Ekkert fé til tækjakaupa, næst vantar fé fyrir grunnþjónustu.

 

Íslenska ríkið er að fara með um 20% af tekjum sínum í vexti.

Upphæð sem er algjörlega óviðunandi og endar aðeins á einn veg, í stórfelldum niðurskurði almannaþjónustu.  

Og þessi upphæð er sjálfsskaparvíti, siðaðar þjóðir keyra vexti niður í núllið á krepputímum meðan hagkerfi glíma við samdrátt kreppunnar.  En þær sem lent hafa í klónum á AGS, þurfa að fórna öllu svo fjármagnið fái sitt.

Sem tekst aðeins í skamman tíma því háir vextir eru bein ávísun á samdrátt og síðan gjaldþrot, og þar með greiðir enginn vexti.

Lausn íslensku ríkisstjórnarinnar er að taka á sig gífurlegar skuldbindingar vegna IcEsave reikninga Landsbankans, og að nota risalán AGS til að borga út krónubraskara á yfirverði.

Það á að leysa skammtímavandann með rislántökum, sem eru til skamms tíma.

Öruggari leið í gjaldþrot er ekki til.

 

Þá blæðir þjóðin en braskarafjármagnið fær eigur þjóðarinnar á hrakvirði.  

Ferli sem þegar er hafið á Írlandi og í Grikklandi.

Við verðum næst ef við spyrnum ekki við fótum.

Og segjum Nei við ICEsave.

 

Við erum fólk, ekki þrælar.

Kveðja að austan.


mbl.is Engir peningar í ný tæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála kveðja að norðan.

Sigurður Haraldsson, 4.4.2011 kl. 09:32

2 Smámynd: Dexter Morgan

SAMT er enn verið að gæla við þá hugmynd að byggja nýtt "hátæknisjúkrahús". Það hlýtur að eiga að vera "lágtæknisjúkrahús", fyrst ekki eru til penginar til að kaupa tæki. OG mumið, Alferð Þorsteinsson, risarækjubóndinn úr OR er formaður bygginganefndar fyrir þetta meinta hátæknisjúkrahús.

Dexter Morgan, 4.4.2011 kl. 11:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar, bullið er það eina sem dafnar í dag á Íslandi.

Ef það væri inní hagvexti, þá væri hann á annaðhundruð prósent.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2011 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband