Stöðuhækkun uppá við er eina lausnin sem er boðleg Samfylkingunni.

 

Flokksins sem tók upp merki Kvennalistans og kvennabaráttunnar.  Flokksins sem hefur alltaf kennt sig við jafnrétti og talið sig sérstakan málsvara kvenna.

Að semja um pening er humbung, gerir lítið úr Önnu og þeim málstað sem fékk hana til að kæra.  

Það er ekki hægt að lítilsverða konu meir en að nota hið klassíska ráð karlakúgunarinnar, að borga fyrir blíðu kvenna.

Og það er búið að ráða í starfið, og annað sambærilegt starf er ekki á lausu.

 

Lausnin getur því aðeins verið ein, að bjóða Önnu starf yfirmanns síns, Jóhönnu Sigurðardóttur.  Jóhanna er hvort sem er orðin of gömul, og ekki sýnileg þjóðinni nema þegar einhver klúður er í gangi.

Anna er hinsvegar glæsilegur fulltrúi kvenna, vel menntuð og hæf.

Og það er fordæmi fyrir skipan utanþingsfólks í þessa ríkisstjórn.

 

Ef alvara er á bak við allt jafnréttistalið, þá er þetta lausnin.

Nú reynir á manndóminn, vonandi eru þetta ekki allt saman kellingar sem láta traðka á hugsjónum sínum og lífsskoðunum.

Þá er langt í raunverulegt jafnrétti, ef þeir sem eru misréttir beittir, láta kaupa sig til hlýðni.  

Og að þeir sem það styðja, láta kattarþvott duga þegar brotið er á samstarfskonu þeirra.

 

Nú reynir á öll orðin, var þeim ætlað að ná atkvæðum kvenna, eða fylgdi þeim sannfæring um réttmæti þeirra.

Hálfkák er engin lausn.

Kveðja að austan.


mbl.is Engin tillaga um lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samspillingunni er ekki fært að koma með lausnir á stærri málum en "hvernig er best að hnýta skóþveng".

Samspillingin reynir yirleitt að þagga málin í hel og þar sem að það er enginn til að reka á eftir þeim, gagnrýna eða yfirleitt fylgjast með kemst hún yfirleitt upp með það.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 19:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þess vegna er ég að gefa henni góðlátlegt ráð, sem leysir vanda hennar í margvíslegum skilningi.

En hún er í mikilli feigðarför á leið til heljar, og á líklegast ekki afturkvæmt, hennar goð, hennar sæluríki er að hrynja svo ekki mun hún hljóta skjól þar.

Og því mun hún hundsa lausn mína, þá einu sem virkar.

Eða er til einhver betri leið til að losna við Hrundrottninguna???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þú segir nokkuð Ómar. Finnst þér það góð byrjun á ferlinum að heimta skaðabætur vegna þess að Jóhanna réð ekki flokkssystur sem var í 5 sæti, valin af nefnd sem virðist kannski frekar vanhæf eftir allt þetta fjaðrafok? Lítur út eins og skipulagt einelti til að klekkja á Jóhönnu? Ekki sérlega hugsjónalegt?

 Sá sem byrjar feril með einelti til að komast að er ekki hlynntur jafnrétti eða réttlæti að mínu mati og gagn menntunar skiptir litlu máli til eða frá þegar fólk er þannig innréttað/"jafnréttað". Þetta er bara mín skoðun á þessu leikriti sem þjóðinni er boðið uppá á þessum þrengingartímum þegar nóg annað og alvarlegra er að fást við.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 00:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Anna, það hafa aðrir orðið fyrir þessu einelti, og þá akkúrat hefur þetta fólk gjammað hæst á torgum sem núna segir að þetta sé ekki sanngjarnt.

Annað hvort leggja menn af þessi bjánalög um kærunefnd jafnréttismála, eða menn fara eftir henni.

Allir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2011 kl. 06:40

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ljúft er að láta sig dreyma.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2011 kl. 08:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Sigurður, er ekki draumurinn það eina sem við fátæklingarnir höfum efni á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 293
  • Sl. sólarhring: 793
  • Sl. viku: 6024
  • Frá upphafi: 1399192

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 5106
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband