Verðum að veðja á framtíðina segir Steingrímur Joð.

 

Og þar er ég loksins mikið sammála honum.

Vona að kjósendur VG muni þessi orð hans þann níunda næstkomandi.

Segi Nei fyrir börnin sín en ekki Já fyrir flokksforystunna.

 

Því Nei-ið mun opna gáttir framtíðarinnar, skapa tiltrú og von.

Þá mun ríkisstjórn AGS þurfa að segja af sér, ásamt stuðningsliði hennar í Sjálfstæðisflokknum.  Bara sú landshreinsun mun skapa skilyrði hagvaxtar, því AGS liðið er helsti hemill framfara á Íslandi.

Í kjölfarið mun AGS yfirgefa landið grátandi yfir að missa af gósenlendum skuldaþrælanna og taka með sér í leiðinni risalán sín, og spara þar með ríkinu tugmilljarða í vaxtagreiðslur í erlendum gjaldeyri.

Í kjölfarið verður verðtryggingin fryst, og gjaldeyrishöftin afnumin.  Bólukrónur verða skattlagðar, flýja þær landi eins og siðaðar þjóðir gera, það eru aðeins villimenn sem skuldsetja þegna sína svo braskara sleppi við tap í kjölfar fjármálakreppu.

 

Og svo mun endurreisnin byggjast á fólki, á viti landsmanna og þekkingu.  Stóriðja hafsins verður virkjuð með frjálsum handfæraveiðum, þó innan vissra takmarkana.  Veiðileyfi er skilyrt því að hluti aflans fari á neytendamarkað á hóflegum verði.  

Græna stóriðjan fær raforkuna á áltaxta, og í kjölfarið ætti heilbrigðiskostnaður landsmanna lækka þegar græn ódýr hollusta streymir í búðirnar.

Ríkisstjórn fólksins lýsir því yfir að enginn verði borinn út af heimilum sínum næstu 5 árin, algjörlega óháð skuldastöðu sinni.  Þeir sem hafa misst heimilin sín og búa á hrakhólum, þeir fá  strax úrlausn sinna mála, því á Íslandi er offramboð af húsnæði.  Aðeins villimenn láta börn búa á hrakhólum á meðan íbúðir standa tómar um allt land.

 

Öruggt heimil, holl fæða á viðráðalegu verði, það er töfraorð hins Nýja Íslands.  Að fólk fái að halda reisn sinni og búi við öryggi.

Í slíku landi er ekkert mál að skapa þá samstöðu og þann kraft sem þarf til að rífa hagkerfið upp úr kreppu sinni.  Hér eru þær auðlindir sem skipta máli á 21. öldinni, hreint land, vistvæn orka, gnægð vatns.  Svarta gull 21. aldar.

 

Aðeins gildi  19. aldar heldur okkur í hlekkjum hugarfarsins, að framfari felist í sköpun ríkisvalds á störfum í verksmiðjum, eins og Biscmark sé enn á meðal vor, og gjaldþrot stóriðjustefnu Stalíns hafi ekki frétts til landsins.

Og viðbót AGS, lífssýn þrælaþjóðfélaga fornaldar þegar skuldaþrælar gengu kaupum og sölum, meinaði okkur alla framtíð.

 

Ef við tökum Steingrím á orðinu og veðjum á framtíðina, þá er framtíð barna okkar björt.

Hvað annað skiptir máli???

ICEsave???

Í hugum fólks er valið einfalt.

Börnin.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is „Verðum að veðja á framtíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já veðjum á framtíðina án Steingríms, hans pótintáta, ASG, ESB og Össurar og Jóhönnu og Samfylkingarinnar þá ætti framtíðin að vera bara nokkuð góð, sérstaklega ef vafningar og kúlulánadrottningar færu með þeim

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 21:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það fór aldrei svo að við yrðum ekki sammála Steingrími.

Verst að ég held að hann sé að vekja falsvonir, en ef þjóðin rumskar, þá er hægt að taka hann á orðinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2011 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband