31.3.2011 | 18:20
ASÍ hvetur launþega til að samþykkja ICEsave.
ICEsave fjárkúgunin er í erlendri mynt, skilanefnd Landsbankans greiðir Tryggingasjóð innstæðna eftir fastir krónutölu, 674 milljarða.
Falli krónan um 2% ársfjórðungslega, út samningstímann, þá áætlar Gamma greining samninginn upp á 175 milljarða, veikist hún umfram það, þá er upphæðin fljót yfir 200 milljarða, peninga sem þjóðarbúið ræður ekki við ofan á aðrar skuldir sínar.
Hvað veikir krónuna?????
Það er tvennt, verri viðskiptakjör þar sem til dæmis hækkun aðfanga vegur þungt. Nú er olían í frjálsu falli vegna ókyrrðarinnar í Arabalöndunum sem enginn sér fyrir endann á, matvæli hafa hækkað gífurlega á heimsmarkaðnum, það sama gildir um ýmis hráefni. Skýringin er meðal annars að fjárfestar fara úr verðlitlum pappírspeningum yfir í eitthvað solid. Síðan hefur minnkandi kaupmáttur vegna samdráttar og annarrar óáran áhrif á þau verð sem við fáum fyrir útflutningsvörur okkar.
Gagnvart þessu höfum við engin ráð, stjórnvöld geta aðeins brugðist við með að herða gjaldeyrishöft, eða láta krónuna falla.
Síðan getur krónan fallið vegna þenslu innanlands eða vegna kjarasamninga sem eru umfram kaupgetu þjóðarbúsins, líkt og formaður Framsýnar er að eggja ASÍ að keyra á. Að þjóðin mæti versnandi viðskiptakjörum og minni kaupmátt með því að prenta peninga í launaumslög.
Slíkt mun fella krónuna eða valda alvarlegum vöruskort ef ekki er leyft að flytja inn vörur sem fólk vill kaupa fyrir prentuðu krónurnar sínar.
Hvaða áhrif hefur það á ICEsave, jú samningurinn mun hlaupa á hundruðum milljörðum vegna gengisfalls krónunnar.
Með öðrum orðum, ef launþegar samþykkja IcEsave, þá mun sá samningur gera þjóðina gjaldþrota, ekki nema að launþegar eru tilbúnir að taka á sig ómælda kjaraskerðingu, og fresta öllum kjarabótum á meðan ICESave tímasprengjan tifar.
Ef ASÍ sýnir klærnar eins og Aðalsteinn fer fram á, þá byrjar sambandið fyrst á að berjast gegn ICEsave samningnum.
Því það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Ef fjármagn er tekið fram yfir fólk, þá verður fólk að éta það sem úti frýs.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
ASÍ þarf að fara að sýna klærnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.