4.4.2011 | 17:29
Ung lagði ég að stað með hugsjónir.
Og ég endaði sem Snati fyrir Evrópusambandið, við að smala þjóð minni í réttir skuldaþræla.
Eftir Nei-ið þann níunda verða þetta eftirmæli eins alhæfasta stjórnmálamanns landsins í dag.
Vissulega er það rétt hjá Þórunni að það þarf að ljúka málinu með sómasamlegum hætti, en það er enginn sómi í því fólginn að samþykkja lögleysu og kúgun.
Slíkt er merki um þrælslund sem lítt er til sóma fallin.
Samfylkingin hefur haft rúm 2 ár til að landa ICEsave málinu með sóma.
Sú sómaleið heitir leið réttarríkisins, að þar til gerðir dómsstólar Evrópu skeri úr þessu ágreiningi, og dæmi um hvað er rétt, og hvað er rangt.
Þann dóm hefur íslenska þjóðin aldrei þurft að óttast.
Sé það rétt að það sé ríkisábyrgð án lögmætrar lagasetningar, þá á íslenska ríkið unnið mál gagnvart eftirlitsaðilum EES samningsins, ESA og Framkvæmdarstjórnar ESB. Það er grundvallaratriði að ríki séu áminnt ef þau innleiða ekki tilskipun ESB á löglegan hátt, og höfuð sé bitið af skömminni með þvi að láta fyrst vita eftir 10 ár.
Slíkt er ekki slæm stjórnsýsla, slíkt er refsiverð stjórnsýsla.
Eins eigum við unnið mál gagnvart Evrópusambandinu að hafa sett svo óskýra reglugerð um ríkisábyrgð, að einu sinni eftirlitsaðilar vissu ekki af henni. Hvað þá önnur ríki Evrópska efnahagssvæðisins..
Samhliða þessum málssóknum þá yrðum við að semja við breta, eftir lögum og reglum. Í þessu tilviki íslensku lögum og reglum.
Samhliða þeim samningum þá myndum við lögsækja þá fyrir hryðjuverkaárás þeirra, og lögsækja þau fyrir tilraun til fjárkúgunar með einhliða innheimtuaðgerðum sínum.
Falli hinsvegar dómur á þá leið að ESB þurfi að kveða á um ríkisábyrgð, fyrirfram ekki eftir á, þá erum við með unnið mál gagnvart bretum og öllum þeim ríkjum sem hjálpuðu þeim við þá dæmda fjárkúgun.
Siðaður maður óttast ekki dómsstóla, siðaður maður semur aldrei frá sér réttinn til að láta dómsstóla skera úr um ágreining, hvað þá að hann semji um slíkt fyrir hönd annarra.
Það væri ekki verið að deila um ICEsave ef leið réttarríkisins hefði verið farin, í stað þess að lúffa fyrir leið handrukkarans.
Yfirlýsing Þórunnar um sóma er andstæð öllum þekktum skilgreiningum þar á, hún er i raun yfirlýsing um að Samfylkingin sé flokkur án sóma.
Sorglegt því allt ærlegt fólk þekkir muninn á réttu og röngu.
Hótanir glæpamanna geta vissulega valdið kárínum, en leiðin til að stöðva þá, er ekki að gefast upp fyrir þeim. Leiðin er að verjast og berjast með þeim leiðum sem lög og regla ráða yfir.
Fólk sem trúir á betri heim, hlýtur að trúa á leið réttarríkisins.
Því enginn heimur er góður, ef ofbeldismenn og kúgarar stjórna honum.
Það vissi Þórunn þegar hún ung kona lagði af stað til að bæta heiminn.
Hvar á veginum glataðist þessi vitneskja????
Kveðja að austan.
Hvetur til samþykktar Icesave-samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég verð að segja að ég á enga virðingu eftir fyrir þingmönnum og ráðherrum samfylkingarinnar. Þau eru algjörlega staurblind og hvorki heyra né sjá. Það á líka við um nokkra ráðherra og alþingismenn vinstri grænna. Aumt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 17:56
sammála ykkur báðum hvað er klikkað í hausnum á þessum óráðherrum
gisli (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:33
Já einmitt og ekki græt ég það þó þessi ríkisstórn falli, hún er hvort sem er handónýt og setur okkur í þvílíka kreppu að annað eins hefur ekki sést. Og svo halda þau að við trúum þeim, þegar þau segjast vera að vinna svo mikið fyrir alþýðu landsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 21:40
Sæll.
Með því að samþykkja þennan vonlausa samning losnum við fyrst aldrei við Icesave. Fylgjendur samningsins hafa heldur aldrei tiltekið hvaðan þessir 26 milljarðar sem við eigum að borga í sumar eiga að koma? Hvernig á að borga þessa 26 milljarða nú í sumar?
Málið fer ekki fyrir dóm vegna þess að Bretar og Hollendingar vita greinilega betur en við að þeir munu tapa því máli enda tilskipanir ESB alveg kýrskírar, engin ríkisábyrgð. Hvað gerist svo ef einhver Evrópudómstóll segir að ríkisábyrgð sé? Þá er sami dómur að segja að yfirvöld í hverju einasta Evrópulandi ber ábyrgð á sínum bönkum og þá fyrst fara sumar þjóðir á hausinn. Staða margra banka í Evrópu er ekki glæsileg og þeim haldið á floti með aðgerðum ECB. Úrskurðurinn verður aldrei okkur í óhag. Segjum nei og þá fyrst losum við okkur við þetta rugl allt saman. 26 milljarðar sem fara í að borga Icesave eru þá ekki notaðir til að skapa störf fyrir Íslendinga. Er ekki meira vit í að skapa atvinnu hér en borga ólögvarðar kröfur?
Helgi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 22:13
Já, og fyrir utan skaðabótaskyldi ESB Helgi, að setja lög um ríkisábyrgð án þess að nokkur viti af því, þar á meðal þeir sem sömdu reglurnar, þeir sem höfðu eftirlit með þeim, og þeir sem áttu að fara eftir þeim.
Heilbrigð skynsemi segir einnig að þeir sem telja sig hafa lögvarða kröfu, þeir fara með hana í dóm, vissulega semja menn stundum á meðan því ferli stendur, en dóm fá menn samt og innheimta svo. Menn innheimta ekki fyrst, þegar það gengur ekki upp eftir nokkur ár, þá fari menn með kröfu sína fyrir dómsstóla.
Mér finnst menn gera svo lítið úr sér með því að halda fram slíkri rökleysu.
En takk fyrir innlegg þitt Helgi, við segjum Nei, að sjálfsögðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 00:40
Ásthildur og gisli, ég græt ekki ríkisstjórnina, en ég græt gott fólk sem lenti á villugötum.
Minni á söguna um týnda soninn, vonandi koma þau aftur heim, þá skal ég baka pizzu handa þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.