30.3.2011 | 07:06
Gjaldþrot stóriðjustefnunnar var tilkynnt í gær.
Skuldirnar eru það miklar að Orkuveita Reykjavíkur fær ekki endurfjármögnun.
Allar líkur eru á að sömu örlög bíði Landsvirkjunar, ef hún heldur áfram að fjármagna nýframkvæmdir á lánum, án þess að huga að endurgreiðslu þeirra.
Lykilorðið "ENDURFJÁRMÖGNUN" er skerið sem menn steyta á.
Það felldi bankanna, núna er það að fella orkufyrirtækin, og allt bendir til að ýmis sveitarfélög landsins séu að steyta á þessu skeri.
Það var alltaf tekin lán, ódýr lán, en lánin voru til tiltölulega skamms tíma, þess vegna voru þau svona ódýr. En það er engin trygging fyrir að þau haldi að vera áfram ódýr, eða menn fái þau yfir höfuð endurfjármögnuð.
Þegar bankarnir steyttu á þessu skeri, þá hefði maður haldið að vitiborið fólk myndi læra af því, skilja af hverju þeir féllu, og huga að því að lenda ekki í sömu gildrunni, að reyna bjarga sér á meðan hægt væri.
En Íslendingar gera þá skýru kröfu til stjórnmálamanna sinna að þeir séu ekki vitibornir, að þeir læri ekki af biturri reynslu eða bregðist við þeim ógnum sem sannarlega eru á næstu grösum.
Nei, við kusum stjórnmálamenn í síðustu kosningum sem ætluðu að virkja þjóðina út úr skuldum sínum og efnahagsþrengingum. Þó var vitað að sömu örlög myndu bíða orkufyrirtækja okkar, að þau fengju ekki endurfjármögnun ef þau væru of skuldsett.
Nei, það átti að bregðast við vandanum með því að taka ný lán, framkvæma meira, miklu meira en nokkurn tímann áður, og treysta á lukkuna. Þess vegna var haldið áfram að reka Orkuveitu Reykjavíkur eins og hún ætti fyrir skuldum, og stefnan var sett á nýjar virkjanir, ekki að reyna að tryggja fjármögnun þeirra sem þegar voru í húsi.
Jæja, þetta endaði með gjaldþroti í gær.
Og þetta mun enda með gjaldþroti Landsvirkjunar á morgun ef stóriðjugeðveikin verður ekki tafarlaust stöðvuð, og allar forsendur hennar endurskoðaðar.
Og það er öruggt að þjóðin mun ekki sinna þessum aðvörunum, hún mun áfram láta stjórnmálamenn sína bjóða upp á töfralausnina, virkja.
Framkvæma fyrir 500 milljarða sögðu samtök atvinnulífsins, 500 milljarða upp á skuld.
Þess vegna þarf að samþykkja kúgun upp á 200-400 milljarða, svo við fáum þessa 500 milljarða að láni.
Vandinn er sá að flokksfífl stjórna ekki lánastofnunum, þær spyrja aðeins um cash.
Ekki um IcEsave, ekki um tekjur eftir svo og svo mörg ár.
Heldur núna, í dag, og á morgun.
Þjóðin mun ekki geta bjargað Landsvirkjun á morgun, ef hún heldur áfram á sömu braut.
Og það kemur IcEsave ekki baun í bala við.
ICESave gerir aðeins vont verra.
Kveðja að austan.
Stefndi í sjóðþurrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir takk fyrir færsluna, þetta er nákvæmlega það sem er að gerast og ég hef bent á leiðin er ein og það beint á hausinn með þjóðarbúið! Við verðum að fara stöðva þessa þróun með því að koma flokksræðinu frá völdum og kjósa fólk sem hugsar að almenningi og framtíð okkar en ekki sjáfum sér og einkavinum útrásarinnar.
Sigurður Haraldsson, 30.3.2011 kl. 09:13
Blessaður Sigurður, vandinn er að fólk vill þetta. Annars hefðu öll mótmælin ekki lyppast niður eftir að ljóst var að eina svar Alþingis við skuldavanda heimilanna, var að útvega fólki næturvinnu í nýjum álverum.
Það er ljótt að segja það, en það er bara þannig, það er ekkert annað að gerast en þjóðin kaus vitandi vits yfir sig.
Og svarið við veruleikaflóttanum, er ennþá meiri veruleikaflótti, núna á Landsvirkjun að taka hundruð milljarða að láni til að redda stóriðjustörfum.
Á meðan er allt skattlagt til andskotans, og þjóðin mergsogin til að fóðra fjármagn.
Sé ekki að þetta sé að breytast, alla vega heyrir maður það ekki á hinni opinberu umræðu.
Það er ekki offramboð á fólki sem hugsar hlutina á nýjan hátt. En minni samt á þann eðaldreng, Jón Lárusson, kannski fær rödd hans vægi á næstu vikum.
Og Rakel og Jakobínu á þing.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 09:25
Bankarnir hafa undangengin ár selt fólki endurfjármögnun eins og hún sé lausn alls skuldavanda. Og margir hafa gleypt við þessu og talið sig losna við skuldirnar með auðveldara móti, bara ef þeir endurfjármagna. Og vissulega lítur þetta betur út á pappírunum en þegar upp er staðið er skuldin sú sama eða hærri og það á samt eftir að borga hana. Einfaldur reikningur í rauninni, en vefst samt fyrir mörgum. Skiljanlegt að almenningur falli fyrir reikningskúnstunum en beinlínis hallærislegt þegar um er að ræða stórfyrirtæki með endurskoðendur og fjármálaspekúlanta á launum hjá sér einmitt í þeim tilgangi (að maður hélt) að reka fyrirtækið á sem hagstæðastan hátt.
Dagný, 30.3.2011 kl. 09:55
Blessuð Dagný, allt þjóðfélagið, eða lunga þess missti vitið hvað þetta varðar, það var eins og enginn héldi að skuldir þyrfti að greiða, aðeins endurfjármagna þær.
En skuldir þarf að borga, og það er ekki endalaust hægt að skuldsetja fyrirtæki, jafnvel þó viðskiptahugmyndin er ágæt.
Ég læt það alveg liggja milli hluta hvort stóriðja sé arðbær, við eigum bara ekki til fjármagn í þessar framkvæmdir, við höfum aldrei látið tímann vinna með okkur. Það er enginn munur á að byggja upp arðbæra orkuvinnslu eða byggja upp bústofn, það þarf að fjölga lömbum á fóðrum og bíða síðan eftir að þau gefi af sér.
Sá sem hefur ekki þolinmæðina til að bíða, tekur allt af láni, hann endar í gjaldþroti.
Hvað heitir þess speki??? Speki hagsýnu húsmóðurinnar??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.