Hvenær hættir þessi farsi?????

 

Það er tvennt, og aðeins tvennt sem ríkisstjórnin, ASÍ og Samtök atvinnulífsins geta komið sér saman um.

Það fyrra er að þjóna fjármagninu.  Þess vegna liggja menn marflatir fyrir bretum og lúta boðvaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Sem hefur það eina markmið að passa braskarakrónur og koma auðlindum landsins í eigu alþjóðlegs fjármagns.

 

Það seinna er þátttaka í farsanum, "Hvað gerir ríkisstjórnin???".

Sá farsi er sérstaklega hannaður til að telja fólki í trú um að þetta fólk geri eitthvað annað en vinna fyrir fjármagnið.

"Hvað gerir ríkisstjórnin???  Beðið eftir ríkisstjórninni.  Ætlar ríkisstjórnin ekki að gera eitthvað???  Það stendur allt og fellur með  útspili ríkisstjórnarinnar.  Hvað gerir ríkisstjórnin???".

Og svo er gerður samningur við ríkisstjórnina.

 

Hefst þá annar leikþáttur.

"Hvað gerir ríkisstjórnin??  Ætlar ríkisstjórnin ekki að gera neitt????  Ríkisstjórnin stendur ekki við samninginn.  Ríkisstjórnin setur allt í uppnám.  Ríkisstjórnin svíkur.  Ríkisstjórnin gerir ekki neitt.  Hvenær ætlar ríkisstjórnin að gera eitthvað???  Við verðum að semja við breta um ICEsave, það er allti kalda kol.".

Þögn.

 

Þriðji leikþáttur.

 "Það eru að koma kjarasamningar.  Hvað gerir ríkisstjórnin????  Hefur einhver frétt hvar stöðugleika sáttmálinn er???  Er ekki hægt að senda ríkisstjórninni hann svo hún viti hverju hún á að lofa næst, og hverju hún lofaði síðast???  Eru komnar tillögur frá ríkisstjórninn???  Við þurfum að ræða við ríkisstjórnina.  Hvað ætlar ríkisstjórnin eiginlega að gera??? Það eru komnar tillögur frá ríkisstjórninni.  Tillögur ríkisstjórnarinnar eru óljósar!!!!!!!!!!!".

Lengra er farsinn ekki kominn.

 

Á morgun verður tilkynnt að ríkisstjórnin munu beita sér fyrir Já-i í ICEsave þjóðaratkvæðinu til að liðka fyrir samningum.  Ekki sé hægt að láta auðmenn bera allan brúsann af því þjóðþrifaverki.

Svo verður samið með fyrirvörum um samþykkt ICEsave.

 

Á morgun verður frétt númer eitt,  "Landsvirkjun mun virkja eftir Helgi ef ICEsave verður samþykkt".

Frétt númer 2,  "Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna Hveravirkjun ef ICEsave verður samþykkt eftir Helgi".

Frétt númer 3, "Kjarasamningar í höfn, aðeins beðið eftir Já-i í ICEsave".

Frétt númer 4, "Stöðugleiki mun komast á á Evrusvæðinni ef Íslendingar samþykkja ICEsave, bankar bíða milli vonar og óttar".

Frétt númer 5, " ....................................",  "Frétt númer 6, "....................".

Frétt númer 507, ".... ef ICEsave verður samþykkt".

 

ICEsave farsinn endalausi mun halda áfram og áfram því hann er sá eini sem þetta þjónalið kann.

Versta ógæfa þess er að ICEsave verði samþykkt, því þá mun ekkert verða eftir til að leika.

Aðeins nakinn raunveruleiki getuleysis og aumingjaskapar mun blasa við.

Því ef ekki er hægt að skella skuldinni  á ICEsave, á hvað á þá að skella henni???

 

Á sökudólgana?????

Ekki meðan auðmenn stjórna fjölmiðlaumæðunni.

 

Hjálpum því þessu þjónaliði.

Segjum Nei við ICEsave, þeirra vegna.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Tillögur stjórnarinnar óljósar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

farsin haettir thegar thetta aumingjans lid sem a vist ad vera i vinnu hja okkur en vinnur ad thvi ad selja okkur sem thraela fer fra voldum ekki fyrr

kveda ur sudurhofum

Magnús Ágústsson, 3.4.2011 kl. 10:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og sá dagur mun koma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 2050
  • Frá upphafi: 1412749

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1803
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband