5.4.2011 | 07:06
Ótímabær kæra, það á eftir að fullnusta glæpinn.
Lögin um ICEsave ríkisábyrgðina eru glæpsamleg því upphæð ábyrgðarinnar er óþekkt, ef hún fer í efri mörk þá gerir hún íslenska ríkið gjaldþrota.
Hún er án tilefnis þar sem krafa breta styðst hvorki við lög eða dóm.
Hún brýtur stjórnarskrána sem bannar að "skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu" s kv. 71 gr. eða 40 gr. sem segir að "Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.".
Og hún er brot á EES samningnum sem bannar ríkisábyrgð.
En forsetinn bjargaði meirihluta Alþingis frá sakakæru því þjóðin á eftir að samþykkja lögin.
Við skulum gera okkur grein fyrir að ef Alþingismenn komast upp með þessa ríkisábyrgð þar sem meginhluti röksemdanna er hrein blekking eða lygi, þá mega þeir allt.
Ríkisábyrgðin hefði alveg eins getað verið ábyrgð á hlutabréfakaupum stjórnmálaflokkanna sem fóru illa eða vegna stuðnings við einhverja vildarvini sem hefðu þau tök að tryggja stuðning meirihlutans við braskaraviðskipti sín.
Og ef Alþingi kemst upp með að skrifa upp á ábyrgð sem stórskaðar fjárhag ríkisins án nokkurs tilefnis þá er ljóst að forsenda þeirra samfélagssáttar sem skattheimtan hvílir á er brostin. Þegnar ríkisins greiða skatt vegna þess að þeir fá almannaþjónustu í staðinn og hún veitir þeim tryggingu ef sjúkdómar eða aldur gera þeim ókleyft að afla sér tekna.
Þeir eru ekki greiða skatt í gæluverkefni Alþingismanna, til að greiða þjófnað annarra ríkja eða annað sem kemur þeim á nokkurn hátt við,.
Í samhengi má minna á öfugmæli ICEsave umræðunnar sem komu fram hjá Lee Buchheit í viðtali hans við Egil Helgason.
Þar segir Buchheit að
"... Þið eru ekki að borga skuldir óreiðumanna heldur eruð þið að borga til að styðja við fjármálakerfi eins og fjölmargar aðrar þjóðir verða að gera frá því að þessi fjármálakreppa skall á árinu 2007-2008".
Já, vissulega eru ríki að styðja við fjármálamarkaði sína, en ekkert annað ríki heims, hvorki fyrr eða síðar er að borga til að styrkja við fjármálakerfi annarra ríkja.
Það er eins og manngarmurinn átti sig ekki á að þetta eru ólöglegar greiðslur yfir landamæri, fordæmalausar með öllu.
Og hann veit það, það er ekki það, hann treystir á fávitahátt þeirra sem trúa að glæpur sé löglegur ef hann nýtur stuðnings ráðamanna.
En glæpur er alltaf glæpur.
Og margir munu gista grjótið í kjölfar þess að ríkisábyrgðin verði að lögum.
Því lögin spyrja hvorki um stétt eða stöðu, þau spyrja hvað er rétt og hvað er rangt.
Ríkisábyrgðin á ICEsave er stærsti þjófnaður nútímasögu í öllum heiminum og verður ekki órefsað.
En þjóðin mun segja Nei og skúrkarnir sleppa með skrekkinn, ærulausir og fyrirlitnir.
Því svona gerir maður ekki.
Kveðja að austan.
Kæra afgreiðslu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.