandi kröfuhafa ríkisfyrirtækja í verri stöðu en áður, t.d. alþjóðlega lánardrottna Landsvirkjunar. "
Hvað eru beinar staðreyndir að gera í fréttaskýringum blaðsins???
Af hverju styðja þeir ekki vini sína hjá Samtökum atvinnulífsins sem fullyrða að lánskjör batni við að þjóðin taki á sig þann vinargreiða að borga bretum kostnað þeirra eigin tryggingasjóðs??????
Af hverju ættu lánardrottnar Landsvirkjunar hafa áhyggjur af því að ríkisábyrgð hækki um 670 milljarða??? Vita þeir ekki að eignir koma á móti, svo miklar eignir að hagfræðingur ASÍ telur að þær dekki líka vaxtakostnað ríkisins eftir að öllum kröfuhöfum, jafnt almennum sem óalmennum, hefur verið greitt??
Skyldu þeir kannski hafa einhverjar áhyggjur af því ákvæði ICEsave samningsins að bretar megi gjaldfella ábyrgðina ef hin minnstu vanskil verða á lánum ríkisins og ríkisstofnanna, eða ef reynt verður að endursemja um breytingu á lánaskilmálum??'
En er það ekki bara fínt fyrir lánadrottna Landsvirkjunar, þá geta þeir líka gjaldfellt sín lán og eignast Landsvirkjun.
Nei, þetta er orðið alvarlegt mál með Moggann.
Það mætti halda að þetta væri orðin bölvaður kommúnistasnepill.
Hvað skyldi Matthías segja um þetta????
Kveðja að austan.
Ríkisábyrgðir aukast um helming | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5586
- Frá upphafi: 1399525
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4766
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mætti halda að einhver hjá Morgunblaðinu sé farinn að hafa áhyggjur af endalausu ábyrgðarfylleríi ríkisvaldsins.
Geir Ágústsson, 5.4.2011 kl. 09:58
Maður veit ekki Geir, kannski einhverjir félagar þínir í Frjálshyggjufélaginu hafi stolist í tölvuna og sett þessa frétt í blaðið.
En við skulum vera heiðarlegir og viðurkenna að Mogginn hefur verið skýr í sinni umfjöllun. En í gamla daga þá tók hann alltaf afstöðu með sínu fólki.
Það er hin stóra breyting, í dag er hægt að treysta fréttaskýringum Viðskiptakálfsins því forsendurnar eru alltaf gefnar upp, þú þarft ekki að vera sammála, en þú veist af hverju blaðamaðurinn setur upp upp dæmið eins og hann gerir.
Þú þarft ekki lengur að athuga fyrst vindáttina í Valhöll.
Mikil tímamót en minni lestur, fólk flúði í auðmannslygi Fréttablaðsins í staðinn. Ætli menn vilji alltaf lygi???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 10:57
Blessaður og sæll þú óþreytandi austfirðingur !!
Batnandi mönnum er basta að lifa, margur hefur uppgötvað það á sinni lífsleið, annars finnst mér Davíð hafa staðið sig vel svona hlutleysislega séð upp á síðkastið, en það fer auðvitað eftir auganu sem sér.
En að reyna hrekja innihaldið í þessari frétt með "stagl" rökleysum já sinna, dettur um sjálft sig á aumkunarverðann hátt, þó er reynt t.d. Magnús Helgi HÉR.
En það er önnur frétt bæði á yahoo.com HÉR (á ensku) og ABC nyheter HÉR (á norsku) sem ég hef ekki séð enn á mbl.is eða annarstaðar í ísl. vefmiðlum, þar sem Dominique Strauss-Kahn AGS sjéffinn, í ræðu talar um að nú sé kominn tími á að endurskoða fjármálakerfið, setja strangari reglur og gera þá sem eru í fjármálabransanum ábyrgari fyrir sínum verkum og gjörðum en hingað til, HVAÐ Í H...... (afsakið orðbragðið) erum við ekki búin að vera að reyna segja, ekki bara við heldur fjöldi mætra manna, að forseta Íslands meðtöldum.
En bíðum við... Strauss er líklega að fara í framboð fyrir franska krata í komandi forsetakosningum, allavega reiknað með að hann verði flokksformaður socialistanna, svo þegar hann er nú búinn að fara með báli og brandi yfir aðrar þjóðir, stýra og stjórna efnahgsákvörðunum þeirra í þágu auðvaldsins, á allt í einu að snúa við blaðinu ??, það er freistandi að segja hér líka "batnandi mönnum er best að lifa" en mér er ofar í huga að nú sé komin skýringinn á óðagotinu við að keyra Icesave III í gegn sem fyrst og hér sé um að ræða sleipa "taktík" krata Evrópu við að sverta frjáls viðskifti sem mest, í stað þess að gera leikreglurnar þannig að þeir óábyrgu og spilltu detti út og ábyrgu og ekta framkvæmdafólki hleypt að.
því burtséð frá óskiljanlegum viðsnúningi Bjarna Ben og nokkurra meðhlaupara hans, er bæði AGS og ekki síst Icesave "undirgefnin" næstum eingöngu "krata" menguð.
Þannig að ef þetta er þannig í pottinn búið, munu miðstýrð Evrópsk öfl ná enn meiri völdum, bæði á Íslandi sem annarsstaðar, vel studd af hinum sömu spilltu fjármálaóreiðupésum sem fyrr, og bent verður á samþykktann Icesave samning þessu til áréttingar, "þetta vildi fólkið" munu þeir þá segja, "bara halda áfram sömu Jó Jó fjármálastefnunni sem fyrr, fólkið borgar bara þegar við töpum milljörðunum".
Og svo verður haldið áfram að selja auðlindir Íslendinga, erlendum aðilum sem eru í náð hjá valdagráðugum og spilltum pólítíkusum.
Íslendingar hafa nú í hendi sér að stoppa ánauðar og frelsissviftingar áformin, með því að segja NEI á laugardag.
Stuðningurinn er fyrir hendi hjá almenningi erlendis. t.d. HÉR og HÉR svo bara einhver dæmi séu tekin.
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 5.4.2011 kl. 11:33
Takk fyrir þitt góða innslag Kristján, skepnan væri nú auðslátraðri ef hún væri bara af kratakyni, en því miður er það ekki svo. Þetta er illvígt auðvaldskyn, og þá einræktuð úr mannvonsku og siðblindu þess sem vill öðrum illt, og telur sig hafa rétt til þess í nafni einhverra markaðslögmála.
Kratagreyin eru þjónar, ekki meir, enda týndist hugsjón þeirra einhvern tímann á hinu mögru stjórnarandstöðuárunum sem komu um og upp úr 1980. Svo er máttur peninga mikill.
Ég sé að þú skemmtir þér reglulega við að kíkja á Magnús Helga enda er hann mjög fyndinn maður, og staðfastur. Það væri ekki skörð í okkar víglínu ef við ættum marga svona sem sjá alltaf ljósið.
Já, Dabbi er góður, enda Steingeit, tók hann aðeins langan tíma að sjá hlutina í samhengi. Ég er alltaf að stríða íhaldinu að þeir eigi að fá hann aftur sem foringja, þá væri allavega úti um moðið og lognmolluna í flokknum. Þeim langar alveg rosalega að fá hann, en þora ekki að taka slaginn.
En hans tími kemur hægt og bítandi á meðan enginn reynir að þétta fleyið þó það sé augljóslega hriplekt og alveg við að hverfa í djúpið. Þá hætta menn að spyrja um fortíð, aðeins hver getur bjargað.
Heyrumst Kristján, ég á langa ferð fyrir höndum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 14:18
Rétt athugað Ómar ! auðvitað, þetta með "skepnuna" og samsetningu hennar, enda sagði ég "að mestu leiti krata menguð" veit svo ekki hvort ég á að þora að gefa upp mitt stjörnumerki eftir ummæli þín um Dabba, hef reyndar séð þig nefna að þú deildir merki með honum og þá erum við tveir um það
"Bon Voyage" þú riddari réttlætis á þinni krossferð, við heyrumst já.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 5.4.2011 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.